Tvöfalt siðgæði karla og kvenna krufið á 60 sekúndum.
Vertu ákveðin og settu sjálfa þig í 1.sæti!

Af hverju að bíða með nýársheit þar til á nýju ári ef viljinn er til staðar.
Þegar hugað er til dæmis að bættum lífstíl þá er það mjög algengt að það þurfi alltaf allt að byrja á mánudegi, eða þá eins og núna í lok árs er eins og svo margir ákveði að bíða þar til á nýju ári.
Þessi setning er fræg og heyrist víða „viljinn þarf að vera til staðar til að ná árangri“. Þú segir engum sem á við áfengisvandamál að stríða að hætta drekka áfengi nema hann vilji virkilega taka á því sjálfur, eins með reykingar og fleira. Þannig að ef þú lesandi góður ert nú þegar farinn að velta fyrir þér að strengja svokölluð nýársheit, vertu þá viss um að það sé af einlægni og það sem þú vilt, það þýðir ekki að vera undir einhverri pressu og gera þetta fyrir maka, börn, fjölskyldu og svo framvegis. Breytingin ætti fyrst og síðast að vera þér og heilsu þinni í hag. Og svo kemur upp önnur spurning, afverju að bíða? Hversvegna byrjar þú ekki strax?
Um 78% þeirra sem sverja nýársheiti, s.s. að hætta að reykja, mistekst að uppfylla þau, í mörgum tilfellum vegna þess að þeir einblína fyrst og fremst á neikvæðu hliðar þess að mistakast í staðin fyrir það að búa til einhverja jákvæða gulrót sem hvetur mann áfram.
Andleysi getur svo sannarlega pompað upp og erum við öll mannleg á því sviði, slíkt á sér mikið frekar stað þegar þreytan er farin að gera vart við sig. Því er mjög mikilvægt að minna sig á hversu mikilvægt það er að rækta sjálfan sig. Við getum nýtt okkur marga ólíka þætti sem hvatningu.
Nokkur ráð til að halda áætlun:
• Finndu þér félaga til að fara með í ræktina.
• Gerðu það sém þér þykir skemmtilegt.
• Taktu frá tíma fyrir hreyfinguna til þess að ekkert stoppi þig.
• Farðu á æfingu á þeim tíma dags sem hentar þér.
• Skipuleggðu fram í tímann og ákveddu hvenær þú ætlar að æfa og hvað þú ætlar að gera á æfingunni.
• Halltu áfram að borða hollan mat og borða reglulega.
Sæktu þér fróðleik sem nýtist þér, það er alltaf meiri líkur á því að einstaklingar halda sig við efnið ef þeir vita hver tilgangurinn er,
Vertu ákveðinn og settu sjálfa(n) þig í 1.sæti!!
Björk Varðardóttir
Stöðvarstjóri World Class Kringlunni
DYI: Viltu ekki fá jólalegar neglur? – Myndir
Jóladagatalið – Dekur frá Berglindi hjá Fegurð

16. desember - Í dag gefum við þér Airbrush brúnkumeðferð frá Berglindi hjá Fegurð Lækjargötu 34c Hafnafirði. Airbrush meðferðin helst í 10 daga og er fljótleg leið til að líta vel út. Fullt verð á meðferðinni er 4.500.- kr en Berglind býður lesendum hún.is meðferðina á 3.000.-kr. Það eina sem þú þarft að gera er að kommenta „Já takk“ og líka við þessa mynd á vefsíðunni okkar.
Hvort notar þú hægri eða vinstri hluta heilans meira? – Taktu prófið! – Myndband

Það er alltaf talað um að fólk sé með virkari heilastöðvar ýmist hægra megin eða vinstra megin og það hafi svo áhrif á hvernig persóna maður er. Til dæmis á maður sem notar meira vinstri hluta heilans að vera hlutlægari, rökrænni í hugsun og skipulagður. Maður sem hinsvegar á að nota meira hægri hluta heilans á að vera huglægari, með gott innsæi og mikill hugsuður.
Taktu prófið! Hvort ert þú?
10 leiðir til að losna við fyrirtíðaspennu

Þó svo að ekki allar konur fái ekki fyrirtíðaspennu eins og stífa vöðva, uppblásinn maga og almenna vanlíðan, eru að minnsta kosti 85% kvenna sem upplifa einhver einkenni fyrirtíðaspennu í hverjum mánuði.
Það er ekki til nein „lækning“ við fyrirtíðaspennu en það er margt sem hægt er að gera til þess að minnka einkennin og vanlíðanina.
1. Passaðu hvað þú borðar
Mjög saltaður matur getur valdið því að þú verður uppblásin, koffein getur aukið pirring eða kvíða, áfengi getur valdið þunglyndi og of mikill sykur getur valdið óstöðugleika í blóðsykrinum og skapi.
Prófaðu að borða meiri ávexti, grænmeti og allt kornmeti í vikunni áður en tíðablæðingar hefjast.
„Þetta snýst ekki bara um það hvað þú borðar heldur líka hvernig þú borðar. Miðaðu við það að borða með reglulegu millibili til að koma í veg fyrir að þú sveiflist upp og niður í blóðsykrinum,“ segir Joanne Piscitelli prófessor í kvenlækningum. „Það er þess virði að breyta mataræðinu áður en tekið er til læknisfræðilegra meðferða, vegna þess að þú ert minna líkleg til að fá aukaverkanir,“ segir hún.
