Quantcast
Channel: Heilsan – Hun.is
Viewing all 1210 articles
Browse latest View live

Kólesteról – Stór hluti vandans er hreyfingarleysi

$
0
0
Screen shot 2013-09-11 at 15.45.04

bjöddi

Flestir vita það að of hátt kólesterólmagn gerir líkamanum ekkert gott. Þó er kólesterólið mikilvægasta blóðfitan og er líkamanum nauðsynleg til að viðhalda taugakerfi, einnig er það nauðsynlegt til að framleiða hormónin Testosterone og Estrogen. Þegar blóðfitan (kólesterólmag)hjá einstaklingum er mæld þá eru eftirfarandi mælingar framkvæmdar:

Heildarkólesterólmagn: – Miðað við að heildarmagn fari ekki yfir 6 mmol/l

- LDL Kólesteról (slæma) er það sem sest á æðaveggina, hleðst upp með tímanum með háu gildi og veldur æðakölkun. LDL hækkar við neyslu á t.d. fituríkum mat (einkum dýrafitu), reykingum, áfengi, inntöku á transfitu og stressi. LDL lækkar við reglubundna hreyfingu og skynsamlegt mataræði. Miðviðunarmörk LDL kólesteróls sé undir 3 mmól/l hjá bæði konum og körlum.

- HDL Kólesteról (Góða) Því hærra sem gildið er á HDL því betra er það. HDL hreinsar LDL kólesteról frá vefjum til lifrar sem losar sig síðan við kólesterólið út í gallið og meltingarveginn. Það er því verndandi og hefur forvarnagildi gagnvart æða og hjartasjúkdómum. Það hækkar við inntöku á hollum fitusýrum, svo sem fiski fitum (omega 3 6 & 9), trefjaríkt mataræði, inntöku á Níasíni (B3 vítamín) , líkamlegri hreyfingu og afslöppuðu líferni. Það lækkar hinsvegar við inntöku á fyrrgreindum atriðum sem hækka LDL.

Miðviðunarmörk er að HDL kólesteról sé yfir 1,0 mmol/l.

- Þríglýseríð: Þríglýseríðar er forðafitan að ferðast í blóðinu. Þríglýseríðar stuðla að æðakölkun svipað og kólesteról í blóði gerir. Gildi þess í blóði er háð fæði. Eftir máltíðir, sérstaklega fituríkar  máltíðir, hækkar gildi þess og nær hámarki eftir 2-3 klst. Gildið er hærra hjá of feitum en líkamleg áreynsla lækkar það. HDL kólesteról og þríglýseríð eru nátengd þannig að háir þríglýseríðar valda lágu HDL og öfugt. Háir þríglýseríðar auka hættu á sykursýki.

Fyrst og síðast held ég að þetta vandamál eigi að stórum hluta þátt í hreyfingaleysi. Eins og með líkamsrækt, þá þarf oft á tíðum að stíga örlítið út fyrir þægindaramman til að fá góða losun á hormónum, losun á endorfíni, sertóníum og noradrenalíni sem veitir þessa vellíðan sem fylgir eftir líkamlega áreynslu. Auk þess þarf þokkaleg átök til að fá aukna upptöku af framleiðslu rauðra blóðkorna  sem er sá ávinningur sem við erum að leitast eftir við lækkun heildarkólesteróls. Aukin súrefnismyndun verður í líkamanum við aukningu á rauðum blóðkornum vegna hemoglóbíns sem er flutningsprótein á rauðum blóðkornum.

Ekki misskilja mig, óþjálfaður maður með of hátt kólesteról og e.t.v. háan blóðþrýsting er síður en svo að fara ganga fram af sjálfum sér með ofstopafullum æfingum sem henta e.t.v. vel þjálfuðum einstaklingi, að fara of geyst af stað getur verið beinlínis hættulegt fyrir einstakling með þessa kvilla. Það sem ég á við er að upp að vissum líkamlegum mörkum eða 80% af hámarkspúlsi (mjólkursýruþröskuldur) eykst þessi framleiðsla blóðrauðunnar og það verður til meira súrefni, og við þessa aukningu veður til 15-20% meiri blóðvökvi. Og það er ekki gert með því að fara í göngutúra eða hlaupa langar vegalengdir og ég tek fram að ég er alls ekki að gera lítið úr þeirri tegund hreyfingar síður en svo, heldur er notast við skorpuþjálfun sem er há ákefð í stuttum lotum. Ástæðan er einfaldlega sú að þar verður til losun á  hormónapróteininu (thrombopoietin) eða blóðflöguvaka (sem upphaflega koma frá nýrnahettum)   sem stýrir beinmerg framleiðslu sem svo aftur stýrir framleiðslu rauðra blóðkorna, til að losa þetta hormónaprótein úr læðingi þarf átök sem miðast við að púls sé yfir 80% af hámarkspúls þar sem ekki framkallast mjólkursýra (lactic acid treshold) eins og ég kom að.

Mundu að þú þarft að  viðhalda reglubundnum æfingum til að viðhalda þessu ferli.

Björn Þ. Sigurbjörnsson einkaþjálfari Body.is

Heimildir:  Hjartavernd -  ACSM


„Getur verið að kremið hafi þessi áhrif?“

$
0
0
skin 4

skin2

„Þegar húðin er ekki hundrað prósent og gæti sennilega flokkast sem vandamálahúð, er maður einhvern veginn alltaf að leita að rétta kreminu (alveg eins og leitinni að besta maskaranum og gallabuxunum sem virðist aldrei ljúka).  Superfacelift andlitskremið hefur allt öðruvísi áferð en ég hef komist í kynni við áður.  Í því eru örfín korn sem innhalda A-vítamín(Retinol) sem er eitt af því besta sem húðin getur fengið.  Mælt er með því að setja Skinactive rakakrem yfir Superlift sem þar sem mín húð er feit á yfirborðinu, þá ég sleppi því og útkoman er frábær.  Kremið er hvorki of feitt, né of þurrt og mér líður(ég held ég geti sagt í fyrsta sinn!) vel í húðinni og þarf ekki sífellt að pæla í því hvort ég þurfi að púðra eða „blotta“

„Áferðin á húðinni hefur breyst, hún er þéttari og ég sé ekki betur en að hrukkur í kringum augun hafi grynkað!! Mæ ómæ, er það ekki eitthvað sem við þráum allar?“

Eyetuck augnkremið hef ég borið á mig samviskusamlega kvölds og morgna í fimm vikur og þegar ég var að rýna í baksýnispegilinn í bílnum, bara til að taka stöðuna á lúkkinu, þá sneri ég höfðinu á alla kanta því ég sá ekki þreytu-ættarpokana undir augunum.  Getur verið að kremið hafi þessi áhrif?

Brynja

Katrín Brynja Hermannsdóttir
Blaðamaður, Flugfreyja hjá Icelandair
og þriggja barna móðir.

skin3

  • Rannsóknir sýna fram á marktækan árangur.
  • Vörurnar eru sérhannaðar til þess að leysa ákveðin vandamál.
  • Allir finna sína sérhæfðu lausn í Skin Doctors línunni.


Skin Doctors er leiðandi vörumerki í þróun á sérhæfðum húðvörum sem byggðar eru á framúrskarandi samsetningu virkra efna og þróaðar á rannsóknarstofnunum í samvinnu við lýtalækna. Hver vara hefur virkt efni sem þjónar ákveðnum tilgangi. Öll efnin eru vísindalega prófuð og hafa sýnt fram á árangur hvert fyrir sig. Með hækkandi aldri endurnýja frumurnar sig hægar og þá myndast vandamál eins og
hrukkur og þynnri húð. Skin Doctors býður upp á fyrsta flokks lausnir með því að hjálpa til við endurnýjun húðar sem veitir henni yngra og ferskara útlit.

STAÐREYNDIR UM SKIN DOCTORS HÚÐVÖRUR

  • Engir læknar, engar nálar, enginn sársauki.
  • Henta öllum húðgerðum.
  • Þróaðar af virtu lyfjafyrirtæki í samvinnu við húðlækna.
  • Sporna gegn náttúrulegu hrörnunarferli.
  • Endurnýja og gefa fallegri áferð.
  • Hjálpa til við að jafna út húð á erfiðum svæðum.

Ef þig langar að komast á kynningu með Skin Doctor og okkur á Hún.is á morgun fimmtudaginn 12.september á milli klukkan 12 -14  Kvittaðu þá hérna undir með „já takk“  og þú gætir haft heppnina með þér.

 

9 bestu fæðutegundirnar til að léttast og bæta heilsuna

$
0
0
Screen shot 2013-09-11 at 15.38.14

Á dögunum birtum við grein um 7 óhollustu fæðutegundirnar frá Betri næringu, þær sem þú átt helst að forðast.

Nú skulum við horfa í hina áttina… á matinn sem þú átt að borða.

Þó þú takir óholla matinn af matseðlinum, er samt óendanlega mikið af hollu og ljúffengu fæði til að velja úr.

1. Kjöt

Naut, lamb, svín, kjúklingur og fjöldi annarra dýrategunda.

Menn eru alætur. Við höfum borðað bæði dýr og plöntur í hundruðir þúsunda (ef ekki milljónir) ára.

Maðurinn þreifst á bæði dýrum og plöntum.

Í dag er vandamálið að stundum er kjöt ekki eins og það var. Það lítur út eins og kjöt, en oft kemur það frá skepnum sem voru aldar á korni og sprautaðar með hormónum og sýklalyfjum til að hraða vexti þeirra.

Ef kjötið er ekki af skepnum sem voru fylltar af lyfjum og gefið ónáttúrulegt fæði, er það sérlega hollt.

Kjöt af nautgripum sem átu gras og fengu að ganga frjálsir, frjálsum hænum, fjallalömbum… það er kjöt eins og kjöt á að vera.

Ef við tökum nautgripi sem dæmi, þá er náttúruleg fæða þeirra gras, ekki korn. Kjöt af nautgripum sem voru aldir á grasi er mun næringarríkara og inniheldur (123):

    • Meira Omega-3 og minna Omega-6.

 

    • Miklu meira CLA (Conjucated Linoleic Acid) – sem getur minnkað líkamsfitu og aukið vöðvamassa.

 

    • Meira A vítamín, E vítamín og andoxunarefnið Glútaþíon (Glutathione)

 

Það er frábært að eiga þess kost að borða kjöt af hraustum skepnum sem hafa alist upp í náttúrulegu umhverfi sínu.

Hafðu hins vegar ekki of miklar áhyggjur ef lítið er í buddunni. Að borða verksmiðjuframleitt kjöt er samt miklu betri kostur en verksmiðjuframleitt skyndibitafæði.

Niðurstaða: Ef þú getur skaltu borða kjöt af dýrum sem ólust upp í náttúrulegu umhverfi sínu, það er bæði hollt og næringarríkt. Ef þú hefur ekki efni á því, þá er verksmiðjuframleidda kjötið samt miklu betri kostur en verksmiðjuframleitt skyndibitafæði.

2. Fiskur

laxLax, þorskur, ýsa, silungur, síld, túnfiskur o.m.fl.

Þegar um er að ræða næringu virðist fólk geta verið ósammála um flesta hluti.

Á meðal fárra hluta sem allir eru sammála um er fiskurinn. Allir eru sammála um að fiskur sé meinhollur.

Í fiski er mikið af hágæða prótíni, úrval nauðsynlegra næringarefna og Omega 3 fitusýrur, sem eru góðar fyrir heilann, hjartað og ýmsa aðra líkamshluta.

Omega-3 fitusýrur virðast vera sérlega mikilvægar andlegri heilsu og til varnar hjarta- og æðasjúkdómum (4).

Omega-3 er mjög gagnlegt gegn þunglyndi, sem þýðir að ef þú borðar fisk einu sinni til tvisvar í viku, getur það haft áhrif á andlega líðan þína til hins betra (5).

Vegna mengunar sjávar geta ákveðnar fiskitegundir innihaldið skaðleg efni eins og kvikasilfur, en möguleg áhætta vegna þessa er lítilvæg miðað við hollustu fisksins (6).

Niðurstaða: Fiskur er mjög hollur og neysla hans er tengd við minni líkur á þunglyndi, og mörgum krónískum sjúkdómum.

3. Egg

eggEgg eru eitt það hollasta sem þú getur borðað og er næringin aðallega í gulunni.

Ímyndaðu þér bara, næringin í einu eggi nægir í að búa til lítinn kjúkling!

Þrátt fyrir hræðsluáróður síðustu áratuga, þá er staðreyndin sú að neysla eggja veldur ekki hjartasjúkdómum. Annað er bull.

Neysla eggja breytir kólesterólinu þannig að; litla, þétta LDL kólesterólið (slæma) stækkar og verður gott, HDL (góða) kólesterólið eykst og þú færð sjaldgæfu andoxunarefnin lútín og zeaxantín sem eru mjög mikilvæg augunum okkar (7).

Egg eru mjög seðjandi sem veldur því að þú verður saddari af þeim og innbyrðir því almennt færri hitaeiningar en ella (8).

Í einni rannsókn voru 30 konur í yfirþyngd annað hvort látnar borða egg í morgunmat eða beyglur. Báðir kostirnir innihéldu sama fjölda hitaeininga. Konurnar í eggjahópnum voru saddari og borðuðu færri hitaeiningar það sem eftir lifði dags og næstu 36 klst (9).

