Quantcast
Channel: Heilsan – Hun.is
Viewing all 1210 articles
Browse latest View live

8 ástæður til að taka D vítamín

$
0
0
Screen shot 2013-11-18 at 22.21.09

Heimasíðan Betri næring er glæsileg ný síða þar sem hægt er að lesa sannleikann um næringu og heilsu og eru það þau Kristján Már Gunnarsson og Ragna S. Óskarsdóttir sem halda síðunni úti.

Þau birtu á dögunum þessa flottu grein um D vítamín og fengum við leyfi til að birta hana hér.

————————

D vítamín er ekki bara venjulegt vítamín.

Í rauninni virkar það eins og sterahormón í líkamanum.

Ef þú færð litla sól á þig yfir árið (eins og við Íslendingar), ert mikið inni eða notar sólarvörn, er full ástæða til að þú veltir fyrir þér að taka inn D vítamín.

D vítamínskortur er mjög algengur í vestrænum löndum, en hann getur haft alvarlegar afleiðingar til lengri tíma.

Hér eru 8 ástæður fyrir því að þú þarft að passa upp á D vítamín inntöku.

1. Það er erfitt að fá nóg úr mat

Þegar sólargeislarnir lenda á húðinni framleiðir hún D3-vítamín úr kólesteróli.

Í gegnum þróunarsöguna hefur sólin verið meginuppspretta D vítamíns.

En í dag… þegar fólk notar meiri og meiri sólarvörn, forðast sólina eða BÝR (eins og við Íslendingar) þar sem ekki er næg sól er skortur á D vítamíni mjög algengur (1).

Það eru tvö meginform D vítamíns í fæðunni:

  • D3 vítamín – Cholecalciferol – dýraformið.
  • D2 vítamín – Ergocalciferol – plöntuformið.

Dýraformið (D3) nýtist okkur mun betur en D2 (23).

Því miður er bara ein góð uppspretta D3 vítamíns í fæðunni, en það er lýsi. Í matskeið af þorskalýsi eru um 33µg (1.350 IU), eða um tvöfaldur ráðlagður dagskammtur (sem er 15 µg).

Aðrar þokkalegar uppsprettur eru feitur fiskur og D vítamínbættur matur (eins og til dæmis D vítamínbætt mjólk) en þú þarft að borða töluvert af þessum mat til að ná ráðlögðum dagskammti D vítamíns.

Að sjálfsögðu er sólin (ef þú getur passað þig á að brenna ekki) besti og náttúrulegasti kosturinn, en þar sem við búum á Íslandi þurfum við að leita annarra leiða.

2. Getur dregið úr líkum á ótímabærum dauða

Tvær mismunandi rannsóknir hafa leitt í ljós að D vítamín inntaka getur minnkað líkur á ótímabærum dauða um 6 – 7% (45).

Þetta þýðir að ef þú færð nægt D vítamín, annað hvort frá sólinni eða úr matnum, þá eru aðeins minni líkur á að þú deyir fyrir aldur fram.

3. Getur dregið úr líkum á krabbameini

Það eru til margar tegundir krabbameins, sem eiga það allar sameiginlegt að frumur byrja að vaxa stjórnlaust og á ógnarhraða í líkamanum.

D vítamín er sterahormón sem verkar eins og umritunarþáttur og ferðast inn í kjarna fruma til að kveikja og slökkva á genum. Til eru töluvert margar vísbendingar sem benda til að D vítamínskortur tengist aukinni hættu á nokkrum gerðum krabbameins.

Í 4ra ára stýrðri rannsókn á 1179 heilbrigðum konum sem komnar voru yfir tíðahvörf kom í ljós að 1.100 IU af D3 vítamíni (ásamt Kalsíumi) dró úr líkum á alls kyns krabbameini um allt að 60% (6).

Þetta eru merkilegar niðurstöður þar sem krabbamein er ein af verstu og algengustu orsökum dauðsfalla. Það þarf þó fleiri rannsóknir til að staðfesta þessar niðurstöður.

Að auki er til fjöldi faraldsfræðilegra rannsókna (sem sanna ekkert, þó þær sýni tölfræðileg tengsl) sem sýna að líkur á krabbameini minnka eftir því sem D3 vítamíngildi eru betri í líkamanum (789).

4. Hjarta- og æðasjúkdómar

Hjarta- og æðasjúkdómar eru algengasta orsök ótímabærs dauða í vestrænum samfélögum.

Nokkrar faraldsfræðilegar rannsóknir (sem einungis sýna fylgni en sanna ekkert ótvírætt) benda til að lág D vítamíngildi geti leitt til að áhættuþættir versni og því aukið líkur á hjartaáföllum (101112) en stýrðar rannsóknir hafa enn sem komið er ekki gefið afgerandi niðurstöðu (1314).

5. Draga úr líkum á sykursýki I í börnum

Sykursýki I er sjálfsónæmissjúkdómur sem ónæmiskerfið veldur með því að ráðast á beta frumur briskirtilsins, en þær eru frumurnar sem framleiða insúlín.

Þessi sjúkdómur er yfirleitt greindur á unga aldri og var banvænn þar til insúlín var uppgötvað.

Rannsókn á 10.921 ungbarni sem fylgt var eftir frá því þau fæddust, leiddi í ljós að 78% minni líkur voru á að börn sem fengu viðbættar 2.000 IU einingar af D vítamíni á dag þróuðu með sér sykursýki I (15).

Samantekt á faraldsfræðilegum rannsóknum hefur staðfest þessar niðurstöður og sýnt að áhætta lækkar um 39% og að skammtastærð skiptir líklega máli (16).

Að auki er til fjöldi gagna sem tengja saman aukna neyslu D vítamíns og minni líkur á sykursýki II hjá fullorðnum (http://jcem.endojournals.org/content/92/6/2017.short).

6. Dregur úr líkum á beinbrotum fullorðinna

Eldri borgurum er sérstaklega hætt við skorti, að hluta til vegna þess að þeir fara minna út í sólina.

Í stýrðum rannsóknum á eldri borgurum kemur í ljós að viðbætt D vítamín dregur bæði úr beinbrotum og líkum á að að eldri borgarar detti. Skammturinn þarf að vera í það minnsta 800 IU, en 400 IU gera ekkert gagn (181920).

7. Getur varnað gegn flensu og astmaköstum

Hjá skólabörnum sýndi stýrð rannsókn að viðbætt D vítamín lækkaði líkur á inflúensu A um 42% auk þess sem það dró marktækt úr líkum á astmaköstum (21).

Lág gildi D vítamíns í blóði virðast tengjast auknum öndunarfærasjúkdómum, sem bendir til að vítamínið skipti miklu til að styrkja ónæmiskerfið (2223).

8. Ráðlagður dagskammtur (RDS) gæti verið of lítill

Fjöldi sérfræðinga trúa því að RDS sé alltof lítill, sérstaklega fyrir þá sem fara lítið út í sólina (2425).

Áður fyrr var D vítamínskortur aðallega talinn valda beinkröm í börnum. Í dag er D vítamínmagn nú talið skipta máli varðandi fjölda alvarlegra sjúkdóma.

Það virðist nokkuð ljóst að passa upp á inntöku D-vítamíns getur hjálpað þér til að lifa lengra og betra lífi.

Þó er vert að hafa í huga rannsóknirnar hér að ofan notuðu frekar lága skammta. Það er möguleiki á að niðurstöður geti verið enn meira afgerandi ef skammtar eru stækkaðir, en margir sérfræðingar telja að ráðlagður dagskammtur sé allt of lágur.

Láttu kanna D vítamíngildi þín!

Ef þú ferð ekki mikið út í sólina og hefur áhyggjur af að þig skorti D vítamín, ættirðu að leita til læknis og láta tékka á gildi sem heitir 25-Hydroxy-Vítamín D (25-OH-D, geymsluform vítamíns í líkamanum).

Ef þig skortir vítamínið og meiri sól er ekki valkostur, skaltu taka inn D3 vítamín. Veldu tegund með olíufylltum hylkjum þar sem að þetta er fituleysanlegt vítamín.

Nauðsynlegur skammtur fer eftir einstaklingnum. Eitrunarhætta er mjög lítil. Þú þarft að taka inn fáránlegt magn af D vítamíni yfir langt tímabil til að ná fram eitrunaráhrifum.

Ef þú hefur kost á að uppfylla D vítamín þörf þína frá sólinni þarftu að gæta þess að sólbrenna aldrei.

