Quantcast
Channel: Heilsan – Hun.is
Viewing all 1210 articles
Browse latest View live

Breyttu um lífsstíl án öfga – Nýtt námskeið að hefjast

$
0
0
bigstock_Healthy_Lifestyle__4731507
Guðmundur Hafþórsson íþróttafræðingur og einkaþjálfari er að byrja með nýtt námskeið sem kallast Lífstílssprengjan og er fyrir alla þá sem vilja ná tökum á matarræðinu og bæta líkamlegt form. Við fengum Guðmund til að lýsa fyrir okkur hvernig námskeiðið mun fara fram:
Lífstílssprengjan er námskeið fyrir fólk sem hefur áhuga á því að skipta yfir í hollari og heilbrigðari lífstíl. Þetta er fjölbreytt og skemmtilegt námskeið þar sem fólk öðlast skilning á því hvað öll þessi aukahreyfing skiptir máli ásamt því hvað það er auðvelt að hreyfa sig.
Hópurinn mun æfa saman 3x í viku í 12 vikur. Á mánudögum verðum við í tækjasal í Ásgarði (Garðabæ) þar sem ætlunin er að lyfta lóðum en markmiðið verður að notast við fjölliða æfingar og vinna með allan líkamann.

Á miðvikudögum ætlum við svo að vera úti. Það er hægt að hreyfa sig í hvaða veðri sem er. Við munum notast að mestu við nánasta umhverfi og verð ég búinn að útpæla æfinguna áður en við byrjum og hvað við ætlum að gera. Rösk ganga, létt skott, stuttir sprettir, líkamsæfingar. Eins munum við þegar líður á námskeiðið fara í fjallgöngu. Markmiðið er að fara á Esjuna einusinni eða tvisvar.

Á föstudögum munum við svo vera í speglasal í Ásgarði þar sem við munum vinna með líkamsæfingar, armbeygjur, hnébeygjur kviðæfingar og þessháttar. Fólk fær að kynnast hinum ýmsu æfingum sem það getur hreinlega gert heima hjá sér. Einstaka sinnum munum við samt sem áður slaufa föstudagsæfingunni og taka æfingu í sundlauginni í Ásgarði – það er ýmislegt hægt að gera í sundlauginni annað en að synda!

Ekki nóg með þetta þá fá allir sem skrá sig á námskeiðið í hendurnar skrefamæli. Hér kemur aðal kúnstin. Fólkið fær verkefni fyrir hverja viku. Þegar við byrjum fá þau ákveðið magn af skrefum sem ég ætlast til að þau gangi á degi hverjum frá því að þau vakna þar til að þau fara að sofa. Þetta á að skrá niður gaumgæfilega og förum við reglulega yfir það. Nú þarf fólk virkilega að fara að spá í því að taka stigana frekar en lyftur, leggja bílnum aðeins lengra frá vinnunni en áður, fara úr strætó jafnvel einni stoppistöð fyrr…. það er ýmislegt sem það getur gert til þess að auka hreyfingu dagsins.

Ég mun fylgjast vel með mataræðinu, rétt eins og með skrefin þá tökum við þetta eitt skref í einu, breytum hlutunum í rólegheitum en ekki í einhverju offorsi. Skyndilausnir virka sjaldnast og því er erfitt að byrja að hreyfa sig, umturna mataræðinu og breyta öllum lífstílnum á einni viku, fólk gefst auðveldlega upp þannig.

Þetta verður fjölbreytt og skemmtilegt námskeið sem allir geta haft gagn og gaman að. Á þessu fyrsta námskeiði verða 15 manns og verður hægt að skrá sig hjá mér í gegnum e-mail eða síma. Ég ætla að bjóða upp á opinn fund í Ásgarði Sunnudaginn 25.ágúst klukkan 12. Þar mun ég fara yfir námskeiðið, hvað það er sem við munum gera, hvað ég legg upp með og hvað fólk getur séð fyrir sér gerast. Ég skora á alla til að mæta sem hafa áhuga og vilja til að sprengja upp gamla lífstílinn og byrja á nýjum, hollum og heilbrigðum lífstíl.

 Þetta er námskeið sem MUN virka til frambúðar. Ef fólk mætir með viljann og er tilbúið í þetta andlega þá mun það ná árangri.
Lífstílssprengjan

“Fæðan sem við borðum veldur hjartasjúkdómum!”– Læknir skrifar ítarlega grein

$
0
0
How-to-Have-a-Healthy-Heart

Hjartalæknirinn  Dr. Dwight Lundell talar beint frá hjartanu um orsakir hjartasjúkdóma. Hann skrifaði grein hér þar sem hann talar um hvað hann telur helstu orsakir hjartasjúkdóma.

Læknar eiga oft erfitt með að játa að þeir hafi rangt fyrir sér
Dwight segir: “Við sem erum læknar og höfum fengið mikla faglega þjálfun verðum stundum dálítið uppteknir af eigin ágæti og eigum erfitt með að játa að við getum haft rangt fyrir okkur. En nú skulið þið heyra. Ég játa fortakslaust að ég hef haft rangt fyrir mér. Ég hef verið að gera hjartaaðgerðir í 25 ár, hef framkvæmt yfir 5.000 aðgerðir og nú er komið að því að ég leiðrétti ýmislegt sem var missagt og hreinlega rangt. ”

Orsök hjartasjúkdóma er ekki of hátt kólseteról í blóðinu

“Ég fékk margra ára þjálfun hjá mönnum sem voru á þeim tíma ráðandi um viðhorfin. Ég las einhver ósköp af skýrslum og vísindaritum, fór á námskeið og við sem vorum í víglínunni héldum því fram að orsaka hjartasjúkdóma væri alltaf að leita í hækkuðu kólesteróli í blóðinu.
Eina meðferðarúrræðið var að láta sjúklinga okkar fá lyf sem áttu að lækka blóðfituna og segja þeim að stórminnka neyslu fitu. Þetta átti auðvitað að lækka kólesterólgildin og draga úr krankleikanum. Ef læknar fóru út af brautinni var litið á það sem guðlast og jafnvel vanrækslu í starfi. ” Segir þessi þaulreyndi læknir.

Þetta virkar ekki!

Hann heldur áfram og segir: “Ekki er hægt að verja þessi ráð, hvorki vísindalega né siðferðislega.  Þegar menn áttuðu sig á því fyrir nokkrum árum að það eru bólgur í slagæðaveggjunum sem oftar en ekki valda hjartasjúkdómum leiddi það til þess að smám saman fór hugmyndafræðin hvernig ætti að meðhöndla hjartasjúkdóma að breytast.  Leiðbeiningar okkar um mataræði hafa valdið því að mjög margir eru allt of þungir og hafa fengið sykursýki 2 og þessir þættir hafa valdið ómældum þjáningum, kostnaði og ótímabærum dauðsföllum.
Staðreyndin er að fleiri landsmenn okkar munu deyja í ár en nokkru sinni fyrr, þrátt fyrir það að við höfum minnkað neyslu fitu og fjöldinn allur taki dýr lyf sem lækka blóðfituna.”

Of mikið unnin kolvetni, sykur, hveiti og allur matur gerður úr þessum efnum getur valdið líkamanum skaða. Bólgur sem myndast vegna fæðunnar sem við erum að neyta er aðalástæða fyrir hjartasjúkdómum, bólgan sem veldur hjartasjúkdómum er tilkomin vegna fæðunnar sem við neytum, þessu heldur læknirinn fram en hann útskýrir þetta í pistli sínum:

Það er uggvænlegt hvað margir, yngri og eldri þjást af hjartasjúkdómum og sykursýki. ´

Ég ætla að segja þetta á einfaldan hátt: Ef ekki væri bólga í æðaveggjunum myndi kósesterólið ekki setjast í þá og valda sjúkdómum og áföllum. Ef bólgan væri ekki til staðar myndi kóesterólið eiga auðvelda leið um æðarnar eins og náttúran ætlaðist til. Það er bólgan sem stöðvar kóesterólið.

Bólga er ekki flókið fyrirbrigði. Hún er einfaldlega vörn líkamans við innrás t.d. baktería, veira og eiturs. En ef við bjóðum líkamanum stöðugt upp á eiturefni eða fæðu sem honum var aldrei ætlað að fá kemur upp staða sem er kölluð langvinn (krónísk) bólga. Eins og skyndileg bólga getur verið til góðs er langvinn bólga hættuleg.
Hvaða manneskja með fullu viti myndi af frjálsum vilja bjóða líkamanum upp á mat sem vitað er að skemmir hann? Kannski reykingafólk en það valdi þó vitandi vits að gera það.

Við borðum flest venjulegan mat sem mælt er með að fólk borði, mat með lítilli fitu en tiltölulega miklum fjölómettuðum fitusýrum og kolvetnum og höfum ekki hugmynd um að við erum að valda æðakerfi okkar skaða. Þessi skaði veldur þrálátum bólgum sem aftur leiða til þess að við fáum slag, hjartasjúkdóma, sykursýki og verðum of þung.
Ég ætla að endurtaka þetta: Skaðinn á æðaveggjum okkar (bólgan) er tilkomin vegna mataræðis sem er með of lítilli dýrafitu eins og læknar hafa árum saman ráðlagt fólki að neyta.

Hvað er það sem veldur þessum bólgum?

“Það eru einfaldlega mikið unnin kolvetni (sykur, hveiti og allur matur gerður úr þessum efnum) og mikil neysla omega-6 olía eins og soja-, maís- og sólblómaolía sem eru auðvitað í miklu magni í ýmsum tilbúnum mat.”

Hann útskýrir þetta enn frekar:
Spáðu smástund í hvernig það væri ef þú tækir stífan bursta og burstaðir hvað eftir annað viðkvæma húð og héldir áfram þangað til hún væri orðin blóðrisa. Þú gerðir þetta nokkrum sinnum daglega í fimm ár. Ef þú þolir þetta verðurðu komin(n) með bólgið og blæðandi svæði sem fer síversnandi. Þetta lýsir ágætlega bólguferlinu sem á sér stað í líkama þínum.
Það er alveg sama hvar bólgan er í líkama þínum, hvort hún er inn- eða útvortis. Ég hef skoðað mörg þúsund slagæðar. Veik slagæð lítur út eins og einhver hafi verið að bursta hana með stífum bursta.  Við borðum nokkrum sinnum,  hvern einasta dag mat sem skilja eftir sár á æðunum  sem stækka og verða að alvarlegum áverkum sem valda því að við fáum langvinnar bólgur.
Þó að bragðlaukarnir kætist þegar við borðum sætabrauð bregst líkaminn við eins og óvinur hafi ráðist inn og lýst yfir stríði. Þess konar matur er smám saman að eyðileggja heilsu fjöldans.