Niðurstaða: Egg eru sérlega næringarrík og svo seðjandi að þú borðar færri hitaeiningar í það heila. Þau eru á meðal hollustu fæðutegunda á jörðinni.

4. Grænmeti

grænmetiSpínat, brokkólí, blómkál, gulrófur, gulrætur og fleira og fl…

Grænmeti er trefjaríkt og inniheldur mikið af andoxunarefnum og næringarefnum sem eru mikilvæg manninum.

Í faraldsfræðilegum rannsóknum er neysla grænmetis tengd minni líkum á krabbameini, sykursýki og hjartasjúkdómum (10111213).

Ég mæli með daglegri neyslu grænmetis, Það er hollt, seðjandi, hitaeiningalítið og eykur fjölbreytni matarins.

Niðurstaða: Grænmeti er trefjaríkt, inniheldur mikið af andoxunarefnum og næringarefnum, en er hitaeiningasnautt. Borðaðu fjölbreytt grænmeti daglega.

5. Ávextir

ávextir minniAlmennt er talað um að ávextir séu hollir, þeir hafa þó átt undir högg að sækja undanfarið, þar sem þeir innihalda mikið magn frúktósa.

Ávextir eru þó ekki bara frúktósi. Þeir eru trefjaríkir, innihalda mikið af andoxunarefnum, C vítamíni, eru hitaeiningalitlir og það er nánast útilokað að borða yfir sig af þeim.

Ef þú ert hrifinn af ávöxtum, borðaðu þá, en ef þú vilt léttast skaltu ekki borða mjög marga þar sem þeir eru kolvetnaríkir.

Niðurstaða: Ávextir eru náttúruleg fæða. Þeir eru bragðgóðir, auka fjölbreytni í fæðu og auðvelt að grípa til þeirra. Ef þú nýtur þess að borða ávexti, borðaðu þá! Ef þú þarft að léttast er líklega best að borða ekki mjög mikið af þeim.

6. Hnetur og fræ

hneturHér á meðal eru möndlur, valhnetur, makedóníuhnetur, sólblómafræ, graskersfræ og fjöldi annarra.

Hnetur og fræ innihalda fjölda nauðsynlegra næringarefna og þá sérstaklega E vítamín og magnesíum.

Þrátt fyrir að vera hitaeiningaríkar og fitumiklar fæðutegundir, eru hnetur tengdar bættu insúlínnæmi, minni líkamsþyngd og bættri heilsu (141516).

Þó þarf að gæta þess að hnetur eru hitaeiningaríkar og geta því valdið því að einstaklingur léttist ekki. Þess vegna mæli ég með að þú borðir þær í hófi.

Fræ eru próteinrík, trefjainnihald þeirra er hátt og því hafa þau góð áhrif á meltingu.

Niðurstaða: Hnetur og fræ eru næringarrík, holl og almennt tengd bættri heilsu. Borðaðu þau, en ekki of mikið.

7. Rótargrænmeti

Sætar kartöflurRótargrænmeti eins og kartöflur og sætar kartöflur er hollt, næringarríkt og seðjandi.

Íslendingar hafa í gegnum tíðina borðað óhemju magn af kartöflum og jafnvel talið að þær hafi á stundum haldið okkur á lífi, enda eru rótarávextir hollir (1718).

Þó eru kartöflur mjög kolvetnisríkar og því er ekki mælt með þeim ef fólk vill léttast. Hins vegar ef þú ert í góðri þjálfun og vel á þig kominn, er sjálfsagt mál að borða þær.

Niðurstaða: Ef þú ert hraustur, í góðu formi og þarft ekki að léttast, getur þú borðað rótargrænmeti.

8. Fitur og olíur

ólívuolíaBættu í matinn þinn hollum fitum og olíum, eins og smjöri, kókosolíu, ólívuolíu o.fl.

Ef þú borðar ekki mikið af Omega-3 og/eða D3 vítamíni, fáðu þér þá þorskalýsi daglega. Það er kannski ekkert sérlega bragðgott en hollustan vegur það upp.

Ef þú ætlar að elda við háan hita er best að nota mettaða fitu eins og smjör eða kókosolíu. Þar sem þessar fitur innihalda fá tvítengi skemmast þær síður við háan hita.

Ólífuolía er frábær sem viðbót við salat og til bragðauka í mat.

Niðurstaða: Bættu bæði mettuðum og einómettuðum fitum við fæðuna. Ef þörf er á skaltu taka inn lýsi. Veldu mettaða fitu ef þú ætlar að elda við háan hita.

9. Fituríkar mjólkurafurðir

osturOstur, rjómi, smjör, fiturík jógúrt…

Fituríkar mjólkurafurðir innihalda mikið af hollri fitu, kalsíumi og öðrum næringarefnum.

Ef kýrnar voru aldar á grasi eru mjólkurafurðirnar ríkar af K2 vítamíni, sem er mikilvægt beinum og hjarta- og æðakerfinu (1718).

Í stórri rannsókn sem birt var árið 2012 kom í ljós að neysla á fituríkum mjólkurafurðum tengdist minni líkum á offitu til lengri tíma (19).

Faraldsfræðirannsóknir í Hollandi og Ástralíu sýndu fram á að þeir sem borðuðu mikið af fituríkum mjólkurvörum fengu mun sjaldnar hjarta- og æðasjúkdóma en þeir sem borðuðu minna af þeim (2021).

Auðvitað sanna þessar faraldsfræðilegu rannsóknir ekki að feitar mjólkurafurðir hafi orsakað minni áhættu og ekki eru allar rannsóknir samdóma þessum niðurstöðum, en það er þó alveg öruggt að fituríkar mjólkurafurðir eru ekki eins óhollar og af hefur verið látið.

Þess vegna er það vægast sagt furðulegt að fólki sé ennþá ráðlagt að borða fitulítilar mjólkurafurðir, sem innihalda oft á tíðum töluverðan sykur!

Niðurstaða: Neysla fituríkra mjólkurafurða tengist minni líkum á þyngdaraukningu og hjartasjúkdómum í sumum faraldsfræðilegum rannsóknum.

Þessi grein birtist upphaflega á authoritynutrition.com og Betrinaering.is

Ekki gleyma að læka Betri næringu á Facebook.

„Fyrir hverju ertu eiginlega með kvíða?“ – Hugrakkur maður segir okkur reynslu sína

$
0
0
Screen shot 2013-09-13 at 20.13.47

„Fyrir hverju ertu eiginlega með kvíða?“

„Æji, hann er alltaf með einhvern kvíða, sem ég er ekki alveg að fatta.“

„Þetta er bara einhver aumingjaskapur í honum“.

Þetta eru mjög algengar setningar sem maður heyrir um fólk sem þjáist af kvíðaröskun. Það er erfitt fyrir fólk sem ekki hefur upplifað kvíða að skilja hvernig hann virkar. Að útskýra kvíðann sinn fyrir fólki er eiginlega eins og að lýsa tilfinningunni hvernig var að klifra uppá Mount Everest og ná toppnum. Fólk getur ekki upplifað tilfinninguna með manni og skilið nákvæmlega hvað maður gekk í gegnum.
Mér finnst of lítið talað um kvíða í þjóðfélaginu í dag og oft á tíðum eru miklir fordómar gagnvart fólki sem þjáist af þessum sjúkdómi. Það mætti líkja þessu við fordómana gagnvart þunglyndi fyrir ekki svo mörgum árum að það væri bara aumingjaskapur, en sem betur fer hefur skilningurinn á þeim sjúkdómi orðið meiri.

Ég er 33 ára karlmaður og hef þjáðst af kvíða síðan ég man eftir mér. Ég man eftir að mamma þurfti að fara með mér í próf í skólanum þegar ég var orðinn alveg 8 og 9 ára og bíða fyrir utan skólastofuna. Ég gat aldrei sofið nóttina fyrir. Ég kveið ótrúlegustu hlutum þegar ég var barn og unglingur en þá voru það yfirleitt hlutir sem ég gat greint hverjir væru.

Þegar ég var tvítugur byrjaði ég í mínu fyrsta ástarsambandi með strák. Ég upplifði ótrúlegar tilfinningar á þessum tíma. Auðvitað létti að vera kominn út úr skápnum, verða ástfanginn fyrir alvöru í fyrsta skipti og vera farþegi í tilfinningarússíbana sem tók aldrei enda. Ég fann ekki mikinn kvíða fyrstu mánuðina í sambandinu þangað til mig fór að gruna að allt væri ekki með felldu hjá þessum strák. Mig fór að gruna að hann væri að halda við aðra og fór að finna fyrir stanslausum kvíða í maganum. Tegund af kvíða sem ég þekkti ekki áður og var mjög hræddur við. Ég fékk síðan staðfestingu á því að þessi grunur minn var á rökum reistur. Ég hélt samt áfram í sambandinu í nokkur ár.

Kvíðinn minn hefur alltaf komið þannig fram að hann er líkamlegur. Ég missi alla matarlyst, vill ekki hitta fólk, get ekki svarað í síma, er alltaf með stóran stein fyrir brjóstkassanum og finnst ég ekki ná andanum, fæ mikinn höfuðverk og mikla almenna vanlíðan.

Síðustu vikurnar sem ég og þessi strákur vorum saman var ég búinn að leita læknis vegna þessa. Hann setti mig strax á þunglyndislyf, kvíðastillandi lyf og svefnlyf. Það hafði lítið að segja nema ég var skakkur allan daginn. Ég var hættur að geta mætt í vinnuna og vaknaði alltaf eldsnemma á morgnana og drakk kaffi allan daginn og reykti tvo til þrjá pakka af sígarettum á dag milli þess sem ég bruddi pillurnar. Ég var orðinn 49 kíló og leit virkilega illa út og margir farnir að hafa miklar áhyggjur af mér.

Ég var kominn með magasár af kvíða og áhyggjum og var í raun orðinn vannærður bæði á sál og líkama. Þetta var byrjunin á kvíðanum mikla sem ég berst við enn þann dag í dag. En sem betur fer gat ég farið frá þessum strák. Þá tók við heilt ár þar sem ég jók pilluskammtana og bætti áfengi við. Ég hafði aldrei verið neitt sérstaklega mikið fyrir áfengi og finnst víman af því mjög óþægileg.

Árin á eftir hélt ég áfram á þunglyndislyfjum sem höfðu kvíðastillandi áhrif, kvíðastillandi lyfjum (benzodíazepín lyf) og ýmsum öðrum lyfjum til að koma mér í breytt ástand til að flýja kvíðann.

Það sem fólk gerir sér ekki grein fyrir er að það eru til ótal margar tegundir af kvíða. Það er eðlilegt að vera með kvíða upp að vissu marki, annars kæmi maður í raun engu í verk. Það er eðlilegt að fá kvíða og fiðrildi í magann ef maður þarf að halda ræðu eða stíga upp á svið eða eitthvað slíkt. Þetta er allt eðlilegt og ætti nú ekki að þurfa að vera meðhöndlað með neinum lyfjum eða sálfræðimeðferðum.

Síðustu ár og enn þann dag í dag er ég með þannig kvíða að ég get ekki útskýrt af hverju hann er. Það er það sem fólk skilur ekki. Að ég skuli vera með kvíða en veit ekki hverju ég kvíði? Einkennin eru einmitt þessi líkamlegu einkenni, steinn í maganum, vanlíðan, höfuðverkur og oft nær kvíðinn alveg tökum á mér og þá gerist það versta. Þá koma kvíðaköstin. Þá er eitthvað sem platar líkamann og hann greinir hættuástand og fer í algert uppnám. Ég hef lent í því nokkrum sinnum.

Ég get lýst einu slíku kasti sem ég fékk fyrir nokkru. Ég var staddur á starfsdegi í vinnunni og Jón Gnarr kom óvænt með uppistand til okkar í hléinu. Við hlógum og höfðum gaman en skyndilega leið mér eitthvað furðulega og fór fram og inn á klósett. Ég byrjaði að anda mjög ört og vissi ekki hvað var að gerast. Þetta lagaðist aðeins þegar ég fór fram svo ég fór aftur inn. Þetta kom síðan aftur og ég hljóp inn á klósett og kúgaðist og kúgaðist. Ég byrjaði að ofanda það mikið að ég var kominn með svima og vissi ekki hvað snéri upp né niður. Vanlíðanin var slík að mig langaði virkilega að deyja eða að ég gæti svifið upp úr líkamanum meðan þetta gengi yfir. Ég byrjaði að dofna í andlitinu og fann ekki fyrir hálfu andlitinu á mér þegar ég snerti það. Ég var skíthræddur og virkilega bað Guð um að bara taka mig til sín. Þetta stóð í um hálftíma og ég var keyrður heim og upp í rúm. Líkaminn var gersamlega búinn á því eftir þetta og ég svaf í marga klukkutíma á eftir og gat varla talað.

Þegar maður fer til læknis og segist þjást af kvíða lætur hann mann yfirleitt fá lítinn skammt af kvíðastillandi lyfjum. Alprazolam, Tafil (Sama og Xanax sem er frægt í bíómyndunum), Sobril, Lexotan osfrv. Ég hef ótal sinnum lent í vítahring með þessi lyf. Þau eru ekki ætluð til langtímanotkunar, í mesta lagi í 2-3 vikur því maður myndar þol gegn þeim og þarf stærri og stærri skammta. Eftir langtímanotkun þessara lyfja byrja þau að virka öfugt. Þau fara að valda kvíða. Ég hef þrisvar sinnum farið á Vog til þess að fara í afeitrun af þessum lyfjum og það er ekki nein skemmtiferð. Það tekur lengstan tíma að hreinsast af þessum lyfjum heldur en nokkrum öðrum fíkniefnum enda er þetta bara tómt læknadóp.

