Quantcast
Channel: Heilsan – Hun.is
Viewing all 1210 articles
Browse latest View live

Loftmengun helsta orsök krabbameins í lungum og blöðruhálskirtli

$
0
0
umhv fors

 

Loftmengun1_MYND_GettiImage

 

World Health Organization (WHO) hefur nú flokkað mengun í andrúmslofti þar sem fólk fær í sig agnir við innöndun helstu örsök krabbameins samkvæmt frétt á BBC.  Uppruni þessarar mengunar eru útblástur frá bílum og orkuverum, mengun frá landbúnaði og iðnaði en einnig hitakerfi á heimilum fólks.  Who segir að þessi flokkun eigi að túlkast sem sterk skilaboð til stjórnvalda um að bregðast við.

 

Alþjóðlega krabbameinsrannsóknarstofnunin, International Agency for Research on Cancer (IARC)  sem eru hluti af WHO hefur nú flokkað loftmengun sem þessa í sama flokk og tóbaksreyk, UV geislun og plutonium.  Loftmengun er þegar þekkt fyrir að valda hjarta og lungnasjúkdómum en nú hafa gögn sýnt að slík mengun veldur einnig krabbameini.

 

Loftið sem við öndum að okkur er mengað af alls kyns ögnum sem í eru krabbameinsvaldandi efni.  Dr. Kurt Straif JARC hjá IARC segir nýjustu gögnin bendi til 223.000 dauðsfalla vegna lungnakrabba í heiminum.  Meira en helmingur er talinn vera í Kína og í öðrum Asíulöndum.  Hröð iðnvæðing hefur leitt til mengunarskýa í borgum eins og Beijing.  Hins vegar er vandamálið hnatthrænt og áhyggjurnar um loftmengun hækkuðu töluvert í Evrópu í þessari viku þegar Umhverfisstofnun Evrópu (EEA) birti skýrslu sína um loftmengun í borgum  sjá  hér en Umhverfisfrettir.is  fjallaði um málið í umföllun  hér.  Gögn benda einnig til tengsla við krabbamein í blöðruhálskirtli.

 

Dr. Kurt Straif JARC segir að nú vitum við að loftmengun utandyra er ekki aðeins einn aðaláhættuþátturinn heldur almennt stærsti umhverfisþátturinn sem valdi dauða af völdum krabbameins.  Krabbameinsrannsóknarstofnunin í Bretlandi segir þessar niðurstöður ekkert koma á óvart.   Dr. Julie Sharp segir að það sé mikilvægt að fólk hafi þetta í huga og viti af þessu.  Þrátt fyrir að loftmengun auki áhættuna á lungnakrabba þá séu einnig aðrir þættir sem hafi mikil áhrif eins og reykingar.  Dr. Rachel Thomson hjá World Cancer Research Fund International segir að þessar nýjust niðurstöður styðji þörfina fyrir því að stjórvöld, iðnaður og alþjóðafyrirtæki hugi strax að umhverfisþáttum sem valda krabbameini.  Hins vegar sé líka margt sem við getum gert sjálf sem einstaklingar til að minnka líkurnar á krabbameini eins og til dæmis að hreyfa okkur meira og huga að heilsusamlegra matarræði.

Hér getur þú fundið meiri fróðleik frá Umhverfisfréttum.is


8 ástæður til að taka D vítamín

$
0
0
Screen shot 2013-11-18 at 22.21.09

Heimasíðan Betri næring er glæsileg ný síða þar sem hægt er að lesa sannleikann um næringu og heilsu og eru það þau Kristján Már Gunnarsson og Ragna S. Óskarsdóttir sem halda síðunni úti.

Þau birtu á dögunum þessa flottu grein um D vítamín og fengum við leyfi til að birta hana hér.

————————

D vítamín er ekki bara venjulegt vítamín.

Í rauninni virkar það eins og sterahormón í líkamanum.

Ef þú færð litla sól á þig yfir árið (eins og við Íslendingar), ert mikið inni eða notar sólarvörn, er full ástæða til að þú veltir fyrir þér að taka inn D vítamín.

D vítamínskortur er mjög algengur í vestrænum löndum, en hann getur haft alvarlegar afleiðingar til lengri tíma.

Hér eru 8 ástæður fyrir því að þú þarft að passa upp á D vítamín inntöku.

1. Það er erfitt að fá nóg úr mat

Þegar sólargeislarnir lenda á húðinni framleiðir hún D3-vítamín úr kólesteróli.

Í gegnum þróunarsöguna hefur sólin verið meginuppspretta D vítamíns.

En í dag… þegar fólk notar meiri og meiri sólarvörn, forðast sólina eða BÝR (eins og við Íslendingar) þar sem ekki er næg sól er skortur á D vítamíni mjög algengur (1).

Það eru tvö meginform D vítamíns í fæðunni:

  • D3 vítamín – Cholecalciferol – dýraformið.
  • D2 vítamín – Ergocalciferol – plöntuformið.

Dýraformið (D3) nýtist okkur mun betur en D2 (23).

Því miður er bara ein góð uppspretta D3 vítamíns í fæðunni, en það er lýsi. Í matskeið af þorskalýsi eru um 33µg (1.350 IU), eða um tvöfaldur ráðlagður dagskammtur (sem er 15 µg).

Aðrar þokkalegar uppsprettur eru feitur fiskur og D vítamínbættur matur (eins og til dæmis D vítamínbætt mjólk) en þú þarft að borða töluvert af þessum mat til að ná ráðlögðum dagskammti D vítamíns.

Að sjálfsögðu er sólin (ef þú getur passað þig á að brenna ekki) besti og náttúrulegasti kosturinn, en þar sem við búum á Íslandi þurfum við að leita annarra leiða.

2. Getur dregið úr líkum á ótímabærum dauða

Tvær mismunandi rannsóknir hafa leitt í ljós að D vítamín inntaka getur minnkað líkur á ótímabærum dauða um 6 – 7% (45).

Þetta þýðir að ef þú færð nægt D vítamín, annað hvort frá sólinni eða úr matnum, þá eru aðeins minni líkur á að þú deyir fyrir aldur fram.

3. Getur dregið úr líkum á krabbameini

Það eru til margar tegundir krabbameins, sem eiga það allar sameiginlegt að frumur byrja að vaxa stjórnlaust og á ógnarhraða í líkamanum.

D vítamín er sterahormón sem verkar eins og umritunarþáttur og ferðast inn í kjarna fruma til að kveikja og slökkva á genum. Til eru töluvert margar vísbendingar sem benda til að D vítamínskortur tengist aukinni hættu á nokkrum gerðum krabbameins.

Í 4ra ára stýrðri rannsókn á 1179 heilbrigðum konum sem komnar voru yfir tíðahvörf kom í ljós að 1.100 IU af D3 vítamíni (ásamt Kalsíumi) dró úr líkum á alls kyns krabbameini um allt að 60% (6).

Þetta eru merkilegar niðurstöður þar sem krabbamein er ein af verstu og algengustu orsökum dauðsfalla. Það þarf þó fleiri rannsóknir til að staðfesta þessar niðurstöður.

Að auki er til fjöldi faraldsfræðilegra rannsókna (sem sanna ekkert, þó þær sýni tölfræðileg tengsl) sem sýna að líkur á krabbameini minnka eftir því sem D3 vítamíngildi eru betri í líkamanum (789).

4. Hjarta- og æðasjúkdómar

Hjarta- og æðasjúkdómar eru algengasta orsök ótímabærs dauða í vestrænum samfélögum.

Nokkrar faraldsfræðilegar rannsóknir (sem einungis sýna fylgni en sanna ekkert ótvírætt) benda til að lág D vítamíngildi geti leitt til að áhættuþættir versni og því aukið líkur á hjartaáföllum (101112) en stýrðar rannsóknir hafa enn sem komið er ekki gefið afgerandi niðurstöðu (1314).

5. Draga úr líkum á sykursýki I í börnum

Sykursýki I er sjálfsónæmissjúkdómur sem ónæmiskerfið veldur með því að ráðast á beta frumur briskirtilsins, en þær eru frumurnar sem framleiða insúlín.

Þessi sjúkdómur er yfirleitt greindur á unga aldri og var banvænn þar til insúlín var uppgötvað.