2. Æfðu meira
„Hreyfing hefur góð áhrif á bæði líkamleg og tilfinningaleg einkenni fyrirtíðaspennu,“ segir Joanne. „Jafnvel þó konur segjast ekki hafa orku, þá er þetta samt tíminn þar sem er mikilvægast að æfa,“ segir hún.
Veldu æfingu sem fær hjartslættinum af stað og þú hefur gaman að og æfðu að minnsta kosti þrisvar í viku.
3. Prófaðu vítamín
Ýmis vítamín geta virkað á fyrirtíðaspennu og þá sérstaklega B6 og E vítamín samkvæmt Petra Casey lektor í kvenlækningum. Það hafa ekki verið gerðar miklar og ítarlegar rannsóknir á þessum vítamínum en það er alveg þess virði að prófa. Hér eru nokkrar tillögur að dagskammti:
• Kalsíum: 1.200 mg
• Magnesíum: 400 mg.
• Vítamín B6: 50 til 100 mg.
• E-vítamín: 400 IU
4. Náttúrulyf
Náttúrulyf eru ekki rannsökuð eins og lyfseðilsskyld lyf en það hefur samt sýnt sig að mörg náttúrulyf hafa reynst vel til að draga úr einkennum fyrirtíðaspennu.
Þú gætir prófað að fá þér náttúrulyf sem innihalda kvöldvorrósarolíu, engifer, kirsuberjalauf, túnfífil og náttúruleg prógesterón krem.
Kvensjúkdómalæknirinn þinn er örugglega alveg með þetta á hreinu svo það er um að gera að spyrja hann út í svona náttúrulyf.
5. Slakaðu á
Fyrst og fremst er mikilvægt að þú fáir næga hvíld og nóg af svefni. Reyndu að fá eins mikinn svefn og þú heldur að þú þurfir svo að svefnleysi fari ekki að ýfa upp einkennin.
Taktu svo meðvitaða ákvörðun um að forðast alla streituvalda. Gerðu afslappandi öndunaræfingar, farðu í nudd, stundaðu hugleiðslu eða jóga til að róa huga og líkama.
Finndu hvað hjálpar þér að slaka sem best á.
6. Notaðu verkjalyf
Konur sem fá mikla bakverki, eymsli í brjóstum, stífa vöðva og höfuðverk fyrir blæðingar, ættu að taka einhverjar bólgueyðandi töflur eins og Íbúfen eða önnur slík verkjalyf.
7. Prófaðu getnaðarvarnir
Ef þú ert ekki nú þegar með einhverja getnaðarvörn sem þú ert ánægð með, þá ættirðu kannski að íhuga að prófa einhverja pillu með lágum skammti af hormónum. Hjá sumum konum minnkar þetta hormónasveiflurnar en hjá öðrum getur þetta aukið hormónasveiflurnar svo það verður að vera í samráði við lækni með svona ákvarðanir.
8. Þunglyndislyf
Þunglyndislyf eiga ekki að vera fyrsti valkostur fyrir konur með mikla fyrirtíðaspennu. Sumum konum líður það illa að þær eru tilbúnar að prófa þunglyndislyf og það er ekkert nema gott og blessað fyrir þær sem ekkert annað hefur virkað hjá.
Ef konur eru með undirliggjandi þunglyndiseinkenni þá geta þau stóraukist fyrir blæðingar og það er alveg um að gera að spjalla við lækni um þetta.
9. Þvagræsilyf
Margar konur fá bjúg í hendur, fætur, andlit og maga áður en þær byrja á blæðingum. Ein leið til að minnka bjúginn er að fara í ræktina og minnka saltneysluna á þessu tímabili. Ef það er ekki að virka þá er hægt að reyna þvagræsilyf en þau er hægt að fá gegn lyfseðli.
Þau henta auðvitað ekki öllum en eru alveg þess virði að prófa.
10. Fylgstu með einkennunum
Fyrirtíðaspenna er raunverulegt fyrirbæri. En það sem þú ættir að gera fyrst er að fylgjast með og halda dagbók um líðan og einkenni í nokkra mánuði til að vera viss um að þú ert að upplifa fyrirtíðaspennu er ekki eitthvað annað eins og þunglyndi. Þú munt sjá mynstur í líðaninni sem þú getur svo unnið með.
Heimildir: www.health.com
Jóladagatalið – Græn Heilsa heilsubúð

18. desember - Í dag gefum við nokkrum heppnum lesendum hreina dásemd frá Grænni Heilsu Heilsubúð.
ULTIMATE VEGGIES - flottasta og heilbrigðasta leyndarmálið til að ná af sér aukakílóunum og halda þeim fjarri þínum líkama.
Hrein lífræn fæða frá uppáhaldinu okkar Lifestream, bara ein kúfuð teskeið á morgnana í safa er hrein unun og bragðgott. Snilld sem millimál, þú verður södd, líður ótrúlega vel með alla orkuna og vellíðanina sem fyllir líkamann. Tekur strax burt löngun eða þörf í draslfæði og sætindi. Lengsta blóðsykursjöfnun næst úr grænmeti, enda er Ultimate Veggies, brokkólíspíruduft, rauðrófuduft, spínat, gulrætur, steinselja og rauðkál, allt saman. Fullt af trefjum og lífrænni næringu. Staðreyndin er að 9 af 10 borða of lítið af grænmeti, sérstaklega börn, unglingar og fólk í yfirþyngd.
Lifestream Veggies er flottasta leyndarmálið, heldur kílóum burt og hjálpar þér að ná þeim af þér hratt og örugglega, gott fyrir eða eftir æfingar. Húðin og þú sjálf munt ljóma af heilbrigði og lífskrafti. Má gefa öllum, börnum og fullorðnum, einnig gott fyrir barnshafandi. 100% hrein fæða.