Þessi grein birtist upphaflega á AuthorityNutrition.com.

P.S. ekki gleyma að læka okkur á Facebook.


Komdu og vertu besta útgáfan af sjálfri þér!

$
0
0
Helga

Laugardaginn 16 nóvember komu 6 hressar konur saman og héldu námskeið í Happ Höfðatúni til styrktar Ljósinu. Yfir 100 konur tóku þátt og komust færri að en vildu. Konurnar 6 hafa því ákveðið að sameina krafta sína á ný og bjóða öllum þeim konum sem vilja virkja kraftinn innra með sér upp á námskeið í janúar í lúxushótelinu Ion á Nesjavöllum. Gisting, matur, skemmtun og fræðsla allt í einum pakka.

Tilgangur dagsins er að konurnar læri að verða besta útgáfan af sjálfri sér með því að ná bæði líkamlegu og andlegu jafnvægi. Talað verður um hvernig styrkja megi ónæmiskerfið, hvernig losa má um streitu og áhyggjur, hvernig jákvæðni, húmor og gleði hefur áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu og hvernig byggja má öflugt sjálfstraust með því að tengjast þeim innra kjarna þar sem hinn raunverulegi styrkur liggur. Einnig verður talað um innsæið, mataræði, mátt hugans og margt margt fleira.

Verð  34.900 kr.

Gisting, matur (kvöld-, morgun- og hádegisverður), fræðsla og skemmtun; allt í einum pakka.

Hvar: Ion hótelinu Nesjavöllum

Hvenær: Föstudagur 17 janúar 2014 17.00-22.00

Laugardagur 18 janúar 2014  frá 08.00-18.00

Tilboðsverð sem gildir til 24. nóvember  29.900 kr. miðað við tvær saman í herbergi.

Fyrirlesarar á þessu námskeiði eru:

helga marin pro

Helga Marin er Heilsu og ‘Iþróttafræðingur og markþjálfi með BA í sálfræði og heilsu og íþróttafræði. Hún er búsett er í Dubai en er komin hingað til lands í stuttan tíma til að vera með fyrirlestra og námskeið. Helga rekur sitt eigið fyrirtæki, Health, Mind and Body í Dubai og hefur unnið sér þar sess sem þekktur heilsufræðingur fyrir þær óhefðbundnu leiðir sem hún fer. Helga hefur útbúið fjölda námskeiða sem fyrirbyggja og veita lausnir gegn sjúkdómum, sjálfseflingarnámskeið, streitu-lausnir og aðhaldsnámskeið.

guðrún b

Guðrún Bergmann hefur staðið fyrir ýmis konar sjálfsræktarnámskeiðum allt frá árinu 1990. Hún hefur lagt ríka áherslu á að viðhalda megi góðu heilsufari með náttúrulegum aðferðum. Guðrún hefur verið nokkuð afkastamikill rithöfundur og eftir hana hafa komið út fjórtán bækur. Að auki hefur hún þýtt tíu bækur um sjálfsrækt og heilsutengd málefni úr ensku yfir á íslensku.

ingrid

Ingrid Kuhlman er þjálfari og ráðgjafi og jafnframt framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar. Frá 1994-1999 starfaði hún við kennslu í eigin skóla í Hollandi. Ingrid hefur skrifað ótal greinar í erlend og íslensk tímarit, m.a. um fræðslumál, sjálfstraust, samskipti, tímastjórnun, markmiðasetningu, seiglu, hamingju og streitu.
Ingrid er ásamt Eyþóri Eðvarðssyni ritstjóri bókarinnar Management van mensen (Stjórnun fólks) sem kom út í Hollandi árið 1998. Árið 2006 kom út bókin hennar Tímastjórnun í starfi og einkalífi. Hún hefur verið meðlimur í ritnefnd og síðan 2008 ritstjóri tímaritsins Impetus sem Félag aðstoðarmanna forstjóra (EUMA – European Management Assistants) á Íslandi gefur út.

Lukka

Lukka Pálsdóttir er sjúkraþjálfari og EMBA frá HR. Hún starfaði um árabil sem einkaþjálfari og hefur haldið fyrirlestra og skrifað ýmsar greinar um hollar lífsvenjur. Lukka stofnaði fyrirtæki sitt, Happ í byrjun árs 2009 og hefur unnið ötullega að því að bæta heilsu samferðamanna sinna með hollum mat. Hún lítur fyrst og fremst á ævistarf sitt sem lið í því að bæta lífsgæði fólks.

edda

Húmor – heilsa – hamingja og hlátur.

bjargey

Bjargey Aðalsteinsdóttir hefur  33 ára reynslu stjórnum og  á heilbrigðissviði hérlendis og erlendis m.a. við að kenna  og stjórnum hóptíma í þolfimi, yoga, krafttíma, vatnsleikfimi, stöðvaþjálfun, hjólatíma, hugleiðslu og haldið fjölmarga fyrirlestra um málefnið.  H’un stjórnaði og rak sína eigin líkamsræktarstöð í 5 ár með fyrirlestra á lokuðum námskeiðum um heilsu og næringu.  Hún er eigandi og umsjónarmaður Ný og Betri síðan 2004, námskeiða fyrir konur og karla á erlendri grund til að bæta líkama og sál. Hún stundaði og lauk Anthony Robbins University 2002-2005.  Kláraði Brautargengið námskeið vorið 2007.  Kláraði 12 vikna Dale Carnegie námskeið haustið 2007.  Útskrifaðist sem jógakennari desember 2010. Félagi í FKA og hef verið í ferðanefnd og nú í fræðslunefnd félagsins. Er í námi Executive Coaching námi hjá Háskóla Reykjavíkur, útskrift áætlað maí 2014.

Frekari upplýsingar:
www.healthmindbody.net
helga@healthmindbody.net
Sími 8458174

Undirfatamódel hvetur karlmenn til að þukla sig

$
0
0
undirfatamódelkrabbi

Undirfatafyrirsætan Rhian Marie Sugden fer fyrir vægast sagt djarfri krabbameinsherferð til þess að minna karlmenn á að það eru ekki bara konur sem eiga að þukla líkamsparta sína í leit af óæskilegum hnúðum.
Við minnum alla á mikilvægi þess að þekkja líkama sinn og vera á varðbergi.

Pekanhnetumúffur frá Maríu Kristu – Via Health Stevia uppskrift

$
0
0
maría krista eh

múff
4 egg
4 msk bráðið smjör
60 g sukrin gold (strásæta)
2 tsk vanilludropar
4 msk rjómi
1 tsk kanill
1/2 tsk lyftiduft
1/4 tsk matarsódi
50 g kókoshveiti
10 dropar karamellustevía frá Via-Health
nokkur saltkorn
Krem
60 g pekanhnetur
30 g bráðið smjör
3 msk rjómi
1 tsk sukrin gold (strásæta)
10 dropar karamellustevía frá Via-Health

Þeytið saman egg, sukrin gold, vanilludropa, stevíu og smjör. Sigtið þurrefnin út í og hrærið áfram. Látið standa í 5 mínútur í skálinni og setjið svo í múffuform sem úðuð hafa verið með Pam-úða (uppskriftin passar í 24 lítil múffuform eða 12 stór).  Bakið við 180°C í 15-20 mínútur eða þar
til prjónn kemur hreinn úr kökunum (litlu múffurnar bakast í um 15 mínútur og stóru í um 18 mínútur)

stevia

0 er ekki fatastærð! – Sophia Bush fer í stríð við Urban Outfitters – Myndir

$
0
0
sophia

Eftir að  Urban Outfitters hannaði bol sem á stendur „Eat Less“ eða „Borðaðu minna“ ákvað Sophia Bush að sniðganga þessa tískurisa algjörlega.