Hvernig má það vera að kökubiti geti komið bólgum af stað í líkamanum? 

Hugsaðu þér að þú misstir sýróp yfir lykIaborðið hjá þér og þá geturðu séð fyrir þér hvað gerist í frumunum. Þegar við borðum kolvetni hækkar blóðsykurinn hratt. Sem svar við því seytir miltað auknu insúllíni og er þvi ætlað að koma sykunum inn í allar frumur þar sem það er svo geymt sem orka. Ef nóg er fyrir í frumunni og hún þarf ekki sykrur tekur hún ekki við viðbótinni.
Þegar frumurnar sem eru fullhlaðnar hafna sykrunum eykst blóðsykurinn og miltað framleiðir meira insúlín og sykrurnar breytast í fitu.

Hvað kemur þetta bólgunum við? Jú, þessar auka sykrusameindir bindast prótínum sem særa æðaveggina. Þegar æðaveggirnir eru særðir hvað eftir annað bólgna þeir. Þegar þetta gerist oft á dag og hvern dag er það eins og að fara með sandpappír eftir viðkvæmum æðaveggjunum.

Læknirinn er ekkert að skafa af því og heldur því fram að þetta sé heilagur sannleikur. Hann segir:
“Þú sérð það líklegast ekki en þú mátt alveg trúa því að svona er þetta. Ég skoðaði yfir 5.000 sjúklinga síðustu 25 árin og allir höfðu þeir eitt sameiginlegt- bólgna æðaveggi. ”  

Sannleikurinn um sætindi

Við skulum líta aftur á sætabrauðið. Það lítur svo dæmalaust vel út en í því eru ekki bara sykrur heldur líka omega-6 olía, t.d  sojaolía. Kartöfluflögur og franskar eru löðrandi í sojaolíu. Omega-6 olíur eru yfirleitt í tilbúnum mat og skyndibitum. Auðvitað þarf líkaminn omega-6 olíur en hlutfallið milli þeirra og omega-3 verður að vera rétt.
Ef hlutfallið riðlast vegna þess að þegar of mikið er af omega-6  fara frumurnar að mynda efni sem er nefnt cytokine og það veldur bólgum.  Í mataræði okkar er hlutfall omega-6 fitusýra (miðað við omega-3) einfaldlega allt of hátt.

Því meira sem við borðum af skyndibita og unnum mat því meiri bólgum komum við af stað.
Við getum ekki litið fram hjá því að því meira sem við borðum af tilbúnum og unnum mat því meiri bólgum komum við af stað. Líkaminn er ekki útbúinn til að neyta og melta mat sem er yfirfullur af sykrum og löðarandi í omega-6 olíum.

Það er ekki nema eitt svar við bólgunum og það er að hverfa aftur til matar sem er nær upprunanum og náttúrunni. Ef þig vantar vöðva skaltu borða meira prótín. Fáðu kolvetnin aðallega úr ávöxtum og grænmeti. Dragðu mjög úr mat sem inniheldur omega-6 fitusýrur sem kemur bólgum af stað.  Notaðu heldur ólívuolíu eða smjör úr kúm sem fengu gras.

Dýrafita er alls ekki jafnhættuleg og olían, sem okkur er sagt að sé meinholl og er fjölómettuð. Það er af því að í dýrafitu er mun minna af omega-6 fitusýrum en í olíunni. Gleymdu bara „vísindunum“ um olíuna! Það er enginn fótur fyrir þeim vísindum að mettuð fita ein valdi hjartasjúkdómum. Það eru líka veik rök sem hníga að því að mettuð fita auki kólesteról í blóði. Nú þegar við vitum að kólesteról í blóðinu er ekki ástæðan fyrir hjartasjúkdómum verður öll þessi umræða um mettaða fitu enn fáránlegri.

Fitan er ekki endilega óholl

Kólesteról kenningin varð til þess að til varð hugmyndafræðin um fitusnauðan mat sem aftur varð til þess að fólk fór að borða mat sem hefur valdið bólgufaraldri. Læknavísindin gerðu hræðileg mistök þegar fólki var sagt að forðast dýrafitu og neyta þess í stað omega-6 olíu. Afleiðingarnar eru faraldur – bólgufaraldur sem veldur hjartasjúkdómum og margs konar kröm.

Þú getur valið að borða mat eins og hún amma þín hafði á borðum en ekki matinn sem mamma þín fór að kaupa þegar stórmarkaðarnir fylltust af tilbúnum mat. Ef þú sleppir mat sem veldur bólgum og færð næringuna úr ferskum afurðum gerir þú þitt til að varðveita heilsuna um ókomin ár.

Greinina getur þú séð hér.

8 ástæður til að borða mettaða fitu – Betri næring

$
0
0
http://authoritynutrition.com/

Heimasíðan Betri næring er glæsileg ný síða þar sem hægt er að lesa sannleikann um næringu og heilsu og eru það þau Kristján Már Gunnarsson og Ragna S. Óskarsdóttir sem halda síðunni úti.

Þau birtu á dögunum þessa flottu grein um 8 ástæður til þess að borða mettaða fitu og fengum við leyfi til að birta hana hér:

 

Menn hafa neytt mettaðrar fitu í hundruð þúsunda ára.

Fyrir nokkrum áratugum var mettuð fita hins vegar fordæmd og því lýst yfir að hún orsakaði hjartasjúkdóma.

Hins vegar sýna nýlegar rannsóknir fram á að sú staðhæfing er með öllu röng.

Hér koma 8 ástæður fyrir því að við eigum alls ekki að óttast mettaða fitu.

1. Mettuð fita eykur stærð LDL kólesterólsins

Kólesteról er lífsnauðsynleg sameind og allar frumur mannslíkamans innihalda mikið af því.

Kólesteról er notað til að byggja hormón eins og kortisól, testósterón og estradíol.

Án kólesteróls myndum við deyja… og mannslíkaminn hefur þróað með sér flókin ferli til framleiðslu þess og til að ganga úr skugga um að við höfum alltaf nægar birgðir þess.

En prótín sem dreifir kólesteróli um blóðrásina, kallað LDL (Low Density Lipoprotein) hefur verið tengt aukinni hættu á hjartasjúkdómum.

Hins vegar sýna nýlegar rannsóknir að til eru undirgerðir LDL:

Smáar, þéttar LDL: Agnir sem eru smáar og þéttar og eiga auðvelt með að þrýstast inn í æðaveggina (1 ,23)

Stórar LDL: Agnir sem eru stórar og lausar í sér svipað og bómullarhnoðrar. Þessar agnir tengjast EKKI aukinni hættu á hjartasjúkdómum. (45)

Mettuð fita fjölgar stórum LDL… sem segir okkur að tenging á neyslu mettaðrar fitu og hækkunar á kólesteróli á ekki við (67).

Niðurstaða: Neysla mettaðrar fitu eykur lítillega stórar LDL agnir, undirgerð LDL sem tengist ekki hjartasjúkdómum.

2. Mettuð fita eykur HDL kólesteról

Þeir sem prédika gegn neyslu á mettaðri fitu skauta iðulega yfir þá staðreynd að mettuð fita hefur einnig áhrif á aðra gerð kólesteróls… HDL.

HDL (High Density Lipoprótein) er einnig þekkt sem “góða” kólesterólið.

Það flytur kólesterólið frá æðakerfinu að lifrinni, þar sem það er annað hvort losað út eða endurunnið.

Því hærra sem HDL gildi þitt er, því minni hætta á hjartasjúkdómum…. og mettuð fita eykur gildi HDL í blóðinu (8910).

Niðurstaða: Neysla mettaðrar fitu hækkar gildi HDL í blóðinu (góða kólesterólsins), sem dregur úr líkum á að þú fáir hjartasjúkdóm.

3. Mettuð fita veldur ekki hjartasjúkdómum

Gríðarstór yfirlitsgrein sem gefin var út árið 2010, tók fyrir gögn úr 21 rannsókn þar sem fjöldi þátttakenda var samtals 347.747 einstaklingar.

Greinarhöfundar fundu nákvæmlega enga tengingu milli mettaðrar fitu og hættu á hjartasjúkdómum (11).

Aðrar kerfisbundnar rannsóknir sem leitast hafa við að sýna fram á að mettuð fita auki hættu á hjartasjúkdómum hafa ekki fundið neinar sannanir fyrir tengingu á milli þessa tveggja (1213).

Nei, hugmyndir um að mettuð fita sé ástæða hjartasjúkdóma eru ekkert nema hleypidómar, byggðar á gölluðum rannsóknum vísindamanna sem voru búnir að gefa sér fyrirfram ákveðna niðurstöðu.

Á einhvern hátt náðu þessar hugmyndir þó fótfestu og urðu að almennri þekkingu. Bæði fjölmiðlar og heilbrigðisstarfsfólk trúðu því að “mettuð fita stíflaði æðar” og væri því skaðleg.

Niðurstaða: Það eru nákvæmlega engar sannanir fyrir því að mettuð fita sé tengd hjartasjúkdómum. Að halda öðru fram eru hleypidómar sem enginn fótur er fyrir.

4. Mettuð fita getur dregið úr líkum á heilablóðfalli

Heilablóðfall, eða slag, verður þegar truflun er á blóðflæði til heila.

Heilablóðfall getur skemmt heilavef og er meðal algengustu ástæða fötlunar og dauða í vestrænum löndum.

Raunar er heilablóðfall önnur aðalástæða dauða hjá meðal og tekjuháum þjóðum, strax á eftir hjartaáföllum.

Til eru nokkrar rannsóknir sem sýna fram á að neysla mettaðrar fitu tengist minni hættu á slagi, þó skal geta þess að niðurstöður sýna ekki alltaf tölfræðilega marktæk tengsl (1415).

Niðurstaða: Heilablóðfall er ein af helstu ástæðum dauðsfalla. Nokkrar rannsóknir sýna fram á að neysla mettaðrar fitu dregur úr líkum á heilablóðfalli.

5. Mettuð fita skemmist síður við háan hita

Mun minni líkur eru á að mettuð fita breytist við snertingu við súrefni en ómettuð fita.

Ómettuð fita, sérstaklega fjölómettuð, inniheldur fjölda tvöfaldra efnatengja og því líklegra að hún þráni (oxist) þegar hún kemst í snertingu við súrefni (16).

Þegar ómettuð fita tengist súrefni við háan hita skemmist hún.

Þess vegna er mettuð fita eins og smjör og kókosolía betri kostur þegar þú eldar við háan hita.

Niðurstaða: Ef elda á við háan hita, er mettuð fita besti kosturinn, þar sem hún er stöðugri og hvarfast ekki auðveldlega við súrefni.