SPRIULINA – Fyrir fullorðna, íþróttafólk, unglinga, börn, barnshafandi konur, konur með barn á brjósti,- og alla sem eru undir miklu álagi. Lífræn uppbygging næringarefna er í fullkomnu jafnvægi og samræmi við starfsemi líkamans og því ákjósanlegt sem lífrænt og hreint “fjölvítamín” fyrir alla fjölskylduna. Spírulina byggir upp orku, þrek og vellíðan.
Það eina sem þú þarft að gera er að kommenta „Já takk“ og líka við þessa mynd á vefsíðunni okkar og deila eins og vindurinn.
Hvert stefnir þú? – Hvernig viltu að þín efri ár verði? – Myndband

Rosalega áhrifaríkt myndband!
12 ráð að léttara lífi yfir jólin…

Engin aukakíló um þessi jól. 12 ráð að léttara lífi yfir jólin…..
Það voru tveir dagar til jóla og jólakjóllinn hékk nýpressaður framan a svefnherbergisfataskápnum. Ég hafði keypt hann árinu áður rétt fyrir jólin eftir að hafa létt mig um 5kg á 2 vikum. Kjóllinn sem var úr fínu gráu flaueli var eins og málaður utan á mig. Um þau jól notaði ég kjólinn aðeins einu sinni, því um leið og ég réðst í jólamatinn eftir megrunina miklu sprakk kjóllinn utan af mér. Í þetta skiptið var ég ákveðin í að standast allar þær freistingar sem jólunum fylgja og halda í burtu kílóunum sem ég var nýbúin að missa.
Það var komið að aðfangadagskveldi og eins og hefð var á klæddi ég mig í jólakjólinn áður en haldið var í kirkju. Kjóllinn passaði fullkomlega og þá stundina fannst mér þjáningin sem fylgdi megruninni vel þess virði.
Kvöldmaturinn byrjaði á skjaldbökusúpu með heimabökuðu brauði. Síðan tók við gæs og önd í appelsínusósu með öllu því meðlæti sem því fylgir. Eftirmaturinn var rjómarönd í karamellusósu. Það var eins og kú hefði verið sleppt á beit eftir margra mánaða svelt, ég borðaði ekki bara yfir mig, ég borðaði meira en allir fjölskyldumeðlimirnir samanlagt. Kjóllinn þrengdist með hverjum munnbita og þegar kom að því að opna pakkana var ég komin í náttfötin. Kjóllinn var hengdur upp á herðatré og þar hékk hann þar sem eftir var ársins. Ég gerði tilraun til að komast í hann um áramótin en það gekk ekki þetta árið frekar en það fyrra.
Jólin voru bara eitt a mörgum tilefnum sem ég notaði sem afsökun til ad misbjóða líkama mínum á þennan hátt. Ég endurtók sama leik fyrir önnur tilefni eins og afmæli, brúðkaup, ferðir til útlanda og fleira. Það sem kom mér til að snúa við blaðinu var einfaldlega það að skyndikúrarnir hættu hreinlega að virka. Ég lærði það síðar að líkami okkar man þá ýmsu megrunarkúra sem við prófum í genum tíðina og lærir að verjast þeim. Því oftar sem við leiðumst inn í sama megrunar munstrið því hraðar aðlagast líkaminn þvi. Það kemur svo að því að líkaminn hættir að léttast þar sem hann er nú kominn í varnarstöðu og neitar að sleppa takinu af þeirri fitu sem við viljum losna við.
Ef þú ert þreytt á megrunarkúrum sem virka aldrei til langframa þá gætu leiðbeiningarnar sem hér fylgja komið að góðum notum yfir hátíðarnar.
1. Lærðu að njóta matarins sem þú borðar og borðaðu hægt. Með því að beina athyglinni að hverjum munnbita og taka eftir því hvernig maturinn bragðast getur þú minnkað það sem þú borðar um meira en helming. Þegar þú tekur eftir og upplifir bragð af þeim mat sem þú borðar mettar þú bragðtaugarnar á undan maganum. Prófaðu þessa aðferð á uppáhalds súkkulaðinu þínu. Taktu lítinn bita, lokaðu augunum og leyfðu súkkulaðinu að bráðna upp í þér eins lengi og þú getur og upplifðu bragðið. Ef þú leyfir þér að njóta hvers munnbita færðu nóg eftir einn til tvo bita.
2. Að njóta matarins sem þú borðar styrkir ónæmiskerfið á meðan að það fer ekki út í óhóflega neyslu. Viðamikil rannsókn kannaði viðbrögð ónæmiskerfisins á hópi einstaklinga sem borðuðu sneið af súkkulaði köku. Helmingur hópsins upplifði mikla sektarkennd á meðan að þeir borðuðu kökuna og hinn helmingurinn upplifði alsælu. Rannsóknin sýndi að þeir sem upplifðu sektarkenndina bældu ónæmiskerfið tímabundið á meðan að hinir sem upplifðu ánægjuna komu af stað hamingju hormónum sem styrktu ónæmiskerfið. Þetta sýnir að það er betra að njóta syndanna á meðan að á þeim standa í stað þess að fyllast sektarkennd.
3. Mundu að þú ert einstaklingur sem hefur val um það hvað og hversu mikið þú borðar. Hættu að kenna aðstæðum og öðru fólki um hvað þú borðar. Berðu ábyrgð á eigin hugsun og hegðun og mundu að það ert þú sem setur matinn upp í þig, enginn annar.