Ég hef lifað við þetta það lengi að ég er farinn að læra á kvíðann. Það fyrsta er að vera ekki hræddur við hann. Ef maður finnur hann koma þá bara bjóða hann velkominn því hann gengur yfir. Þá yfirleitt hættir hann við að hrella mann mikið. Það er gríðarlega mikilvægt að borða reglulega og drekka sem allra minnst af kaffi eða orkudrykkjum eða nokkru sem er örvandi. Eitt annað vandamálið mitt er að ég veit vart annað betra á bragðið í heiminum en kaffi en ég get ekki drukkið heilan bolla. Þá kemur kvíðinn yfir mig eins og byssukúla. Ég fæ mér nokkra sopa stundum sem er í lagi og þá er ég sáttur. Ég veit að það er klisja að borða reglulega, hreyfa sig osfrv en það virkar! Það versta sem maður gerir líka er að drekka áfengi. Ég get það ekki því það er ávísun á kvíðakast daginn eftir.

Mig langaði aðeins að skrifa þetta til þess að vekja athygli á hversu margar tegundir af kvíða er til. Það er það sem fólk áttar sig ekki á. Og það eru til ótal leiðir til þess að halda honum niðri og bendi ég á Kvíðamiðstöðina sem eru með mjög góð námskeið.

Við erum EKKI aumingjar. Við getum ekki að því gert að þetta herjar á okkur. Kvíðinn er lúmskur og getur komið hvenær sem er, oftar en ekki þegar allt er í fínu lagi hjá manni.
Vonandi mun fólk reyna að skilja þennan sjúkdóm betur í framtíðinni og það besta er að tala um þetta.

Davíð Nóel Jógvansson

davidnoel

Bati frá meðvirkni og fíknum – Fræðsla og ráðgjöf í Fjölskylduhúsi

$
0
0
Screen shot 2013-09-14 at 17.46.03

Fjölskylduhús eru hagsmunasamtök fólks sem vinnur að bata frá fíknum og meðvirkni. Samtökin vinna að því að bjóða upp á fyrsta flokks fræðslu og ráðgjöf við fíknisjúkdómum og meðvirkni, jafnframt halda samtökin ýmiskonar námskeið sem bæði eru sniðin að einstaklingum og fjölskyldum.

Páll Þór Jónson og Kristín Snorradóttir stofnuðu Fjölskylduhús þann 22. Ágúst 2013 og eru samtökin með aðsetur á Grensásvegi 16a.

Páll hefur yfirgrips mikla þekkingu á fíknisjúkdómum og meðvirkni. Hann hefur liðsinnt fólki við að ná bata frá fíknum og meðvirkni um áralangt skeið. Kristín er þroskaþjálfi og hefur menntað sig í hugrænni  atferlismeðferð og hefur hún starfað sem ráðgjafi síðustu ár.

Sameiginleg sýn þeirra varð til þess að þau stofnuðu fjölskylduhús. Fíknisjúkdómar og meðvirkni hafa áhrif á alla fjölskyldumeðlimi og mikilvægt að þeirra mati að mæta fjölskyldunni heildrænt. Sú sýn varð kveikjan að Fjölskylduhúsi. 

„Við urðum vör við mikla þörf fyrir úrræði sem þetta og lögðum af stað með hugsjónina að vopni,“ segir Kristín í samtali við Hún.is. „Hugsjónin er að vinna að bættu samfélagi með því að styðja fjölskyldur til hamingjuríks lífs og bata frá fíkn og meðvirkni. Einnig að gera fólki kleift að leita sér hjálpar með því að bjóða upp á faglega og vandaða þjónustu á góðu verði.“

 

Hjá Fjölskylduhúsi er boðið uppá viðtöl við ráðgjafa, hópavinnu , námskeið og fræðslu fyrir fjölskyldur og fyrirtæki.

Á heimasíðu samtakanna má finna ýmsan fróðleik um fíknir og meðvirkni og á Facebooksíðunni má fylgjast með starfi samtakanna og nálgast ýmsa uppbyggilega fróðleiksmola.

Nokkrar góðar náttúrulegar leiðir til að sofna án þess að nota svefnlyf!

$
0
0
Woman Sleeping

Ýmsar leiðir til að losna við svefnlyfin 

Ótrúlegur fjöldi fólks styðst við svefnlyf til þess að ná góðum svefni. Sérfræðingar hvetja fólk til að athuga að svefnpillur eru ekki alltaf  öruggar né heldur hjálpa þær alltaf fólki.  Athuga  mætti hvort ekki væri ráð að draga úr notkuninni. 

Michael A. Grandner, sérfræðingur í taugakerfissjúkdómum við háskólann í Pennsylvaníu telur að fólk kunni að þurfa annars konar aðstoð en svefnpillur. Oft er hægt að hjápa fólki með öðrum aðferðum.

Hvernig sofnar maður þá þegar maður getur ekki sofnað?  Hér fyrir neðan eru nokkur góð ráð

Hvað um hugræna atferlismeðferð?

Kelly Glazer Baron, kennari við læknadeild  Northwestern University sem hefur unnið mikið með fólki sem þjáist af svefntruflunum telur að hugræn atferlismeðferð sé ein besta aðferðin til að laga ástandið. Farið er margoft yfir stöðu mála með þeim sem á í vandanum og honum kenndar ýmsar aðferðir til að breyta svefnvenjum sínum.   

Farðu framúr
Eitt af því sem fólk á erfiðast með þegar það ætlar að fara að sofa er að þá fara alls konar hugsanir á flug. Ef þú hefur ekki náð svefni innan 20-40mín. skaltu fara fram úr. Leyfðu heilanum að hamast þegar þú ert ekki  upp í en ekki þegar þú ert í rúminu. Tengdu svefn við rúmið. Taktu þér eitthvað fyrir hendur þangað til þú ert orðin(n) þreytt(ur) en gættu þess bara að það sé ekkert sem æsir þig upp eða er í sterku ljósi.

Reyndu að nota slökunartækni 
Fyrst var farið að tala um þessa tækni  árið 1915 og aðferðin hefur staðist tímans tönn mjög vel. Þú slakar á hverjum vöðva sem er spenntur og svo slakarðu á öllum vöðvum líkamans. Þetta hjálpar öllum líkamanum að slaka á og það er óhemju mikilvægt. Þessi aðferð var reynd með konum sem voru í meðferð vegna brjóstakrabbameins og var þeim mikil hjálp í aðferðinni. Reyndu þetta!

Hugleiddu
Ef þú vilt frekar reyna að kyrra hugann en fást við vöðvana gæti einföld hugleiðsla hjálpað þér. Rannsókn sem var gerð 2009 leiddi í ljós að hugleiðsla hjálpar fólki að ráða við svefnvandamál. Fólk slappar vel af í hugleiðslu og það eykur gæði svefnsins. Ef fólki hugnast ekki að hugleiða hjálpar djúp öndun líka.

Farðu í heitt bað

Þú þarft ekki að hafa  kertaljós og rósablöð en hlýtt vatnið sem umlykur þig auðveldar þér að sofna. Líkamshitinn hækkar svolítið og þegar þú stendur upp úr baðinu lækkar hitinn aftur eins og gerist þegar þú ert á leið að sofna. Sýnt hefur verið fram með rannsóknum að heitt bað fyrir svefninn hjálpar fólki að sofna og sofa vel.

Reyndu svolítið á þig
Fólk sem æfir reglulega veit það kannski ekki en æfingar eru af hinu góða þegar kemur að því að sofa vel. Þeir sem æfa reglulega segjast sofa vel og talið er að fáir þeirra takist á við svefnvandamál.  Það virðist ekki skipta öllu hvernig eða hvenær fólk æfir ef það bara hreyfir sig- þó ekki sé nema örlítið. Ef þetta getur ekki orðið hvati til þess að fólk fari að hreyfa sig er vandséð hvað getur fengið það til þess!

Yoga æfir líkama og sál, hið besta úr tveim áttum. Ekki eru til rannsóknir sem sýna fram á að yoga auki svefngæðin en hitt alveg ljóst að yoga hálpar fólki að slaka á. Ef fólk á erfitt með svefn og getur ekki slakað á gæti yoga verið leiðin. Hvar á maður að byrja?

Víða er verið að kenna yoga og bendir www.hun.is fólki á að hafa samband við einhverja yoga stöðina.

Prófaðu ilmakjarnaolíur

Í hvað formi sem þú notar ilmjurtina, hvort sem þú berð á þig ilmkjarnaolíu, notar baðskrúbb eða ilmkjarnasápu er hún alltaf saman galdrajurtin og hjálpar fólki að ná svefni. Þetta veit fólk og það hefur líka verið sannað með marktækum rannsóknum.

Gerðu svefnherbergið aðlaðandi
Fólk sem stríðir við svefnleysi kvíðir því að fara inn í svefnherbergið sitt. Þess vegna er ráðlagt að reyna að breyta því og gera það eins notalegt og unnt er. Kannski þarf ekki meira en fá sér nýjan rúmfatnað eða breyta lýsingunni í herberginu. Minnsta birta utan frá eða ljós frá klukku getur líka truflað suma. Það ætti að vera hljóð í svefnherberginu. einnig þarf að huga að því að hafa þægilegan hita í svefnherberginu. Hafið símann í öðru herbergi!

Spáðu í pillur af einhverju tagi

Það er gott að vita að líklegast eru svefnlyf ekki skaðleg. En hinsvegar er ekki traustvekjandi að áhrif þeirra til langs tíma hafa ekki verið rannsökuð.

Grandner segir að við fáum helst fréttir af  melatonin  sem hjálpar heilanum að stilla aftur líkamsklukkuna t.d. þegar fólk er að koma úr löngu flugi. Það er hins vegar ekki alltaf notað rétt. Melatonin á að taka nokkrum klukkutímum fyrir svefn en ekki eins og svefnlyf.

Valerían pillur sem búnar eru til úr rót valeríum plöntunnar eru stundum notaðar við svefnleysi. Ekki liggja marktækar rannsóknir fyrir um ágæti efnisins en fólk segir að efnið hafi slakandi áhrif og hjálpi til við svefninn.

Í vissum grænum tetegundum er slakandi efni, L-theanine. Hins vegar yrði fólk að drekka svo mikið af teinu að það yrði meira og minna á klósettinu alla nóttina og tekur þess vegna frekar L-thanine töflur.

Drekkið ekki kaffi seinni part dags
Raunar leggja læknar oft til að fólk sem stríðir við svefnvandamál drekki ekki kaffi þegar komið er fram yfir hádegi.

Drekktu frekar jurtate

Koffín er afleitt fyrir fólk sem á erfitt með svefn en jurtate án koffíns gæti hjálpað fólki sem stríðir við svefnleysi. Margar tegundir af jurtate eru einmitt gerðar úr jurtum sem hjálpa fólki með svefninn eins og valeríum og kamfóru. Það er líka eitthvað róandi við það að fá sér volgan sopa rétt fyrir svefninn.

Hættu að reykja
Níkótín er örvandi eins og koffín og getur valdið svefntruflunum. Gerð var rannsókn við Johns Hopkins sjúkrahúsið 2008. Þar kom í ljós að fjórum sinnum fleira reykingafólk sagðist vakna þreytt en hinir sem ekki reyktu.

 

Við skorum á þig að skoða þessi ráð og prófa einhver þeirra. Gangi þér vel.

 

  Unnið úr lista frá Huffpost

Næringarfræði nútímans hefur mistekist… hroðalega – Betri næring

$
0
0
næring

Heimasíðan Betri næring er glæsileg ný síða þar sem hægt er að lesa sannleikann um næringu og heilsu og eru það þau Kristján Már Gunnarsson og Ragna S. Óskarsdóttir sem halda síðunni úti.

Þau birtu á dögunum þessa flottu grein um það hvernig næringarfræði nútímans hefur mistekist og fengum við leyfi til að birta hana hér:

 

Veistu að sumar af algengustu dánarorsökum nútímans voru mjög sjaldgæfar í gamla daga?

Áður fyrr dó fólk vegna barnsfara, sýkinga og slysa… .

Í dag deyja flestir vegna svokallaðra “velmegunarsjúkdóma”.

Meðal þeirra eru t.d. offita, sykursýki 2, hjarta- og æðasjúkdómar, sumar tegundir krabbameins og meira.

Það er nokkuð ljóst að eitthvað hefur breyst í umhverfinu, þar sem þessir velmegunarsjúkdómar eru frekar nýtilkomnir og erfðamengi mannsins þarf mun meiri tíma til að taka breytingum.

Það merkilega er að hjá frumstæðum samfélögum sem nærast á náttúrulegu fæði þekkjast þessir sjúkdómar EKKI.

Í þessum samfélögum kann fólk ekki einu sinni að lesa, en líkamlega er það miklu heilbrigðara en Vesturlandabúar (123).

Eins og staðan er í dag virðist flest benda til þess að fæðið sem við borðum sé afgerandi áhrifavaldur varðandi þessa sjúkdóma.