Sophia Bush, sem margir muna eftir úr One Tree Hill hefur alltaf barist fyrir því að framleiðendur tískufatnaðar séu með fyrirsætur sem eru með heilbrigt útlit. Hún skrifaði því opið bréf til Urban Outfitters sem hún birti á bloggi sínu:

„Þið ættuð að gefa út opinbera afsökunarbeiðni og gefa ríkulegt framlag til þeirra félaga sem hjálpa konum að berjast við átraskanir. Mér verður illt, við tilhugsunina um að einhver, í einhverri nefnd hjá ykkur hafi kosið „já“ við svona og það sem meira er, að þið skulið hafa framleitt bol með svona særandi skilaboðum. Þetta er eins og að rétta manneskju með sjálfsvígshugsanir hlaðna byssu. Þið eigið að vita betur.“

Screen shot 2013-11-21 at 15.45.58

7 vísindalega sannaðar ástæður fyrir því að þú átt að velja lágkolvetna fram yfir lágfitu

$
0
0
weight

Heimasíðan Betri næring er glæsileg síða þar sem hægt er að lesa sannleikann um næringu og heilsu og eru það þau Kristján Már Gunnarsson og Ragna S. Óskarsdóttir sem halda síðunni úti.

Þau birtu á dögunum þessa flottu grein um ástæður þess af hverju þú átt að velja lágkolvetnamataræði fram yfir lágfitumataræði og fengum við leyfi til að birta hana hér.

 ————————————————–

 

Ég trúi ekki að öllum henti sami maturinn.

Við erum öll ólík og það sem hentar einum hentar ekkert endilega öðrum.

Hins vegar er lágkolvetnamataræði án alls vafa til hagsbóta fyrir stóran hluti mannkyns.

Í rauninni er ekki margt varðandi næringu sem búið er að þrælsanna eins vel og það að lágkolvetnamatur virkar vel fyrir þá sem eru:

  • Í yfirþyngd.
  • Með sykursýki 2.
  • Hafa efnaskiptavillu.

Varðandi þessa sjúkdóma (sem eru reyndar stærstu heilsufarssjúkdómar í heiminum) hafa verið framkvæmdar í það minnsta 21 stýrð rannsókn sem sanna, án minnsta vafa, að lágkolvetnamatur skilar betri árangri en lágfitumaturinn sem venjulega er mælt með.

1. Lágkolvetnamataræði gerir það auðveldara að léttast

Í rannsóknum þar sem lágfitu- og lágkolvetnamataræði eru borin saman er lágkolvetnahópunum oft leyft að borða þar til þeir eru mettir, á meðan lágfituhóparnir þurfa bæði að telja hitaeiningar og stýra matarstærðum.

Þrátt fyrir þetta, borða lágkolvetna einstaklingarnir sama magn og jafnvel minna af hitaeiningum en lágfitu einstaklingarnir þar sem mataræðið dregur úr þörf fyrir mat (1).

Því leiðir lágkolvetnamataræði “sjálfkrafa” til megrunar. Það er engin ástæða til að stýra skammtastærðum svo lengi sem kolvetnin eru fá (2).

2. Lágkolvetnamataræði leiðir frekar til megrunar

Að draga úr kolvetnum leiðir nánast án undantekninga til meiri megrunar en mataræði þar sem dregið er úr fitu. Stundum er munurinn lítill en í öðrum tilvikum getur fitutapið verið 2-3 sinnum meira (3).

Í þeim tilvikum þar sem það var rannsakað kom í ljós að meira magn þeirrar fitu sem tapaðist var af magasvæðinu en hjá þeim sem voru á lágfitumataræði.

Þetta þýðir að djúpa fitan, fylgifiskur sykursýki og hjartasjúkdóma (kviðfitan) er sérstaklega viðkvæm fyrir lágkolvetnamataræði (4).

3. Lágkolvetnamataræði lækkar þríglýseríð

Þríglýseríð í blóði er stór áhættuþáttur varðandi hjartasjúkdóma og er bein tenging á milli þess og magns kolvetnis í fæðunni (56).

Af þeirri ástæðu virðist liggja í augum uppi að lágkolvetnamataræði leiði til lækkunar þríglýseríðs, á meðan lágfitumataræði ætti að hækka gildi þríglýseríðs.

Þetta er líka raunin. Þríglýseríðum fækkar umtalsvert á lágkolvetnamataræði á meðan lágfitumataræði fækkar þeim lítið eða eykur þau (78).

4. Lágkolvetnamataræði eykur HDL kólesteról

Gildi HDL kólesteróls (góða kólesterólsins) er mikilvægur og fyrirbyggjandi þáttur varðandi hjartasjúkdóma. Á einfaldan hátt má segja að HDL flytji kólesteról frá ytri hluta líkamans til lifrarinnar til endurnýjunar eða endurvinnslu.

Önnur mikilvæg afleiðing lágkolvetnamataræðis er sú að það hækkar gildi HDL kólesteróls á meðan lágfitumataræði hækkar það mun minna og jafnvel lækkar það (14).

Þríglýseríða/HDL hlutfallið er mjög áreiðanlegur mælikværði á insúlínþol, efnaskiptavillu og hættuna á hjartasjúkdómum (910).

Af þeirri ástæðu, ef engri annarri er lágkolvetnamatur miklu betri bæði fyrir hjarta þitt og almenna heilsu en lágfitumaturinn sem heilbrigðisyfirvöld um allan heim einblína enn á.

5. Mynstur LDL kólesteróls lagast

Magn LDL “slæma” kólesterólsins, er eini áhættuþátturinn sem virðist ekki lagast mikið hjá lágkolvetna einstaklingum. Þetta er að vísu mjög breytilegt á milli einstaklinga og í sumum tilvikum virðist LDL kólesteról jafnvel aukast aðeins á lágkolvetnafæði.

Hins vegar er dæmið aðeins flóknara en margir halda.

Það eru til fleiri en ein gerð af LDL. Í grófum dráttum höfum við bæði litlar, þéttar LDL eindir sem bindast súrefni auðveldlega og þrýstast inn í æðaveggi.

Síðan höfum við líka stóru LDL eindirnar sem eru svolítið eins og loðnir bómullarhnoðrar. Þær festast ekki í æðakerfinu og valda ekki hjartasjúkdómum.

Miklu skiptir hvort LDL eindirnar eru aðallega litla, þétta gerðin (mynstur B) eða stóra, loðna (mynstur A). Litla, þétta er slæm á meðan stóra, loðna er góð (1112,13).

Á lágkolvetna mataræði fækkar slæmum smáum LDL eindum en góðum stórum LDL eindum fjölgar hins vegar.

Þannig að raunin er sú að þó lágkolvetnamatur leiði ekki til fækkunar í heildarfjölda LDL, þá breytir mataræðið LDL eindunum í mun hollara form (1415).

6. Lágkolvetnamataræði bætir blóðsykurstjórnun

Sá hópur sem nýtur mesta ávinningsins af lágkolvetnamataræði eru sykursjúkir.

Þeir sem eru sykursjúkir eiga erfiðara með að flytja glúkósa inn í frumur. Kolvetni = glúkósi, og of mikill glúkósi í blóði veldur eituráhrifum.

Minni kolvetni = minni glúkósi fyrir sykursjúka. Þetta leiðir til minni blóðsykurs og minni þarfar fyrir insúlín og glúkósalækkandi lyf.

Í mörgum tilfellum virðist lágkolvetnafæði geta snúið við og jafnvel læknað sykursýki 2.

Sumir læknar sem ráðleggja þetta fæði geta oft lækkað insúlíngjafir um 50% strax á fyrsta degi fæðisins (16) og margir sjúklingar geta minnkað og jafnvel hætt inntöku lyfja á nokkrum vikum eða mánuðum (1718).

7. Lágkolvetnamataræði virðist auðveldara

Þrátt fyrir að sleppa heilu fæðuhópunum sem sumir halda að sé ómögulegt, þá virðist lágkolvetnamataræði samt vera auðveldara en lágfitumataræði.

Þetta þýðir að fólkið sem var sett á lágkolvetnamataræðið í rannsóknum átti auðveldara með að halda sig við það til loka rannsóknanna (1920).

Að lokum

Það er vísindaleg staðreynd að lágkolvetnamataræði er auðveldasta, heilsusamlegasta og árangursríkasta leiðin til að tapa þyngd og snúa við efnaskiptasjúkdómum.

Þessi grein birtist upphaflega á authoritynutrition.com.

P.S. ekki gleyma að “læka” okkur á Facebook!

Húðin og kuldinn, hugsum vel um stærsta líffæri líkamans

$
0
0
world fors 1

world jól

Nýlega hefur orðið enn kaldara úti. Smám saman hefur húðin hjá mörgum eflaust orðið alveg ótrúlega þurr. Ein kona kom til mín um daginn þar sem hún hafði tekið eftir auknum þurrki í húðinni eins og hún orðaði það sjálf:  „Ég hef oft verið í meiri kulda, en aldrei fengið svona fyrr en núna. Ég nota samt mjög oft rakakrem“.