4. Taktu inn omega 3 olíu, 2msk a morgnana og áður en þú ferð í veislur. Þú getur líka borðað trefjar áður en þú ferð í veislur eins og Chia seeds, wheat bran og hörfræ. Bæði olían og trefjarnar jafna blóðsykurinn, minnka sykurlöngunina, metta þig og minnka þar af leiðandi matarlyst.
5. Ekki svelta þig allan daginn áður en þú ferð í jólaboð. Borðaðu reglulega 4-5 máltíðir á dag. Ef þú ert mjög svöng/ svangur missir þú gjarnan stjórnina.
6. Búðu þér til möntru sem þú endurtekur oft á dag. Til dæmis gæti mantran hljóðað eitthvað á þessa leið „Ég elska að borða hollan mat og ég hef fulla stjórn a því hvað og hversu mikið ég borða”. Það sem þú endurtekur aftur og aftur ferðu smá saman að trúa. Rótgrónar sannfæringar lita bæði hegðun þína og hugsun án þess að þú sért meðvituð/meðvitaður um það.
7. Sjáðu sjálfa/n þig fyrir þér í þínu besta formi áður en þú sest að matarborðinu. Það beinir athyglinni að því hvernig þú vilt líta út og minnkar löngunina í óhollustu. Þú getur líka hugsað um það hvernig þér kemur til með að líða eftir á ef þú borðar hóflega í samanburði við óhóflega.
8. Beindu athyglinni að þeim mat sem þú veist að er hollur fyrir þig. Í stað þess að hugsa um þann mat sem þú hefur ákveðið að forðast, hugsaðu um þá hollustu sem þú vilt borða. Það sem þú beinir athyglinni að langar þig í. Ef þú finnur til löngunar í smáköku beindu þá athyglinni að öðrum hollari mat sem þér finnst góður. Þú gætir til dæmis hugsað um ávexti, ber eða möndlur í stað smákökunnar.
9. Borðaðu einungis á matmálstímum og ekkert þar á milli. Ef þú borðar 5 máltíðir á dag borðaðu þá bara á þeim tímum sem þú ákveður fyrirfram. Ef þig langar í smáköku bíddu þá með að borða hana þar til kemur að næstu máltíð. Ef þú borðar sætindi með eða á eftir mat hefur sykurinn ekki eins mikil áhrif á insúlín framleiðslu líkamans. Of framleiðsla af insúlíni er ein aðal orsök offitu og sjúkdóma i dag. Einnig getur það að bíða með að borða sætindi þar til að næstu máltíð kemur verið góð aðferð til að sleppa sætindunum alveg þar sem að löngunin hverfur gjarnan á stuttum tíma. Löngunin gæti þá verið horfin þegar að máltíðinni kemur.
10. Notaðu Zig Zag aðferðina. Zig Zag gengur út að auka og minnka inntöku á mat eftir ákveðnu munstri. Til dæmis gætir þú borðað meira í 1-2 daga og minnkað svo matarskammtinn í 2-3 daga á eftir. Með því að auka og minnka kaloríu neyslu á víxl nær líkaminn ekki að safna á sig fitu forða.
11. Finndu jafnvægi a milli þess að borða hollt og óhollt. Borðaðu á milli jólaboða salöt, grænmetis djúsa, súpur og aðra hollustu. Mundu að það mikilvægasta er að þú njótir matarins og borðir meðvitað.
12. Að lokum mundu eftir tilgangi jólanna. Hvað getur þú gert fyrir sjálfa/n þig og aðra til að gera þennan tíma eins hátíðlegan og eftirminnilegan og möguleiki er á.
Höfundur: Helga Marin Bergsveinsdóttir.
Helga Marin er heilsu og íþróttafræðingur,sem búsett er í Dubai er komin hingað til lands í stuttan tíma til að vera með fyrirlestra og námskeið. Síðustu þrjú skipti sem Helga var á landinu hélt hún yfir 90 fyrirlestra og námskeið með metaðsókn. Helga rekur sitt eigið fyrirtæki, Health, Mind and Body í Dubai og hefur unnið sér þar sess sem þekktur heilsufræðingur fyrir þær óhefðbundnu leiðir sem hún fer. Helga hefur útbúið fjölda námskeiða sem fyrirbyggja og veita lausnir gegn sjúkdómum, sjálfseflingarnámskeið, streitu-lausnir og aðhaldsnámskeið.
Helga Marín Bergsteinsdóttir
Inspirational speaker/ Health and Wellness coach
BA í næringar og íþróttafræði
BA í Sálfræði frá Háskólanum í Stokkhólmi
NLP Master Practitioner med prófskírteini frá Paul Mckenna og Richard Bandler (founder of NLP)
ACC Markþjálfi
CTI Markþjálfi (level 1)
Journey practitionar (level 1,2)
EFT practitionar
Heimasíðu Helgu Marin getur þú fundið hér
30 daga hnébeygjuáskorun

Í byrjun nóvember birtum við 30 daga plankaáskorun sem að sló öll met og margir tóku þátt í.
Núna er komið að nýrri áskorun: 30 daga hnébeygjuáskorun.
Hnébeygjur eru gríðarlega mikilvægar fyrir styrk og stærð í nær öllum vöðvum, beinum og liðamótum líkamans, sérstaklega í fótum, rassi, mjöðmum, miðju og öxlum. Eins og í öðrum æfingum þarf tæknin að vera rétt til að æfingin skili árangri og koma í veg fyrir meiðsli. Í myndbandinu að neðan sést hvernig gera skal æfinguna og teygja á eftir.