Þegar frumstæðari samfélög byrja að borða vestrænt fæði verða einstaklingar þeirra veikari (4). Þegar veikt fólk á vestrænu fæði tekur upp náttúrulegra fæði verður það hraustara (56).

Þrátt fyrir þetta eru flestir næringarfræðingar og heilsustofnanir enn að ráðleggja okkur að borða kolvetnaríkt nútímafæði þó aftur og aftur sé búið að sanna að það sé ekki að reynast okkur vel.

Ekki einungis það, heldur kenna þeir hefðbundnu fæði (eins og rauðu kjöti sem hefur fylgt okkur frá örófi alda) um þá velferðarsjúkdóma sem eru tiltölulega nýjir!

Úrelt stríð við fitu og hið fáránlega lágfitumataræði

fæðupýramídinn minniStríðið við fitu var (og er) hornsteinn vestrænna leiðbeininga um fæði.

Á sjöunda og áttunda áratugnum voru hjartasjúkdómar gríðarlegt vandamál í Bandaríkjunum sem og öðrum vestrænum löndum.

Þar sem mettuð fita hækkar kólesteról lítillega komust nokkrir mikilsmetnir vísindamenn að þeirriniðurstöðu að fitan væri orsakavaldurinn.

Því var það þannig að árið 1977 voru gefnar út fyrstu opinberu leiðbeiningarnar um mataræði í Bandaríkjunum og var þar fólki ráðlagt að draga úr fitu en borða meiri ávexti, grænmeti og korn.

Vandinn var hins vegar sá að litlar rannsóknir lágu að baki þessum hugmyndum. Allir Bandaríkjamenn og í kjölfarið Vesturlandabúar urðu því þáttakendur í einni risastórri tilraun.

Bandaríski offitufaraldurinn hófst nánast á sama tíma og þessar fyrstu næringarleiðbeiningarnar voru gefnar út til almennings (7).

lágfituleiðbeiningar

Orsökuðu leiðbeiningarnar offitufaraldurinn? Við hreinlega vitum það ekki þar sem ekki er hægt að segja til um með fullri vissu að samsvörunin feli í sér orsakasamhengi. Það voru jú, ýmsir þættir í umhverfinu sem voru að breytast á þessum sama tíma.

Þær rannsóknir sem stuðst var við þegar “stríðið” gegn fitu hófst hafa veriðhraktar með nýjum, betri rannsóknum. Mettuð fita er meinlaus (8910).

Lágfitumataræði hefur verið rannsakað ítarlega í viðamiklum, stýrðum rannsóknum. Rannsóknirnar sýna ALLAR sömu niðurstöðu… þetta mataræði virkar EKKI (11121314151617).

Það kemur ekki í veg fyrir hjartasjúkdóma, það hjálpar ekki við megrun (nema þegar hitaeiningar eru skertar verulega) og það kemur ekki í veg fyrir krabbamein.

Samt ráðleggja “sérfræðingar” og heilsustofnanir okkur ennþá að borða þetta fæði, jafnvel þó búið sé að hrekja með öllu þann vísindalega grunn sem ráðleggingarnar byggðust á og fjöldi rannsókna sanni að lágfitumataræði virkar ekki.

Lágfitumataræðið var byggt á kenningum. Kenningarnar voru prófaðar og þær virkuðu ekki. Punktur.

Gríðarlega stórir hagsmunahópar eru að verki

Í fullkomnum heimi væri fólkið sem setur fram næringarleiðbeiningar algjörlega hlutlaust.

Það myndi byggja vinnu sína á nýjustu og bestu vísindarannsóknum sem völ væri á og myndi ekki láta eigin skoðanir eða fjárhagslega hagsmuni hafa áhrif á niðurstöður sínar.

En… því miður búum við ekki í fullkomnum heimi.

Það eru verulegir hagsmunaárekstrar í gangi hjá stærstu málsvörum næringarfræðinnar og hinna risastóru fæðu- og lyfjafyrirtækja.

Þetta eru fyrirtækin sem græða á því að fólk sé háð ruslfæði og lyfjum.

    • The Academy of Nutrition and Dietetics – heimsins stærstu samtök næringarfræðinga, eru styrkt að verulegu leyti af fyrirtækjum eins og Coca Cola, Pepsico, Mars og Kellogg’s. Sjá hér.

 

    • Samtök sykursjúkra í Bandaríkjunum (The American Diabetes Association) ráðleggja sykursjúkum að borða hákolvetnafæði sem gerir þá háða sykursýkislyfjunum. Samtökin þiggja gríðarlegar fjárhæðir frá lyfjafyrirtækjum, 15 milljónir dollara árið 2011. Sjá hér.

 

Ef þú gefur þér smá tíma í að skoða heimasíður stærstu heilsustofnana í heimi, sérðu fljótlega að stærstu styrktaraðilar þeirra eru fyrirtæki af þessari gerð.

Ég er ekki að reyna að koma með samsæriskenningar eða neitt þvíumlíkt, þessar upplýsingar liggja fyrir á opinberum heimasíðum þessara stofnana.

Það liggur í augum uppi að fólkið sem segir okkur hvernig við eigum að veraheilbrigð eigi ekki að þiggja fé af fyrirtækjum sem græða á veikindum okkar.

Fjöldi vísindamanna hefur verulegar áhyggjur af þessum hagsmunaárekstrum og eru opinberlega að berjast gegn þeim.

 

“Sérfræðingarnir” og lýðheilsustofnanirnar neita að viðurkenna vísindalega þróun

Í upphaflegu næringarleiðbeiningunum var lögð áhersla á að við borðuðum minni mettaða fitu og kólesteról, minna salt og meiri grænmetisolíur, ávexti, grænmeti og korn.

Hljómar þetta kunnuglega?

Það hlýtur að vera… því nútímaleiðbeiningar erunánast samhljóða. Þær hafa ekkert breyst.

Árið 1977 var næringarfræði nokkuð ný vísindagrein. Við vissum lítið um hvernig næringarefni hafa áhrif á líkamann og sjúkdóma.

Hins vegar er næringarfræði risastór fræðigrein í dag. Hún er kennd við nánast alla háskóla og það hafa farið fram gríðarlega margar gæðarannsóknir á næringu. Við vitum MIKIÐ MEIRA í dag en við gerðum fyrir 36 árum.

Samt hafa opinberar leiðbeiningar lítið tekið mið af allri þessari framþróun fræðigreinarinnar og hafa nánast ekkert breyst (18).

Til dæmis vitum við nú að mettuð fita er skaðlaus, minnkuð saltneysla skiptir engu, grænmetisolíur geta valdið skaða og að hægt er að forðast fjölda sjúkdóma með því að draga úr kolvetnaneyslu.

Ég hef oft velt fyrir mér hvers vegna “sérfræðingarnir” og þessar mikilsvirtu stofnanir viðurkenna ekki einfaldlega þessa framþróun næringarvísindanna.

Ég er farinn að komast á þá skoðun að það hafi eitthvað með það að gera að áhrifamestu vísindamenn á þessu sviði hafi náð frama sínum með því að halda fram gömlu kenningunum. Þeir geta ekki skipt um skoðun án þess að verða sér til minnkunar.

Kunningi minn sendi mér þessi ummæli í tölvupósti um daginn og mér finnst þau eiga nokkuð vel við hér…

“Nýjar, vísindalegar staðreyndir ná ekki kjölfestu með því að sannfæra andstæðingana og fá þá til að sjá ljósið, heldur frekar vegna þess að á endanum deyja andstæðingarnir og ný kynslóð vex upp sem er með nýju staðreyndirnar á hreinu.” – Max Planck

Þessi grein birtist upphaflega á authoritynutrition.com

Ekki gleyma að læka Betri næringu  á Facebook.

ÓTRÚLEG breyting á pari – Léttust samtals um 250 kg –Þvílíkur munur – Sjáðu myndirnar

$
0
0
Screen Shot 2013-09-18 at 11.44.03 AM

Saga af sigri. Saman léttust þau um 250 kg.

Þau heita Justin and Lauren Shelton og eru 27 og 26 ára.
Justin var orðinn nærri því 300 kg. og Lauren 170kg.

 

Þau segja bæði að þessi mikla fita hafi safnast alveg fyrirhafnarlaust á þau. Justin slasaðist þegar hann var í gagnfræðaskóla og hélt mikið kyrru fyrir eftir það og gerði lítið annað en borða. Lauren seildist í matinn ef eitthvað bjátaði á og át sér til huggunar.  Og áður en þau litu við réðu þau ekki við það sem var að gerast og gáfust reyndar upp að reyna að sporna við fitusöfnuninni.

Vendipunkturinn þegar læknar gátu ekki rannsakað hann eins og þurfti vegna fitu.

Þau  áttuðu sig bæði á því að þau væru á hættulegri braut og yrðu að breyta um stefnu. Svo gerðist það í desember 2011 að  Justin varð að fara á bráðamóttökuna og ekki var hægt að rannsaka hann eins og hefði þurft því að hann var of þungur fyrir tækin. Læknarnir giskuðu á hvað væri að honum og gáfu honum lyf í samræmi við það.

 

Það var á þessu augnabliki sem þau ákváðu að taka í taumana. „Þetta var eins og að vakna“, segir Justin. „Ég var orðinn örþreyttur á allri þessari þyngd og ákvað að reyna að segja skilið við vanlíðanina og leggja mig allan fram við að ná heilsu“.  Lauren ákvað að fara í þessa sömu vegferð með manni sínum.

Hættu að nota salt, borðuðu ekki brauð, feitt kjöt, lítið af kornmat og sósum og olíum.

Þau fóru á heilsugæslu hverfisins og ráðgjafi þar sagði þeim mjög vel til hvernig þau skyldu byrja. Þau tóku til í eldhússkápunum hjá sér og náðu sér síðan í mat við hæfi. Þau hættu að nota salt, borðuðu ekki brauð, lítið af kornmat, olíur og sósur hurfu eins og líka feitt kjöt.   Í staðinn kom prótínauðug fæða, magurt kjöt og fiskur, ávextir og grænmeti og þau fóru mjög sjaldan á veitingastaði.

Æfa í sal 6 daga vikunnar

Þau fóru mjög varlega í að æfa sig fyrstu mánuðina en smá bættu við æfingarnar eftir því sem þau léttust. Nú, þegar þau hafa unnið  tvö ár að þessu verkefni æfa þau í sal sex daga vikunnar og gera oftar en ekki líka eitthvað skemmtilegt á kvöldin og um helgar. Stundum komu erfiðir tíma og þá gátu þau veitt  hvort öðru góðan og öruggan stuðning. Þau segja bæði að „þessi ferð“ hefði orðið erfiðari ef þau hefðu ekki haft hvort annað sér til stuðnings.

Lífsgæðin hafa stórlega aukist og nú  geta þau  gert ýmislegt sem þau  voru hætt að geta gert.  Þau gleðjast yfir ýmsu sem aðrir hugsa ekki út í eins og t.d. því að geta farið inn í búð og keypt sér föt eins og annað fólk, sett á sig beltin í flugvél, setjast á venjulega stóla og fara í  „rússíbana“. Áður snérist tilveran um hvað og hvar þau myndu borða en nú hugsum við um hreyfingu og samveru. Nú heilsum við hverjum degi með gleði og hlökkum til að njóta hans.  „Við höfum ekki alveg náð takmarkinu sem við settum okkur en við erum glöð og hamingjusöm og hlökkum til famtíðarinnar“.

Svona líta þau út í dag

Justin kominn niður í 120kg. og  Lauren í 82 kg.

 

Heimild


Ný blóðprufa gæti bjargað lífi margra kvenna

$
0
0
heart

Lífi þúsunda kvenna væri hægt að bjarga með því að framkvæma nýja tegund skimunar á blóðprufu sem gæti gefið vísbendingar um hjartaáfall.

Prófið kostar kostar innan við 1000 krónur að því er fram kom í vefútgáfu Mirror á dögunum.

Talið er að allt að helmingur hjartaáfalla kvenna sé ógreindur vegna þess að þau er erfitt að greina nægjanlega snemma með núverandi tækni.

Þegar hjartaáföllin greinast er það oft of seint, skaðinn er skeður.

Fórnarlömbin missa þá af mikilvægri greiningu og meðferð sem gæti komið í veg fyrir í veg fyrir annað hjartaáfall sem getur orðið hugsanlega orðið banvænt og endað með hjartastoppi.

Vísindamenn við Edinborgarháskóla, sem almennt er talinn á heimsmælikvarða í nútíma læknavísindum, hafa fundið upp skimunaraðferð á blóðprufu sem gæti bjargað mannslífum og kostar eins og áður sagði aðeins um 5 pund eða tæpar þúsund krónur.

Nýja aðferðin er svo næm að hægt er að skynja örlitla hækkun í próteininu troponin, sem losnar úr læðingi þegar hjartavöðvi skemmist, eins og gerist oft við hjartaáfall.

Rannsóknir sem gerðar hafa verið á próteininu benda til að nýja aðferðin nái að greina allt að tvöfalt fleiri hjartaáföll en núverandi tækni sem notuð er við blóðprufurnar og skimun þeirra.

Þetta gefur læknum og sérfræðingum tækifæri á því að gera aðgerð á slagæðum með stoðneti eða með því að ávísa á blóðþynnandi lyf til að koma í veg fyrir blóðsegamyndun (blóðtappa).

Blóðtappa sem annars gæti valdið óbætanlegum skaða á hjartavöðvanum.