Rannsókn á 10.921 ungbarni sem fylgt var eftir frá því þau fæddust, leiddi í ljós að 78% minni líkur voru á að börn sem fengu viðbættar 2.000 IU einingar af D vítamíni á dag þróuðu með sér sykursýki I (15).

Samantekt á faraldsfræðilegum rannsóknum hefur staðfest þessar niðurstöður og sýnt að áhætta lækkar um 39% og að skammtastærð skiptir líklega máli (16).

Að auki er til fjöldi gagna sem tengja saman aukna neyslu D vítamíns og minni líkur á sykursýki II hjá fullorðnum (http://jcem.endojournals.org/content/92/6/2017.short).

6. Dregur úr líkum á beinbrotum fullorðinna

Eldri borgurum er sérstaklega hætt við skorti, að hluta til vegna þess að þeir fara minna út í sólina.

Í stýrðum rannsóknum á eldri borgurum kemur í ljós að viðbætt D vítamín dregur bæði úr beinbrotum og líkum á að að eldri borgarar detti. Skammturinn þarf að vera í það minnsta 800 IU, en 400 IU gera ekkert gagn (181920).

7. Getur varnað gegn flensu og astmaköstum

Hjá skólabörnum sýndi stýrð rannsókn að viðbætt D vítamín lækkaði líkur á inflúensu A um 42% auk þess sem það dró marktækt úr líkum á astmaköstum (21).

Lág gildi D vítamíns í blóði virðast tengjast auknum öndunarfærasjúkdómum, sem bendir til að vítamínið skipti miklu til að styrkja ónæmiskerfið (2223).

8. Ráðlagður dagskammtur (RDS) gæti verið of lítill

Fjöldi sérfræðinga trúa því að RDS sé alltof lítill, sérstaklega fyrir þá sem fara lítið út í sólina (2425).

Áður fyrr var D vítamínskortur aðallega talinn valda beinkröm í börnum. Í dag er D vítamínmagn nú talið skipta máli varðandi fjölda alvarlegra sjúkdóma.

Það virðist nokkuð ljóst að passa upp á inntöku D-vítamíns getur hjálpað þér til að lifa lengra og betra lífi.

Þó er vert að hafa í huga rannsóknirnar hér að ofan notuðu frekar lága skammta. Það er möguleiki á að niðurstöður geti verið enn meira afgerandi ef skammtar eru stækkaðir, en margir sérfræðingar telja að ráðlagður dagskammtur sé allt of lágur.

Láttu kanna D vítamíngildi þín!

Ef þú ferð ekki mikið út í sólina og hefur áhyggjur af að þig skorti D vítamín, ættirðu að leita til læknis og láta tékka á gildi sem heitir 25-Hydroxy-Vítamín D (25-OH-D, geymsluform vítamíns í líkamanum).

Ef þig skortir vítamínið og meiri sól er ekki valkostur, skaltu taka inn D3 vítamín. Veldu tegund með olíufylltum hylkjum þar sem að þetta er fituleysanlegt vítamín.

Nauðsynlegur skammtur fer eftir einstaklingnum. Eitrunarhætta er mjög lítil. Þú þarft að taka inn fáránlegt magn af D vítamíni yfir langt tímabil til að ná fram eitrunaráhrifum.

Ef þú hefur kost á að uppfylla D vítamín þörf þína frá sólinni þarftu að gæta þess að sólbrenna aldrei.

Þessi grein birtist upphaflega á AuthorityNutrition.com.

P.S. ekki gleyma að læka okkur á Facebook.

Komdu og vertu besta útgáfan af sjálfri þér!

$
0
0
Helga

Laugardaginn 16 nóvember komu 6 hressar konur saman og héldu námskeið í Happ Höfðatúni til styrktar Ljósinu. Yfir 100 konur tóku þátt og komust færri að en vildu. Konurnar 6 hafa því ákveðið að sameina krafta sína á ný og bjóða öllum þeim konum sem vilja virkja kraftinn innra með sér upp á námskeið í janúar í lúxushótelinu Ion á Nesjavöllum. Gisting, matur, skemmtun og fræðsla allt í einum pakka.

Tilgangur dagsins er að konurnar læri að verða besta útgáfan af sjálfri sér með því að ná bæði líkamlegu og andlegu jafnvægi. Talað verður um hvernig styrkja megi ónæmiskerfið, hvernig losa má um streitu og áhyggjur, hvernig jákvæðni, húmor og gleði hefur áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu og hvernig byggja má öflugt sjálfstraust með því að tengjast þeim innra kjarna þar sem hinn raunverulegi styrkur liggur. Einnig verður talað um innsæið, mataræði, mátt hugans og margt margt fleira.

Verð  34.900 kr.

Gisting, matur (kvöld-, morgun- og hádegisverður), fræðsla og skemmtun; allt í einum pakka.

Hvar: Ion hótelinu Nesjavöllum

Hvenær: Föstudagur 17 janúar 2014 17.00-22.00

Laugardagur 18 janúar 2014  frá 08.00-18.00

Tilboðsverð sem gildir til 24. nóvember  29.900 kr. miðað við tvær saman í herbergi.

Fyrirlesarar á þessu námskeiði eru:

helga marin pro

Helga Marin er Heilsu og ‘Iþróttafræðingur og markþjálfi með BA í sálfræði og heilsu og íþróttafræði. Hún er búsett er í Dubai en er komin hingað til lands í stuttan tíma til að vera með fyrirlestra og námskeið. Helga rekur sitt eigið fyrirtæki, Health, Mind and Body í Dubai og hefur unnið sér þar sess sem þekktur heilsufræðingur fyrir þær óhefðbundnu leiðir sem hún fer. Helga hefur útbúið fjölda námskeiða sem fyrirbyggja og veita lausnir gegn sjúkdómum, sjálfseflingarnámskeið, streitu-lausnir og aðhaldsnámskeið.

guðrún b

Guðrún Bergmann hefur staðið fyrir ýmis konar sjálfsræktarnámskeiðum allt frá árinu 1990. Hún hefur lagt ríka áherslu á að viðhalda megi góðu heilsufari með náttúrulegum aðferðum. Guðrún hefur verið nokkuð afkastamikill rithöfundur og eftir hana hafa komið út fjórtán bækur. Að auki hefur hún þýtt tíu bækur um sjálfsrækt og heilsutengd málefni úr ensku yfir á íslensku.

ingrid

Ingrid Kuhlman er þjálfari og ráðgjafi og jafnframt framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar. Frá 1994-1999 starfaði hún við kennslu í eigin skóla í Hollandi. Ingrid hefur skrifað ótal greinar í erlend og íslensk tímarit, m.a. um fræðslumál, sjálfstraust, samskipti, tímastjórnun, markmiðasetningu, seiglu, hamingju og streitu.
Ingrid er ásamt Eyþóri Eðvarðssyni ritstjóri bókarinnar Management van mensen (Stjórnun fólks) sem kom út í Hollandi árið 1998. Árið 2006 kom út bókin hennar Tímastjórnun í starfi og einkalífi. Hún hefur verið meðlimur í ritnefnd og síðan 2008 ritstjóri tímaritsins Impetus sem Félag aðstoðarmanna forstjóra (EUMA – European Management Assistants) á Íslandi gefur út.

Lukka

Lukka Pálsdóttir er sjúkraþjálfari og EMBA frá HR. Hún starfaði um árabil sem einkaþjálfari og hefur haldið fyrirlestra og skrifað ýmsar greinar um hollar lífsvenjur. Lukka stofnaði fyrirtæki sitt, Happ í byrjun árs 2009 og hefur unnið ötullega að því að bæta heilsu samferðamanna sinna með hollum mat. Hún lítur fyrst og fremst á ævistarf sitt sem lið í því að bæta lífsgæði fólks.

edda

Húmor – heilsa – hamingja og hlátur.

bjargey

Bjargey Aðalsteinsdóttir hefur  33 ára reynslu stjórnum og  á heilbrigðissviði hérlendis og erlendis m.a. við að kenna  og stjórnum hóptíma í þolfimi, yoga, krafttíma, vatnsleikfimi, stöðvaþjálfun, hjólatíma, hugleiðslu og haldið fjölmarga fyrirlestra um málefnið.  H’un stjórnaði og rak sína eigin líkamsræktarstöð í 5 ár með fyrirlestra á lokuðum námskeiðum um heilsu og næringu.  Hún er eigandi og umsjónarmaður Ný og Betri síðan 2004, námskeiða fyrir konur og karla á erlendri grund til að bæta líkama og sál. Hún stundaði og lauk Anthony Robbins University 2002-2005.  Kláraði Brautargengið námskeið vorið 2007.  Kláraði 12 vikna Dale Carnegie námskeið haustið 2007.  Útskrifaðist sem jógakennari desember 2010. Félagi í FKA og hef verið í ferðanefnd og nú í fræðslunefnd félagsins. Er í námi Executive Coaching námi hjá Háskóla Reykjavíkur, útskrift áætlað maí 2014.