Merktu við dagatalið og byrjaðu strax eftir áramótasteikina eða af hverju að bíða? Byrjaðu strax í dag.
Skoraðu á vini þína að taka þátt líka.
Dagur 1 – 50 hnébeygjur
Dagur 2 – 55 hnébeygjur
Dagur 3 – 60 hnébeygjur
Dagur 4 – HVÍLD
Dagur 5 – 70 hnébeygjur
Dagur 6 – 75 hnébeygjur
Dagur 7 – 80 hnébeygjur
Dagur 8 – HVÍLD
Dagur 9 – 100 hnébeygjur
Dagur 10 – 105 hnébeygjur
Dagur 11 – 110 hnébeygjur
Dagur 12 –HVÍLD
Dagur 13 – 130 hnébeygjur
Dagur 14 – 135 hnébeygjur
Dagur 15 – 140 hnébeygjur
Dagur 16 – HVÍLD
Dagur 17 – 150 hnébeygjur
Dagur 18 – 155 hnébeygjur
Dagur 19 – 160 hnébeygjur
Dagur 20 – HVÍLD
Dagur 21 – 180 hnébeygjur
Dagur 22 – 185 hnébeygjur
Dagur 23 – 190 hnébeygjur
Dagur 24 – HVÍLD
Dagur 25 – 220 hnébeygjur
Dagur 26 – 225 hnébeygjur
Dagur 27 – 230 hnébeygjur
Dagur 28 – HVÍLD
Dagur 29 – 240 hnébeygjur
Dagur 30 – 250 hnébeygjur
Hvernig getum við náð markmiðum okkar á nýju ári og árangri til frambúðar?

Ég hélt á stjörnuljósi, rétti höndina upp til himna og lofaði sjálfri mér að með nýju ári myndi líf mitt breytast, ég ætlaði að létta mig um 10 kg, ég ætlaði að vera duglegri í ræktinni og ég ætlaði að svo sannarlega að taka mig á mataræðinu. Nú ætla ég og það er ekkert sem stendur í vegi fyrir því að áætlun mín takist.
Nýársheitin byrja alltaf svona, á hugsun og það er eina leiðin sem við getum byrjað. En hugsunin nægir ekki til, framkvæmd verður að fylgja. Fyrir suma er það nóg að hugsa um markmið komandi árs, fyrir aðra virkar það betur að skrifa þau niður. Mörg okkar taka fyrsta skrefið, sérstaklega eftir áramótin. Við byrjum árið full vonar og eftirvæntingar um að þetta ár verði betra en það síðasta og að í þetta skiptið fari allt að áætlun.
Við byrjum í ræktinni, mataræðið er tekið fyrir og okkur líður æðislega en einhvers staðar á leiðinni verður þetta allt saman of erfitt að viðhalda. Stundum eru það aðstæður sem breytast, erfiðleikar koma upp eða þá að við sjáum ekki árangur erfiðis. Við tökum hlé yfir helgi sem síðan færist að næstu helgi og áður en við vitum af er komið að næstu áramótum. Ný áramótaheit eru sett og við hefjumst handa rétt eins og áður full eftirvæntingar og vonar. Hjá flestum styttist sá tími stöðugt sem við höldum okkur við efnið og á réttri braut þar til að sá tími verður að engu og við hættum að reyna.
Svo hér erum við komin, árið 2014 rétt gengið í garð og ný áramótaheit hafa verið sett. Ennþá eru það margir sem eru vongóðir að í þetta sinn gangi allt af óskum. En svona til að horfa fram á við með raunsæisaugum, hefur þá eitthvað breyst frá því í fyrra eða frá því árinu þar áður? Ertu búin/n að ráða þjálfara, næringarráðgjafa eða búin að skrá þig á námskeið? Hvers konar stuðning hefur þú núna sem sem þú hafðir ekki í fyrra? Hvernig veistu fyrir víst að þú komir ekki til með að gefast upp? Hversu viss ertu um að þú eigir eftir að halda áætlunina út árið? Ertu með nýja áætlun sem getur ekki brugðist? Ertu með nýja hugmynd sem þú trúir og treystir á?
Sorglegt en satt, flest okkar eru ekki með áætlun sem er neitt öðruvísi en sú sem við studdumst við árinu áður. Sum okkar hugsa ekki einu sinni svo langt að setja upp áætlun. Við höldum að það sé nóg að taka ákvörðun og þá gangi allt að óskum. Við höldum að ákveðni okkar og drifkraftur á þessari stundu verði okkur til framdráttar. En hugsanir okkar og tilfinningar breytast og geta breyst frá degi til dags. Einn daginn ertu í stuði til að vinna að markmiðum þínum, hinn daginn ertu það ekki. Við gleymum að reikna með erfiðleikum, neikvæðum tilfinningum, löngun í óhollustu og öðru því sem getur fleygt okkur af réttri braut á svipstundu. Við gleymum því að mannleg hegðun stýrist af því að við sækjum í ánægju og reynum að forðast sársauka og á meðan að reynsla okkar af nýju lífsmynstri er meira tengd sársauka en ánægju er engin mannleg leið að halda nýja mynstrinu til streitu.
Hvað er þá til ráða? Hvernig getum við náð markmiðum okkar og árangri til frambúðar? Hvernig förum við að því að taka skrefið alla leið?
Hér fyrir neðan eru nokkur ráð sem þú getur nýtt þér til að taka skrefið til fulls. Þetta eru fyrstu 3 ráðin sem ég kenni af 16 sem ég kenni á námskeiðinu ‘Nýársheitin og hvernig á að standa við þau’.