Það er þekkt að það er erfiðara að greina hjartaáföll kvenna þar sem einkenni eru oft ekki dæmigerð og því algengara að konur fái hjartaáfall án einkenna (þögult hjartaáfall).

Þau einkenni sem eru meira áberandi hjá konum eru, bakverkir og meltingartruflanir eða ónot og geta þessi einkenni ruglað fólk í ríminu og dulbúið þar með hugsanlega brjóstverki.

Uppgötvun vísindamannanna í Edinborg gæti jafnvel gert það mögulegt að bjóða upp á þessa tegund blóðprufa á bráðadeildum fyrir jólin.

Enn sem komið er veit ég ekki hvort standi til að bjóða upp á þetta hér á landi eða hvenær en við erum að kanna málið.

Hér má svo finna fleiri áhugaverðar greinar frá Hjartalíf

Hvað myndi gerast ef við hættum að sofa? – Myndband

$
0
0
Screen shot 2013-09-23 at 19.26.12

Það er augljóst að við verðum að fá okkar svefn!

Viltu borða frítt á Serrano? –Ætla að búa til hinn fullkomna burrito

$
0
0
Screen shot 2013-09-24 at 14.57.09

Serrano hefur í 10 ár unnið hörðum höndum að því að bjóða upp á hollan og góðan skyndibita. Matseðillinn hefur verið þróaður jafnt og þétt og nú viljum við taka næsta skref og gera góðan mat enn betri.

Serrano býður nú Facebook-vinum að aðstoða við að búa til nýjan burrito en þetta er í fyrsta skipti sem við förum þessa leið og þau hlakka mikið til.

Þau hafa sett upp skráningarkerfi á Facebook-síðunni sinni og þar geta áhugasamir skráð sig en því miður geta ekki allir verið með. Þau munu svo velja 200 manns úr hópnum sem munu prófa ýmsar gerðir af Serrano og borða hjá þeim næstu þrjár vikurnar. Þannig ætlum þau að búa til hinn „fullkomna burrito.“

Þessir 200 heppnu verða valdir í lok vikunnar og nú hefur þú tækifæri til að setja þitt mark á matinn.

Þú getur skráð þig í hópinn með því að smella HÉR.

 

Fyrsti Serrano staðurinn var opnaður í Kringlunni árið 2002 en síðan hefur verið haldið áfram að þróa einfaldan en fjölbreyttan matseðil á þeim átta stöðum sem nú eru á Íslandi og átta í Svíþjóð undir nafninu Zócalo. Það sem hvetur okkur áfram er ekki aðeins ást á mexíkóskum mat, heldur viljum við að fólki standi til boða hollur, næringarríkur og bragðgóður skyndibiti á hagstæðu verði.

Þessi smoothie er fullur af andoxunar efnum

$
0
0
smott

Þessi drykkur er ferskur og góður og fullur af andoxunar efnum.

¼ bolli blönduð ber (frosin)

1 bolli möndlu mjólk

2 mtsk haframjöl

Ísmolar eftir þörfum

Setjið haframjölið fyrst í blandarann og reynið að ná því fínna.  Setjið svo restina í blandarann og blandi vel saman.  Þessi drykkur gefur manni gott start fyrir góðum degi.

30 daga plankaáskorun.

$
0
0
Planki1

Ein æfing sem tónar allan líkamann hljómar of góð til að vera sönn. En plankinn á að gera það.
Æfingin stinnir magavöðva, axlir, handleggi og fótleggi (svæðin sem eru appelsínugul á myndinni) á sama tíma og hún styrkir á þér bakið, segir lífeðlisfræðingurinn Pete McCall.

Planki1

Dagur 1 – 20 sekúndur
Dagur  2 – 20 sekúndur
Dagur 3 – 30 sekúndur
Dagur  4 – 30 sekúndur
Dagur  5 – 40 sekúndur
Dagur 6 – HVÍLD
Dagur 7 – 45 sekúndur
Dagur 8 – 45 sekúndur
Dagur 9 – 60 sekúndur
Dagur 10 – 60 sekúndur
Dagur 11 – 60 sekúndur
Dagur 12 – 90 sekúndur
Dagur 13 – HVÍLD
Dagur 14 – 90 sekúndur
Dagur 15 – 90 sekúndur
Dagur 16 – 120 sekúndur
Dagur 17 – 120 sekúndur
Dagur 18 – 150 sekúndur
Dagur 19 – HVÍLD
Dagur 20 – 150 sekúndur
Dagur 21 – 150 sekúndur
Dagur 22 – 180 sekúndur
Dagur 23 – 180 sekúndur
Dagur 24 – 210 sekúndur
Dagur 25 – 210 sekúndur
Dagur 26 – HVÍLD
Dagur 27 – 240 sekúndur
Dagur 28 – 240 sekúndur
Dagur 29 – 270 sekúndur
Dagur 30 – PLANKAÐU EINS LENGI OG ÞÚ GETUR.

Enginn sykur, ekkert hveiti – Betri næring fyrir þig

$
0
0
diet1

Heimasíðan Betri næring er glæsileg ný síða þar sem hægt er að lesa sannleikann um næringu og heilsu og eru það þau Kristján Már Gunnarsson og Ragna S. Óskarsdóttir sem halda síðunni úti.

Þau birtu á dögunum þessa flottu grein um sykur og hveiti og fengum við leyfi til að birta hana hér.

——————————

Við erum öll mismunandi.

Það sem hentar einum hentar ekkert endilega öðrum.

Ég hef skrifað ansi mikið um lágkolvetnamataræði að undanförnu.

Ástæðan er sú að ég hef mikla trú á að það sé möguleg lausn á sumum stærstu heilsufarsvandamálum heims.

Hins vegar er staðreyndin sú að lágkolvetnamataræði hentar alls ekki öllum.

Sumir vilja ekki borða lágkolvetnafæði, öðrum líður ekki vel þegar þeir borða það og enn aðrir þurfa þess ekki.

Ekki má heldur gleyma þeim sem hreyfa sig mikið, en þeir þurfa meiri kolvetni en við hin bara til að viðhalda nægilegri orku.

Kolvetni hvað?

brauðKolvetni eru mjög umdeilt næringarefni.

Sumir segja að þau séu ómissandi hluti fæðunnar, lífsnauðsynleg heilanum og að um helmingur þeirra hitaeininga sem við neytum eigi að koma frá þeim.

Aðrir vilja meina að kolvetni séu lítið annað en eitur.

Eins og oft vill verða þá liggur sannleikurinn einhvers staðar á milli þessara öfga og ræðst algjörlega af samhenginu.

Þeir sem glíma við offitu, eru sykursjúkir eða sýna önnur einkenni slæmra efnaskipta sem tengjast vestrænu mataræði, eru líklega best settir á lágkolvetna-, háfitumataræði.

Það er mjög skýrt og margsannað að þetta mataræði er miklu líklegra til árangurs en lágfitumataræðið sem heilbrigðisyfirvöld mæla enn með (123).

En fyrir hina sem eru ekki með slæm efnaskipti og eru frekar hraustir og duglegir að hreyfa sig… getur lágkolvetnamataræði verið algjör óþarfi.

Jafnvel þó það geti verið nauðsynlegt að fjarlægja öll kolvetni til að laga þau brengluðu efnaskipti sem tengjast efnaskiptavillu og offitu, þá getur verið nægjanlegt að fjarlægja bara slæmu kolvetnin til að koma í veg fyrir þau.

Forvörnin þarf ekki að vera sú sama og lækningin.

Góð kolvetni, slæm kolvetni

varúð brauðMörg samfélög þrifust mjög vel á meðan þau borðuðu náttúrulegan, óunnin mat óháð því hvert kolvetnamagnið var í fæðu þeirra.

Dæmi um samfélög sem þrifust vel á hákolvetnafæði voru íbúar Okinawa og Kitava.

Það var ekki fyrr en nútímafæða eins og sykur og unnin kolvetni skutu upp kollinum þar sem þetta fólk byrjaði að veikjast.

Það er fjöldi samfélaga í Asíu sem borðar mjög mikið af kolvetnum, en fólkið er samt við frábæra heilsu… að minnsta kosti ef við berum þau saman við vestrænar þjóðir.

Af þessu má ráða að það eru ekki endilega kolvetni sem slík sem eru orsakavaldurinn… það eru “slæmu” kolvetnin (og allt hitt ruslið í vestrænu fæði).

Ef þú ert hraustur og hreyfir þig mikið, þá er líklega engin ástæða fyrir þig að forðast holla kolvetnagjafa eins og kartöflur, ávexti og glútenlaust korn.

Sykur- og hveitilaust mataræði

kona með sleifMín skoðun er sú að verstu fæðutegundirnar séu sykur og hveiti.

Ég er nokkuð öruggur á því að 80% bættrar heilsu fólks sem fer á lágkolvetna- og steinaldarmataræði megi rekja til þess að sykur og hveiti eru algjörlega tekin út úr fæðinu (ásamt transfitum og grænmetisolíum).

Sykur- og hveitilausa mataræðið er meira og minna eins og paleo + mjólkurvörur + holl kolvetni.

Fókusinn er á hágæða mat… með því að velja góða fitugjafa, góða prótíngjafa og góða kolvetnisgjafa.

  • 1. Regla – Forðastu viðbættan sykur.
  • 2. Regla – Forðastu hveiti.
  • 3. Regla – Forðastu líka transfitur og grænmetisolíur.
  • 4. Regla – Ekki drekka hitaeiningar (hvorki gos né ávaxtasafa).
  • 5. Regla – Borðaðu náttúrulegan, óunnin mat.

Hvað áttu að borða?

kartöflurÞað er mikilvægt að velja náttúrulegan, óunnin mat líkastan því sem þú gætir fundið í náttúrunni.

Eins og áður getur þú borðað kjöt, fisk, egg, ávexti, fituríkar mjólkurvörur, grænmeti, hnetur og fræ.

En núna getur þú bætt hollum kolvetnum við listann:

  • Rótargrænmeti: Kartöflum, sætum kartöflum, gulrófum o.s.frv.
  • Glútenlausu korni: Hrísgrjónum, haframjöli, quinoa o.s.frv.
  • Ávöxtum: Banönum, eplum, appelsínum, perum, berjum o.s.frv.
  • Grænmeti: Spergilkáli, blómkáli, gulrótum o.s.frv.

Ég vil leggja áherslu á þá staðreynd að kartöflur eru frábær fæða.

Kartöflur koma ekki til greina ef þú ert á lágkolvetnamataræði og líklega eru þær slæmur kostur fyrir þá sem eru mjög næmir fyrir kolvetnum, en fyrir aðra eru þær fullkomin fæða. Mjög næringarríkar og mettandi.

Að lokum

Þeir sem eru hraustir og vilja viðhalda hreysti sinni… haldið áfram að æfa ykkur og að borða náttúrulegan mat. Þetta þarf ekkert að vera flóknara en það.

Þessi grein birtist upphaflega á authoritynutrition.com.

P.S. Ekki gleyma að læka okkur á Facebook.

Er óhollt af borða of mikið af prótíni? – Betri næring

$
0
0
protein

Heimasíðan Betri næring er glæsileg ný síða þar sem hægt er að lesa sannleikann um næringu og heilsu og eru það þau Kristján Már Gunnarsson og Ragna S. Óskarsdóttir sem halda síðunni úti.

Þau birtu á dögunum þessa flottu grein um prótínneyslu og fengum við leyfi til að birta hana hér.

————————

Sífellt heyrum við sögugsagnir um að mikil prótínneysla sé “hættuleg”.

Fullyrt er að mikil prótínneysla geti “losað” kalsíum af beinunum og valdið beinþynningu, eða að prótín geti eyðilagt í þér nýrun.

Hins vegar eru engar sannanir fyrir þessu, ef eitthvað er hefur prótín verndandi áhrif.

Stutt yfirlit yfir mikilvægi prótíns

Prótín er byggingarefni alls lífs og hver einasta fruma notar það bæði til uppbyggingar og til að sinna því starfi sem henni er ætlað.

Prótín eru langar keðjur amínósýra sem fléttast saman í flókin form.

Við fáum 9 lífsnauðsynlegar amínósýrur úr mat og 12 aðrar sem eru okkur ekki eins nauðsynlegar þar sem líkaminn getur sjálfur framleitt þær úr lífrænum sameindum.

Gæði prótíns fer eftir amínósýrusamsetningu þess. Bestu prótíngjafarnir innihalda allar þær amínósýrur sem við þurfum í réttum hlutföllum.

Vegna þessa hentar dýraprótín okkur betur en jurtaprótín, þar sem vöðvauppbygging dýra er mjög svipuð okkar.

Heilbrigðisyfirvöld segja að 56 grömm á dag séu hæfilegt magn fyrir karlmenn en 46 grömm fyrir konur, en að auki sé breytileiki á milli einstaklinga sem fer eftir aldri, líkamsþyngd, virkni og öðrum þáttum (1).

Þessi neysla getur svo sem nægt til að koma í veg fyrir alvarleg skortseinkenni, en hún er engan veginn nægjanleg til að hámarka heilsu og líkamsgetu. Þeir sem hreyfa sig reglulega eða lyfta lóðum þurfa miklu meira prótín en þetta.

Niðurstaða: Prótín er nauðsynlegt næringarefni. Þó yfirlýst neysluviðmið geti verið nægjanleg til að koma í veg fyrir skort, eru þau ekki alls ekki nægjanleg til að hámarka heilsu og líkamsgetu.