Frekari upplýsingar:
www.healthmindbody.net
helga@healthmindbody.net
Sími 8458174

Undirfatamódel hvetur karlmenn til að þukla sig

$
0
0
undirfatamódelkrabbi

Undirfatafyrirsætan Rhian Marie Sugden fer fyrir vægast sagt djarfri krabbameinsherferð til þess að minna karlmenn á að það eru ekki bara konur sem eiga að þukla líkamsparta sína í leit af óæskilegum hnúðum.
Við minnum alla á mikilvægi þess að þekkja líkama sinn og vera á varðbergi.

Pekanhnetumúffur frá Maríu Kristu – Health Stevia uppskrift

$
0
0
maría krista eh

múff
4 egg
4 msk bráðið smjör
60 g sukrin gold (strásæta)
2 tsk vanilludropar
4 msk rjómi
1 tsk kanill
1/2 tsk lyftiduft
1/4 tsk matarsódi
50 g kókoshveiti
10 dropar karamellustevía frá Via-Health
nokkur saltkorn
Krem
60 g pekanhnetur
30 g bráðið smjör
3 msk rjómi
1 tsk sukrin gold (strásæta)
10 dropar karamellustevía frá Via-Health

Þeytið saman egg, sukrin gold, vanilludropa, stevíu og smjör. Sigtið þurrefnin út í og hrærið áfram. Látið standa í 5 mínútur í skálinni og setjið svo í múffuform sem úðuð hafa verið með Pam-úða (uppskriftin passar í 24 lítil múffuform eða 12 stór).  Bakið við 180°C í 15-20 mínútur eða þar
til prjónn kemur hreinn úr kökunum (litlu múffurnar bakast í um 15 mínútur og stóru í um 18 mínútur)

stevia

0 er ekki fatastærð! – Sophia Bush fer í stríð við Urban Outfitters – Myndir

$
0
0
sophia

Eftir að  Urban Outfitters hannaði bol sem á stendur „Eat Less“ eða „Borðaðu minna“ ákvað Sophia Bush að sniðganga þessa tískurisa algjörlega.

Sophia Bush, sem margir muna eftir úr One Tree Hill hefur alltaf barist fyrir því að framleiðendur tískufatnaðar séu með fyrirsætur sem eru með heilbrigt útlit. Hún skrifaði því opið bréf til Urban Outfitters sem hún birti á bloggi sínu:

„Þið ættuð að gefa út opinbera afsökunarbeiðni og gefa ríkulegt framlag til þeirra félaga sem hjálpa konum að berjast við átraskanir. Mér verður illt, við tilhugsunina um að einhver, í einhverri nefnd hjá ykkur hafi kosið „já“ við svona og það sem meira er, að þið skulið hafa framleitt bol með svona særandi skilaboðum. Þetta er eins og að rétta manneskju með sjálfsvígshugsanir hlaðna byssu. Þið eigið að vita betur.“

Screen shot 2013-11-21 at 15.45.58

7 vísindalega sannaðar ástæður fyrir því að þú átt að velja lágkolvetna fram yfir lágfitu

$
0
0
weight

Heimasíðan Betri næring er glæsileg síða þar sem hægt er að lesa sannleikann um næringu og heilsu og eru það þau Kristján Már Gunnarsson og Ragna S. Óskarsdóttir sem halda síðunni úti.

Þau birtu á dögunum þessa flottu grein um ástæður þess af hverju þú átt að velja lágkolvetnamataræði fram yfir lágfitumataræði og fengum við leyfi til að birta hana hér.

 ————————————————–

 

Ég trúi ekki að öllum henti sami maturinn.

Við erum öll ólík og það sem hentar einum hentar ekkert endilega öðrum.

Hins vegar er lágkolvetnamataræði án alls vafa til hagsbóta fyrir stóran hluti mannkyns.

Í rauninni er ekki margt varðandi næringu sem búið er að þrælsanna eins vel og það að lágkolvetnamatur virkar vel fyrir þá sem eru:

  • Í yfirþyngd.
  • Með sykursýki 2.
  • Hafa efnaskiptavillu.

Varðandi þessa sjúkdóma (sem eru reyndar stærstu heilsufarssjúkdómar í heiminum) hafa verið framkvæmdar í það minnsta 21 stýrð rannsókn sem sanna, án minnsta vafa, að lágkolvetnamatur skilar betri árangri en lágfitumaturinn sem venjulega er mælt með.

1. Lágkolvetnamataræði gerir það auðveldara að léttast

Í rannsóknum þar sem lágfitu- og lágkolvetnamataræði eru borin saman er lágkolvetnahópunum oft leyft að borða þar til þeir eru mettir, á meðan lágfituhóparnir þurfa bæði að telja hitaeiningar og stýra matarstærðum.

Þrátt fyrir þetta, borða lágkolvetna einstaklingarnir sama magn og jafnvel minna af hitaeiningum en lágfitu einstaklingarnir þar sem mataræðið dregur úr þörf fyrir mat (1).

Því leiðir lágkolvetnamataræði “sjálfkrafa” til megrunar. Það er engin ástæða til að stýra skammtastærðum svo lengi sem kolvetnin eru fá (2).

2. Lágkolvetnamataræði leiðir frekar til megrunar

Að draga úr kolvetnum leiðir nánast án undantekninga til meiri megrunar en mataræði þar sem dregið er úr fitu. Stundum er munurinn lítill en í öðrum tilvikum getur fitutapið verið 2-3 sinnum meira (3).

Í þeim tilvikum þar sem það var rannsakað kom í ljós að meira magn þeirrar fitu sem tapaðist var af magasvæðinu en hjá þeim sem voru á lágfitumataræði.

Þetta þýðir að djúpa fitan, fylgifiskur sykursýki og hjartasjúkdóma (kviðfitan) er sérstaklega viðkvæm fyrir lágkolvetnamataræði (4).

3. Lágkolvetnamataræði lækkar þríglýseríð

Þríglýseríð í blóði er stór áhættuþáttur varðandi hjartasjúkdóma og er bein tenging á milli þess og magns kolvetnis í fæðunni (56).

Af þeirri ástæðu virðist liggja í augum uppi að lágkolvetnamataræði leiði til lækkunar þríglýseríðs, á meðan lágfitumataræði ætti að hækka gildi þríglýseríðs.

Þetta er líka raunin. Þríglýseríðum fækkar umtalsvert á lágkolvetnamataræði á meðan lágfitumataræði fækkar þeim lítið eða eykur þau (78).

4. Lágkolvetnamataræði eykur HDL kólesteról

Gildi HDL kólesteróls (góða kólesterólsins) er mikilvægur og fyrirbyggjandi þáttur varðandi hjartasjúkdóma. Á einfaldan hátt má segja að HDL flytji kólesteról frá ytri hluta líkamans til lifrarinnar til endurnýjunar eða endurvinnslu.

Önnur mikilvæg afleiðing lágkolvetnamataræðis er sú að það hækkar gildi HDL kólesteróls á meðan lágfitumataræði hækkar það mun minna og jafnvel lækkar það (14).

Þríglýseríða/HDL hlutfallið er mjög áreiðanlegur mælikværði á insúlínþol, efnaskiptavillu og hættuna á hjartasjúkdómum (910).

Af þeirri ástæðu, ef engri annarri er lágkolvetnamatur miklu betri bæði fyrir hjarta þitt og almenna heilsu en lágfitumaturinn sem heilbrigðisyfirvöld um allan heim einblína enn á.