6. Fæða sem inniheldur mettaða fitu er næringarrík

Það er mikið af hollu fæði sem er náttúrulega ríkt af mettaðri fitu. Þessar fæðutegundir eru yfirleitt mjög næringarríkar og innihalda mikið magn fituleysanlegra vítamína.
Helstu dæmin eru kjöt, egg, innyfli og fituríkar mjólkurafurðir. Lykilatriði hér er að borða afurðir þar sem dýrin neyttu fæðis sem var þeim náttúrulegt, eins og gras er nautgripum.

Kjöt-, mjólkurafurðir og egg dýra sem lifa í sínu náttúrulega umhverfi eru mun næringarríkari en sömu afurðir verksmiðjuframleiddar. Þessar afurðir eru sérstaklega auðugar af fituleysanlegum vítamínum, eins og A, E og K2 vítamínum (1718192021).

Niðurstaða: Náttúruleg fæða sem inniheldur mettaða fitu er að öllu jöfnu mjög næringarrík og sérstaklega rík af fituleysanlegum vítamínum.

7. Fituríkt fæði hentar vel þegar þú vilt léttast

Við heyrum iðulega að “fituríkt fæði” geri þig feitan.

Það er þó aðeins hálfur sannleikurinn.

Vestrænt mataræði er fitandi… en það er vegna þess að það inniheldur yfirleitt mikið magn sykurs og unninna kolvetna, EKKI bara mikið af fitu.

Fæðutegundir sem eru fituríkar en innihalda lítið magn kolvetna virka raunar þveröfugt.

Lág- kolvetnis mataræði sem inniheldur yfirleitt mikið af mettaðri fitu orsakar reyndar að þú tapar meiri þyngd en mataræði sem inniheldur litla fitu. Það eykur einnig öll mæligildi góðrar heilsu mun betur en fitulítið mataræði (222324).

8. Mettuð fita er ótrúlega góð

Beikon, ostur, kjöt, egg, smjör… líf með mettaðri fitu er margfalt betra en líf án hennar.

 

Upprunalegu greinina má finna hér!

Það sem þú vissir ekki um avókadó – Einstaklega hollur ávöxtur!

$
0
0
Screen Shot 2013-08-24 at 4.04.33 PM

Þú veist auðvitað hvað avókadó er gott í guacamole. Þú veist ef til vill líka að það eru allskonar heilsusamlegar olíur í avókadó. En líklega hefurðu ekki hugmynd um hvað hollusta avókadó er mögnuð!

Avókadó er ávöxtur og raunar er það ber   

Það getur vel verið að þú haldir að þetta sé grænmeti af því að það er græn skel á ávexinum en þetta er ávöxtur og nánar til tekið, ber.

Í avókadó er meira kalíum en í banana 

Í einu avókadó eru 975  mg af kalíum en í einum stórum banana sem vitað er að eru auðugir af kalíum eru aðeins 487 mg af kalíum.

Það þroskast fyrr ef það er næst banana eða epli 

Úr því að minnst er á banana! Þessi guli ávöxtur – eins og líka epli – gefur frá sér ethylene gas sem er í raun plöntuhormón. Ef maður lætur óþroskað avókadó í pappírspoka með epli eða banana mun gasið sem myndast í pokanum flýta því að það þroskist.

 

Avókadó er eitt af fáum ávöxtum sem eru auðugir af prótínum 

Í einu avókadó eru fjögur grömm af prótíni sem er eitt hið mesta sem ávextir gefa af prótíni. Og auk þess er það mjög hollt prótín og líkaminn getur notað það allt. Það verður ekki sagt um allt prótín sem við fáum úr kjöti.

 

Það er hægt að skipta út smjöri fyrir avókadó í kökuuppskriftum. 

Það er alveg lyginni líkast hvað avókadó kemur vel út þegar það er notað í staðinn fyrir smjör. Og múffurnar verða ekki grænar!  Þú getur líka notað það í súkkulaðibitakökur eða hvað annað. Reyndu það bara.

 

Avókadó er gott til fleiri nota en átu 

Það er mjög gott fyrir alla  húð- og hárumhirðu. Í því eru andoxunarefni, amínó sýrur og mikilvægar olíur sem eru góðar fyrir hárið, gefa húðinni raka, græða sólbruna og geta jafnvel dregið úr hrukkum.

Það má því með sanni segja að avókadó er einn hollasti ávöxtur sem þú finnur.

Heimild  

 

Hvað er líkaminn hugsanlega að segja okkur? – 5 atriði

$
0
0
756309_orig

Líkaminn lætur okkur vita á ýmsan hátt hvernig honum líður. Við skiljum ekki alltaf skilaboðin en hér eru upplýsingar af veraldarvefnum sem gæti verið ráð að athuga.

Ef þú ferð að missa hárið

Og þú heldur að það sé af því þú notar hárblásarann of mikið eða hefur sléttujárnið of heitt eða að þú sért einfaldlega bara að eldast. Þetta getur allt verið rétt en það getur líka bent til þess að þú þurfir að borða meira prótín.  Ef þetta lagast ekki skaltu hafa samband við lækni þinn.

Þú tekur eftir blettum á vörunum

Þér dettur fyrst í hug að þetta sé sólbruni eða að þú hafir fengið freknur á varirnar eftir alla sólina í sumar og það getur líka alveg verið. En það er alltaf gott að láta húðlækni fylgjast með blettum, sér í lagi ef blettirnir eru fjólubláir að lit. Maður verður að vera viss og það er alltaf ágætt að láta fylgjast með nýtilkomnum blettum, hvort sem þeir líta út eins og freknur eða fæðingarblettir.

 

Þú ert lengi búin að vera með mikla bauga undir augum

Það er alveg eðlileg, finnst þér af því að þú ert undir miklu álagi og sefur illa.  En þetta gæti bent til þess að þú sért með slæmt ofnæmi – og þetta þarf einfaldlega að athuga. 

 

Útbrot á hökunni og kjálkunum eða dökkir blettir á hálsi, höndum, brjóstum og lærum

Þú ert orðin fullorðin og hélst að þú værir komin af bólualdrinum. Ef þú tekur eftir því að þú ert með bólur og kýli í andlitinu (acne) og þær hverfa ekki ættirðu að hafa samband við lækninn þinn vegna þess að þetta gæti, hugsanlega bent til þess að þú sért með PCOS eða fjölblöðrueggjastokkaheilkenni. Fjölblöðrueggjastokkaheilkennið getur gert það að verkum að það verða hormónatruflanir hjá konum og þær fá bólur og/eða kýli í andlitið. Dökkbrúnir blettir myndast einnig oft á hálsi, höndum brjóstum eða lærum og því er alltaf gott að vera vel vakandi.

 

Þú tekur eftir breytingum á lit naglanna

Þér dettur í hug að þú hafir rekið hendurnar í eða naglalakkið hafi skilið eftir smá lit og það getur verið rétt. En ef þetta jafnar sig ekki skaltu láta kíkja á það!

 

Segist hafa sigrast á sykursýki 2 með því að svelta sig í 11 daga – Umdeild aðferð

$
0
0
Screen Shot 2013-08-27 at 4.34.38 PM

Tæplega sextugur maður, Richard Doughty fór í eftirlit til heimilislæknisins og þá kom í ljós að blóðsykur hans var allt of hár. Þetta kom honum mjög á óvart því að líkamsþyngdin var rétt, hann vissi ekki af sykursýki í fjölskyldu sinni, hann borðaði hollan mat, reykti ekki og var hreint ekki fyrir sætindi. Samt var hann greindur með sykursýki 2.

Maðurinn ákvað að finna lausn á þessum vanda. Hann skrifaði um aðferð sína á Dailymail en hann heldur því fram að hann hafi sigrast á sykursýki tvö með því að svelta sig.

Hann las sér til um það, að hann myndi lenda í verulegum vandræðum ef hann gæti ekki snúið ástandinu við. Læknir hans sagði honum til um mataræði, hann ætti að borða mikið af grænmeti og draga verulega úr kolvetnum. Þetta gerði hann og grenntist en blóðsykurinn lækkaði lítið.

Enn hélt hann áfram að leita lausna, las allt sem hann náði í á netinu og rakst á grein frá vísindamönnum við háskólann í Newcastle þar sem mjög róttæk lausn var kynnt. Hér getur þú séð umfjöllun um aðferðina.

 Mátti aðeins neyta 800 hitaeininga á dag.

Í greininni var boðað að fullorðinn karlmaður mætti aðeins neyta 800 hitaeininga á dag ( talið er að hæfilegt magn sé 2,500) og ættu 600 hitaeiningar að koma úr súpum og 200 úr grænu hrámeti. Þá ætti viðkomandi að drekka þrjá lítra af vatni á dag.

Hugmyndafræðin að baki þessara leiðbeininga er sú að með því að fara eftir þeim brenni líkaminn upp fitu sem hefur safnast á lifrina og miltað, jafnvel þó fólk sé í eðlilegri líkamsþyngd. Þegar þessi fita hverfur muni blóðsykurinn verða eðlilegur. Fullyrt var að ekki tæki nema í mesta lagi átta vikur að laga ástandið og ná tökum á sykursýki 2.

 Átti í miklum erfiðleikum með að fara eftir fyrirmælunum.

Maðurinn sem hér greinir frá ákvað að reyna þetta og átti vægast sagt í miklum erfiðleikum að fara eftir fyrirmælunum. Hann sótti vinnuna áfram en barðist brátt við svima og máttleysi.

Þó að fólkið á skrifstofunni væri að kvarta um hita var manninum kalt og dofi í fingrum.

Þegar hann var búinn að fara eftir fyrirmælunum í ellefu daga hætti hann og fór að borða aftur venjulega fæðu. En þegar  hann að tveimur mánuðum liðnum fór í skoðun til heimilislæknisins kom í ljós að blóðsykursgildin voru orðin alveg eðlileg. Eftir þetta ellefu daga svelti hafði líkaminn náð að leiðrétta blóðsykursmagnið að hans sögn.

 

 Verið er að rannsaka áfram hvort svelti eins og þessi maður gekk í gegnum er leiðin til að ná tökum á sykursýki 2.

 

Ritstjórn www.hun.is spurði mann sem hefur tekist á við sykursýki 2 í mörg ár hvaða aðferðum hann beitir.

Hann sagði að hann svelti sig ekki og teldi það ekki neinum til heilla. Hins vegar athugi hann vel hvað hann borðar og sneiði alveg hjá sykri (nema þeim sem fæst úr ávöxtum) og taki yfirleitt heilhveiti og grófar korntegundir fram yfir hvítt hveiti. Hann segist með öðrum orðum velja hvað hann borðar og  takmarka magnið við u.þ.b. 2.500 hitaeiningar á dag. Rétt er að taka fram að mikill hluti þessara hitaeininga fær hann úr grænmeti, ávöxtum, kjöti og fiski.     