Prótín losar ekki kalsíum frá beinunum og veldur því ekki beinþynningu

KjötÞað er almennt talið að mikil prótínneysla geti ýtt undir beinþynningu.

Kenningin er sú að prótín hækki sýrustig líkamans, því losi líkaminn kalsíum frá beinunum til að leiðrétta sýrustigið.

Jafnvel þó einhverjar rannsóknir sýni aukna kalsíumlosun til styttri tíma (1), þá er hún ekki til staðar til lengri tíma.

Reyndar styðja rannsóknir sem ná yfir lengra tímabil alls ekki þessa kenningu. Í einni 9 vikna rannsókn kom í ljós að þegar kolvetnum var skipt út fyrir kjöt þá hafði það engin áhrif á kalsíumlosun og bætti í raun nokkur hormón sem eru þekkt fyrir að vinna að bættri beinheilsu, eins og IGF-1 (2).

Í grein sem birt var árið 2011 var niðurstaðan sú að engar sannanir liggi fyrir sem styðji þá kenningu að prótínneysla valdi beinskaða. Ef eitthvað þá bendi niðurstöður rannsókna þvert á móti til þess að aukin prótínneysla geti bætt beinheilsu (3).

Til er fjöldi annarra rannsókna sem sýna að aukin prótínneysla sé jákvæð með tilliti til heilsu beinanna okkar.

Til dæmis eykur prótínneysla beinþéttni og dregur úr líkum á beinbrotum. Hún eykur líka IGF-1 og vöðvamassa, en þessi atriði eru þekkt fyrir að bæta beinheilsu (45678).

Öll umræða um að prótín valdi beinþynningu er byggð á sögusögnum og það liggja nákvæmlega engar sannanir fyrir sem styðja þær. Þetta er eitt dæmið um hvernig almennar neysluleiðbeiningar sem allir treysta geta verið rangar og villandi.

Niðurstaða: Þrátt fyrir að aukin prótínneysla hækki kalsíumlosun til styttri tíma, sýna rannsóknir að til lengri tíma hefur aukin prótínneysla jákvæð áhrif á beinheilsu.

Sögusagnir um prótín og nýrnaskemmdir

grilluð steik 2Nýrun eru merkileg líffæri sem hreinsa ónauðsynleg efni og vökva úr blóðinu og framleiða þvag.

Sumir segja að nýrun þurfi að erfiða mikið til að hreinsa prótín sem valdi auknu álagi á nýrun.

En sannleikurinn er að nýrun eru alltaf undir álagi! Það er hlutverk þeirra.

Um 20% af öllu blóði sem hjartað pumpar fer til nýranna og þau sía um það bil 180 lítra af blóði, hvern einasta dag.

Að bæta smá prótíni við matinn þinn getur aukið álag á þau í smá tíma, en skiptir litlu samanborið við daglegt álag þeirra.

Ég fór yfir það sem hefur verið skrifað um þetta og jafnvel þó sannanir liggi fyrir um að mikil prótínneysla geti valdið skaða hjá fólki með nýrnasjúkdóma (910), þá á ekki það sama við hjá þeim sem eru með heilbrigð nýru.

Raunar liggja ekki fyrir neinar rannsóknir sem sýna slæm áhrif prótíns á nýru hjá þeim sem ekki hafa nýrnasjúkdóma. Meira að segja er vaxtarræktarfólk með heilbrigð nýru, en sá hópur hefur tilhneigingu til að borða mjög mikið af prótíni, bæði úr fæðu og fæðubótarefnum (1112).

Tveir aðaláhættuþættir nýrnabilunar eru hár blóðþrýstingur og sykursýki. Aukin prótínneysla getur bætt bæði (13141516).

Niðurstaða: Það hefur sýnt sig að mikil prótínneysla hraðar nýrnaskemmdum hjá einstaklingum sem eru með nýrnabilun. Hjá heilbrigðum einstaklingum hefur aukin prótínneysla hins vegar ekki nein skaðleg áhrif.

Það er gott mál að borða mikið af prótíni

Ég vil benda á að aukin (ekki minni) prótínneysla hefur góð áhrif á fullt af hlutum.

hollur matur 2

    • Vöðvamassi: Hæfileg prótínneysla hefur jákvæð áhrif á vöðvamassa og í megrun hefur hún lykiláhrif til að koma í veg fyrir tap á vöðvamassa (1718,19).

 

    • Brennsla: Rannsóknir sýna að prótín eykur brennslu meira en hin aðalnæringarefnin (2021).

 

    • Mettun: Prótín er mjög mettandi og getur því valdið lækkaðri heildarhitaeininganeyslu (22).

 

  • Minni líkur á sjúkdómum: Aukin prótínneysla getur verndað gegn sjúkdómum eins og sykursýki og offitu (2324).

Í heildina er meira prótín gott mál!

Niðurstaða: Meiri prótínneysla hefur mörg góð áhrif, svo sem að léttast, aukningu á vöðvamassa og minni hættu á sjúkdómum eins og sykursýki og offitu.

Hversu mikið prótín er of mikið?

maður að skera kjötÍ líkamanum er stöðugt flæði, hann er stöðugt að brjóta niður og byggja upp sína eigin líkamsvefi.

Undir ákveðnum kringumstæðum getur prótínþörf okkar aukist. Eins og ef um veikindi er að ræða eða aukna líkamlega áreynslu.

Við þurfum meira prótín þegar svona stendur á.

Ef við borðum meira prótín en við þurfum mun líkaminn brjóta það niður og nýta það sem orku.

Jafnvel þó töluverð neysla prótíns sé holl og örugg, þá er ýkt neysla þess ónáttúruleg. Hefðbundin samfélög fengu flestar hitaeiningar sínar úr fitu og kolvetnum, ekki prótíni.

Þó ég viti ekki af neinni rannsókn sem hefur sýnt nákvæmlega fram á hvenær prótínneysla verði hættuleg, myndi ég segja að 2,2 grömm af prótínum á hvert kg líkamsþyngdar sé í lagi, en afleiðingar þess að fara yfir það magn eru enn ekki þekktar.

Persónulega borða ég um 100 – 150 grömm af prótíni á dag, en þegar ég fer í ræktina borða ég um 200 grömm þar sem ég vil borða prótín strax eftir æfingu.

Hafið í huga að íþróttamenn þurfa meira prótín en kyrrsetufólk, sérstaklega þeir sem vinna með þyngdir eins og vaxtarræktarfólk.

Að lokum

Mín skoðun er sú að fullyrðingar um að prótín sé hættulegt séu einar af þeim fáránlegri sem ég hef heyrt.

Maðurinn þróaðist sem kjötæta, auk þess sem við erum að mestu leyti samansettúr kjöti.

Hvernig getur það sem við erum búin til úr verið slæmt fyrir okkur? Það er glórulaust.

Þegar öllu er á botninn hvolft þá höfum við engar sannanir fyrir því að prótín valdi skaða, en fullt af sönnunum fyrir jákvæðum áhrifum þess. Ef þú ert með heilbrigð nýru er líklega skynsamlegra fyrir þig að veðja frekar á hærri prótínneyslu frekar en lægri.

Fyrir okkur flest er engin ástæða til að hafa áhyggjur af nákvæmu magni prótíns í mat.

Ef þú borðar hollar, óunnar dýraafurðir á hverjum degi ætti prótínneysla þín að vera innan öruggra og hollra marka.

Þessi grein birtist upphaflega á authoritynutrition.com.

P.S. Ekki gleyma að læka okkur á Facebook.


5 leiðir til að losna við nætursvita

$
0
0
Screen shot 2013-11-11 at 11.58.50

Margar konur þjást af svitaköstum og eru að svitna mikið í svefni. Þær vita hversu óþægilegt það er að vakna um miðja nótt eða að morgni til í rennblautum sængurfötum. Það eru til nokkrar aðferðir til þess að minnka nætursvitann og því fleiri aðferðir sem þú nýtir þér því minni líkur eru á því að þú svitnir svona mikið á nóttunni.

Haltu þig frá koffeini

Koffein, kakó og allskyns heitir drykkir, sterkur matur, sítrusávextir, mettaðar fitur, alkóhól og hvítur sykur eru allt fæðutegundir sem ýta undir það að þú svitnir á nóttunni. Þú ættir að halda þig alfarið frá þessum tegundum.

Sage og alfalfa 

Í rannsókn sem gerð var í School of Public Health árið 2005 kom í ljós að sage og alfalfa (refasmári) minnka líkurnar á nætursvita um 60%.

Lakkrísrót

Rótin á lakkrísplöntunni er ekki bara notað sem bragðefni heldur er það notað í nokkrar tegundir að náttúrulegum lyfjum. Hún kemur jafnvægi á estrógenið og hækkar prógesterónið í leiðinni. Rótin er notuð til þess að laga nokkur vandamál eins og hormónaójafnvægi, svefnleysi, magaverki, magasár, sýkingar, malaríu og nætursvita.

Hörfræ

Hörfræ eru rík af ómega 3 fitusýrum og rannsóknir hafa sýnt að þessar fitusýrur eru mjög gagnlegar þegar kemur að vandamálum sem tengjast breytingaskeiðinu. Samkvæmt nokkrum rannsóknum hafa hörfræ virkað vel fyrir þá sem þjást af hitaköstum og nætursvita. Það er fínt að dreifa hörfræjum, t.d. ofan á morgunkornið á morgnana.

Hvönn

Það hefur verið sýnt fram á að hvönn er mjög góð fyrir konur sem eru með þetta vandamál en einnig konur sem eru að eiga við skapsveiflur. Hvönn er eitthvað sem allar konur á breytingaskeiðinu ættu að prófa.

 

 

7 ástæður þess að lágfitumataræði getur eyðilagt heilsu þína

$
0
0
grænmeti

Heimasíðan Betri næring er glæsileg ný síða þar sem hægt er að lesa sannleikann um næringu og heilsu og eru það þau Kristján Már Gunnarsson og Ragna S. Óskarsdóttir sem halda síðunni úti.

Þau birtu á dögunum þessa flottu grein um lágfitumataræði og fengum við leyfi til að birta hana hér.

————————

Á undanförnum árum hafa margar, stórar langtímarannsóknir sýnt að lágfitumataræði er slæmur kostur.

Ekki aðeins er það gagnslaust, heldur getur það beinlínis verið slæmt fyrir marga.

Hér eru 7 ástæður fyrir því að lágfitumataræði getur skemmt heilsu þína.

1. Lágfitumataræði ýtir undir neyslu á óhollum mat

Þegar neysluleiðbeiningar lágfitumataræðis voru fyrst gefnar út, stukku matvælaframleiðendur strax til.

Þeir vildu að sjálfsögðu framleiða helling af “hjartavænum” lágfitumat og selja fólki sem var annt um heilsuna..

Hins vegar er eitt stórt vandamál með mat sem fitan hefur verið fjarlægð úr… hann er vondur á bragðið.

Af þessari ástæðu bættu matarframleiðendur sykri við í staðinn.

Sykur er ekki fita, hann er kolvetni. Þess vegna getur matvara verið merkt sem “lágfitu” þó hún sé stútfull af sykri.

(Ég ætti að taka fram að leiðbeiningar um lágfitumataræði mæla með að við drögum úr neyslu á unnum sykri, en þær leggja ekki nærri eins mikla áherslu á það og skilaboðin um að draga úr neyslu á “hættulegri” fitu).

Hefðbundið lágfitumataræði (runnið undan rifjum landbúnaðarráðuneytis Bandaríkjanna, United States Department of Agriculture) mælir með aukinni neyslu á ákveðnum matvælum.

    • Grænmetisolíum: Geta lækkað kólesteról til styttri tíma, en til lengri tíma valda þær skaða og eru mælanleg tengsl á milli neyslu þeirra og aukinna bólga og hjartasjúkdóma (12,345).

 

  • Heilhveiti: Töluverður hluti mannkyns er viðkvæmur fyrir glúteni og finnur fyrir einkennum eins og verkjum, meltingartruflunum, þreytu auk annarra einkenna (6789,10).

Í grundvallaratriðum er staðan sú að síðan leiðbeiningar um lágftumataræði voru gefnar út hefur fólk aukið neyslu sína á slæmum matvælum eins og sykri, hveiti og grænmetisolíum.

Niðurstaða: Mikið ruslfæði með háu sykurinnihaldi en lágu fituinnihaldi hefur komið á markað. Leiðbeiningar um lágfitumataræði ýta undir neyslu á mat sem veldur okkur skaða.

2. Lágfitumataræði getur hækkað þríglýseríða í blóði

varúð brauð

Hækkaðir þríglýseríðar í blóði eru vel þekktur áhættuþáttur varðandi hjarta- og æðasjúkdóma.

Það er líka eitt af einkennum efnaskiptavillu, sem er samansafn einkenna sem talið er að hafi mikil áhrif á hjarta- og æðasjúkdóma, offitu og sykursýki 2.

Þegar þríglýseríðar eru hækkaðir er það yfirleitt vegna þess að lifrin er að breyta umfram kolvetnum (sérstaklega frúktósa) í fitu (11121314).

Þar sem lágfitumataræði er líka hákolvetnamataræði getur það aukið þríglýseríð í blóði, og jafnvel aukið hættu á hjarta- og æðasjúkdómum (1516).