Þar liggur hnífurinn í kúnni, það sem gefur húðinni aukinn raka er vatn. Það er hátt hlutfall af vatni í rakakremum og minna hlutfall af fitu, raki er með öðrum vatn og ef við spyrjum okkur að því hvað gerist þegar vatn er úti í kulda þá vitum við öll svarið, það frýs. Það sama gerist við húðina, „rakinn“ frýs á húðinni. Þessvegna þarf að gæta vel að því að þau krem sem við notum sé ekki bara 100 % raki, betra er að vera með aðeins feit krem á veturnar og spara þá frekar rakakremin þar til að það fer að hlýna aftur.

Eins ættu allir sem hafa gaman af útivist að passa einstaklega vel upp á húðina, munið að sólin endurspeglast í snjó og getur verið lúmsk þó svo við séum ekki stödd á spáni í 30 stiga hita. Verjum húðina á veturnar. Það er allsekki galin hugmynd að nota sólarvörn þegar farið er á fjöll tildæmis yfir hátíðirnar. Njótum þess að vera úti og hugsum vel um húðina, sem er stærsta líffæri líkamans.

Björk

Höfundur: Björk Varðardóttir.

Stöðvastjóri World Class Kringlunni.

Náði þessari breytingu á 15 mínútum! –Ótrúlegt en satt!

$
0
0
fdafdsfda

Mel er ástralskur einkaþjálfari og var komin með nóg af villandi „fyrir og eftir“ myndum sem er ætlað að selja megrunarlyf og líkamsræktarnámskeið.  Mel ákvað því að taka sína eigin „fyrir og eftir“ mynd og tók hún myndirnar með kortérs millibili.

„Kíkið á breytinguna á mér! Tók mig 15 mínútur!“ skrifaði Mel á Instagram.

„Viljið þið vita leyndarmálið mitt? Það fyrsta sem ég gerði var að sleppti símaveskinu því það er bara hallærislegt, skipti um bikíníbuxur (því þessar svörtu eru einni stærð stærri og svartur litur grennir mann), bar á mig smá brúnkukrem, smellti í mig hárlengingunni minni, stóð beinni í baki, saug magann inn, teygði úr handleggnum til hliðar svo þeir líta út fyrir að vera grennri, beindi mjöðminni út í aðra hliðina, hafði aðeins lengra á milli fótanna, axlirnar aftur og brosti stoltu brosi. Svo setti ég smá „filter“ á „eftir“ myndina því þá verður allt svo flott.“

fdafdsfda

 

Hér er bloggið hennar.


Súkkulaðibitakökur frá Jóa Fel – Via Health Stevia uppskrift

$
0
0
jói fel

jói fel 2

50 g sukrin (strásæta)
40 g sukrin melis (strásæta)
75 g smjör
30 g möndlumjöl
50 g fiberfin
30 g kókoshveiti
1/2 tsk natron
30 dropar vanillustevía frá Via-Health
1 g salt
1 egg
150 g sykurlaust súkkulaði

Bræðið smjör og blandið strásætu saman við með pískara. Hrærið svo þurrefnin saman við. Bætið eggjum út í og vinnið þau saman við. Saxið súkkulaði og hrærið út í.  Látið deigið standa í kæli í u.þ.b. eina klukkustund. Búið til kúlur í höndunum og setjið á plötu, þrýstið lítilega niður á þær.  Bakið við 170°C í u.þ.b. 13 mínútur.

stevia nýtt

 

10 góðar ástæður til að borða kókosolíu

$
0
0
Screen shot 2013-11-25 at 16.42.32

Heimasíðan Betri næring er glæsileg síða þar sem hægt er að lesa sannleikann um næringu og heilsu og eru það þau Kristján Már Gunnarsson og Ragna S. Óskarsdóttir sem halda síðunni úti.

Þau birtu á dögunum þessa flottu grein um kókosolíu og fengum við leyfi til að birta hana hér.

 

————————————

Kókosolía er ein fárra fæðutegunda sem hægt er að kalla ofurfæðu.

Einstök samsetning fitusýra hennar getur haft mikil og góð áhrif á heilsu.

Þar má telja þyngdarstjórnun, bætta heilastarfsemi og ýmsa aðra merkilega eiginleika.

Hér er listi yfir 10 eiginleika kókosolíu sem hafa verið staðfestir í rannsóknum á mönnum.

1. Kókosolía inniheldur einstaka samsetningu fitusýra

Kókosolía hefur verið fordæmd fyrir að innihalda mettaða fitu. Í rauninni eru um 90% fitusýranna í kókosoliu mettaðar (1).

Ný gögn sýna hins vegar að mettuð fita er skaðlaus. Fjöldi mjög stórra rannsókna þar sem þátttakendur voru jafnvel hundruðir þúsunda sýna að kenningin um að mettuð fita stíflaði æðar var ekkert annað en mýta (2).

Þar að auki inniheldur kókosolía ekki þessa klassísku mettuðu fitu sem þú finnur til dæmis í osti eða steik.

Nei, hún inniheldur svokallaðar Medium Chain Triglycerides (MCT) – eða miðlungs langar fitusýrur.

Flestar fitusýrur í matnum eru langar fitusýrur, en meðallöngu fitusýrurnar úr kókosolíunni meltast öðruvísi.

Úr meltingarveginum fara þær beint í lifrina, þar sem þær eru ýmist notaðar sem auðleysanlegur orkugjafi eða breytt í ketóna sem geta haft jákvæð áhrif á heilasjúkdóma eins og flogaveiki og Alzheimer.

Niðurstaða: Kókosolía inniheldur mikið af meðallöngum fitusýrum (MCT) sem meltast öðruvísi og hafa m.a. jákvæð áhrif á nokkra heilasjúkdóma.

2. Samfélög sem borða mikið af kókosolíu eru með þeim heilbrigðustu á jörðinni.

stelpa að borða kókosKókos hefur verið fremur framandi fæða í hinum vestræna heimi og er aðallega heilsumeðvitað fólk sem neytir hans að einhverju leyti.

Þó eru aðrir staðir þar sem kókos er hefðbundinn hluti fæðunnar og fólk hefur þrifist á honum svo kynslóðum skiptir.

Besta dæmið um samfélag af þessu tagi eruTokelauarnir, en þeir búa við Suður-Kyrrahafið.

Yfir 60% af hitaeininganeyslu þeirra er úr kókos og eru þeir stærstu neytendur mettaðrar fitu í heiminum.

Þetta fólk er við frábæra heilsu og ber engin merki um hjarta- og æðasjúkdóma (3).

Annað dæmi um samfélag sem borðar mikinn kókos og er við frábæra heilsu eru Kítavarnir (4).

Niðurstaða: Í heiminum eru mörg samfélög sem hafa þrifist og dafnað með því að borða mikið af kókos.

3. Kókosolía getur aukið brennslu og því hjálpað þér til að brenna meiri fitu

kókoshneturOffita er í dag eitt stærsta heilsufarsvandamál heimsins.

Á meðan sumt fólk heldur að offita sé einungis spurning um neyslu of margra hitaeininga, þá eru aðrir (þar á meðal ég) sem trúa því aðorkugjafarnir skipti ekki síður máli.

Það er staðreynd að mismunandi fæða hefur mismunandi áhrif á líkama okkar og hormónastarfsemi. Í þessu samhengi er hitaeining því ekki það sama og hitaeining.

Meðallangar fitusýrur (MCT) kókosolíunnar auka brennslu frekar en sama magn hitaeininga úr löngum fitusýrum (56).

Ein rannsókn sýnir að 15-30 grömm af MCT á dag jók sólarhringsbrennslu um 5%, sem eru ca 120 hitaeiningar á dag (7).

Niðurstaða: Það hefur sýnt sig að meðallangar fitusýrur kókosolíunnar hafa aukið sólarhringsbrennslu líkamans um 5% sem getur leitt til töluverðs þyngdartaps til lengri tíma.

4. Lauricsýran í kókosolíu getur drepið sýkla, veirur og sveppi og hjálpar því til við að bægja frá sýkingum

maður að hlaupa frá veirumNánast 50% fitusýra í kókosolíu eru 12-liðaLauricsýran.

Þegar kókosolía blandast meltingarensímum breytist hún líka í einglýseríð sem heitir monolaurin.