5. Mynstur LDL kólesteróls lagast

Magn LDL “slæma” kólesterólsins, er eini áhættuþátturinn sem virðist ekki lagast mikið hjá lágkolvetna einstaklingum. Þetta er að vísu mjög breytilegt á milli einstaklinga og í sumum tilvikum virðist LDL kólesteról jafnvel aukast aðeins á lágkolvetnafæði.

Hins vegar er dæmið aðeins flóknara en margir halda.

Það eru til fleiri en ein gerð af LDL. Í grófum dráttum höfum við bæði litlar, þéttar LDL eindir sem bindast súrefni auðveldlega og þrýstast inn í æðaveggi.

Síðan höfum við líka stóru LDL eindirnar sem eru svolítið eins og loðnir bómullarhnoðrar. Þær festast ekki í æðakerfinu og valda ekki hjartasjúkdómum.

Miklu skiptir hvort LDL eindirnar eru aðallega litla, þétta gerðin (mynstur B) eða stóra, loðna (mynstur A). Litla, þétta er slæm á meðan stóra, loðna er góð (1112,13).

Á lágkolvetna mataræði fækkar slæmum smáum LDL eindum en góðum stórum LDL eindum fjölgar hins vegar.

Þannig að raunin er sú að þó lágkolvetnamatur leiði ekki til fækkunar í heildarfjölda LDL, þá breytir mataræðið LDL eindunum í mun hollara form (1415).

6. Lágkolvetnamataræði bætir blóðsykurstjórnun

Sá hópur sem nýtur mesta ávinningsins af lágkolvetnamataræði eru sykursjúkir.

Þeir sem eru sykursjúkir eiga erfiðara með að flytja glúkósa inn í frumur. Kolvetni = glúkósi, og of mikill glúkósi í blóði veldur eituráhrifum.

Minni kolvetni = minni glúkósi fyrir sykursjúka. Þetta leiðir til minni blóðsykurs og minni þarfar fyrir insúlín og glúkósalækkandi lyf.

Í mörgum tilfellum virðist lágkolvetnafæði geta snúið við og jafnvel læknað sykursýki 2.

Sumir læknar sem ráðleggja þetta fæði geta oft lækkað insúlíngjafir um 50% strax á fyrsta degi fæðisins (16) og margir sjúklingar geta minnkað og jafnvel hætt inntöku lyfja á nokkrum vikum eða mánuðum (1718).

7. Lágkolvetnamataræði virðist auðveldara

Þrátt fyrir að sleppa heilu fæðuhópunum sem sumir halda að sé ómögulegt, þá virðist lágkolvetnamataræði samt vera auðveldara en lágfitumataræði.

Þetta þýðir að fólkið sem var sett á lágkolvetnamataræðið í rannsóknum átti auðveldara með að halda sig við það til loka rannsóknanna (1920).

Að lokum

Það er vísindaleg staðreynd að lágkolvetnamataræði er auðveldasta, heilsusamlegasta og árangursríkasta leiðin til að tapa þyngd og snúa við efnaskiptasjúkdómum.

Þessi grein birtist upphaflega á authoritynutrition.com.

P.S. ekki gleyma að “læka” okkur á Facebook!

Húðin og kuldinn, hugsum vel um stærsta líffæri líkamans

$
0
0
world fors 1

world jól

Nýlega hefur orðið enn kaldara úti. Smám saman hefur húðin hjá mörgum eflaust orðið alveg ótrúlega þurr. Ein kona kom til mín um daginn þar sem hún hafði tekið eftir auknum þurrki í húðinni eins og hún orðaði það sjálf:  „Ég hef oft verið í meiri kulda, en aldrei fengið svona fyrr en núna. Ég nota samt mjög oft rakakrem“.

Þar liggur hnífurinn í kúnni, það sem gefur húðinni aukinn raka er vatn. Það er hátt hlutfall af vatni í rakakremum og minna hlutfall af fitu, raki er með öðrum vatn og ef við spyrjum okkur að því hvað gerist þegar vatn er úti í kulda þá vitum við öll svarið, það frýs. Það sama gerist við húðina, „rakinn“ frýs á húðinni. Þessvegna þarf að gæta vel að því að þau krem sem við notum sé ekki bara 100 % raki, betra er að vera með aðeins feit krem á veturnar og spara þá frekar rakakremin þar til að það fer að hlýna aftur.

Eins ættu allir sem hafa gaman af útivist að passa einstaklega vel upp á húðina, munið að sólin endurspeglast í snjó og getur verið lúmsk þó svo við séum ekki stödd á spáni í 30 stiga hita. Verjum húðina á veturnar. Það er allsekki galin hugmynd að nota sólarvörn þegar farið er á fjöll tildæmis yfir hátíðirnar. Njótum þess að vera úti og hugsum vel um húðina, sem er stærsta líffæri líkamans.

Björk

Höfundur: Björk Varðardóttir.

Stöðvastjóri World Class Kringlunni.


Náði þessari breytingu á 15 mínútum! –Ótrúlegt en satt!

$
0
0
fdafdsfda

Mel er ástralskur einkaþjálfari og var komin með nóg af villandi „fyrir og eftir“ myndum sem er ætlað að selja megrunarlyf og líkamsræktarnámskeið.  Mel ákvað því að taka sína eigin „fyrir og eftir“ mynd og tók hún myndirnar með kortérs millibili.

„Kíkið á breytinguna á mér! Tók mig 15 mínútur!“ skrifaði Mel á Instagram.

„Viljið þið vita leyndarmálið mitt? Það fyrsta sem ég gerði var að sleppti símaveskinu því það er bara hallærislegt, skipti um bikíníbuxur (því þessar svörtu eru einni stærð stærri og svartur litur grennir mann), bar á mig smá brúnkukrem, smellti í mig hárlengingunni minni, stóð beinni í baki, saug magann inn, teygði úr handleggnum til hliðar svo þeir líta út fyrir að vera grennri, beindi mjöðminni út í aðra hliðina, hafði aðeins lengra á milli fótanna, axlirnar aftur og brosti stoltu brosi. Svo setti ég smá „filter“ á „eftir“ myndina því þá verður allt svo flott.“

fdafdsfda

 

Hér er bloggið hennar.

Appelsínuhúð og allt kjaftæðið!

$
0
0
cellulite

Fæstir vita hvað þessi svokallaða „appelsínuhúð“ er eða af hverju hún myndast.

Flestir kannast við að snyrtistofur auglýsi krem sem eiga að losa þig við appelsínuhúð. Ég trúi því og segi af reynslu að svoleiðis krem losa engan við appelsínuhúð. Allar konur hafa eða fá einhverntímann appelsínuhúð. Hún getur aukist á meðgöngu og ef maður borðar óholla fæðu. Feitar og grannar konur hafa appelsínuhúð og þannig er það nú bara.

Hér eru nokkrar rangfærslur leiðréttar:

1: Það er ekki hægt að losna við þessar ójöfnur í yfirborði húðarinnar („appelsínuhúð“) með því að nudda kremi eða einhverjum áburði á svæðið. 

Hættu bara að nota þetta því að sumt af þessu dóti gerir bara illt verra. 

Það eru tugir af þessum kremum á markaðnum og það er lítið gagn í þeim, þau losa þig ekki við „appelsínuhúð“, hvað sem þau eru dýr. „appelsínuhúð“ er ekki húðvandamál heldur er þarna um breytingar á vef undir húðinni að ræða. Ég hef prófað þessi krem margoft og sá aldrei neinn árangur, einu skiptin sem ég hef séð árangur er með hreyfingu og með því að borða hreina fæðu, flókin kolvetni, kjúkling, sætar kartöflur, salat og ekki unna matvöru.

Úr því að þessi ójafna í yfirborði húðar á sér rót í einhverju sem er undir húðinni er augljóst að krem og áburður getur ekki haft áhrif á hana, í það minnsta ekki til lengdar.Ég hef aldrei séð marktækar rannsóknir sem sýna fram á það að þessi krem virki.

2: Ýmis meðferðarúrræði sem eru í boði til að „laga appelsínuhúð“ gera ekkert annað en létta pyngjuna þína. 