Besta leiðin til að lækka þríglýseríð er að borða á þveröfugan veg eða lágkolvetna, háfitumataræði. Þannig mataræði leiðir til lækkunar á þríglýseríðum í blóði (171819).

Niðurstaða: Lágfitumataræði er mjög kolvetnisríkt. Umfram kolvetnum í líkamanum er breytt í fitu í lifrinni, sem veldur því að þríglýseríð hækka, en þau eru mikilvægur áhættuþáttur hjarta- og æðasjúkdóma.

3. Lágfitumataræði útilokar nokkrar mjög hollar fæðutegundir

kjúklingur og egg

Dýraafurðir sem eru fituríkar af náttúrunnar hendi eru yfirleitt bæði hollar og næringarríkar.

Ég er sammála því að verksmiðjuframleiddar dýraafurðir þar sem dýrin hafa verið alin á korni eru ekki besti kosturinn.

Afurðir dýra sem hafa verið alin í sínu náttúrulega umhverfi eru hins vegar mjög hollar.

Í leiðbeiningum um lágfitumataræði er ráðlagt að draga úr neyslu á þessum fæðutegundum þar sem þær innihalda mettaða fitu og kólesteról.

Ég er með frétt fyrir ykkur: Það hefur aldrei verið sannað að mettuð fita eða kólesteról hafi nokkurn tímann valdið manninum skaða.

Þetta var aldrei neitt nema kenning. Í dag hefur verið sannað í fjölda stórra langtímarannsókna að hvorki mettuð fita né kólesteról valda skaða (20212223).

Að kenna feitum dýraafurðum um faraldur offitu, sykursýki og hjartasjúkdóma er algjörlega glórulaust, þar sem þessir sjúkdómar eru frekar nýir af nálinni, en dýraafurðir hafa alltaf fylgt okkur.

Mörg samfélög, til dæmis Inúítar og Masaiar hafa nánast fengið alla orku sína úr dýraafurðum og voru við frábæra heilsu.

Hér eru 4 dæmi um fæðutegundir sem voru fordæmdar í “stríðinu” við mettaða fitu:

    • Kjöt: Afurðir dýra sem hafa alist upp í náttúrulegu umhverfi sínu eru frábær fæðugjafi fyrir Omega 3 fitusýrur, CLA, vítamín, steinefni ásamt mikilvægum næringarefnum eins og Karnosíni og Kreatíni (242526).

 

    • Egg: Egg eru ein hollasta fæðutegund á Jörðinni. Þau eru hlaðin vítamínum og steinefnum ásamt Kólíni og mikilvægum andoxunarefnum sem vernda augun (2728).

 

    • Fituríkar mjólkurafurðir: Mjólkurafurðir af grasbítum eru besti fæðugjafinn fyrir K2 vítamín, þær eru líka hlaðnar Kalsíumi, CLA og fjölda annarra næringarefna (293031).

 

  • Kókoshnetur: Afurðir kókoshnetunnar innihalda svokallaðar meðallangar fitusýrur, sem sýnt hefur verið fram á að hafa jákvæð áhrif á heilsu, til dæmis auka fitubrennslu, bæta blóðfitur og heilastarfsemi (323334).

Niðurstaða: Fæðutegundir sem innihalda mikið af mettaðri fitu og kólesteróli eru yfirleitt mjög næringarríkar og hollar. Leiðbeiningar um lágfitumataræði draga úr neyslu þessarar fæðu.

4. Lágfitumataræði getur lækkað HDL (góða) kólesterólið

strákur að borða samloku

High Density Lipoprotein (HDL) er oft kallað “góða” kólesterólið.

Það er þekkt að mikið magn HDL í blóði tengist minni hættu á hjartasjúkdómum (3536).

Að borða meiri fitu getur hækkað HDL gildi, á meðan mikil neysla kolvetna getur leitt til lækkunar á HDL (373839).

Því kemur ekki á óvart að sjá rannsóknir sem sýna að lágfitu, hákolvetnamataræði leiðir til lækkunar á HDL, sem getur leitt til aukinnar hættu á hjartasjúkdómum (404142).

Ein af mörgum góðum leiðum til að að hækka HDL gildi í blóði er að borða lágkolvetnamataræði(4344).

Niðurstaða: HDL er þekkt sem “góða” kólesterólið og tengist minni hættu á hjartasjúkdómum. Rannsóknir sýna að lágfitumataræði lækkar gildi HDL í blóði.

5. Lágfitumataræði lækkar testósterón

Þreyttur maður

Testósterón er aðal karlhormónið, en konur hafa líka örlítið af því.

Eins og önnur kynhormón, þá er testósterón framleitt úr kólesteróli.

Það er mikilvægt bæði fyrir konur og menn að testósterón magn í líkamanum sé hæfilegt.

Lágt testósteróngildi getur leitt til minni vöðvamassa, aukinnar líkamsfitu, beinþynningar, þunglyndis, minni kynhvatar o.fl.

Ein af aukaverkunum lágfitumataræðis er marktækt lægri testósteróngildi, ein rannsókn sýndi 12% lækkun á eftir 8 vikur á lágfitumataræði (4546).

Niðurstaða: Testósterón er mjög mikilvægt hormón bæði í mönnum og konum. Lágfitumataræði getur marktækt lækkað testósteróngildi.

6. Lágfitumataræði getur skaðað mynstur LDL (góða) kólesterólsins

Óánægður læknir

Low Density Lipoprotein (LDL) er oft kallað “slæma” kólesterólið.

Það er vel þekkt að hækkuð gildi LDL tengjast aukinni hættu á hjarta- og æðasjúkdómum (47).

Hins vegar sýna ný gögn að til eru undirgerðir LDL. Það eru til smáar, þéttar LDL agnir (kallaðar B mynstur) og stórar LDL agnir (kallaðar A mynstur).

Litlu, þéttu LDL agnirnar auka líkur á hjartasjúkdómum, ekki stóru LDL agnirnar (484950).

Mikil neysla á kolvetnum (sérstaklega unnum kolvetnum) eykur fjölda litlu LDL agnanna á meðan mettuð fita og kólesteról breyta litlum, þéttum (slæmu) LDL ögnum í stærri (góðu) agnirnar (515253).

Rannsóknir sýna að lágfitumataræði fjölgar litlu, þéttu LDL ögnunum, á meðan lágkolvetna- háfitumataræði fjölgar stóru LDL ögnunum (54555657).

Niðurstaða: Jafnvel þó lágfitumataræði geti valdið örlítilli minnkun í LDL kólesteróli, þá breytir mataræðið líka samsetningu LDL kólesterólsins þannig að litlu, þéttu ögnunum (þeim slæmu) fjölgar en stóru (þeim góðu) ögnunum fækkar.

7. Lágfitumataræði getur valdið hjartasjúkdómum

Gamall maður að taka lyf

Hjartasjúkdómar eru algengasta orsök dauða í þróuðum löndum (58).

Það er þekkt að í hefðbundnum samfélögum sem neyta ekki vestræns fæðis er tíðni hjartasjúkdóma lág (596061).

Þegar þessi samfélög aðlagast vestrænu fæði, skjóta nútímasjúkdómar eins og offita, sykursýki og hjartasjúkdómar fljótlega upp kollinum (62).

Þess vegna virðist vera augljóst að vestrænt fæði hafi þarna mikil áhrif.

Það hafa verið nokkrar stýrðar langtímarannsóknir sem hafa rannsakað áhrif lágfitumataræðis á hjartasjúkdóma.

    • The Women’s Health Initiative: Í rannsókn á 48.835 konum orsakaði lágfitumataræði aðeins 0,4 kg þyngdartap á 7,5 árs tímabili. Mataræðið minnkaði ekki líkur á hjartasjúkdómum eða krabbameini (63646566).

 

    • MRFIT rannsóknin: Lágfitumataræði dró ekki úr dauðsföllum í hópi sem taldi 12.866 menn í mikilli áhættu á hjartasjúkdómum, þrátt fyrir að margir þeirra hefðu hætt að reykja (67).

 

  • Look AHEAD rannsóknin: 9,6 ára rannsókn á 5.145 sykursjúkum einstaklingum leiddi í ljós að lágfitumataræði dró ekki úr hjartasjúkdómum, þrátt fyrir þá staðreynd að þeim tókst að léttast með því að draga töluvert úr hiteiningainntöku (6869).

Þú þarft að vita að samanburðurinn er lágfitumataræði annars vegar og hefðbundið vestrænt mataræði hins vegar sem er versta mataræði sem þekkist.

Önnur túlkun á þessum niðurstöðum… Lágfitumataræði er jafn áhrifaríkt í að valda hjartaáföllum og hefðbundið vestrænt mataræði.

Að lokum

Það er kominn tími til að hætta þessu bulli og viðurkenna að lágfitumataræðið og “stríðið” gegn fitu voru mistök. Punktur!

Þessi grein birtist upphaflega á authoritynutrition.com.

P.S. ekki gleyma að “læka” okkur á Facebook!

„Mig langar að deyja“ – Hulda Hvönn segir sögu sína

$
0
0
Screen shot 2013-11-13 at 12.17.56

Ég er ekki mjög gefin fyrir að skrifa um sjálfa mig eða almennt að tjá miklar tilfinningar. Ég forðast það að horfa á raunveruleikasjónvarp þar sem „tilfinningaklámið“ er alls ráðandi og ég notast við hugtök eins og „Hollywood-rúnk“ og „að krútta yfir sig“. Ég hins vegar, því miður, hef tilfinningar líkt og aðrir og líklegast jafnmikla þörf á að tjá þær og flestir, þótt ég reyni mitt besta við að halda aftur að því.

Ég ætti kannski að byrja á því að minnast á það að ég er ekki beinlínis grannvaxin. Ég hef þurft að berjast fyrir því, frá því að ég var barn, að halda mér í kjörþyngd og er þá alltaf í efri mörkum. Þetta væl fer yfirleitt í taugarnar á mér í blaðagreinum og öðrum vettvangi tilfinningalegra yfirlýsinga, en þetta spilar stóran þátt í lífi margra svo oft er erfitt að komast hjá því að minnast á holdafar manns, sérstaklega í samfélaginu okkar í dag. Þjóðfélagið er nefnilega haldið ákveðinni þráhyggju varðandi þetta og mikið hefur borið á því í umræðunni. Nýlegasta dæmið er hvort læri kvenna „megi“ snertast eða ekki þegar þær standa með fætur saman. Ég get fullvissað þig um það, kæri lesandi, að lærin mín búa við gott samlífi (einum of náið fyrir minn smekk) og hafa gert það síðan ég man eftir mér. Mér varð það ekki einu sinni ljóst fyrr en nýlega að það væru yfir höfuð til konur sem væru ekki með samsnertandi læri – ef svo mætti að orði komast.

Þótt ég hafi aldrei upplifað þá algleymings sælu að vera með aðskilin læri þá hef ég vissulega verið bæði þyngri og grennri en ég er í dag. Núna nýlega tókst mér að léttast umtals vert, miðað við mig að minnsta kosti, og bara í vor var ég sjálf farin að sjá mun á mér, sem gerist sjaldan. Það skrítna var hins vegar að ég hef sjaldan verið jafnvansæl og síðastliðið vor. Margt hafði gerst, orsökin skiptir kannski ekki öllu og þeir vita sem það vita, hinir þurfa þess ekki. Í stuttu máli þá var ég sjálf helsta ástæða eigin vansældar og ég vissi upp á mig sökina. Ég hafði brotið af mér á svo marga vegu og á svo mörgum sem mér þótti vænt um að ég endaði á því að skrá mig inn á bráðamóttöku geðdeildar. Ég skammaðist mín svo mikið að ég reyndi að segja ekki nokkrum manni frá því, en þar sem ég á barn sem þarfnaðist umönnunar í fjarveru minni varð ég fljótlega að gera mínum nánustu það ljóst hvar ég héldi mig yfir daginn.

Nú kunna sumir að halda að þeir sjái í gegnum plottið, að ég í eymd minni og volæði hafi svelt mig og lést þannig óeðlilega mikið á stuttum tíma en svo er ekki. Ég hef aldrei verið þannig gerð að andleg líðan mín hafi áhrif á matarræðið. Ég var á þessum tíma aðeins að borða mjög hollt og eðlilega, stundaði mína líkamsrækt af natni og reyndi að lifa sem heilbrigðast. Þið þekkið alveg þessa rullu, þú borðar hollt 6 daga vikunnar en 1 dag máttu nota eins og þú vilt. Voða sniðugt, voða effektíft. Þar var að minnsta kosti eitt svið í mínu lífi sem ég hafði stjórn á, þegar allar aðrar brýr virtust brenndar. Samt…  Samt, þrátt fyrir aðeins betra líkamlegt ástand og betra líferni, leið mér svo illa að ég sá mig sjálfa knúna til að keyra vælandi upp á bráðamóttöku geðdeildar og skrifa í einhverju histerísku sjálfsvorkunnarkasti á eyðublað sem mér var rétt: „mig langar að deyja, gerðu það hjálpaðu mér, ég á lítið barn.“

Ég hlífi ykkur við frekari frásögn af sumrinu sem tók við, af lyfjunum og einangruninni og öðru miður skemmtilegu, aðallega af þeim ótta við að þeir sem þekki mig og lesa þetta hugsi: „Æ, góða, þú átt ekkert bágt. Hættu að vorkenna sjálfri þér.“ Það má líka vel vera, þegar ég horfi til baka sé ég að ég vorkenndi sjálfri mér óþarflega mikið og var á tímabili fórnarlamb í eigin lífi. Breytir því hins vegar ekki að ég hef séð betri daga en þá. En það er hvort eð er ekki punkturinn. Punkturinn er þessi: kemur hamingjan með réttu holdafari?