Bæði lauricsýra og monolaurin geta drepið sýkla, vírusa og sveppi (8).

Til dæmis hefur það sýnt sig að bæði þessi efni drepa sýkilinn Staphylococcus Aureus (mjög hættulegur…) og gersveppinn Candida Albicans, sem er algeng örsök sveppasýkingar í mönnum (910).

Niðurstaða: Fitusýrur kókosolíu og afurðir þeirra geta drepið sýkla, veirur og sveppi og jafnvel komið í veg fyrir sýkingar að einhverju leyti.

5. Kókosolía er mettandi og dregur því úr matarlyst

maður að drekka úr kókoshnetuEinn athyglisverður eiginleiki kókosolíu er sá að hún dregur úr hungurtilfinningu.

Þetta getur tengst því hvernig fitusýrurnar meltast, þar sem ketónar geta dregið úr matarlyst (11).

Í einni rannsókn var 6 mönnum gefið mismunandi magn af miðlungs og löngum fitusýrum.

Mennirnir sem fengu mest af miðlungs fitusýrum (MCT) borðuðu 256 hitaeiningum minna á dag að jafnaði (12).

Önnur rannsókn þar sem 14 hraustir menn tóku þátt sýndi að þeir sem borðuðu mest af MCT fitusýrum að morgni borðuðu áberandi minna í hádeginu (13).

Þessar rannsóknir voru smáar og aðeins framkvæmdar yfir stutt tímabil. Ef þessi áhrif væru til langs tíma gæti það haft mikil áhrif á líkamsþyngd yfir nokkurra ára tímabil.

Niðurstaða: Fitusýrur í kókosolíu geta dregið úr matarlyst, sem getur haft jákvæð áhrif á líkamsþyngd yfir lengri tíma.

6. Fitusýrur í kókosolíu breytast í ketóna sem geta dregið úr flogum

opin kókoshnetaÞað er mikið verið að rannsaka svokallað ketónskt fæði (mjög fá kolvetni, mikil fita) til meðferðar á ýmsum sjúkdómum.

Þekktasta dæmið er meðhöndlun flogaveiki hjá börnum sem þola illa lyf (14).

Þetta fæði byggir á að borða mjög lítið af kolvetnum og mikið af fitu en það leiðir til mikillar fjölgunar ketóna í blóðinu.

Einhverra hluta vegna getur þetta fæði dregið umtalsvert úr tíðni floga hjá flogaveikum börnum, jafnvel þeim sem hafa ekki náð árangri á ýmsum tegundum flogaveikilyfja.

Þar sem MCT í kókosolíu fer beint í lifrina og breytist þar í ketóna, þá er hún oft notuð hjá flogaveikum sjúklingum til að ýta undir ketósis á sama tíma og sjúklingurinn getur þá leyft sér aðeins fleiri kolvetni í matnum (1516).

Niðurstaða: Miðlungslöngu fitusýrurnar í kókosolíu geta fjölgað ketónum í blóðinu, sem hjálpar til við að draga úr flogaköstum hjá flogaveikum börnum.

7. Kókosolía getur bætt kólesterólgildi og dregið úr hættu á hjartasjúkdómum

brotin kókoshnetaKókosolía er hlaðin mettaðri fitu sem hefur ekki skaðleg áhrif á blóðfitu eins og áður var talið.

Mettuð fita bætir HDL (góða) kólesterólið og breytir LDL kólesterólinu í betri undirgerð (1718).

Í rannsókn á 40 konum kom í ljós að kókosolía dró bæði úr heildarmagni kólesteróls og LDL kólesteróli, á meðan HDL kólesteról jókst, samanborið við sojaolíu (19).

Það eru líka til rannsóknir á rottum sem sýna að kókosolía dregur úr þríglýseríðum, heildar og LDL kólesteróli, eykur HDL kólesteról og bætir blóðstorkuþætti og andoxunargildi (2021).

Þessi bæting á áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma ætti fræðilega að leiða til minni hættu á hjartasjúkdómum til lengri tíma.

Niðurstaða: Rannsóknir á mönnum og rottum sýna að kókosolía bætir mikilvæga þætti eins og heildarkólesteról, LDL og HDL kólesteról, sem getur leitt af sér minni hættu á hjartasjúkdómum.

8. Kókosolía getur verndað hár fyrir skemmdum, bætt raka í húð og verndað fyrir sólargeislum

brotin kókoshneta með flögumKókosolía er til ýmissa hluta nytsamleg annarra en að borða hana.

Margir nota hana til að bæta heilsu og útlit bæði húðar og hárs.

Rannsóknir á einstaklingum með þurra húð sýna að kókosolía getur bætt rakastig húðarinnar (22).

Kókosolía getur líka verndað hár fyrir skemmdum og ein rannsókn sýnir að hún getur einnig virkað sem sólarvörn þar sem hún blokkar um 20% útfjólublárra geisla sólarinnar (2324).

Sumir nota kókosolíu sem munnskol með aðferð sem kölluð er “oil pulling“, sem getur drepið slæma sýkla í munninum, bætt tannheilsu og dregið úr andremmu (25,2627).

Niðurstaða: Kókosolía getur líka verið notuð útvortis, rannsóknir sýna að hún getur nýst sem rakakrem og verndað hár fyrir skemmdum. Hún er líka mild sólarvörn og ágætis munnskol.

9. Fitusýrurnar í kókosolíu geta bætt heilastarfsemi hjá Alzheimer sjúklingum

læknir með þumalinn upp
Alzheimer sjúkdómur er ein algengasta orsök elliglapa í heiminum og stórt heilbrigðisvandamál.

Alzheimer sjúklingar virðast eiga erfiðara með að nýta orku úr glúkósa í ákveðnum svæðum heilans.

Ketónar nýtast sem orka fyrir heilann og rannsakendur hafa velt fyrir sér hvort þeir geti veitt þessum svæðum í heilanum orku og þannig dregið úr einkennum Alzheimer (28).

Ein rannsókn sem framkvæmd var árið 2006 sýndi að neysla á miðlungs löngum fitusýrum leiddi strax til bættrar heilastarfsemi hjá sjúklingum með mildari einkenni Alzheimer (29).

Aðrar rannsóknir styðja þessar niðurstöður og er núna mikið verið að rannsaka miðlungs langar fitusýrur sem meðferðarráð við Alzheimer (3031).

Niðurstaða: Rannsóknir sýna að fitusýrurnar í kókosolíu geta aukið ketóna í blóði sem nýtast sem orka fyrir heilafrumur hjá Alzheimer sjúklingum og létta því einkenni.

10. Kókosolía getur hjálpað þér við fitutap, sérstaklega að losna við hættulegu kviðfituna

maður sem þarf að léttastAð því gefnu að kókosolía geti dregið úr matarlyst og aukið fitubruna er fullkomið vit í því að hún geti hjálpað þér við að léttast.

Kókosolía virðist vera sérlega árangursrík til að losa um kviðfitu, sem liggur á magasvæðinu og í kringum helstu líffæri.

Þetta er alhættulegasta fitan og tengist á beinan hátt ýmsum velferðarsjúkdómum.

Mittismál er góður mælikvarði á magn fitu á magasvæðinu og það er auðvelt að fylgjast með því.

Í rannsókn á 40 konum með offitu á kvið voru þeim gefnar 30 ml af kókosolíu á dag sem leiddi til marktækrar lækkunar á BMI og mittismáli yfir 12 vikna tímabil (19).

Önnur rannsókn á 20 offeitum karlmönnum mældi að meðaltali minnkun á mittismáli um 2,86 cm eftir að þeir höfðu neytt 30 ml af kókosolíu í 4 vikur (32).

Á yfirborðinu eru þessar tölur kannski ekkert sérstakar, en þú þarft að gæta þess að þetta fólk bætti hvorki við sig æfingum né fækkaði það hitaeiningum. Fólkið losaði sig við töluverða kviðfitu einungis með því að bæta kókosolíu við matinn.

Eitthvað fleira?

Ef þú vilt njóta jákvæðra áhrifa kókosolíu skaltu ganga úr skugga um að þú veljir lífræna kókosolíu.

Þetta var aðeins toppurinn á ísjakanum. Fólk notar kókosolíu til alls konar hluta með ótrúlegum árangri.

Bættu endilega við listann í athugasemdunum!

Þessi grein birtist upphaflega á authoritynutrition.com.