Ýmsar aðferðir eru reyndar, allt frá strokum upp í það að vefja blautum lökum um líkamann og ekkert af þessu hefur nein áhrif á „appelsínuhúðina“.  En snyrti- og líkamsræktarstofurnar komast upp með að auglýsa töfralausnir sínar og tæla til sín konur sem eru óhamingjusamar með útlitið.

3: Þesar ójöfnur í húðinni sem eru kallaðar „appelsínuhúð“ eru ekki arfgengar og maður GETUR alveg minnkað appelsínuhúð ef maður vill.

Þjóðsagan um arfgengið er á kreiki en er hún sönn?

Þó að við þekkjum mæðgur sem báðar eru með „appelsínuhúð“ er það ekki vegna erfða heldur, í fyrsta lagi kannski vegna þess að flestar konur hafa einhverja appelsínuhúð og kannski af því að þær hafa ekki enn lært réttar æfingar til að styrkja vefina undir húðinni og borða kannski svipaðan mat. Með líkamsrækt og með því að borða hreina fæðu getur þú minnkað appelsínuhúðina, ef þú vilt.

4: Þú getur minnkað appelsínuhúð með æfingum og réttu mataræði

„appelsínuhúð“ er spurning um ástand vöðva sem hægt er að laga með einföldum og viðeigandi hreyfingum.

Allar konur geta gert æfingarnar hvað sem þær eru ungar eða gamlar og hvort sem þær eru í góðri þjálfun eða ekki. Það skiptir heldur engu hvort fór að bera á  „appelsínuhúð“ þegar þær voru unglingar eða á meðgöngu eða eftir tíðahvörf. „appelsínuhúð“ er oft tilkomin vegna ástands vöðva sem liggja undir yfirborði húðar og eru ekki í þjálfun en einnig vegna mataræðis, þá safnast óhreinindi fyrir í húðinni. Unnin matvara og mikil gosdrykkja er ekki æskilegt að borða á hverjum degi ef þig langar mikið að minnka appelsínuhúð. Það er samt mikilvægt að vera meðvitaður um það að súpermódelin eru með appelsínuhúð líka. Allar konur eru með appelsínuhúð.

 

Eitthvað sem þú hélst að væri gott fyrir þig en er það ekki endilega – 8 atriði

$
0
0
toe

Meginreglurnar  um að varðveita heilsuna virðast ekki vera flóknar: borða hollan mat, hreyfa sig, sofa nóg og þetta ætti að duga, ekki satt? En það er svo skrýtið að málið getur verið flóknara. Oft er það svo að það sem við  höldum að sé hollt og gott fyrir okkur skaðar okkur þegar upp er staðið. Hér verður rætt um nokkur atriði sem gætu fallið undir þetta -svo sem eins og að bursta tennurnar eftir hverja máltíð eða bregða sér í þægilega sandala sem hvort tveggja gæti gert okkur óleik.

1. Að nota sótthreinsunarefni á hendurnar í tíma og ótíma.  

Ef þú ert ein af þeim sem grípur í flöskuna með sótthreinsunarefninu í tíma og ótíma ættirðu að staldra við. Sápa og vatn eru alveg ágætis sótthreinsunarefni nema maður sé á einhverjum stað sem er sérlega hlaðinn sýklum, eins og t.d. sjúkrahús geta verið.  Ef maður er ekki nálægt vaski getur verið gott að eiga sótthreinsandi þurrku, en rétt er að lesa á umslagið áður en maður notar hana. Nýlegar rannsóknir hafa leitt í ljós að efnið triclosan sem oft er í þessum bréfþurrkum getur aukið þol sýkla og vírusa gegn lyfjum. (Þetta á líka við sápur sem eru með triclosan) .

 

2. Tilraunir með húðvörur.

Hver spáir ekki í að fá sér eitthvað af þessum frábæru kremum og húðvörum sem eiga að yngja mann upp um mörg ár? Það er fín hugmynd að leita sér að einhverju mýkjandi kremi en að nauðleita á nokkurra vikna fresti að æskubrunninum  er hins vegar ekki fín hugmynd. Best er að koma sér upp daglegum venjum og halda sig við þær. Maður sér ekki endilega árangur strax og margar konur gefast upp og „nenna þessu ekki“. Það er ekki endilega gott að skipta oft um krem sérstaklega ef þau eru með miklum ilmefnum. Ekki er víst að þessi ilmefni séu góð fyrir húðina. Það er um að gera að nota kremin sem reynst hafa okkur vel. Málið er að halda húðinni hreinni og mjúkri og vera svo ekki að búast við kraftaverkum, sérstaklega þeim sem eru seld í verslunum.

 

3. Tásandalar.

Það er dásamlegt að geta farið úr hælaskóm og stígvélum og rennt sér í tásandalana- ekki satt? Ekki alveg.  Það kemur í ljós að sumarsandalarnir eru ekki mjög góðir fyrir fæturna. Samkvæmt því sem  Jordana Szpiro, DPM, fótasérfæðingur og beinaskurðlæknir í Boston segir eru tásandalar og aðrir sandalar sem styðja ekki við fótinn alls ekki góðir fyrir fæturna. Það er vel þekkt að sprungur koma í fótabeinin vegna álagsins.  Hún segir líka að margir fái sinaskeiðabólgu vegna álagsins að halda söndulunum á fætinum.  Hún ráðleggur fólki að ganga ekki um berfætt kringum sundlaugar og í búningsherbergjum.  Auk þess sem fóturinn fær engan stuðning, skólaus er þó nokkur hætta á að fólk fái húðsjúkdóma á þessum stöðum svo sem vörtur og fótasvepp.  Maður þarf þó ekki að vera í lokuðum skóm allt sumarið því að hægt er að fá sandala sem veita góðan stuðning.

4. Að bursta tennur eftir hverja máltíð. 

Maður gæti haldið að það væri mjög gott fyrir tannheilsuna og hreinlæti í munnholinu að hlaupa til og bursta tennurnar eftir hverja máltíð en sérfræðingar hafa sagt að það sé betra að láta þetta ógert. Oft situr sýra á glerjungnum að lokinni máltíð og geti hún mýkt hann og þess vegna er ekki gott að bursta strax eftir mat. Miklu viturlegra er að skola munninn til að ná burt matarleyfum.  Manni er líka ráðlagt að beita burstanum létt og í hringi en ekki fram og aftur eða upp og niður.

 

5. Að gera bara þrekæfingar.

„Besta leiðin til að léttast er að gera bara þrekæfingar“. Það er von að maður hugsi svona. En sannleikurinn er sá að þegar fólk gerir bara þrekæfingar venst líkaminn erfiðinu og fitubrennslan minnkar með tímanum. Auk þess geta hlaupabrettið og fleiri tæki sem fólk notar við æfingar valdið vöðvabólgum og skaða. Best er að gera margs konar æfingar, sem þjálfa hjartað og allan líkamann. Með því móti brennir fólk flestum hitaeiningum og gefst síður upp að æfa sig.

 

6. Að sleppa máltíðum til að geta borðað meira seinna.

Margar konur ætla að spara hitaeiningar  til að „eiga inni“ fyrir einhverju góðu seinna.  Þær sleppia t.d. hádegisbitanum til að geta með góðri samvisku fengið sér vínglas um kvöldið. Það getur auðvitað verið allt í lagi að sleppa máltíð. En því miður verður maður stundum illa svangur og stuttur í spuna þegar maður hefur ekki borðað og þá fer fólk oft að fá sér einhverja bita og/eða óhollustu með meiri hitaeiningum en hefði verið í hádegisbitanum.  Það er skynsamlegt að fá sér næringarríkan og undirstöðugóðan mat (prótín ríkan) sem stendur með manni allan daginn. Þá eru minni líkur á því, þegar kemur að kvöldmatnum að maður hlaði mat með miklum hitaeiningum og feiti á diskinn.