Þegar ég var 17 ára skeði eitt það leiðinlegasta atvik sem ég hef þurft að upplifa. Ég hef sagt flestum mínum nánustu frá þessu svo þetta ætti ekki að vera neinar nýjar fréttir í þeirra eyrum. Betur þekkt sem bókasafnssagan þá hefst frásögnin á bókasafni, sem kemur kannski engum á óvart. Ég var með kærastanum mínum (núverandi barnsföður og fyrrverandi eiginmanni) í einum af básunum á bókasafni skólans að læra. Hann var með tölvuna sína og eins og hvert annað par á þessum aldri og þessu stigi sambands þá vorum við þarna í einhverjum faðmlögum, gott ef ég stóð ekki fyrir aftan hann og hélt utan um hann, horfði á tölvuskjáinn og var raunar fáum til ama, að mínu mati. Það skeði svo að hópur stráka sem ég hafði farið með í grunnskóla gekk inn og plantaði sér niður, tveimur básum frá okkur. Þeir voru nokkrir saman, man ekki alveg hversu margir, en nóg til þess að geta kallað þá hóp. Ég var ekki stór aðdáandi þeirra, var enda leiðinlegur krakki og grunnskólaganga mín eftir því, svo ég reyndi eins og ég gat að hunsa tilvist þeirra. Ég gat þó ekki annað en sperrt eyrun þegar ég heyrði mig nefnda í samræðum þeirra. Þeir stóðu ekki meira en svona 1 og ½ meter frá okkur svo þeir hafa væntanlega gert sér grein fyrir því að ég heyrði það sem milli þeirra fór. Samræðurnar voru svo sem ekki ýkja merkilegar, snerust aðallega að því hvað þeim „þótti ótrúlegt að manneskja eins og ég gæti átt kærasta“, að þeim „þætti tilhugsunin við að snerta mig ógeðsleg“, að það væri „fáránlegt að ég gæti sannfært nokkurn mann um að sofa hjá mér“, að ég væri „viðbjóðsleg“ og þessi „strákur sem ég var að deita hlyti að vera virkilega desperate“.

Ég spurði kærasta minn hvort hann heyrði það sem þeir væru að tala um en hann var of djúpt sokkinn í verkefnið sitt til þess að heyra og stóð nokkurn veginn á sama þótt ég segði honum frá því sem ég heyrði. Hann bað mig bara um að hunsa þá og láta eins og ég heyrði þetta ekki. Hvað sem ég reyndi samt þá fannst mér erfitt að gefa því ekki gaum sem fram fór á milli þeirra og enn þá erfiðara þótti mér það þegar einn þeirra missti símann sinn í gólfið og hann datt í sundur við tærnar á mér. Ég beygði mig niður, tók brotin upp og rétti honum. Eigandi símans tók hann hlæjandi að mér. Hvað hann sagði við mig man ég ekki, hvort hann hreytti framan í mig „takk“ eða einhverju öðru en hvað sem það var þá hló hann framan í andlitið á mér. Ég á erfitt með að segja af hverju, kannski fannst honum undirgefni mín aðhlátursverð eða kannski var það bara andlitið á mér sem kallaði fram þessi viðbrögð. Það skiptir svo sem ekki öllu.

Eftir þetta átti ég frekar erfitt uppdráttar svona sjálfsálitslega séð. Ég var sannfærð um að þetta væri af því að ég væri of feit. Strákum finnst feitar stelpur ógeðslegar, er það ekki? Það virtist rökrétt niðurstaða. Kannski hefði mér tekist betur að sannfæra mig um að það hefði ekki verið neitt til í þessu hjá þeim ef það hafði bara verið einn, kannski tveir sem hefðu verið að tala um mig. En þeir voru svo margir að í dag hef ég ekki einu sinni tölu á því. Speglaði álit þessara drengja almenningsálitið á mér? 17 ára er ekki auðveldur aldur til þess að vera á og þaðan af síður ef eitthvað svona hentir mann. Það er auðvelt að komast að fljótfærinni niðurstöðu sem dregur mann niður.

Það hjálpaði auðvitað ekki að aðeins nokkrum mánuðum síðar varð ég ófrísk. Konur virðast ekki beinlínis grennri ófrískar (þótt að ég hafi vissulega kastað upp í morgunógleðinni um það bil 5 kílóum af mér). Það þótti vissulega saga til næsta bæjar að einhver 17 ára stelpa væri ófrísk og allt í einu varð ég einhver sem allir þekktu, ekki á þann hátt sem ég kærði mig um. Í dag er dóttir mín að verða 17 mánaða og ég er enn að heyra kjaftasögur um það hvernig ég varð ólétt, að hún sé rangfeðruð, að mér hafi verið bannað að nota getnaðarvarnir, að ég sé ofsatrúarmanneskja, að ég hafi mikið farið á milli manna o.s.frv. Sögur sem ég er yfirleitt síðust til þess að heyra, sem er verra því mig langar yfirleitt mest að vita hvað ég var að gera sem er svo sjokkerandi að fólk sem ég hef ekki hugmynd um hvert er, veit að ég var að gera. En það er önnur saga.

Hvað sem því líður þá líður mér talsvert betur í dag en ég gerði í vor og fyrir það. Þetta hljómar eflaust fáránlega í eyrum margra en ég er fráskilin, einstæð móðir og ég er ekki orðin tvítug en það er langt síðan mér leið svona vel. Samt sem áður er ég ekki í einhverju „ideal“ formi eða í einhverri ákveðinni þyngd. Þýðir það í alvöru að ég sé ógeðsleg og það sé viðbjóðslegt tilhugsun að snerta mig? Kallið mig gamaldags, en mér finnst það ekki, þótt ég beri skilning til þess að það finnist ekki öllum ég eitthvað ofuraðlaðandi þá er hitt heldur gróft til orða tekið.

Mér finnst þetta hvorki beinast að stelpum né strákum því að samfélagið gerir miklar útlistlegar kröfur til beggja kynjanna en mér er það gleði að segja að ég hef sífellt meir og meir komist að því að samfélagið er ekki eins einsleitt og ég hélt það áður. Ég þekki alls konar fólk sem fýlar allar gerðir af fólki. Stelpur sem fýla lágvaxna, þykka gæja; stráka sem sækjast mest eftir „körví“ gellum, stelpur sem finnst það ekki aðlaðandi þegar strákar eru of massaðir; strákar sem eru ekki alveg á því máli að stór brjóst jafngildi góðum brjóstum. Og svo auðvitað allar blöndur af þessu og allt þarna á milli. Við erum mismunandi af því að við sækjumst eftir mismunandi týpum af fólki. Ef mannshugurinn væri svo einfaldur að einhver ein gerð af manneskju væri það eina sem þætti aðlaðandi þá værum við öll byggð á þann hátt. Sem betur fer er heimurinn bara ekki þannig.

Og eins klisjukennt og inntakið þess sem ég er að reyna að koma til skila kann að vera þá stendur það samt fyrir sínu. Samfélagið er kannski ekki eins einsleitt og maður hefði haldið, álit einhvers eins er ekki álit allra annarra og það álit sem mestu máli skiptir er þitt eigið.

-Hulda Hvönn Kristinsdóttir

 

Veldu hver þú vilt vera – Heilsa

$
0
0
wc fors

wc námske

Nú er sá árstími þar sem dimmt er á kvöldin og kannski einhverjir sem hugsa ennþá til sumarsins sem sveik landsmenn! Ef við erum alltaf að svekkja okkur á hlutum sem hefðu getað farið betur þá fáum við ekki tækifæri til þess að horfa fram á við, og sjá hvað það er bjart framundan. Þá kunnum við síður að njóta hvers augnabliks. Nú er æðislegur tími framundan og það styttist óðum í jólin. Jólahlaðborð, jólaboð, jólatónleikar og fleiri viðburðir þar sem margir hverjir eignast dýrmætar minningar með sínum nánustu. Á sama tíma er gríðarlega mikilvægt að lifa ekki eftir uppskrift einhvers annars. Kæri lesandi veldu hver þú vilt vera. Nú streyma inn alls konar lausnir og tilgátur um heilsusamlegt mataræði og mikið er rætt um hvaða æfingar séu bestar og svo framvegis. Lífið sjálft byggist á því sem  við erum að fást við hverju sinni eða það sem kemur upp í huga okkar. Heilinn okkar er eins og stór leitarsíða. Ef við setjum inn leitarorð þá koma margar mismunandi niðurstöður. Það sama gerist þegar við setjum inn hugsun þá fáum við endalaust margar leiðir. Hægt er að finna ólík rök af hverju þetta virkar betur en hitt, og svo eru önnur rök sem leiða þig akkurat í hina áttina. Þetta á við t.d þegar talað er um margar ólíkar leiðir að því sem flokkast undir heilsusamlegan lífsstíl hvort sem það tengist æfingum, mataræði og fleira. Þetta er orðið eins og hver önnur pólítík, og allir reyna fá sem flesta í sitt lið. Aðilar eru tilbúnir að gagnrýna allt annað en það sem þeir hafa valið að fara eftir. Því er mjög mikilvægt að allir fái tækifæri til þess að setjast niður og hugsa hvað það er sem þeir vilja ná fram. Það sem hentar mér þarf ekki endilega að henta þér. Við þurfum í leiðinni að bera virðingu fyrir ákvörðunum hvers annars. Lífið er ekki svona staðlað. Það er erfitt að þurfa alltaf að segja nei við sjálfa/n sig og á endanum stendur maður sjálfan sig að því að við höfum svikið okkur eða “svindlað” því það er ekki farið eftir þessari stöðluðu uppskrift. Kæri lesandi ef þú vilt fara í gegnum jólahátíðina og lífið sjálft án þess að borða allar þær kræsingar sem verða í vegi fyrir þér þá er það þitt val. Ef þú vilt ekki neita þér um kræsingar og annað sem fylgir jólahefðinni skaltu ekki fara áfram á hnefanum eftir einhverri uppskrift sem otað var að þér. Lærðu að njóta þess, finndu út hvaða hreyfing hentar þér best og stundaðu hana af ánægju og þér til yndisauka. Taktu þetta inn í þína rútínu sem þinn lífsstíl. Ræktaðu þig sem einstakling sem er ekki undir pressu frá öðrum.

Höfundur: Björk Varðardóttir

Stöðvastjóri World Class Kringlunni

Björk

Missti 11 kg á sólahring

$
0
0
11kgásólahringforsíða

Hinn 28 ára gamli Ross Edgley sagði voginni stríð á hendur og ákvað að sýna heimsbyggðinni að talan skiptir ekki öllu máli. Ross lagði því gífurlega mikið á sig í heilann sólahring og missti 11,3 kg.

Ross segir að alltof margir séu þrælar vigtarinnar og að það sé ekki hollt fyrir okkur að tengja sjálfsálitið við kílóafjöldann.

11kgásólahring1

Í viðtali við Dailymail segir Ross sögu sína og þar segir hann:  „Allt að 50-70% af líkamsþyngd okkar er vatn. Svo að 95 kg gætu vel þýtt að 47,5 kg af þyngdinni sé aðeins vatn. Að skera niður vatnið getur verið bannvænt þar sem mikilvæg líffæri þurfa á því að halda og við þurfum vatnið til þess að viðhalda réttu magni af blóði. Ég ákvað að skera niður vatnið í líkama mínum með því að nota svitagalla, vatnslosandi efni og sleppa því að drekka vatn þennan dag með það að markmiði að missa sem flest kíló.“

11kgásólahringforsíða

En hvernig fór Ross Edgley að þessu?

Hann notaði náttúrulega vatnlosandi efni á borð við C-vítamín, koffín og rætur af fíflum til þess að skola vatninu burt. Ross drakk aðeins 100 ml af vatni þennan dag og át það sem hann kallar „heimagerðan barnamat“. Hann tók 45 mínútna brennslu á hlaupabrettinu, íklæddur svitagalla og í 4 lögum af fötum sem hann setti svarta ruslapoka yfir til þess að svitna sem mest.
Ross fór í epsom salt bað, gufuböð og tók aðra brennslu á hlaupabrettinu en endist aðeins í 30 mínútur í það skipti.

11kgásólahring2

„Þegar ég stóð á vigtinni í síðasta sinn þennan dag fann ég kvíðann taka völdinn á meðan ég reiknaði út kílóatapið. Mér tókst það! Yfir 11 kg horfinn á innan við 24 tímum!

Ég mátti ekki vera að því að finna nærfötin mín heldur hljóp ég að töskunni minni og greip 4 lítra vatnsflösku fulla af vítamínum og þambaði, fólkinu í klefanum til mikillar furði en þau höfðu ekki hugmynd um hvað ég mátti þola síðustu 24 tímana.“

11kgásólahring3

Ross ráðleggur fólki eindregið að forðast megrun á borð við þessa eins og heitan eldinn en hann lýsir þessum degi sem vítiskvölum og gat nánast ekki borðað. Það tók hann innan við nokkra klukkutíma á bæta kílóunum á sig aftur enda var aðeins um vökvatap að ræða.

Heimildir

Viewing all 1210 articles
Browse latest View live