P.S. ekki gleyma að “læka” okkur á Facebook!

Ljúffengar piparkökur frá Ebbu Guðnýju – Via Health Stevia uppskrift

$
0
0
ebba eh

jólaup Ebba

2 dl gróft spelt
3 dl fínt spelt (og aðeins meira til að fletja út)
3/4 dl kókospálmasykur
1 tsk kanill
1 tsk negull
1 tsk engifer
1/6 tsk pipar (eða piparmix)
2 tsk vínsteinslyftiduft
40 dropar (1 tsk) kanilstevía frá Via-Health
90 g smjör í bitum
1/2 dl lífrænt hlynsíróp

Blandið þurrefnum saman. Bætið svo smjöri og hlynsírópi út í og hnoðið í deig með höndunum. Látið deigið bíða í kæli í um 30 mínútur ef þið hafið tíma. Hitið ofninn í 200°C. Skiptið deiginu í 4 bita (það er auðveldara þannig) og fletjið út varlega (um 0,5 cm á þykkt). Notið fínt spelt svo deigið festist ekki við borðið. Stingið út kökur og raðið á bökunarpappír á bökunarplötu og bakið í um 10 mínútur.

*Piparkökur geymast best í frysti.

stevia Via

Sörur frá Dísukökur.is – Via Health Stevia uppskrift

Svitablettir undir höndum úr sögunni með Oui Oui

$
0
0
oui 1

Þetta er snilld.

OuiOui Undir Arm Púðar eru framleiddir fyrir fólk sem vill koma í veg fyrir að blettir myndast í fatnaði. Púðarnir eru límdir í handarkrikann í innanverðan fatnaðinn og sjást því ekki. Þeir eru lyktarlausir en draga í sig gott magn af vökva. Það eru ekki allir sem þurfa að glíma við þetta en þú hefur örugglega séð bletti eða fundið lykt af vini eða samstarfsfélaga, nú eða í sjónvarpinu.  Sú hlið púðans sem límist í fatnað er húðlituð og því er hægt að nota púðana í gegnsæjan fatnað.

Hvernig nýtast púðarnir og hvað gera þeir fyrir þig:

Koma í veg fyrir blettamyndun í fatnaði

Fatnaður getur dregið í sig svitalyktaeyða og þá vilja blettir myndast. Þetta gerist ekki með notkun púðanna.

Þú þarft ekki að skipta jafn oft um t.d. skyrtu og/eða setja fatnað í þvottavél/hreinsun með notkun púðanna.

Þú getur t.d. farið úr jakkanum í veislunni, vinnunni, á fundinum eða við hvaða tækifæri sem er því þú veist að enginn blettur hefur myndast.

Þú getur tekið púðana úr þegar þér hentar.

oui

Svitalykt mun ekki festast í fatnaðinum eins og vill gerast þrátt fyrir ítrekaðan þvott.

Fyrir hvern er varan?  Fyrir konur og já strákar, fyrir ykkur líka.  Fyrir alla sem svitna eða þá sem vilja forðast mögulega blettamyndun í fatnaði.  Púðarnir fast nú í verslunum 10-11 á höfuðborgarsvæðinu. Væntanlegt í verslanir Hagkaups Eiðistorgi, Garðabæ, Skeifunni og Akureyri eftir helgina.

Hér getur þú fundið facebook síðu Oui Oui

Jóladagatalið – Bare Minerals frá Guinot MC Snyrtistofunni

$
0
0
bare jóla

5. desember -  Í dag gefum við þér snyrtivörurnar Bare Minerals að andvirði 17.900.-kr frá Guinot MC Snyrtistofunni Grensásvegi 50   Það eina sem þú þarft að gera er að kommenta „já takk“ og líka við þessa mynd.

1473823_10152133938301474_2143817270_n

Jóladagatalið – Via Health Stevia dropar

$
0
0
stv

6. desember -  Í dag gefum við þér Via – Health Stevia dropa, sem er tilvalið í jólabaksturinn.  Við birtum skemmtilega uppskriftir á dögunum þar sem Via Health Stevia droparnir voru notaðir og getur þú fundið þær með því að smella á myndirnar hér fyrir neðan.   Það eina sem þú þarft að gera er að kommenta „já takk“ og líka við þessa mynd.

stev1stev2stevia3

Þú getur fundið fleiri girnilegar uppskriftir inná facebook síðu Via – Health Stevia

 

 


11 ótrúlega algeng næringarmistök

$
0
0
healthy food

Heimasíðan Betri næring er glæsileg ný síða þar sem hægt er að lesa sannleikann um næringu og heilsu og eru það þau Kristján Már Gunnarsson og Ragna S. Óskarsdóttir sem halda síðunni úti.

Þau birtu á dögunum þessa flottu grein um algeng næringarmistök og fengum við leyfi til að birta hana hér.

—————————————

 

Það er til alveg ótrúlegt magn af misvísandi upplýsingum um mat og hvernig á að borða hollt.

Allir virðast „vita“ hvað er rétt, yfirleitt ekki byggt á neinum sönnunum.

Hér eru 11 ótrúlega algeng mistök sem fólk endurtekur aftur og aftur…

1. Að drekka ávaxtasafa

Ávaxtasafi er ekki alltaf það sem hann sýnist.

Oft er hann lítið annað en sykrað vatn með einhvers konar ávaxtabragðefni.

Í mörgum tilvika er ekki nokkur ávaxtasafi til staðar, bara efni sem bragðast eins og ávextir.

En það er einnig varhugavert að drekka 100% náttúrulegan ávaxtasafa.

Það er vegna þess að ávaxtasafi eins og t.d. appelsínusafi inniheldur svipað magn af sykri og Kók eða Pepsí.

Ávaxtasafi er eins og ávextir, fyrir utan að það er búið að fjarlægja öll góðu efnin.

Það eru engar trefjar og ekkert sem hægir á þér við að innbyrða gríðarlegt magn afsykri.

Á meðan það tekur tíma að borða og melta heilan ávöxt er hægt að drekka mikð magn ávaxtasafa á mjög skömmum tíma. Glas af appelsínusafa inniheldur svipað sykurmagn og nokkrar appelsínur.

Ef þú ert hraustur, grannur og hreyfir þig mikið þá þolirðu líklega ávaxtasafa án vandkvæða.

Hins vegar á við um flesta að það er best fyrir þá að neyta sem allra minnst aföllum hraðmeltum sykri, því hann getur leitt til insúlínóþols og alls kyns alvarlegra sjúkdóma til lengri tíma (1234).

Þannig að… borðaðu ávextina þína (nema þú sért á lágkolvetnafæði, sem þýðir að þú þarft að draga úr þeim) en forðastu ávaxtasafa eins og heitan eldinn.

Niðurstaða: Flestir ávaxtasafar innihalda svipað magn sykurs og sykraðir gosdrykkir. Það er best að forðast þá og velja frekar heila ávexti.

2. Að lesa ekki innihaldslýsingar

strákur að borða samloku

Margir starfsmenn hjá markaðsdeildum ruslmatarfyrirtækjanna eru bölvaðir lygarar.

Þeir setja oft mjög misvísandi innihaldslýsingar á mat… sannfæra jafnvel heilsumeðvitað fólk um að kaupa óhollt ruslfæði handa sér og börnum sínum.

Flestir vita lítið um næringu og falla oft fyrir lýsingum eins “heilkorna”, “fituskert” eða “inniheldur Omega 3″.

Að bæta litlu magni hollra efna í óhollan, mikið unnin mat gerir hann ekki hollan.

Til dæmis mun örlítið magn af Omega 3 ekki bæta upp fyrir hátt sykurinnihald.

Þannig að… það er mikilvægt að lesa lýsingar. Jafnvel heilsufæði getur innihaldið sykur, unnið hveiti og önnur mjög óholl næringarefni.

Þetta á líka við um mat fyrir börn sem er markaðssettur sem hollur… EKKI treysta framleiðendunum. LESTU innihaldslýsinguna.

Niðurstaða: Það er mikilvægt að lesa innihaldslýsingar, jafnvel “heilsufæði” getur innihaldi óholl næringarefni eins og sykur.

3. Að borða heilhveiti

brauðÁ undanförnum árum hefur orðið töluverð vitundarvakning um slæm áhrif unnins hveitis.

Hins vegar er sá misskilningur algengur að heilhveiti sé hollt.

Vandamálið er að heilhveiti er yfirleitt ekki “heilt”, kornin hafa verið möluð mjög fínt.