En hreyfing er annar þáttur sem getur ráðið úrslitum um hvernig tekst til að ráða við sykursýki 2. Hann velur að ganga daglega og synda. Öðrum henta aðrar æfingar en þetta hentar mér, segir hann og þess vegna vel ég þessar æfingar. Þegar maður hefur hemil á neyslunni og hreyfir sig daglega léttist maður, aukafita sem hefur safnast á líkamann brennur burt. Það er einmitt mjög mikilvægt atriði í baráttunni við sykursýki 2.

 

Mín reynsla er að maður nær ekki tökum á sykursýki 2 með einhverjum skyndilausnum, verkefnið leysist ekki í eitt skipti fyrir öll, maður verður alltaf að vera á verði og vinna með líkama sínum, segir hann að lokum.

Aðferðin sem Richard notaði er mjög umdeild og sumir segja að hún geti ekki gagnast neinum vel og að aðferðir sem þessi losi þig ekki við sykursýki 2.

 

Upplýsingar um grænmeti og ávexti sem gætu sparað þér peninga – Pistill frá Valkyrjunni

$
0
0
seeds

Nú fer haustið að skella á og við getum ekki verið með uppskeru úti fyrir mikið lengur.

Ég ætla að deila með ykkur nothæfum upplýsingum um grænmeti og ávexti sem geta líka sparað klinkið í buddunni ykkar.

Grænmeti sem vex aftur.

Vorlaukur: þegar þú ert búin/n að skera af vorlauknum, passaðu að hafa rótina ennþá á, skelltu lauknum í vatnsglas og hann fer að skella niður rótum og vaxa aftur, því næst getur þú sett hann í pott með mold og klippt bara af honum þegar þú ert tilbúin/n að nota hann.

Sellerí: Sama gildir um sellerí, þú tekur heilu hvítu rótina undan þegar þú ert búin/n að skera stönglana af og setur hana í vatn, þegar þú sérð ræturnar fara að spíra getur þú sett rótina í pott.

Ginger/Engifer: Taktu rótina sem er innst, þessi feita sem allir angarnir koma út úr og skelltu henni í pott, aður en þu veist af verður hún farin að vaxa.

Romain salat: (Gæti átt við um Iceberg líka) ekki henda rótinni, settu rótina í vatn og láttu hana spíra, plantaðu henni svo í pott með góðri mold.

Kartöflur og sætar kartöflur: Flest okkar kunna þetta ferli nú, láta þær spíra, planta, taka upp. En ekki pældi ég i þessu með sætar kartöflur. Taktu endann sem þú ætlaðir þér að henda, settu toppinn ofan í vatn og láttu spíra áður en þú hendir henni.

Hvítlaukur og hvítur laukur: Plantaðu bara heilum clove af hvítlauk (rótin niður) og hann vex upp sjálfur aftur.

Ávextir sem halda afram að þroskast í eldhúsinu þínu.

Vatnsmelónur (tæknilega séð eiga þær ekki að þroskast áfram en mín reynsla er að ef ég kaupi þær harðar og bragðlausar, en geymi þær a borðinu í nokkra daga, þá verða þær mjúkar og rauðari.

Ferskar döðlur, tómatar (aldrei geyma tómata inní ísskap) avocado, bananar, mangó og epli

Ávextir sem halda ekki áfram að þroskast:

Kirsuber, sítrus (límónur, lime, appelsínur) mjúk ber (hindber, jarðaber) vínber, ananas og granatepli.

Af hverju er sykur óhollur? – Blákaldur sannleikurinn

$
0
0
sugar_trading_broker

Heimasíðan Betri næring er glæsileg ný síða þar sem hægt er að lesa sannleikann um næringu og heilsu og eru það þau Kristján Már Gunnarsson og Ragna S. Óskarsdóttir sem halda síðunni úti.

Þau birtu á dögunum þessa flottu grein um sykur og fengum við leyfi til að birta hana hér.

Dr. Robert H. Lustig er innkirtlasérfræðingur barna. Hann er bæði sérfræðingur í offitu barna og mjög fær fyrirlesari.

Fyrirlestur hans hér að ofanverðu, “Sugar: The Bitter Truth” er 90 mínútna langur. Þar fer hann á ítarlegan hátt yfir áhrif neyslu sykurs á mannslíkamann. 3,7 milljónir hafa nú þegar séð myndbandið.

Myndbandið er skylduáhorf. Ég hef nú þegar horft á það þrisvar og trúðu mér, það er ótrúlega skemmtilegt! Í desember gaf hann út bók um sykur.

Af hverju er sykur óhollur? Nokkur mikilvæg grunnatriði

sykur

Sykur, eða súkrósi, er umtalsverður hluti hitaeininga í hefbundnu, vestrænu mataræði.

Sykur er byggður upp af tveimur einföldum sykrum, glúkósa og frúktósa. 50% er frúktósi, 50% er glúkósi.

Glúkósi kemur úr sterkju eins og kartöflum, líkaminn framleiðir hann og allar frumur á yfirborði jarðar hafa glúkósa í sér. Glúkósi er sameind sem er nauðsynleg öllu lífi.

Frúktósi er hins vegar ekki nauðsynlegur öllu lífi. Mannverur framleiða ekki frúktósa og í gegnum mannkynssöguna hafa þær ekki neytt hans í miklu magni nema árstíðabundið á uppskerutíma ávaxta.

Líkaminn nýtir glúkósa og frúktósa á mjög mismunandi hátt.

Meginatriðið er að á meðan hver einasta fruma líkamans getur nýtt glúkósa, þá er lifrin eina líffæri mannslíkamans sem getur brotið niður frúktósa í einhverju magni.

Á meðan fólk borðar mat sem er kaloríuríkur og inniheldur mikið magn frúktósa, er lifrin yfirhlaðin og bregst við með því að breyta frúktósa í fitu.

Lustig og fleiri vísindamenn trúa því að ofgnótt frúktósa í fæðunni geti verið ein afmeginástæðum fyrir mörgum af alvarlegustu lífsstílssjúkdómum sem við glímum við í dag, þar á meðal: offitu, sykursýki 2, hjartasjúkdómum og jafnvel krabbameini.

Slæmar afleiðingar ofneyslu sykurs

Að borða ofgnótt frúktósa í formi viðbætts sykurs getur:

    • Látið lifrina í þér framleiða fitu, sem flyst úr lifrinni sem VLDL kólesteról, sem leiðir til blóðfituvandamála (hækkað kólesteról og þríglýseríðar), fitu í kringum líffærin og að endingu hjartasjúkdóma (12).

 

    • Aukið þvagsýru í blóði sem leiðir til þvagsýrugigtar og aukins blóðþrýstings (3,4).

 

    • Aukið fitumyndun í lifrinni sem getur leitt fitulifrar (56).

 

    • Orsakað insúlínóþol, sem getur leitt til offitu og sykursýki 2 (78).

 

    • Insúlínóþol leiðir til aukins magns insúlíns og insúlín vaxtaþáttarins (IGF-1) í líkamanum, sem getur á endanum aukið líkur á krabbameini (910).

 

    • Frúktósi veldur ekki seddutilfinningu á sama hátt og glúkósi, því veldur hann því að þú borðar fleiri hitaeiningar þar sem þér finnst þú ekki vera saddur þó þú hafir borðað mikið af honum (11).

 

  • Sykur getur hreint og beint verið ávanabindandi (12).

Ef auknar líkur á offitu, krabbameini, hjartasjúkdómum og sykursýki eru ekki nægar ástæður til að forðast sykur, veit ég ekki hvað þarf til!

Þú þarft að vera meðvitaður um að það hefur ekki tekist að sýna fullkomlega fram á þetta allt í stýrðum rannsóknum, en vísbendingarnar eru mjög sterkar og fleiri rannsóknir munu skýra þetta enn betur á komandi árum.

Viðbættur sykur er óhollur, en ávextir ekki

ávextir
Það er mikilvægt að skilja að ofangreint á ekki við um ávexti.

Ávextir eru ekki bara blautir pokar fullir af frúktósa, þeir eru fersk, “alvöru” fæða með lágu magni hitaeininga og miklu magni trefja.

Það er erfitt að borða yfir sig af ávöxtum og þú þyrftir að borða fáránlega mikið af þeim til að nálgast hættulegt magn af frúktósa.

Almennt eru ávextir minniháttar uppspretta frúktósa í fæðunni miðað við viðbættan sykur.

Slæm áhrif sykurs eiga við vestrænt fæði sem er bæði hitaeiningaríkt og inniheldur mikið magn af viðbættum sykri. Þau eiga ekki við náttúrulegan sykur sem fæst úr grænmeti og ávöxtum. Punktur.

Greinin birtist upphaflega á authoritynutrition.com


Lýtalæknir og kona hans – Með hinn fullkomna líkama – Myndband

$
0
0
gawerg

Lýtalæknir David Matlock og kona hans Veronica, bæði 38 ára, hafa með ströngu mataræði, stífu æfingarprógrammi og fjölda lýtaaðgerða öðlast, að sínu mati, hinn fullkomna líkama.

6 Matartegundir sem draga úr streitu

$
0
0
blaber

Maturinn getur hjálpað manni að takast á við streituna.

Margir átta sig á því að fæða okkar hefur áhrif á streituna en færri vita hvernig þeir geta ráðið við hana. Ef að er gáð geturðu nýtt þér ákafa löngun þína í snarl til að vinna á streitunni.

Streitan getur gert manni ýmsar skráveifur, haldið fyrir manni vöku, ýtt undir að maður borði of mikið og borði mat sem maður ætti ekki að borða. Í sumum mat eru vítamín og steinefni sem draga úr streitu og kvíða. Þú veist að framundan er löng og ströng vinnuvika. Þú skalt birgja þig upp af mat sem er einmitt góður í baráttunni við streituna.

 

Bananar og avókadó – Í báðum þessum ávöxtum er mikið kalíum sem hjálpar til að halda blóðþrýstingum í skefjum.  Sneiddu niður banana og stráðu kanil yfir og svo geturðu velgt þetta í ofninum.   Þú gætir búið til avókadómauk (guacamóle) og átt í ísskápnum eða bætt avókadó í salatið. Ef þér finnst gott að búa þér til boozt gætir þú sett svolítinn bananabita og avókadó út í drykkinn.

 

Möndlur – Fáðu þér lúku af hnetum og bættu á forða líkamans af vítamínum og steinefnum. Mikið er af B2  (riboflavin) magnesíum og zinki í möndlum. B vítamín og magnesíum styðja við serotonin framleiðslu líkamans en þetta efni hefur mikil áhrif á andlega líðan þína. Zinkið er alveg nauðsynlegt til að viðhalda góðu magni af orku í líkamanum og hormónum sem hjálpa til að halda streitunni í skefjum.