 

7. Að hreinsa með sótthreinsunarefnum. Það getur vel verið að heimilið líti út og lykti eins og það sé tandurhreint og hvergi bakeríur í leyni. Þú úðar jú bakeríudrepandi efnum um allt!  En þessi efni gætu haft alveg öfug áhrif. Þessi efni reynast hreint ekki betri en venjuleg hreinsiefni og sápa. Auk þess hefur komið í ljós að viss ammóníak efni sem eru sett í umrædd hreinsiefni geta valdið astma. Efni sem er í sumum þessara ofurhreinsiefna  (2-butoxyethanol) eru talin geta valdið krabbameini. Enn annað efni  sem er í sumum tegundunum, alkylphenol ethoxylate  riðlar hormónabúskap líkamans og ethanolamin sem er í þeim mörgum getur valdið astma. Framleiðendum er ekki skylt að birta lista yfir efnin sem eru í vökvanum en fólk getur skoðað á netinu hvaða efni eru í brúsunum sem það er að kaupa. Húðsjúkdómalæknirinn  Dr. Sutton ráðleggur fólki að hreinsa hjá sér með blöndu af ediki og vatni (helming af hvoru) eða nudda óhreinindi með matarsóta og séu bakteríudrepandi efni í hvoru tveggja.  Hún ráðleggur fólki að hreinsa oft og vel hjá sér. Ef maður gerir það losnar maður við óhreinindin og þá hafa bakeríurnar engan stað til að fjölga sér.

8. Að gúffa í sig vítamínum. 

Er ekki bara best að taka sem mest? Það er ekki endilega rétt. Fólk notar oft fæðubótarefni án þess að vita hvað það er að taka eða hvort það hefur nokkra þörf fyrir þau. Mikið af þeim mat sem við borðum í dag er þegar með íblönduðum vítamínum og þegar líkaminn hefur nóg af þeim gerir viðbótin honum ekkert gott þegar best lætur. En það getur haft alvarlegar afleiðingar að vera að borða vítamín í óhófi. Mikið A vítamín getur verið hættulegt fyrir fóstur, mikið C vítamín getur valdið meltingartruflunum og skekkt mælingar hjá fólki með sykursýki og of stórir skammtar af  B6 vítamíni geta valdið skaða á taugakerfinu. Fólki er ráðlagt að reyna að fá bætiefnin úr fæðunni en ekki með því að taka inn pillur. Ef ekki er um veikindi eða hungursneyð að ræða er það yfirleitt hægt.

Heimildir: mnn.com

Er það sem okkur er sagt að sé hollt raunverulega hollt? – Nokkrar mýtur

$
0
0
walking

Nútímarannsóknir segja okkur að margt af því sem okkur hefur verið sagt að væri meinhollt er bara alls ekkert hollt.  

 

Margt af því sem við teljum okkur vita með vissu eru bara sögusagnir. Okkur er sagt eitthvað meðan við erum krakkar og það er margendurtekið og áður en maður veit er sagan orðin „heilagur sannleikur“.  Margt af því sem sagt er um líkamsrækt er jafn mikið rugl og sögusagnir um ýmislegt annað sem okkur hefur verið sagt. Hvort sem um er að ræða almannaróm sem hefur verið á sveimi öldum saman eða bara einhver ný þekking er það svo að margt af því  sem við höfum fyrir satt er víðs fjarri veruleikanum. Nú verður fjallað um nokkrar „staðreyndir“ um líkamsrækt sem eru satt að segja bara alls ekki endilega réttar.

 

1. Þú mátt ekki fara í sund eftir að þú borðar fyrr en eftir klukkutíma 

Sú saga að meltingarfærin taki til sín svo mikið blóð að lokinn máltíð að útlimirnir sem maður notar í sundi fái ekki nægilegt blóð – fólk geti fengið krampa og jafnvel drukknað- er tómt rugl. Við erum vel þróuð tegund og erum með alveg nægilegt blóð til melta fæðuna og hreyfa okkur í einu. Þetta hefur verið rannsakað og vitað er um mjög fá tilvik þar sem fólk hefur drukknað skömmu eftir að það borðaði (innan við 1% tilvika).  Ykkur er alveg óhætt að fara í sund eftir venjulega máltíð en passið ykkur á kokteilum.  Í  lögregluskýrslum um slys í vatni ( drukknun eða önnur slys) segir að vín komi við sögu í nærri helmingi þeirra.

 

2. Maður verður að taka því rólega í dálítinn tíma eftir æfingu 

Flestir þjálfarar segja fólki að hvíla sig eftir æfingu til að koma í veg fyrir harðsperrur og gefa líkamanum tækifæri til að jafna sig. En í The New York Times segir að ekki sé með athugunum hægt að sýna fram á að þessar hugmyndir séu réttar. Fólk getur fengið verki í fætur og smávægilegan svima að lokinni æfingatörn en venjulega lagast það ef gengið er um rólega í smástund.

 

3. Þú verður að teygja áður en þú byrjar að æfa

Þetta er eitt af boðorðunum. En nú hefur orðið þó nokkur viðsnúningur á þessari hugmynd. Ekki hefur verið hægt að sýna fram á að teygjur hafi nokkur áhrif á það hvernig vöðvarnir bregðast við æfingum og þær virðast ekki heldur koma í veg fyrir meiðsl við æfingar. Sumir sem um þetta fjalla ganga svo langt að segja að teygjur á undan æfingum geti skaðað frekar en hitt.

 

4. Það verður að vera sárt 

Þessi viska er komin frá Jane Fonda. Hún gerði mörg myndbönd og sagði við áhorfendur og áhangendur  sína að þeir yrðu finna til og hvatti þá áfram með þessari hugmyndafræði. En kunnáttumenn eru ekki sammála henni.  Það getur verið í lagi að finna til smáóþæginda eða vera bara þreyttur á æfingunum en að segja fólki að það verði að finna til sársauka meðan það er að æfa er út í hött. Ábyrgir kunnáttumenn um líkamsrækt segja fólki að gera ekki æfingar sem valda því sársauka. Maður á að beita skynsemi en ekki offorsi við æfingar.

 

5. Það er gott að fá sér próteinnstöng eða drykk eftir æfingu 

Það er mikilvægt að fá sér vökva eftir æfingu, ásamt orku og próteini. Þess vegna tekurr fólk oft það sem er hendi næst, prótínstöng eða orkudrykk  sem  er satt að segja  lítið annað en ruslfæði sem hefur fengið góða auglýsingu.  Fáið ykkur frekar hollan bita sem gerir eitthvað fyrir ykkur eins og t.d. epli og hnetusmjör eða hálfa beyglu með hummus og þannig fáið þið það sem þið þurfið og færri hitaeiningar.

 

6. Þú verður að fá þér orkudrykk til að vinna upp…………….. 

Ef fólk er að hlaupa maraþonhlaup eða æfa mjög mikið í meira en klukkustund í einu geta efni sem bætt er í vatnið sem það drekkur verið ágætt. En ýmsir sérfræðingar vara við því að fólk sem æfir tiltölulega lítið (innan við 30 mín. í einu) sé að drekka vatn með ýmsum viðbættum efnum.  Það er mjög mikilvægt fyrir fólk að drekka- vatn. Trúið ekki auglýsingunum um kraftaverka-orku-drykkina!

 

7. Konur verða „massaðar“ af að lyfta.

Uppbólgnir vöðvar á fólki sem stundar líkamsrækt eru búnir til með lyftingum, sérstöku mataræði og hormónum sem fólkið neytir. Konur eru ekki með nægilegt  testósterón til að fá svona vöðva með því einu að lyfta. Þetta hefur verið sannað með rannsóknum.

 

8. Kynlíf er mjög góð líkamsæfing

Kynlíf er stórgott en ekki sem líkamsæfing. Þegar fólk stundar kynmök brennir það u.þ.b. 300 hitaeiningum. Þegar betur er að gáð er þetta ekki neitt sétstakt. Maður sem 75 kg brennir u.þ.b. 250 hitaeiningum í klukkustundar áköfum ástarleik. Athuganir hafa leitt í ljós að yfirleitt standa kynmökin ekki lengur í einu en tæpar sex mínútur og þá hefur u.þ.b. 20 hitaeiningum verið brennt.     Þó að kynmök hafi margt til síns ágætis eru það bara hinir úthaldsbestu elskendur sem brenna einhverjum hitaeiningum að ráði í ástarleikjum.