Þetta gerir kornið auðmelt og getur það því hækkað blóðsykurinn alveg jafn hratt og fína hveitið (5).

Hveiti inniheldur líka mikið magn glútens, prótíns sem fjöldi fólks er viðkvæmt fyrir og leggur sitt af mörkunum til nokkurra hvimleiðra sjúkdómseinkenna eins og meltingarvandamála, verkja, svima og harðlífis (6, 789)

Það eru líka til nokkrar rannsóknir sem tengja hveitineyslu við einhverfu og einnig alvarlega sjúkdóma eins og geðklofa og óregluhreyfingar (ataxia). Ein rannsókn sýnir mikla hækkun kólesteróls hjá þeim sem borða heilhveiti (10111213).

Að segja að heilhveiti sé hollara en hveiti er svipað og að segja að sígarettur með filter séu hollari en ófilteraðar sígarettur.

Með sömu rökum gætum við sagt að allir ættu að reykja filteraðar sígarettur vegna hollustunnar. Algjörlega út í hött!

Niðurstaða: Algengur misskilningur er sá að heilhveiti sé hollt, en rannsóknir sýna að það getur valdið ýmsum einkennum og stuðlað að heilsufarsvandamálum.

4. Að einblína ekki á náttúrulegan, óunnin mat

Þegar málið snýst um að hámarka heilsu vilja margir týnast í smáatriðunum. Þeir sjá ekki skóginn fyrir trjánum.

Jafnvel þó “næring” sem fræðigrein geti verið ótrúlega flókin, þá er sem betur fer einfalt að velja hollan mat!

prótínríkur matur

Hafðu í huga að menn og forfeður okkar hafa komist af og verið heilbrigðir ímilljónir ára.

Samt lærðum við ekki um hitaeiningar, vítamín, næringarefni og þess háttar fyrr en mjög nýlega. Þekkingin á þessum hlutum hefur EKKI gert okkur heilbrigðari.

Það sem vanþróuð samfélög sem lifa við frábæra heilsu eiga öll sameiginlegt er að þau borða náttúrulegan, óunnin mat eins og hann kemur fyrir í náttúrunnni.

Það hafa verið gerðar fjöldi rannsókna á þessum samfélögum þar sem sérstaklega hefur verið tekið eftir því að hjá þeim eru hefbundnir velferðarsjúkdómar eins og offita, sykursýki 2 og efnaskiptavillur ekki til staðar (1415).

Ef það lítur út fyrir að vera verksmiðjuframleitt, slepptu því þá!

Niðurstaða: Það skiptir mestu að borða náttúrulegan, óunnin mat. Forðastu það sem virðist vera verksmiðjuframleitt.

5. Að borða ekki nægt prótín

kj0t

Heilbrigðisyfirvöld mæla með frekar lágu hlutfalli prótíns í fæðunni.

Þau segja að við ættum að stefna að ca. 56 grömmum á dag fyrir menn og 46 grömmum fyrir konur.

Hins vegar, jafnvel þó þessi litla neysla sé nægjanleg til að koma í veg fyrir skort, er hún ekki næg til að hámarka heilsu.

Rannsóknir sýna að meiri prótínneysla geti verið jákvæð fyrir líkamsbygginguna, sérstaklega hjá þeim sem hreyfa sig mikið (1617).

Prótín er líka mest seðjandi næringarefnið og líkaminn eyðir slatta af hitaeiningum við að melta það. Af þessar ástæðu getur aukin prótínneysla hjálpað þér til að grennast (181920).

Niðurstaða: Flestir fá ekki nægjanlegt prótín úr fæðunni. Meira prótín getur aukið brennslu, dregið úr matarlyst og bætt heilsu á ýmsan hátt.

6. Að vera hræddur við fitu

Á sjötta og sjöunda áratugnum trúðu margir vísindamenn því að mettuð fita leiddi til hjartasjúkdóma.

Þessi hugmyndafræði varð grunnurinn að lágfitu – hákolvetnamataræðinu… sem hefur verið mælt með síðan.

Strákur að borða salat

Síðan þá hafa fjöldi rannsókna leitt í ljós að lágfitumataræði virkar hreinlega ekki. Það leiðir ekki til þyngdarltaps eða minni hættu á hjartasjúkdómum eða krabbameini (212223).

Á undanförnum árum hafa margar rannsóknir skoðað áhrif mettaðrar fitu á heilsu.

Þær sýna allar að mettuð fita er skaðlaus. Hún eykur HDL (góða) kólesterólið og breytir LDL (slæma) kólesterólinu í aðra og betri undirgerð. Mettuð fita eykur EKKI líkur á hjarta- og æðasjúkdómum (24252627).

Fiturnar sem við eigum að forðast eru transfitur og grænmetisolíur eins og kornolía, sojaolía o.fl.

Það er engin ástæða til að forðast fæðu sem er náttúrulega fitumikil. Þetta á við um smjör, kókosolíu, egg, rautt kjöt… þessar fæðutegundir eru mjög hollar.

Niðurstaða: Rannsóknir sýna að mettuð fita er skaðlaus og lágfitumataræðið sem heilbrigðisyfivöld mæla með virkar ekki.

7. Að henda rauðunni úr eggjunum

kjúklingur og egg minni

Sérfræðingar í næringu hafa staðið sig vel við aðfordæma ýmsar hollar fæðutegundir.

Líklega er besta (eða frekar versta) dæmið eggin… sem innihalda mikið magn kólesteróls.

Vegna kólesterólsins hefur fólki verið ráðlagt að draga úr eggjaneyslu.

Hins vegar sýna rannsóknir að kólesteról í mat eykur ekki kólesteról í blóði og egg auka EKKI líkur á hjartasjúkdómum (282930).

Það sem stendur þá eftir er ein hollasta fæða veraldar. Egg eru hlaðin vítamínum, steinefnum, gæðaprótínum, hollum fitum og ýmsum næringarefnum sem eru mikilvæg augum og heila (3132).

Hafðu í huga að þetta á eingöngu við um heil egg. Í rauðunni eru nánast öll næringarefnin, hvítan inniheldur ekkert nema prótín.

Að kasta burt rauðunni og borða bara hvítuna er um það bil það vitlausasta sem þú getur gert.

Niðurstaða: Egg eru sérlega holl, en flest næringarefnin eru í rauðunni. Þrátt fyrir að þau séu kólesterólrík, þá hækka þau hvorki slæma kólesterólið í blóðinu né auka þau líkur á hjartasjúkdómum.

8. Að halda að allt það sem skipti máli séu hitaeiningar

epli og vasareiknir

Það er mikill misskilningur að halda að það eina sem skipti máli varðandi þyngd sé hitaeiningar.

Jafnvel þó hitaeiningar (orkan sem við borðum og eyðum) séu mikilvægar, þá eru þæralls ekki það eina sem skiptir máli.

Sannleikurinn er sá að mismunandi matur og næringarefni eru melt á ólíkan hátt og hafa áhrif á matarlyst og hungur á mismunandi hátt (333435).

Jafnvel þó talning hitaeininga og stýring á skammtastærð virki fyrir marga, eru aðrir sem geta ekki haldið sig við þetta.

Fyrir suma skiptir mun meira máli að velja “rétta” matinn og næringarefnin til að hámarka saðsemi og hormóna og koma líkamanum í það ástand að hann vilji losna við fitu.

Að borða minni sykur og kolvetni en meira prótín og fitu getur hjálpað þér til að grennast án þess að telja eina einustu hitaeiningu (3637).

Niðurstaða: Þyngdarlosun og heilsa snúast um miklu meira en að telja hitaeiningar. Mismunandi matur hefur mismunandi áhrif á hungur, hormóna og heilsu.

9. Að draga úr salti

Heilbrigðisyfirvöld eru alltaf að segja okkur að draga úr salti í fæðunni.

Þetta á að lækka blóðþrýsting og draga úr hættu á hjartasjúkdómum.

kona í söltum sjó

Þetta virkar hins vegar ekki í raun.

Jafnvel þó skerðing á saltneysly geti valdið örlítilli lækkun á blóðþrýstingi, sýna rannsóknir að hún minnkar ekki líkur á hjartasjúkdómum, heilablóðfalli eða dauða (38).

Að draga of mikið úr salti getur jafnvel haft neikvæðar afleiðingar eins og insúlínóþol, hækkun á kólesteróli og þríglýseríðum (394041).