 

Fiskur– Fiskur eins og t.d. lax og túnfiskur innihalda  omega-3 fitusýrur sem hafa mjög góð  áhrif á taugakerfið. Ýmsir sem hafa verið í erfiðum aðstæðum og tekið omega-3 í pilluformi hafa sagt að líðanin hefi batnað nokkra daga. Flestar  tegundir fiska eru auðugar af B12 vítamíni sem er lykilefni í framleiðslu serotonins. Ef fólk vantar B12 getur það orðið alvarlega þunglynt. Fáðu þér túnfisksamloku í hádeginu eða grillaðu þér lax í kvöldmat. Svo gætirðu fengið þér súshi öðru hvoru!

 

Bláber – Þessi litli, blái ofurávöxtur er uppfullur af andoxunarefnum og C vítamíni sem draga mjög úr streitu. Auk þess – eru þau mjög hitaeiningasnauð og frábært snarl. Bláber eru líka mjög trefjarík sem er gott fyrir meltinguna sem oft fer úr skorðum þegar mikil streita er hjá fólki. Það er ágætt að setja nokkur bláber út í gríska jógúrt eða út á haframélið eða bara út á salatið. Þú getur líka bætt frosnum bláberjum út í booztið þitt.

 

Mjólk  – Fyrir nú utan öll vítamínin sem eru í  mjólkinni eru líka í henni B2 og B12 vítamín. Þessi vítamín eru með andoxunarefnum sem vinna á streituástandi. Möndlu- og sojamjólk eru báðar mjög B vítamínauðugar. Settu smámjólk út í smúðíið þitt og það batnar bara við það!
Dökkt súkkluaði -Dökkt súkkulaði er bæði gott og getur hjálpað þér að slaka á. Dökkt súkkulaði örvar heilann þannig að hann framleiðir meira endorfín sem léttir lundina og getur gert það að verkum að þú slakar á. Þetta er því tilvalin afsökun til þess að fá sér smá dökkt súkkulaði!

 

Heimildir

 

7 óhollar fæðutegundir til að forðast eins og heitan eldinn – Betri næring

$
0
0
Screen shot 2013-08-31 at 14.28.30

Heimasíðan Betri næring er glæsileg ný síða þar sem hægt er að lesa sannleikann um næringu og heilsu og eru það þau Kristján Már Gunnarsson og Ragna S. Óskarsdóttir sem halda síðunni úti.

Þau birtu á dögunum þessa flottu grein um 7 óhollar fæðutegundir til að forðast eins og heitan eldinn og fengum við leyfi til að birta hana hér:

 

Að borða óhollan mat getur látið þér líða illa, leitt til þyngdaraukningar og orsakað alls kyns heilsuvandamál.

Hér eru 7 óhollar fæðutegundir sem þú skalt forðast eins og pláguna.

1. Viðbættur sykur

Það kemur þér líklega ekki á óvart að sjá sykur í efsta sæti listans.

Á undanförnum árum hefur sykur verið talinn óhollur þar sem hann inniheldur “tómar” hitaeiningar… og það er satt. Unninn sykur inniheldur mikið magn hitaeininga, en enga nauðsynlega næringu.

En það er bara toppurinn á ísjakanum. Nýjar upplýsingar tengja sykur við lífsstílssjúkdóma sem hrjá milljónir manna: offitu, sykursýki, hjartasjúkdóma og jafnvel krabbamein (12345).

Í rannsókn sem nýlega var gefin út er sýnt fram á hvernig sykur fitar þig. Neysla frúktósa (50% sykurs er frúktósi) er ekki seðjandi (6).

Það er ástæða fyrir því af hverju það er svona erfitt að venja sig af sykri! Hann erávanabindandi og leiðir til þrálátrar löngunar í meiri sykur (78).

Aukin matarlyst og ávanabindandi eiginleikar sykurs leiða til löngunar og ofáts… eða með öðrum orðum eru bein ávísun á fituaukningu.

Niðurstaða: Forðastu alla ávaxtasafa, sæta gosdrykki, sælgæti og þurrkaða ávexti. Agave síróp er engu betra en sykur. Lestu innihaldslýsingar!

2. Korn – sérstaklega korn sem inniheldur glúten

Það er töluvert magn upplýsinga sem styðja þá kenningu að jafnvel þeir sem hafa ekki glútenóþol, þoli illa mat sem inniheldur glúten.

Já, það á einnig við um “holla” grófa kornið, sem er í raun alls ekkert hollt. Ein rannsókn sýnir fram á að heilhveiti auki smáa, þétta LDL kólesterólið um heil 60%! (9).

Heilhveiti inniheldur líka mjög háan sykurstuðul, sem leiðir af sér “rússibanareið” hækkunar og lækkunar blóðsykurs, bein afleiðing þess er sú að þú sækir í annað kolvetnaríkt fæði fljótlega eftir síðustu máltíð (10).

Sannanir hlaðast upp þess efnis að glútenviðkvæmni sé nokkuð algeng hjá mannkyninu. Glúten virðist hafa slæm áhrif á meltingu og önnur svið heilsu, jafnvel hjá einstaklingum sem ekki hafa glútenóþol (11121314).

Rannsóknir á lágkolvetnamataræði (þar sem sykur og sterkja eins og korn eru tekin út) benda til að fólk sem vill léttast eða hefur meltingarvandamál ætti að forðast allt korn, en það er stærsta uppspretta kolvetna í vestrænni fæðu (1314).

Fyrir þá sem þjálfa og þurfa ekki að léttast er engin ástæða til þess að sleppa hollara, glútenlausu korni eins og hrísgrjónum og höfrum.

Þegar öllu er á botninn hvolft er staðreyndin sú að korn inniheldur engin nauðsynleg næringarefni sem við getum ekki fengið í stærri skömmtum úr dýrafæði eða grænmeti.

Niðurstaða: Allir sem hugsa um heilsu sína ættu að forðast korn sem inniheldur glúten, sérstaklega hveiti. Hraust fólk, sem ekki þarf að léttast, getur þó borðað glútenlaust korn eins og hrísgrón og hafra.

3. Transfitur

Transfitur, einnig þekktar sem “hertar” fitur eru ómettaðar fitur sem hefur verið breytt efnafræðilega til að lengja hillutíma þeirra og tryggja að þær séu á föstu formi við stofuhita.

Þetta efnaferli þarfnast vetnisgass, mikils þrýstings og er allt frekar ógeðfellt. Það er óskiljanlegt að einhverjum hafi einhvern tímann þótt við hæfi að þessar verksmiðjugerðu fitur væru ætar.

Transfitur auka magn smáa, þétta LDL kólesterólsins, lækka HDL (góða) kólesterólið, auka kviðfitu og geta leitt til alvarlegra heilsuvandamála (151617).

Niðurstaða: Forðastu transfitur eins og líf þitt velti á því (það gerir það).

4. Fræ- og grænmetisolíur

Þó oft sé fjallað um fræ- og grænmetisolíur eins og sojaolíur og maísolíur sem mjög hollar er staðreyndin sú að þær henta mannslíkamanum ekki vel.

Þessar fitur innihalda mikið magn Omega-6 fitusýra, en líkaminn þarfnast þess að við neytum Omega-6 og Omega-3 í ákveðnu hlutfalli.

Að borða of mikið Omega-6 og of lítið Omega-3 getur leitt til bólgu (e. systemic inflammation), sem eru leiðandi orsakir margra nútíma heilsufarsvandamála.

Fjölómettaðar fitusýrur, eins og eru í þessum olíum, eru líka líklegri til að skemmast (oxast).

Mikil neysla fræ- og grænmetisolía getur leitt til bólga, hjarta- og æðasjúkdóma og jafnvel krabbameins (1819202122).

Niðurstaða: Forðastu óhóflegt magn Omega-6 fitu úr fræ- og grænmetisolíum. Auktu frekar neyslu á Omega-3 úr feitum fiski og þorskalýsi.

5. Gervisætur

Jafnvel fæðutegundir sem eru hitaeiningalausar geta skaðað þig og á það sérstaklega við ef bætt hefur verið við þær gervisætu.

Neysla gervisætu sýnir stöðug og sterk tengsl við fósturlát og ýmsa sjúkdóma eins og efnaskiptasjúkdóma, offitu (kaldhæðnislegt) og sykursýki 2 (232425).

Þessar faraldsfræðilegu rannsóknir sanna ekki að gervisætur valdi þessum sjúkdómum, en þar til stýrðar rannsóknir hafa farið fram sem sanna annað, mæli ég með að þú forðist gervisætu.

Ef þú þarft að nota sætuefni, notaðu þá stevíu, sem getur bætt blóðsykurstjórn hjá sykursjúkum og lækkað blóðþrýsting (2627).

Niðurstaða: Ef þú þarf að bæta við sætu, notaðu þá stevíu. Það hefur ekki verið sannað að gervisætur séu öruggar og ýmislegt bendir til að þær geti veldið skaða.

6. Allt sem merkt er “lágfitu” eða “diet”

Sumir þeirra markaðsmanna sem vinna hjá matvælafyrirtækjum eruóforskammaðir lygarar…. og því miður komast þeir upp með það!

Til dæmis geta vörur sem ætlaðar eru börnum sem hollar, með miðum eins og “diet” – “lágfitu” eða “heilkorna” innihaldið mikið magn sykurs, hveitis og annars unnins rusls.

Niðurstaða: Vertu klár og lestu innihaldslýsingar. Jafnvel ýmsar “heilsuvörur” eru lítið annað en verksmiðjuunnið rusl.

7. Mikið unninn matur

Það er nánast hægt að alhæfa um að fæðutegundir sem eru mikið unnar innihalda lítið magn næringarefna, en hins vegar mikið magn óhollra fæðutegunda auk gerviefna.

Ef innihaldslýsingin inniheldur fleiri en 5 atriði, eða eitthvað sem þú skilur ekki, er nokkuð víst að fæðið er slæmt fyrir þig.

Náttúruleg fæða þarfnast ekki innihaldslýsingar. Náttúruleg fæða er innihaldið.

Auðveld regla að muna: “Ef það lítur út fyrir að búið til í verksmiðju, ekki borða það!

Upprunalega greinin er hér!

Þessar stjörnur eru grænmetisætur –Þetta borða þær í morgunmat

$
0
0
Lea-Michele-3-lea-michele-21942865-2560-1920

Það er alltaf að færast í aukana að fólk sneiði hjá dýraafurðum. Það eru ýmsar góðar grænmetisuppskriftir til sem hægt er að nálgast á veraldarvefnum en HuffingtonPost birti lista yfir nokkra fræga einstaklinga sem neita ekki dýraafurða. Hver hefur ekki heyrt manneskju segja, hvað borða eiginlega þessar grænmetisætur? Hér eru nokkur dæmi um góðan morgunverð sem hentar grænmetisætum.