1. Að skrifa niður nýársheitin er fyrsta skrefið en að sjálfsögðu ekki nóg. Þau markmið sem þú setur þér á árinu verða að vera nákvæm og hnitmiðuð. Ef þú vilt breyta lífsstílnum er ekki nóg að ákveða að borða hollan mat og hreyfa sig. Hverju nákvæmlega ætlar þú að breyta og hvernig ætlar þú að gera það? Það er ekki nauðsynlegt eins og margir halda að ákveða fyrirfram hvert einasta skref að settu marki heldur er það nóg að þú ákveðir markmið vikunnar eina viku í senn. Á meðan að þú færist fram á við í viku hverri getur þú verið viss um að ná settu marki á einhverjum tímapunkti.
2. Einblíndu á markmið vikunnar og jafnvel á markmið dagsins í stað þess að hugsa um lokamarkmiðið. Ef þú ætlar þér að léttast um 30 kg hugsaðu um 1 kg í einu eða jafnvel bara hálft. Einnig mæli ég frekar með að þú einblínir á hegðunar markmið frekar en útkomu markmið sem þýðir að það þú einblínir frekar á að breyta ákveðnu hegðunarmynstri í viku hverri í stað þess að einblína á að missa ákveðinn kílóa fjölda. Þú gætir til dæmis sett þér það sem markmið að fara í ræktina 3 sinnum þá vikuna, borða 2 skammta af grænmeti á hverjum degi og drekka 2 litra af vatni. Ef þú nærð þessum markmiðum og heldur þeim svo við hefur þú tekið skrefið í átt að bættum og betri venjum. Næstu viku getur þú svo sett þér ný hegðunarmarkmið sem þú einnig heldur við í áframhaldinu. Það getur hjálpað þeim sem eru með vigt- maníu (þ.e.a.s þeir sem stíga á vigt á hverjum degi og láta svo útkomuna ráða skapgerð dagsins) að henda vigtinni út og einblína frekar á hvernig líðan breytist og hvernig lífstíllinn hefur breyst..
3. Einblíndu á þann mat sem þú veist að kemur til með að hjálpa þér að ná settu marki í stað þess að einblína á þann forboðna. Þegar ég byrjaði feril minn í Ræktinni Seltjarnarnesi fyrir 16 árum síðan man ég að ég gaf þeim viðskiptavinum sem komu á fitubrennslunámskeið hjá mér 2 matarlista, einn innihélt allan þann mat sem ég vildi að þeir forðuðust og hinn listinn bar þann mat sem ég mælti með. Síðan bað ég fólk um að hengja báða listana á ísskápinn. Það sem gerðist var að í stað þess að neyslan minnkaði á þeim mat sem ég bað fólk um að forðast jókst hún. Ég lærði það síðar að það sem við einblínum á langar okkur í og með því að hafa bannlistann fyrir augunum í hvert sinn sem ísskápurinn var opnaður jókst að sjálfsögðu löngunin. Því ráðlegg ég að setja engan mat á bannlista heldur einblína og hugsa um það sem þú ætlar að bæta við mataræðið frekar en það sem þú ætlar að taka út.
Mundu að breyta um lífsstíl fjallar um að breyta og bæta rótgrónum venjum. Það tekur tíma og þolinmæði þar sem þú þarft að forrita heilann upp á nýtt. Með því að taka eitt skref í einu, einblína á skammtíma markmið og tengja jákvæðar tilfinningar nýjum lífsstíl eykur þú líkurnar margfalt á því að á næsta ári getir þú sett þér NÝ markmið í stað þeirra sem þú hefur nú unnið að í fjölda ár án þess að sjá árangur erfiðis.
Höfundur: Helga Marin Bergsteinsdóttir.
Helga Marin er heilsu og íþróttafræðingur,sem búsett er í Dubai er komin hingað til lands í stuttan tíma til að vera með fyrirlestra og námskeið. Síðustu þrjú skipti sem Helga var á landinu hélt hún yfir 90 fyrirlestra og námskeið með metaðsókn. Helga rekur sitt eigið fyrirtæki, Health, Mind and Body í Dubai og hefur unnið sér þar sess sem þekktur heilsufræðingur fyrir þær óhefðbundnu leiðir sem hún fer. Helga hefur útbúið fjölda námskeiða sem fyrirbyggja og veita lausnir gegn sjúkdómum, sjálfseflingarnámskeið, streitu-lausnir og aðhaldsnámskeið.
Hrós eða afbrýðisemi?

Ég hef stundum komið inn á hvað hrós er mikilvægt, það að hrósa öðrum og kunna að taka á móti hrósi. En ekki búast of mikið við hrósi því það getur alltaf verið einhver „stífla“ til staðar, t.d afbrýðisemi.
Þú þarft ekki endilega að halda að það séu bara óvinir sem geta orðið afbrýðisamir, heldur eru þetta einstaklingar sem vilja vera í þínum sporum en vita ekki hvernig þeir eiga að koma orðum að eða hvað þeir þurfa að gera til að ná sambærilegum árangri. Eflaust geta þetta verið þeir einstaklingar sem flokkast undir það að vera bestu vinir þinir. Þeir vilja vera á þeim stað sem þú ert á. Misjöfn viðbrögð geta þó átt sér stað, einhverjum finnst það alveg nauðsynlegt að gagnrýna þig eða gjörðir þínar á meðan aðrir myndu kannski reyna að stela senunni eða fanga athyglina með einhverjum öðrum hætti um leið og færi gefst.
Það er ekki hegðun annara sem raskar ró þinni, heldur eigin viðbrögð við þeirri hegðun.