Heimildir fengnar af veraldarvefnum

Eykur kaffidrykkja skerpuna? –Áhugaverðar upplýsingar um kaffi í morgunsárið

$
0
0
kaffi
Það er vitað mál að fjöldinn allur af fólki er algjörlega háður kaffisopanum. En er það rétt að maður sé betur vakandi þegar maður fær sér kaffi? Eða er það bara plat? 

Meiri hluti Vesturlandabúa byrjar daginn með einum eða tveimur bollum af kaffi. Svo fær fólk sér kannski tesopa í hádeginu og eitthvað annað í eftirmiðdaginn. Okkur finnst að við þurfum þessa hressingu til að geta byrjað daginn og þrauka fundina og erilinn sem bíður okkar. Þetta kallar á spurninguna hvort kaffið hressir okkur virkilega svona mikið eða hvort þetta er allt saman bara hugarburður.

Hér eru nokkrar áhugaverðar staðreyndir um kaffi sem við fundum á veraldarvefnum.

Eykur kaffið skerpuna?

Vísindatímaritið (veftímarit) Neuropsychopharmacology,(tauga-sál-lyfjafræði) stóð fyrir rannsókn sem 379 manns tóku þátt í og var tilgangurinn með rannsókninni að mæla athygli og skerpu fólksins þegar það hafði drukkið kaffi. Fólkið hafði ekki fengið kaffi í 16 klst þegar það svo fékk sopann. Sumir fengu „kaffi“ sem var ekki kaffi en aðrir fengu kaffi. Niðurstöðurnar voru satt að segja sláandi. Munurinn á athygli þeirra sem drukku kaffi og hinna sem drukku bara litað vatn var vart mælanlegur.

Það sem kom enn meira á óvart var, að þeir sem drekka mikið kaffi  fá fráhvarfseinkenni ef þeir hafa ekki fengið kaffisopa í dálítinn tíma. Þegar þeir svo fá kaffið sitt finnst þeim þeir verða mjög hressir en satt að segja eru þeir þá komnir í sitt eðlilega ástand. Þeir sem ekki drekka kaffi lenda auðvitað ekki í þessu.  Við sem drekkum kaffi verðum semsagt „eðlileg“ þegar við fáum sopann okkar.

 

Ættum við að hætta að drekka kaffi? 

Auðvitað er það persónulegt val en mælt er með að fólk drekki kaffi annaðhvort reglulega eða ekki. Það var gerð rannsókn á kaffineyslu fólks  við háskólann í Bristol og þar kom fram að þeir sem drekka kaffi bara öðru hverju verða fyrir mjög miklum áhrifum af því. Þeir urðu kvíðnir og steitan virtist aukast. Þeir sem eru orðnir vanir og háðir koffíni þola áhrifin miklu betur og öðruvísi en þeir sem drekka kaffi bara „spari“.

Hvað getum við þá drukkið?

Heldurðu að þú ættir að láta kaffið vera? Það eru sem betur fer ýmis önnur drykkjarföng í boði eins og t.d.:

  • Grænt te (með ísmolum). Í því er lítið koffín og flestum finnst það mjög hressandi.
  • Jurtate. Maður getur drukkið jurtate annað hvort heitt eða með ísmolum og það er hægt að fá margar gerðir af því.  Jurtate er líka meinhollt sem ekki verður sagt um kaffi.
  • Jurtate og ávaxtasafi. Ef manni líkar ekki vel bragðið af jurtate finnst mörgum gott að setja ísmola út í og berja- eða ávaxtasafa til að bæta bragðið.
  • Heitt súkkulaði. Hvernig væri að prófa heitt súkkulaði einhvern kaldan vetrarmorgun í staðinn fyrir kaffibolla?
  • Koffínlaust kaffi. Þú gætir drukkið koffínlaust kaffi ef þér finnst kaffi gott á bragðið.
  • Ávaxtasmúðíar. Prófaðu þig áfram með að búa til smúðía til að drekka á morgnana. Þú gætir komið sjálfri þér á óvart.
  • Chai te. Ef þér finnst gott að drekka sæta drykki ættirðu að prófa Chai te. Að vísu er í því koffín en ekki nema u.þ.b. helmingur á við það sem er í kaffi.

    Það eru margir sem geta ekki hugsað sér að hætta að drekka kaffi, sem er ekki skrýtið, flestum finnst rjúkandi heitt kaffi ómissandi drykkur yfir daginn en það er fínt að hafa í huga að gott er að drekka það annaðhvort að staðaldri eða sleppa því alveg eins og kom fram í rannsókninni. Hver er þín reynsla af kaffi?

 

Ertu að vinna við tölvu? – Notarðu tölvuna mikið? – Myndband

$
0
0
Screen shot 2013-07-05 at 18.01.40

Þetta verða allir að horfa á sem eru að nota tölvuna mikið!

Stæltir og fallegir líkamar –Íþróttafólk á nektarmyndum

$
0
0
ScreenShot2013-07-09at10.51.09AM_original_crop_650

ESPN hefur gert myndasafn með íþróttastjörnum allsstaðar að úr heiminum þar sem þær sýna sína stæltu flottu líkama.



Lemon á Laugaveginum – Vilt þú fara út að borða?

$
0
0
lemon laugav forsíða

Veitingastaðurinn Lemon hefur opnað annan stað á Laugavegi 24 og er hann kærkomin viðbót í fjölbreytta flóruna í miðborginni.

Lemon opnaði sinn fyrsta stað á Íslandi á Suðurlandsbraut 4 föstudaginn 8.mars og viðtökur hafa verið framar björtustu vonum og fóru eigendur því fljótlega að líta í kringum sig með staðsetningar á fleiri stöðum og varð miðbærinn fyrir valinu enda húsnæði á besta stað í borginni fögru.

Um daginn var einnig kynnt til leiks Lemon Pop-Up sem er veisluþjónusta Lemon en þá mæta 2 djúsarar á staðinn, tónlistin frá DJ Margeir hljómar og sælkerasamlokur á veislubökkum – þú færð Lemon til þín í orðsins fyllstu merkingu.

Lemon leggur áherslu á einstakar sælkerasamlokur, ferskustu djúsa landsins og einstakt andrúmsloft og stemningu.

Nú ætlum við á Hún.is í samstarfi við Lemon að gefa 2 heppnum lesendum gjafabréf fyrir 2 á Lemon á Laugaveginum. Eina sem þú þarft að gera er að skrifa „já takk“ hér fyrir neðan og auðvitað vera vinir okkar á Facebook  hér og þá ertu komin í pottinn. Við drögum út í fyrramálið!


Það sem þú átt ekki að segja við grannar konur og dæminu snúið við!

$
0
0
RealWomen

Konur af öllum stærðum og gerðum verða fyrir útlitslegri gagnrýni. Það hefur verið vinsælt upp á síðkastið að búa til plaggöt sem á stendur “Karlmenn vilja hafa kjöt á beinunum” eða “Alvöru konur hafa ávalar línur”

Þessi herferð byrjar vegna mikillar pressu á ungar stúlkur að vera grannar eða steyptar í fyrirfram ákveðið mót. Nú virðist pressan vera orðin sú að allar konur eigi að vera með línur. Það er ekki í boði fyrir alla og við verðum að fá að vera bara eins og guð skapaði okkur, sama hvort við erum smágerðar eða stórgerðar, svo lengi sem okkur líður vel. Konur sem eru mjög grannar að eðlisfari lenda líka í fordómum vegna vaxtarlags og líkamsgerðar og hér eru nokkrar setningar sem margar konur kannast við og birtar voru á huffingtonpost svo að það eru greinilega ekki bara við íslensku konurnar sem könnumst við þetta..

*Fáðu þér hamborgara eða eitthvað!

*Þú lítur út eins og anorexíusjúklingur

*Þú ert örugglega of grönn til að geta gefið barninu þínu brjóst

*Vá, hvað þú ert horuð, borðar þú aldrei?

*Þú ert eins og tannstöngull

*Hlýtur að vera gaman að vera svona mjó!

*Oh, þú ert svo heppin að vera svona horuð

*Fæddist þú svona eða sveltir þú þig?

*Ertu ekki alltaf svöng?

*Þú ert nú meiri mjónan

*Fáðu þér nú stóran skammt ekki veitir af!

*Þú litir miklu betur út með aðeins meira kjöt á beinunum

*Ertu nokkuð með átröskun?