Lea Michele
Lea er grænmetisæta og hún sagði í viðtali við womens health að týpískur morgunverður væri tófú með salsa og avokadó í eða hafragrautur með soya mjólk.

Ellen DeGeneres
Ellen hefur verið grænmetisæta í mörg ár en hún heldur úti síðu þar sem hún birtir uppáhalds uppskriftir sínar. Ellen fær sér oft pönnukökur búnar til úr höfrum og bönunum í morgunmat. Hér má sjá uppskrift.

Bill Clinton
Fyrrum forseti Bandaríkjanna hætti að borða dýraafurðir árið 2010 og missti 15 kg. Hann segist nánast alltaf fá sér boozt með möndlumjólk, ferskum berjum, mjólkurlausu próteini og klaka.

Alicia Silverstone
Þið munið eflaust eftir leikkonunni úr kvikmyndinni Clueless. Leikkonan hefur verið grænmetisæta í mörg ár og hún segir að breytt mataræði hafi bætt svefninn, styrkt neglurnar og aukið orkuna. Hún hefur gefið út eina matreiðslubók en hún inniheldur meðal annars þessa uppskrift hér, þetta lítur ansi vel út!

Carrie Underwood
Hún fær sér tófu hræring með lauki, pipar, spínati og salsa.

Vissir þú að eftirfarandi stjörnur borða ekki dýraafurðir?
Mike Tyson, Betty White, Denzel Washington, Christian Bale, Ben Stiller, Steve-O og Bruce Sprinsteen

Ungar konur nota almennt ekki mikið af snyrtivörum! – Hversu margar snyrtivörur notar þú á dag?

$
0
0
Makeup artist applying eyeshadow

Oft er talað um að ungar konur noti mikið af snyrtivörum. Maður myndi eflaust halda að svo væri raunin þar sem salan á snyrtivörum eykst með hverju árinu. Það væri því áhugavert að vita hvort að við notum í raun allar þær vörur sem við kaupum okkur. Geymum við þær kannski bara upp í skáp?

Nýlega gerði blaðið Stumble Upon könnun til að athuga hvernig konur hugsa um hárið á sér, húðina og hvað annað þær gera til að viðhalda fegurðinni og niðurstaðan var áhugaverð.

Könnunin tók til kvenna á aldrinum  18-25 ára og í þessu hópi sögðu 67 % að þær notuðu 0-3 snyrtivörur fyrir hár og andlit á morgnana.  Um 20% sögðust nota  4-7 vörur og 10% sögðust nota 8-12. Ekki voru nema um 3% ungra kvenna sem sögðust nota meira en 12 tegundir af snyrtivörum á morgnana.

Eitt er þó alveg ljóst og það er að konur nota minna daglega af snyrtivörum núna en áður var gert, sérstaklega þegar þær eldast.  Mjög margar drógu verulega úr notkuninni eftir að 25 ára aldri var náð. Margar konur smella bara á sig örlitlum varalit eða maskara áður en þær fara út úr húsi. 

Þetta segir okkur að svo virðist sem konur fari að hugsa þegar þær eldast að allur þessi smurningur og tími fyrir framan spegilinn svari bara ekki kostnaði. Það getur líka verið að fólk fari að hugsa sig um hvort það vill nota launin sín í að kaupa þessa vöru.

Svo eru til fullyrðingar byggðar á annarri athugun að margar konur noti árlega 172 klst. í að setja á sig farða og um helmingur kvenna finnist þær ekki aðlaðandi fyrr en þær eru  búnar að farða sig.

Flestum konum finnst gaman að farða sig á stundum en það er stór hluti af öllum þeim snyrtivörum sem við kaupum sem við notum jafnvel aldrei. Hversu margar snyrtivörur notar þú að meðaltali dag hvern?

Smá lærdómur frá Frú Lovísu

$
0
0
hjarta

Smá lærdómur og veganesti inn í morgundaginn elskurnar.

Einn daginn hoppaði ég inn í leigubíl og við þustum af stað í áttina að flugvellinum, leigubílinn ók á hægri akrein þegar skyndilega að svartur bíl kom aðsvífandi og keyrði í veg fyrir leigubílinn, það munaði engu að það yrði árekstur , þökk sé frábærum leigubílstjóra, sem snar hemlaði og sveigði fram hjá svarta bílnum.
Bílstjóri svarta bílsins rétti upp steyttan hnefann og öskraði einhver blótsyrði sem ég heyrði ekki.
Leigubílstjórinn brosti og veifaði honum, ég meina mjög vingjarnlega og brosandi, svo ég spurði ” hvers vegna gerðir þú þetta ? ” þessi náungi var allgjörlega í órétti og hefi getað valdið stórslysi og við bæðir værum á leið á spítala ?

það var þá sem leigubílstjórinn kenndi mér lögmálið um sorpbílana.

Hann sagði að það væru fullt af fólki sem eru eins og sorpbílar, þau fara um allt með fullt af sorpi ( pirruð, reið, vonsvikin og svo framvegis ) svo þegar sorpið hleðst upp þurfa þau að finna stað til þess að losa sig við það og stundum sturtar það því yfir okkur.
Taktu því ekki persónulega, brostu bara, veifaðu því, óskaðu þeim alls hins besta og haltu áfram.
Ekki taka við þeirra sorpi og varpa því svo á aðra eins og í vinnunni, heima hjá þér eða úti á götu.

Lærdómurinn er þessi, fólk sem nær árangri leyfir ekki sorpbílum að eyðileggja daginn fyrir sér.
Lífið er of stutt til þess að vakna að morgni með eftirsjá, því skaltu elska fólk sem kemur vel fram við þig og biðja fyrir þeim sem gera það ekki.
Lífið er 10% af því sem þú gerir úr því og 90% hvernig þú tekur því.

Njótið dagsins elskurnar.

6 ástæður fyrir því að egg eru hollasta fæðutegund heims – Betri næring

$
0
0
eggs

Heimasíðan Betri næring er glæsileg ný síða þar sem hægt er að lesa sannleikann um næringu og heilsu og eru það þau Kristján Már Gunnarsson og Ragna S. Óskarsdóttir sem halda síðunni úti.

Þau birtu á dögunum þessa flottu grein um hollustu eggja og fengum við leyfi til að birta hana hér:

———————————————————————————————————————————-

Egg eru svo næringarrík að oft er talað um þau sem “fjölvítamín náttúrunnar.”

Að auki innihalda þau ýmis sjaldgæfari efni sem fjölda fólks skortir, t.d. ákveðin andoxunarefni og mikilvæg næringarefni fyrir heilann.

Hér eru 6 ástæður fyrir því að egg eru með því hollasta sem hægt er að borða.

1. Egg eru alveg ótrúlega næringarrík

Eitt egg inniheldur magnað úrval næringarefna.

Ímyndaðu þér bara… næringarefnin duga til að breyta einni frjóvgaðri frumu í lítinn kjúkling!

Egg eru hlaðin vítamínum, steinefnum, hágæða próteinum, góðum fitum og fjölda annarra minna þekktra næringarefna.

Eitt stórt egg inniheldur (1):

    • Vítamín B12 (Cobalamín): 9% af RDS (ráðlögðum dagskammti).
    • Vítamín B2 (Riboflavín): 15% af RDS.
    • Vítamín A: 6% af RDS.
    • Vítamín B5 (Pantóþensýra): 7% af RDS.
    • Seleníum: 22% af RDS.

 

Egg innihalda að auki eitthvað magn af nánast öllum vítamínum og steinefnum sem líkaminn þarfnast… þar á meðal kalsíumi, járni, kalíum, sinki, magnesíum, vítamíni E, fólinsýru o.fl.

Stórt egg inniheldur 77 kaloríur, þar af eru 6 grömm gæða prótein og 5 grömm eru fita.

Nánast öll næringarefnin eru í gulunni, hvítan inniheldur bara prótein.

Niðurstaða: Egg eru ótrúlega næringarrík og innihalda mjög mikið magn næringarefna miðað við hitaeiningainnihald. Næringarefnin eru í gulunni, en hvítan er aðallega prótein.

2. Egg bæta kólesteról í blóðinu og auka EKKI líkur á hjartasjúkdómum

eggAðalástæðan fyrir því að fólk hefur verið varað við eggjum er sú að þau séu hlaðin kólesteróli.

Stórt egg inniheldur 212 mg af kólesteróli, sem er slatti miðað við flestar aðrar fæðutegundir.

Hins vegar er ekki sjálfgefið að fæða sem inniheldur kólesteról hækki slæma kólesterólið í blóðinu.

Lifrin er stöðugt að framleiða kólesteról. Ef þú borðar kólesteról framleiðir lifrin minna og öfugt, ef þú borðar ekki kólesteról framleiðir lifrin meira af því.

Málið er að margar rannsóknir sýna fram á að egg bæta kólesterólbúskap líkamans.

Egg hækka magn HDL (góða kólesterólsins) og þau hafa þá tilhneigingu að breyta LDL (slæma kólesterólinu) í stærri gerð LDL sem tengist ekki auknum líkum á hjartasjúkdómum (234)

Ein rannsókn leiddi í ljós að neysla 3 eggja á dag, dró úr insúlínónæmi, hækkaði HDL og jók stærð LDL eininganna hjá bæði mönnum og konum með efnaskiptasjúkdóma (5).

Margar rannsóknir hafa skoðað áhrif eggjaneyslu á á hjarta- og æðasjúkdóma og fundu engin tengsl þar á milli (6789)

Hins vegar hafa sumar rannsóknir sýnt aukna hættu á hjarta- og æðasjúkdómum hjá sykursjúkum einstaklingum. Þetta þarfnast þó frekari rannsókna og á líklega ekki við ef einstaklingar eru á lágkolvetnamataræði, sem getur haft mjög jákvæð áhrif á sykursýki 2 (101112).

Niðurstaða: Rannsóknir sýna að egg hafa jákvæð áhrif á kólesteról í blóði. Þau auka magn HDL (góða) kólesterólsins og stækka LDL (slæma) kólesterólið, sem ætti að minnka líkur á hjartasjúkdómum.

3. Egg eru hlaðin kólíni (Choline) sem er mikilvægt næringarefni fyrir heilann

stúlka heldur á eggiKólín er ekki mjög þekkt næringarefni og er oft flokkað með B-vítamínum.

Kólín er mikilvægt heilsu og er nauðsynlegt fyrir ýmis efnaskipti líkamans.

Það er nauðsynlegt til að mynda taugaboðefnið asetýlkolín (acetylcholine) og finnst líka í frumuhimnum.