Gott að muna eftir þessari gullnu setningu “til hamingju” eða “ég samgleðst þér innilega¨. Æfingin skapar meistarann.
Gleðilegt nýtt ár. Förum inn í nýtt ár, stolt af sjálfum okkur og öðrum.
Höfundur: Björk Varðardóttir.
Stöðvarstjóri World Class Kringlunni.
Hvernig kom Cameron Diaz sér í form?

Þegar Cameron Diaz var í menntaskóla var venjulegur hádegismatur hjá henni á hverjum degi tvær Taco bell burritos og kók, eins og hún segir frá í nýrri bók sinni The Body book . Hvernig lærði hún að breyta matarvenjum sínum til hins betra? Með þessum einföldu ráðum sem Cameron fjallar um í bókinni, ásamt því hvernig styrkja má líkamann og hugann, af því að eins og hún segir “að vita hvernig þú átt að hugsa um þig eru mikilvægustu upplýsingarnar sem þú getur fengið”.
Ekki hunsa hungrið!
Þegar maginn á þér urrar þá er líkaminn að segja þér að frumur líkamans séu búnar með næringuna og vanti meiri orku til að starfa og halda þér á tánum. Þegar þú fullnægir ekki hungrinu þá muntu borða hvaða mat sem þú finnur, alveg sama hver hann er. Svo til að koma í veg fyrir að þú borðir yfir þig mælir hún með að þú þaggir niður í sætindaþörfinni um leið og hún byrjar.
Líkami þinn vill vera sterkur.
Cameron trúir því að líkami okkar sé hannaður fyrir framfarir, ekki hvíld – “eðlishvöt þeirra eru að vera kraftmiklir og seigir”. Að sitja kyrr allan daginn stríðir gegn náttúrulegri þörf líkamans fyrir að hreyfa sig. Sem betur fer er einfalt að færa meiri hreyfingu inn í daglega rútínu. Að labba stigann í stað þess að taka lyftuna er til dæmis mjög einfalt.
Agi er besta vopnið.
Agi er grunnurinn að lífinu segir Cameron. Það er hann sem styður þig og veitir stöðugleika og uppbyggingu fyrir allt sem þú gerir. Margir eiga í slæmu sambandi við eigin sjálfsaga. En ef að þú lítur á hann sem vöðva sem þú getur styrkt, þá breytir þú aga í verkfæri sem hjálpar þér að ná markmiðum þínum – í stað þess að vera eitthvað sem vinnur gegn þér.
Þetta eru engin ný sannindi hjá Cameron, en aldrei er góð vísa of oft kveðin.
Er píkan mín í lagi?

Ég rakst á grein á netinu þar sem er verið að hvetja konur til að fara í aðgerð að láta þrengja píkuna sína. Ég er ennþá að melta þessa grein og get hreinlega ekki komið því fyrir mér af hverju einhver kona heldur að hún þurfi aðgerð til að láta þrengja á sér leggöngin til að vera betri rekkjunautur.
Þessi míta um að konur séu með mis þrönga eða víða píku er svo röng. Allskonar staðhæfingar um að þær konur sem stundi mikið kynlíf séu með víðari píku en þær sem stunda ekki jafn mikið kynlíf og að þær konur sem eigi mörg börn séu ekki mönnum bjóðandi því þær séu svo víðar.
Fáfræðin er svo mikil að áður en fólk fer að taka ákvörðun eða ætlast til þess að einhver fari í aðgerð til að láta þrengja sig ættu allir að kynna sér hvernig leggöng á konum virka.
Við getum verið miss vel stefndar fyrir kynlíf og það er að mestu leiti það sem stjórnar því hversu “þröngar” við erum. Ef við erum illa stefndar og stressaðar þá virka leggöngin þrengri en ef við erum vel stefndar og spenntar ná leggöngin að slaka betur á og erum við þar að leiðandi “víðari” Svo það getur auðveldlega verið daga munur.
Það er síðan grindarbotninn sem stjórnar því alfarið hversu vel við getum herpt leggöngin. Ef grinda botninn er sterkur getum við herpt betur og lengur. Allar konur ættu að vera duglega að gera grindabotns æfingar. Ekki bara til að njóta kynlífs betur heldur einnig upp á líkamlegt heilbrigði.
Þarna sannar sig að þær konur sem stundi mikið kynlíf séu ekkert víðari en aðrar því í raun er kynlíf ein góð grindabotns æfing. Engin aðgerð getur kennt þér listir í svefnherberginu, æfingin skapar meistarann og langbesta aðferðin er að tala saman um hvað þið fílið og viljið prufa.
Njótið lífsins.
14 leiðir til að léttast hratt!

Nú eru margir að jafna sig eftir hátíðarnar finnst þeir jafnvel hafa borðað ALLTOF mikið og sjá eftir því að hafa leyft sér allt um jólin. EKKI GERA ÞAÐ! Jólin eru til þess að leyfa sér og njóta, það er bara jákvætt og við eigum það öll skilið endrum og eins.
Það er hinsvegar allt í lagi að fara að hugsa um heilsuna núna og margir áreiðanlega staðráðnir í því að borða hollt núna og ná af sér einhverjum aukakílóum og aðrir ætla sér að styrkja sig og vilja jafnvel bæta á sig nokkrum kílóum.