Stærsti saltgjafinn í fæðinu er unninn matur. Ef þú ert nú þegar að forðast unninn mat þá er engin ástæða til að bragðbæta matinn ekki með salti.

Ef “sérfræðingarnir” fengju að ráða myndum við öll borða bragðlausan mat þrátt fyrir að engar sannanir séu fyrir því að það bæti heilsu okkar.

Niðurstaða: Þrátt fyrir að minni saltneysla dragi aðeins lítillega úr blóðþrýstingi, þá leiðir það ekki til bættrar heilsu. Að forðast salt er algjörlega ónauðsynlegt fyrir flest fólk.

10. Að borða of margar máltíðir

frústreruð kona á vigt

Margir halda að best sé að borða 5-6 litlar máltíðir á dag.

Þeir segja að morgunmaturinn sé nauðsynlegur til að“þjófstarta brennslunni” og síðan þurfi að borða reglulega yfir daginn til að “halda brennslunni gangandi.”

Það er rétt að brennsla eykst lítillega á meðan þú borðar og meltir matinn.

Hins vegar er það heildarmagn fæðunnar sem skiptir máli, EKKI fjöldi máltíða.

Þessi mýta hefur verið prófuð og afsönnuð margoft. Stýrðar rannsóknir þar sem einn hópur borðar margar litlar máltíðir, en hinn færri og stærri máltíðir sýna að það er enginn munur á milli hópanna (4243).

Málið er… að það er ekki náttúrulegt fyrir líkamann að vera alltaf “mettur”.

Mannslíkaminn þolir ágætlega stutt tímabil hungurs og það eru rannsóknir sem sýna að frumur fara jafnvel í viðhald á sjálfum sér þegar við föstum í stuttan tíma (44).

Niðurstaða: Að borða oft er algjörlega ónauðsynlegt og alls ekki hentugt. Það eru engar sannanir fyrir því að það bæti brennslu eða heilsu á nokkurn hátt.

11. Að borða of mikinn “heilsumat”

Með hverju ári verða fleiri og fleiri meðvitaðir um heilsuna.

Af þessari ástæðu stækkar markaðurinn fyrir “heilsufæði” mjög hratt.

Matvælaframleiðendur hafa tekið eftir þessu og setja alls konar mat sem á að kallast hollur á markað. Á þessum fæðutegundum finnurðu oft miða sem segja að maturinn sé “lífrænn” og/eða “glútenlaus”.

Vandinn við mikið af þessum mat er sá að yfirleitt er hann alls ekki hollur.

Lífrænn sykur er líka sykur og glútenlaust ruslfæði er líka ruslfæði.

Það er best að forðast unninn, pakkaðan mat… jafnvel þó hann sé markaðssettur sem “heilsuvara.”

Ef umbúðirnar segja að maturinn sé hollur, þá er hann það líklega ekki.

Þessi grein birtist upphaflega á authoritynutrition.com.

P.S. ekki gleyma að “læka” okkur á Facebook!

Nammidagar – hvernig virka þeir?

$
0
0
nammi

wc

Ég var eitt sinn beðin um að gott ráð fyrir helgina þar sem var partý framundan og mikið um að vera. Þá datt mér fyrst í hug að segja ef þú ert örvhentur borðaðu þá með vinstri, ef ekki þá borðar þú með hægri. Fyrir vikið munt þú borða mikið hægar. Viti menn þetta virkar J Góð regla sem hentar vel í veislum þar sem snakk og sætindi eru á borðum.

Ég sjálf er lítið fyrir boð og bönn, ég er sælkeri af guðsnáð og tók þá ákvörðun að ég nenni ekki að vera týpan sem neitar mér um það sem mér þykir gott, heldur vil ég stilla því i hóf.

Ég hef lengi vel velt þessu hugtaki fyrir mér, „nammidagar“. Ég viðurkenni það alveg að hugmyndin er mjög sniðug og það að geta sneitt hjá sætindum og almennri óhollustu í 6 daga og eflaust lengur er stórkostlegt. Frábær fyrirmynd fyrir yngri kynslóðina, því þar eru sett eflaust einhver takmörk og oft er ekki nema 1 nammidagur í boði fyrir börnin en það er ekki endilega útaf holdafari, heldur frekar út af næringarlegum þáttum. Má vera að ef þau borða of mikið af nammi þá er ekki pláss fyrir mat?  Erum við einhver undantekning frá þessari reglu?

Þá er líka spurningin hversu mikið magn af sætindum og óhollustu eru fullorðnir einstaklingar að borða á nammidegi? Er það meira magn en þú hefðir annars borðað yfir heila viku? Er uppistaðan í  fæðunni á nammideginum meira og minna bara sætindi og óhollusta því það kemst ekkert annað fyrir? Gleymum því ekki að við fáum takmörkuð næringarefni úr sætindum og við þurfum svo sannarlega á öllum helstu næringarefnum að halda alla daga vikunnar, sama hvort við „svindlum“ eða ekki. Fyrir einstaklinga sem eru miklar félagsverur og vilja taka þátt í sem flestu þá henta nammidagarnir ekkert  endilega vel, svo ég tali nú ekki um sér yfir hátíðarnar.

Ef ég myndi hafa þetta sem reglu hjá mér þá væri ég alltaf að reka mig á það að vera svindla.  Það eru talin vera algjör forréttindi að geta æft af fullum krafti, ef slíkt er gert þá þarf ekki að vera telja allt eftir sér. Þetta er allt spurning um hófsemi.

Ég mæli með að velja sér þá hreyfingu sem þykir skemmtileg, leyfa sér góðan mat og ná að njóta aðventunar, án þess að stimpla sig sem algjöran svindlara!

björk staff

Höfundur: Björk Varðardóttir.

Stöðvastjóri World Class Kringlunni.

Jóladagatalið – Burts´s Bees húðsnyrtivörur

$
0
0
jóladagatal

 

 

8. desember -  Í dag gefum viðdásamlegan pakka frá Burt´s Bees   Öll vörulínan er unnin úr afurðum býflugnanna . Burt´s Bees er 98% – 100% náttúruleg og umhverfisvæn framleiðsla    Það eina sem þú þarft að gera er að kommenta „Já takk“ og líka við þessa mynd á vefsíðunni okkar.

1386451694476

Ef aðeins andartak – krabbameinssjúklingar taka þátt í einstöku verkefni.

$
0
0
mimikrabbfor

Veistu hvers ég sakna mest? Að vera kærulaus.

Þessi orð urðu kveikjan að verkefni Mimi foundation sjóðsins “If only for a second”.

Mimi foundation er velferðarsjóður sem stofnaður var árið 2004 í Belgíu og  hefur það að markmiði að auka lífsgæði fólks sem háir baráttu við krabbamein.

Verkefnið “If only for a second” var einfalt:
Tuttugu einstaklingum sem eiga í baráttu við krabbamein var boðið að mæta í ljósmyndastúdíó. Þau voru greidd og snyrt og beðin um að hafa augun lokuð á meðan á því stóð. Síðan var þeim stillt upp fyrir framan spegil og bakvið hann sat ljósmyndari sem myndaði viðbrögð þeirra þegar þau opnuðu augun.
Það sem við þeim blasti fékk þau til að gleyma sjúkdómi sínum þó ekki væri nema ef til vill andartak.


Jóladagatalið – Fótsnyrting frá Berglindi hjá Fegurð

$
0
0
jóladagatal

berglind

10. desember – Vinningur í dag í jóladagatali hun.is er gjafabréf í fótsnyrtingu frá Berglindi hjá Fegurð  Lækjargötu 34c Hafnarfirði  Þú færð neglurnar klipptar, þjalaðar og naglabönd snyrt. Hælar snyrtir, fætur skrúbbaðir með kornakremi og svo nuddaðir með fótakremi.  Punkturinn yfir i-ið, táneglur lakkaðar með fallegum lit.  Berglind hjá Fegurð ætlar að bjóða lesendum Hún.is upp á jólatilboð á þessum pakka á aðeins 5.000 kr. Fullt verð er 6.900 kr. Það eina sem þú þarft að gera til að eiga möguleika á vinningi er að kommenta „Já takk“ og líka við þessa mynd á vefsíðunni okkar.

berfl1

bergl2

1463019_10202006567279472_1041059295_n

 

Viewing all 1210 articles
Browse latest View live