Lítið magn kólíns hefur verið tengt við lifrarsjúkdóma, efnaskiptasjúkdóma og taugasjúkdóma (13).

Þetta næringarefni gæti verið sérlega mikilvægt fyrir ófrískar konur. Rannsóknir sýna að lág inntaka kólíns getur aukið líkur á göllum í taugapípum og leitt til lækkaðs vitsmunaþroska í börnum (14).

Í rannsókn á neysluvenjum sem fram fór í Bandaríkjunum á árunum 2003 – 2004 kom í ljós að yfir 90% þátttakenda borðuðu minna en ráðlagðan dagskammt af kólíni (15).

Besti fæðugjafi kólíns er gulan í eggjum og nautalifur. Eitt stórt egg inniheldur 113 mg af kólíni.

Niðurstaða: Kólín er nauðsynlegt næringarefni sem 90% Bandaríkjamanna fær ekki nóg af. Gulan í eggjum er frábær fæðugjafi fyrir kólín.

4. Í eggjum er hágæðaprótín með rétti hlutfalli amínósýra

Prótín eru aðalbyggingarefni líkamans og eru nauðsynleg bæði í uppbyggingu og virkni mannslíkamans.

Amínósýrur tengjast saman og mynda prótín, sem raðast síðan í flókin form.

Það eru u.þ.b. 21 amínósýra sem líkaminn notar til að byggja prótín.

Líkaminn getur ekki framleitt 9 af þessum “nauðsynlegu” amínósýrum og því þurfum viðað fá þær í gegnum fæðuna.

Gæði prótíns fer eftir hversu mikið það inniheldur af þessum nauðsynlegu amínósýrum. Prótíngjafi sem inniheldur þær allar í réttum hlutföllum er mjög góður prótíngjafi.

Egg eru meðal bestu prótíngjafa í fæðunni. Raunar er líffræðilegt gildi (mæling á gæðum prótíns) oft metið með því að bera það saman við egg sem hafa verið gefið fullkomna gildið 100.

Niðurstaða: Egg eru frábær fæðugjafi fyrir prótín og inniheldur í réttum hlutföllum allar nauðsynlegar amínósýrur.

5. Egg eru hlaðin af lútíni (lutein) og Zeaxantíni (Zeaxanthin) sem vernda augun

stelpa heldur á eggiÞað eru tvö andoxunarefni í eggjum sem geta haft afgerandi áhrif á augnheilsu.

Þau eru kölluð Lútín og Zeaxantín og finnast hvorutveggja í gulu eggja.

Lutín og Zeaxantín hafa tilhneigingu til að safnast upp í sjónhimnunni.

Þessi andoxunarefni draga töluvert úr hættu á hrörnun í augnbotnum og skýi á auga sem eru meðal algengustu orsaka blindu hjá eldra fólki (161718)

Í einni rannsókn kom í ljós að neysla 1,3 eggjagulu á dag í 4,5 vikur jók blóðgildi zeaxantíns um 114 – 142% og lútíns um 28 – 50% (19).

Niðurstaða: Egg innihalda mikið magn andoxunarefnanna lútíns og zeaxantíns sem geta á afgerandi hátt dregið úr líkum á hrörnun í augnbotnum og skýi á auga.

6. Að borða egg í morgunmat getur hjálpað þér að léttast

Egg innihalda nánast ekki nein kolvetni, en töluvert af prótíni og fitu.

egg í körfuÞau eru mjög mettandi miðað við aðrar fæðutegundir (20).

Vegna þessa kemur ekki á óvart að rannsóknir sýni fram á að egg í morgunmat geti leitt til fitutaps.

Í einni rannsókn voru 30 konur í yfirþyngd annað hvort látnar borða egg í morgunmat eða beyglur. Báðir morgunverðirnir innihéldu sama fjölda hitaeininga.

Konurnar í eggjahópnum voru saddari og borðuðu færri hitaeiningar það sem eftir lifði dags og raunar næstu 36 klst (21).

Í annarri rannsókn sem stóð yfir í 8 vikur kom í ljós að egg í morgunmat leiddu til markverðrar léttingar miðað við sama hitaeiningafjölda úr beyglum. Eggjahópurinn (22):

  • Missti 65% meiri þyngd.
  • Missti 16% meiri líkamsfitu.
  • Náði 61% meiri lækkun BMI stuðulsins.
  • Náði 34% meiri árangri í að minnka mittismál (góður mælikvarði á kviðfitu, sem tengist mjög auknum líkum á sjúkdómum).
Ekki eru öll egg eins

Það er mikilvægt að hafa í huga að egg er ekki endilega það sama og egg.

Hænsni eru oft ræktuð í verksmiðjum, geymd í búrum og fædd á korni sem hefur áhrif á næringarinnihald eggjanna. Það er best að kaupa Omega-3 bætt egg eða egg frá frjálsum hænum. Þau eru næringarríkari og hollari.

Hins vegar ef þú hefur ekki aðgang að eða efni á þessum eggjum, þá eru “venjuleg” egg samt góður kostur.

Og að lokum…

Egg eru ódýr, bragðgóð og passa með nánast öllum mat.

Þessi grein birtist upphaflega á authoritynutrition.com.

Ekki gleyma að læka okkur á Facebook.


10 áhugaverðar staðreyndir um mannslíkamann .

$
0
0
The-Invisible-Orthodontist-Perfect-Smile-Girl

Lrg_ManSleeping1. Karlmenn fá að meðatali standpínu á 90 min fresti í svefni.

fart022. Meðalmanneskja prumpar 14 sinnum á dag.

article-1312067-0b30580c000005dc-881_468x3403. Það eru meiri líkur á því að þú fáir martröð ef þú sefur í köldu herbergi.

nose-job4. Nefið á þér getur “lagt á minnið” 50.000 mismunandi lyktir.

b7f8caa8033035d1_87338265.preview5. Þegar þú vaknar ertu um 1 cm hærri heldur en þú ert þegar þú ferð að sofa.

images (1)6.Eins og með fingrafar, þá er engin með eins “tungufar”.

cv7. Á hverjum degi missir meðalmanneskja á bilinu 60-100 hár af höfðinu.

Bald-Fashion-statements8. Þú þarft að missa að minnsta kosti 50% af hárinu til þess að það sjáist fyrst að þú sért að fá skalla.

902359. Allir fæðast með blá augu.

The-Invisible-Orthodontist-Perfect-Smile-Girl10. Þú notar 17 vöðva til þess að brosa.

Ekki bæla niður tilfinningar – Rannsóknir benda til þess að það auki hugsanlega líkur á krabbameini og hjartasjúkdómum

$
0
0
angry

Ekki loka tilfinningarnar inni. Það er talið geta verið lífshættulegt. 
Það er langt síðan fólk áttaði sig á að það getur verið stórhættulegt bæði andlegri og líkamlegri heilsu að dylja tilfinningar sínar og loka þær af. Menn eru að komast á þá skoðun að slíkt athæfi geti hreinlega fækkað æviárunum. Nýlegar rannsóknir benda til þess að fólk sem dylur tilfinningar sínar muni líklega deyja fyrr en þeir sem láta hugsanir sínar og tilfinningar í ljós.

Sameiginleg rannsókn sem var gerið í Harvard háskólanum og háskólanum í Rochester leiddi í ljós að þeir sem birgja inni tilfinningar sínar eru í verulegri hættu að deyja ungir (af ýmsum ástæðum).

Áhættan á því að fá hjartasjúkdóma eykst um 47% og um 70% hvað varðar að fá krabbamein

Þegar rannsakendur skoðuðu dánarorsök umræddra kom í ljós að áhættan jókst um 47% hvað varðar að fá hjartasjúkdóma og um 70% að fá krabbamein.

Þessar niðurstöður sem voru birtar á netinu í the Journal of Psychosomatic Research, gefa til kynna að það sé enn hættulegra en áður var haldið að birgja tilfinningar sínar inni.

Rannsóknin hefur staðið frá árinu 1996

Athugunin sem hefur staðið frá árinu 1996  tók til  796 karla og kvenna og var meðalaldurinn 44 ár. Spurt var að hve miklu leyti þátttakendur birgðu inni tilfinningar sínar. Fólk var beðið að vera sammmála eða ósammála á skalanum 1-5 setningum eins og „Þegar ég er reiðu(ur) segi ég fólki af því“ eða „Ég reyni að vera notaleg(ur) svo að ég komi fólki ekki úr jafnvægi“.

Könnunin var endurtekin 12 árum síðar og þá voru 111 þátttakendur frá árinu 1996 dánir, flestir af hjartsjúkdómum eða krabbameini.

Þegar rannsakendur skoðuðu útkomuna á tilfinningaskalanum kom í ljós að flestir þeirra sem voru dánir stunduðu það að dylja reiði sína og tilfinningar og létu aðra ekki vita hvað í huganum bjó.  Menn átta sig ekki á hvernig á því stendur að bældar tilfinningar virðast  hafa þessi áhrif.

Ein af kenningunum sem sett hefur verið fram til skýringar er sú að fólk snúi sér að drykkju, reykingum og ruslfæði til að reyna að ráða við tilfinningar sínar.

  • Önnur kenning er að streitan sem myndast við það að bæla tilfinningarnar rugli hormónabúskap líkamans sem getur aukið  hættu á að fá sjúkdóma eins og hjartasjúkdóma og krabbamein.

Rannsakendur leggja áherslu á að fjöldi þátttakenda í rannsókinni hafi alls ekki verið fullnægjandi og þörf sé á miklu víðtækari rannsókn svo að unnt verði að færa sönnur á eða afsanna líkindin.

Rannsókn- eins og hún var gerð- sýndi fram á háa tíðni dauðsfalla í hópi þeirra sem birgðu inni tilfinningar sínar.

Þess vegna telja þeir verðugt að rannsaka þetta nánar.

Getur verið hollt að reiðast

Fyrri rannsóknir hafa bent til þess að það geti hreinlega verið hollt að verða ærlega reiður því að það losi um streitu

Vísindamenn við háskólann í Valencia á Spáni sáu í rannsókn að reiði eykur blóðflæðið til vinstra hvels framheila þar sem eru stöðvar fyrir jákvæðar kenndir og góða nærveru.  Hægra hvelið fæst við neikvæðar kenndir og getur ýtt undir að fólk dragi sig til baka, sé hrætt og dapurt.

Sálfræðingurinn Voula Grand sem starfar í London segir að ýmsir fræðimenn hafi lengi talið að kenna megi bældum tilfinningum að einhverju leyti um að krabbamein nái sér á strik.

Og víst er að fyrri rannsóknir sýna að bældar tilfinningar geta skaðað ónæmiskerfið.