*Þú ert OF heilbrigð, borðar alltof hollt

*Veistu, vinkona mín fékk hjálp við átröskun.

*Alvöru konur hafa línur

*Þú ert svo grönn, þú þarft aldrei að spá í því hvað þú lætur ofan í þig

*Ég vildi að ég ætti við sama vandamál að stríða og þú!

*Þú ert vaxin eins og smástrákur

Hér ákváðum við að prófa að snúa þessu öllu saman við og ímyndum okkur að við séum að setja út á líkama konu sem er yfir kjörþyngd er það alveg jafn slæmt. 

Þetta ætti fólk að láta ósagt við feitlagnar manneskjur.

*Æj fáðu þér nú frekar salat elskan.

*Þú lítur út eins og offitusjúklingur

*Þú ert eflaust of feit, það er kannski ekki gott fyrir barnið þitt að fá þína brjóstamjólk þar sem þú ert í yfirþyngd!

*Vá hvað þú ert feit, borðar þú endalaust eða?

*Þú ert eins og blaðra!

*Fæddist þú svona?

*Ertu ekki alltaf pakksödd?

*Mikið ertu óheppin að vera svona feit

*Þú litir nú mun betur út ef þú losaðir þig við nokkur kíló.

*Ertu nokkuð haldin matarfíkn?

*Þú ert OF óheilbrigð, borðar alltof óhollan mat.

*Veistu, vinkona mín fékk hjálp við matarfíkn.

*Alvöru konur eru grannar

*Þú ert nú svo feit, þú þarft alltaf að telja ofan í þig bitana.

*Mikið er ég fegin að eiga ekki við sama vandamál að stríða og þú

*Þú ert vaxin eins og hvalur!

Kona með 7 persónuleika – Myndband

$
0
0
Screen shot 2013-07-17 at 23.09.15

Helen og Ruth voru bestu vinkonur í skóla. Ruth segir að Helen hafi verið fallegasta og klárasta stúlkan í bekknum. Eftir skóla skyldust leiðir og 14 árum síðar hittust þær aftur fyrir tilviljun og þá var Helen komin með klofin persónuleika. Helen sagði Ruth frá því að hún hafði verið beitt miklu ofbeldi, kynferðislegu og líkamlegu þegar hún var lítil.

Þær gerðu þessa mynd saman

12 matartegundir sem gott er að borða amk einu sinni í viku

$
0
0
Pile of baby spinach

Margir hrúga í sig vítamínum á hverjum degi. Það er alveg hægt að fá ýmis vítamín úr góðri fæðu. Hér eru nokkrar fæðutegundir sem gott er að borða amk einu sinni í viku.

1. Jógúrt
Þó að það sé ekki nema einn bolli af jógúrt sem þú færð á dag ertu búin að fá megnið af kalsíum sem þú þarft þann daginn, ásamt fosfór, kalíum, zinki, B vítamíni og B 12 vítamíni. Grískt jógúrt er mjög hollt og það er frábært í millimál eða eftirrétt.

2. Hörfræ
Í hörfæum eru omega 3 fitusýrur sem eru bráðnauðsynlegar líkamanum og yfirleitt er ekki nóg af þeim í fæði fólks (nema það borði feitan fisk, laz, lúðu eða lýsi.) Það getur verið sniðugt að setja hörfræ út á morgunkornið, út í hafragrautinn, jógúrtið, salatið eða samlokuna. 

 

3 Graskersfræ
Það eru heilmiklar trefjar í graskersfræjum ásamt vítamínum, steinefnum og andoxunarefni.

 

4  Ber
Öll ber eru trefjarík. Það er frábært að setja ber út á morgunkornið eða borða þau með mat.

 5  Egg
Í eggjum er mög hollt prótein sem. Í eggjarauðunni eru efni sem eru einkar góð fyrir augun.

6  Baunir
Þú getur fengið góðan skammt af járni úr baunum. Það er einmitt efnið sem flytur súrefnið frá lungunum til frumanna í líkama þínum.

8 Hnetur
Í hnetum eru hollar og heilnæmar olíur (holl fita)

 

9 Appelsínur
Í einni stórri appelsínu er allt það C vítamín sem þú þarft að fá yfir daginn. Þær eru líka svo æðislega góðar!

 

10  Sætar kartöflur
Í sætum kartöflum er karotin sem líkaminn breytir í A vítamín sem er beinum og augum alveg nauðsynlegt. Sætar kartöflur eru meinhollar og úr þeim færðu flókin kolvetni.

 

11 Brokkoli
Í þessu stórgóða grænmeti eru C,A,K vítamín, fólinsýra og trefjar. K vítamín er sérlega gott fyrir beinin.

 

12 Spínat
Í spínati eru ýmis nauðsynleg næringarefni svo sem a,c og k vítamín ásamt trefjum, kalsíum, kalíum, magnesíum og E vítamíni. E vítamín er til dæmis gott fyrir húðina.

Ef maður borðar holla og góða fæðu ætti maður að fá öll næringarefnin sem maður þarf!

Heimild: Better recipies

Loftmengun helsta orsök krabbameins í lungum og blöðruhálskirtli

$
0
0
umhv fors

 

Loftmengun1_MYND_GettiImage

 

World Health Organization (WHO) hefur nú flokkað mengun í andrúmslofti þar sem fólk fær í sig agnir við innöndun helstu örsök krabbameins samkvæmt frétt á BBC.  Uppruni þessarar mengunar eru útblástur frá bílum og orkuverum, mengun frá landbúnaði og iðnaði en einnig hitakerfi á heimilum fólks.  Who segir að þessi flokkun eigi að túlkast sem sterk skilaboð til stjórnvalda um að bregðast við.

 

Alþjóðlega krabbameinsrannsóknarstofnunin, International Agency for Research on Cancer (IARC)  sem eru hluti af WHO hefur nú flokkað loftmengun sem þessa í sama flokk og tóbaksreyk, UV geislun og plutonium.  Loftmengun er þegar þekkt fyrir að valda hjarta og lungnasjúkdómum en nú hafa gögn sýnt að slík mengun veldur einnig krabbameini.

 

Loftið sem við öndum að okkur er mengað af alls kyns ögnum sem í eru krabbameinsvaldandi efni.  Dr. Kurt Straif JARC hjá IARC segir nýjustu gögnin bendi til 223.000 dauðsfalla vegna lungnakrabba í heiminum.  Meira en helmingur er talinn vera í Kína og í öðrum Asíulöndum.  Hröð iðnvæðing hefur leitt til mengunarskýa í borgum eins og Beijing.  Hins vegar er vandamálið hnatthrænt og áhyggjurnar um loftmengun hækkuðu töluvert í Evrópu í þessari viku þegar Umhverfisstofnun Evrópu (EEA) birti skýrslu sína um loftmengun í borgum  sjá  hér en Umhverfisfrettir.is  fjallaði um málið í umföllun  hér.  Gögn benda einnig til tengsla við krabbamein í blöðruhálskirtli.

 

Dr. Kurt Straif JARC segir að nú vitum við að loftmengun utandyra er ekki aðeins einn aðaláhættuþátturinn heldur almennt stærsti umhverfisþátturinn sem valdi dauða af völdum krabbameins.  Krabbameinsrannsóknarstofnunin í Bretlandi segir þessar niðurstöður ekkert koma á óvart.   Dr. Julie Sharp segir að það sé mikilvægt að fólk hafi þetta í huga og viti af þessu.  Þrátt fyrir að loftmengun auki áhættuna á lungnakrabba þá séu einnig aðrir þættir sem hafi mikil áhrif eins og reykingar.  Dr. Rachel Thomson hjá World Cancer Research Fund International segir að þessar nýjust niðurstöður styðji þörfina fyrir því að stjórvöld, iðnaður og alþjóðafyrirtæki hugi strax að umhverfisþáttum sem valda krabbameini.  Hins vegar sé líka margt sem við getum gert sjálf sem einstaklingar til að minnka líkurnar á krabbameini eins og til dæmis að hreyfa okkur meira og huga að heilsusamlegra matarræði.

Hér getur þú fundið meiri fróðleik frá Umhverfisfréttum.is

Viewing all 1210 articles
Browse latest View live