Þó að fólki sé kennt að dylja tilfinningar sínar á unga aldri er hægt að kenna fólki að sýna tilfinningar síðar meir. Það getur tekið á en það er hægt.

Viltu vinna 2 mánaða kort í Hreyfingu – Drögum út á morgun

$
0
0
969484_556849281016925_383601284_n

0060

Þessa vikuna höldum við hjá Hún.is uppá 1 árs afmæli vefsíðunnar og í tilefni af því erum við í miklu gjafastuði. Á morgun ætlum við að gefa einum heppnum lesenda tveggja mánaðarkort í líkamsræktarstöðina Hreyfingu í Glæsibæ.

Glæsileg ný hóptímatafla tók gildi í byrjun september hjá Heyfingu og er taflan full af fjölbreyttum og skemmtilegum hóptímum og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

slokun-i-utipotti

Eina sem þið þurfið að gera er eftirfarandi:

 

1. Skráðu þig á póstlista hun.is hér:

2. Smelltu læk á Facebook síðu Hún.is hér:

3. Skrifaðu „já takk“ hér fyrir neðan ef þú hefur áhuga!

17 atriði sem er gott að vita ef þú heldur að þú þjáist af mígreni

$
0
0
migraine mígreni höfuðverkur
Geisp

Þetta geisp er ólíkt geispinu sem kemur þegar maður er þreyttur og getur bent til þess að þú sért að fá mígreniskast. Í rannsókn frá árinu 2006 kom í ljós að 36% af þeim, sem þjást af mígreni, sögðust taka eftir því að geisp var eitt af fyrstu merkjum þess að viðkomandi var að fá mígreniskast.

Dofi eða náladofi

Sumir sem eru með mígreni fá oft einhverskonar náladofa í helming líkamans og byrjar það þá í fingurgómum og fer upp handlegginn og upp í andlit.

Svimi og ógleði

Í annarri rannsókn sem 3700 manns með mígreni tóku þátt í upplifðu 73% svima fyrir mígreni og 29% eiga það til að kasta upp.

Ljós, hávaði eða lyktir auka verkinn

Margir mígrenissjúklingar sækjast eftir því að vera á myrkum hljóðlausum stað. Skær ljós og hávaði getur komið mígreninu af stað og aukið sársaukann til muna. Það sama gildir um ákveðnar lyktir eins og til að mynda ilmvatnslyktir eða sterk matarlykt, en þær geta haft sömu áhrif.

Hreyfing getur gert illt verra

Venjuleg hreyfing eins og bara ganga og að ganga upp stiga getur gert mígrenið miklu verra. Sum mígreni byrja við æfingar eða áreynslu og er til mígreni sem er kallað áreynslumígreni.

Erfitt að tala

Finnst þér erfitt að tala? Það getur verið eitt af merkjum þess að þú sért að fá mígreni. Mörgu fólki finnst eins og það sé þv0glumælt þegar það er að fá kastið. Þetta getur hinsvegar bent til alvarlegri veikinda svo að þetta er eitthvað sem ætti að láta skoða hjá lækni.

Eymsli í helmingi líkamans

Eins og áður segir getur helmingur líkamans orðið dofinn en þar að auki geta komið fram eymsli í vöðvum í þeim hluta líkamans.

Svimi og sjóntruflanir

Ein tegund mígrenis getur valdið svima, sjóntruflunum og tímabundinni blindu. Margir finna líka fyrir því að jafnvægisskynið verður lélegt.

Timburmenn eftir kastið

Í nýlegri rannsókn kom fram að eftir að mígrenið er yfirstaðið geta sjúklingar fundið fyrir erfiðleikum með einbeitingu, máttleysi, svima og orkuleysi og margir hafa líkt líðaninni við timburmenn.

Títt þvaglát

Ef þú ert farin að þurfa oft að pissa getur það þýtt að þú sért að fá mígreniskast og getur komið 1 klukkustund fyrir kastið eða jafnvel 2 dögum fyrir það.

Stífur háls

Það getur þýtt að þú sért að fá mígreniskast ef þér finnst þú allt í einu stífna í hálsinum. Margir mígrenissjúklingar segjast stífna upp og fá oft verk í neðst í hálsinn aftan á. Í könnun frá National Headache Foundation sögðust 38%  þátttakenda ALLTAF finna fyrir stífleika í hálsinum og 31% þátttakenda fá MJÖG OFT verk í hálsinn í tengslum við mígrenið.

Verkur í augum

Mígrenissjúklingar fá oft verki á bakvið augun og halda oft að þeir þurfi að fara til augnlæknis til þess að láta kíkja á þetta. Í flestum tilfellum er þetta bara vegna mígrenisins.

Verkur á annarri hlið höfuðsins eða báðum

Höfuðverkurinn er mjög oft öðrum megin í höfðinu en margir finna fyrir verknum báðum megin og er hann oft eins og hamarshögg og sveiflast frá því að vera slæmur í að vera hræðilegur, nánast eins og hjartsláttur manneskjunnar. Í könnun sem gerð var á netinu af National Headache Foundation kom í ljós að 50% af sjúklingum finna ALLTAF  fyrir svona verkjum, bara öðru megin í höfðinu en 34% sögðust OFTAST fá svona verki.

Óstjórnleg löngun í eitthvað matarkyns

Margir fá óstjórnlega löngun í ákveðnar matartegundir þegar mígrenið er að byrja og mjög algengt er að fá löngun í súkkulaði.

Stíflað nef og tárvot augu

Sumir sem eru með mígreni eru með einkenni af bólgum í ennis- og kinnholum og fá gjarnan stíflað nef, nefrennsli og tárvot augu. Í einni stórri rannsókn sem GlaxoSmithKline gerði, kom í ljós að þeir sem fengu oft hausverki vegna bólgna í ennis- og kinnholum voru í 90% tilfella með mígreni.

Lítill svefn 

Það að vakna þreyttur og að eiga erfitt með að sofna er mjög algengt hjá þeim sem þjást af mígreni. Það hefur verið sýnt fram á að svefnleysi og truflaður svefn hefur áhrif á fjölda mígreniskasta og einnig hversu slæm köstin eru.

Þunglyndi, pirringur og spenna

Skapsveiflur geta verið merki um mígreni. Sumir sjúklingarnir verða mjög þungir og leiðir allt í einu af engri augljósri ástæðu. Aðrir geta verið mjög hátt upp.

Heimildir: Health.com

 

Af hverju ættir þú að minnka neyslu diet gosdrykkja – Nokkrar ástæður

$
0
0
0710_diet-soda

Líklega veistu að það hlýtur að vera eitthvað í ólagi með „diet“ gosið, sætan drykk og engar hitaeiningar!  Einhvers staðar hljóta áhrifin að koma fram. Ef til vill á mittismálinu og heilsunni. Hver rannsóknin eftir aðra virðist leiða í ljós að „diet“ drykkirnir hjálpa ekki til með þyngdina og gætu hreinlega verið skaðlegir heilsunni.

Þannig hafa þeir sem hafa rannsakað þessa drykki bent á eftirfarandi þætti tengda neyslu þeirra:

Þyngdin eykst 

Neysla „diet“ drykkja tengist aukinni fitusöfnun líkamans, einkum um miðjuna. Hvað er að gerast? Talið er líklegt að þessir drykkir rugli skilaboðin um að við séum orðin södd. Rannsóknir á rottum sem fengu eitthvað með gervisykri á undan matargjöf sýndu að þær átu meiri mat þegar þær fengu sætuna. Svo virðist sem sæta eða sykur auki matarlyst.

Mikil sykurneysla

Fræðimenn sem hafa rannsakað málið telja að hin mikla sæta sendi heilanum skilaboð um að hann vilji meira.

Drykkir með gervisykri koma þessu ferli af stað og fullnægja ekki heilanum (líkamanum) og okkur sárlangar í meira. Þetta getur orðið til þess að við fáum okkur meiri sykraðan mat en við annars myndum gera.

 

Nýrnaveiki

Dr. Julie Lin, nýrnasérfræðingur við Brigham sjúkrahúsið í Boston rannasakaði um árabil samband gosdrykkjaneyslu kvenna og ástand nýrna þeirra.

“Við sáum, segir hún að beint samband var milli neyslu „diet“ gosdrykkja og heilsu kvennanna. Nýrum þeirra hrakaði þrisvar sinnum hraðar en eðlilegt er og fylgir öldrun“.

„Það er ekki skynsamlegt að fara illa með nýrun“, segir dr. Lin. Þau eru ótrúlega mikilvægt líffæri og hreinsunartæki líkamans. Jafnvel þó nýrnabilun sé smávægileg getur hún haft gríðarleg áhrif á alla líðan manneskjunnar“.

 

Aukin hætta á sykursýki

Lyn Steffen, professor í lýðheilsufræðum við háskólann í  Minnesota fullyrðir að fólk sem drekkur „diet“ gos sé í mun meiri hættu að lenda í efnaskiptavanda en hinir sem láta þá vera.

Hér vísar hann til ástands sem er mjög alvarlegt, mikillar kviðfitu, hækkaðs blóðþrýsitngs, lítils HDL kólesteróls (góða kólesterólið), mikils magns þríglýseríða (sem tengist hjartasjúkdómum og því að fólk fái slag) og hækkaðs blóðsykurs. Allt þetta eykur hættuna á að fólk fái sykursýki, kransæðasjúkdóma og slag.

Steffen rannsakaði mörg þúsund manns, athugaði mataræðið og kannaði hvort fólkið hefið fengið efnaskiptasjúkdóma. Niðurstaðan var sú að þeir sem neyttu mikils kjöts, borðuðu oft mikið unninn og djúpsteiktan mat og drukku „diet“ gos komu mun ver út en hinir sem höfðu aðrar neysluvenjur.

Aðrir rannsakendur telja sig hafa sýnt fram á greinilegt samband milli neyslu „diet“ gosdrykkja og sykursýki 2.

Slag 

Í skýrslu sem var birt 2012 í the Journal of General Internal Medicine segir að fólk sem drekkur „diet“ drykki daglega sé í helmings meiri hættu að fá hjarta og æðasjúkdóma- slag- en hinir sem láta þessi drykki vera. Ekki var talið að stöku drykkur t.d. einu sinni í mánuði myndi hafa nokkur áhrif.

Hvað er til ráða ef þú ert orðin(n) háð(ur) „diet“ drykkjum? Auðvitað er vatn albesti drykkurinn við þorsta. En stundum langar fólk í eitthvað annað.

Sumir fræðimenn hafa bent á sódavatn sem væri hægt að fá sér til tilbreytingar. Það væri líka hægt að hella smáslurk af ávaxtasafa út í og drekka svo með ánægju!

 

Heimild

Viewing all 1210 articles
Browse latest View live