Fyrir ykkur sem viljið létta ykkur eru hér nokkur ráð sem Health.com birti hjá sér og við viljum deila með ykkur. Þetta eru ráð frá einstaklingum sem hafa reynslu af því að losa sig við kílóin, svo það hlýtur að vera eitthvað að marka þetta. Auðvitað viljum við öll að þyngdartapið taki sem skemmstan tíma
1. Borðaðu heima![woman-blending-fruit-20501331-400x400]()
„Einu sinni borðaði ég alltof í viku á veitingastöðum. Núna leyfi ég mér það bara einu sinni í viku og þá panta ég mér kjúklingasalat frekar en pasta og á einum mánuði hef ég lést um rúm 9 kg.“ —Kerri Butler, Joplin, MO
2. Ekki hafa snakk og nammi í matarinnkaupunum
„Ég náði að létta mig bara með því einu að hætta að kaupa snakk og aðrar saltar vörur og sætindi í matvöruversluninni. Þegar ég var svo heima á kvöldin og langaði í eitthvað svona, þá var það ekki til og ég hefði þurft að labba út í búð til að kaupa það. Það fékk mig til þess að sleppa þessu bara alfarið.“—Heather Del Baso, Worcester, MA
3. Borðaðu 300 kaloríur í morgunmat
„Einu sinni borðaði ég aldrei morgunmat en núna sleppi ég honum aldrei. Ég borða alltaf um 300 kaloríur á morgnana, sem samanstanda af próteini og trefjum. Á einu ári hef ég misst 29 kílógrömm.“ —Bo Hale, Tulsa, OK
4. Taktu fimm mínútna æfingar
„Ég reyni að taka stuttar æfingalotur í hvert skipti sem ég hef tíma. Til dæmis tek ég magaæfingar í auglýsingarhléum í sjónvarpinu og dansa meðan ég er að vaska upp. Með þessu brenni ég auka hitaeiningum og þetta heldur mér frá hugsunalausu áti fyrir framan sjónvarpið. Fötin mín passa betur á mig og ég er stinnari en nokkru sinni fyrr.“ —Megan Tiscareno, Hammond, IN
5. Hættu ósiðunum
„Ég hætti að reykja og fór strax af stað í ræktina og fékk mér einkaþjálfara. Það var ekki séns að ég gæti lifað heilbrigðu lífi og stundað líkamsrækt ef ég var alltaf að kveikja mér í sígarettu inn á milli. Ég hef misst tæp 17 kíló á þremur mánuðum.“ —Leila Fathi, Memphis, TN
6. Hreinsaðu til í skápunum![pantry-piles-junkfood-400x400]()
„Ég fór í gegnum skápana í eldhúsinu hjá mér og skipti út þeim matvælum sem ég var vön af fara offari í. Til dæmis skipti ég út rjómaísnum fyrir ristuð sólblómafræ og Special K Chocolatey Delight cereal. Þá fór ég að taka betri ákvarðanir sjálfkrafa. Í dag er ég léttari en áður en ég átti börnin mín tvö.“ —Lori Feldman, Coconut Creek, FL
7. Breyttu rútínunum
„Það var vani hjá mér og vinnufélögunum að fara eftir vinnu og fá okkur eitthvað að borða saman og maturinn sem varð fyrir valinu var oftast djúpsteiktur. Svo ákváðum við að breyta þessu og fórum í staðinn út að ganga eða hlaupa eftir vinnu, rétt hjá vinnustaðnum. Ári síðar er ég búin að léttast um 18 kíló.“—Ellen Setzer, Cleveland, OH
8. Hafðu þetta skemmtilegt
„Ég fyllti iPodinn minn með lögum sem fá mig til þess að hlakka til þess að fara í ræktina. Þau fylla mig að krafti og mig langar sífellt að fara hraðar og langar að klára allan lagalistann svo æfingarnar mínar taka lengri tíma núna. Tveimur mánuðum síðar er ég 6 kílóum léttari og með geðveika fótleggi!“ —Kara Marshall, York, ME
9. Borðaðu grænmeti
„Með því að bæta grænmeti við mat sem ég elska, eins og að borða pizzu með klettasalati og papriku í stað pepperoni. Ég varð södd mjög hratt að ég hafði ekki lengur pláss fyrir hluti eins og kartöfluflögur og fitandi eftirrétti. Nú er ég komin niður um 4 fatastærðir.“-Janessa Mondestin, New York City, NY
10. Hlauptu
„Mig langaði að passa aftur í gallabuxurnar mínar. Ég byrjaði að hlaupa í 20 mínútur á dag í hádegishlénu mínu. Á tveimur mánuðum hef ég lést um 9 kíló og er ótrúlega orkumikil. Þessar gallabuxur eru meira að segja orðnar of stórar á mig núna!“—Lauren Castor, Anniston, AL
11. Jóga![downward-dog-red-20501331-400x400]()
„Jóga er það besta sem ég hef upplifað þegar kemur að sambandi mínu við mat. Nú stunda ég jóga nokkrum sinnum í viku og ég er mun meðvitaðri um líkama minn og hungurtilfinninguna. Ég borða betur og borða ekki of mikið. Ég er komin niður um eina fatastærð og appelsínuhúðin mín er farin.“ —Jessica Nicklos, Morgantown, WV
12. Ekki stækka máltíðina
„Áður fyrr þegar ég fór út að kaupa mér skyndibita var ég vön að stækka máltíðina. Núna, ef ég fæ löngun í skyndibita, panta ég mér bara eitthvað eitt, lítinn skammt af frönskum eða einn skammt af nöggum. Nú þegar hef ég losnað við 7 kíló á sjö vikum og ég er að verða grennri en þegar ég var í framhaldsskóla, en það er 10 ára „ríjúníon“ á þessu ári svo það er ekki leiðinlegt.“ —Miranda Jarrell, Birmingham, AL
13. Prófaðu nýjan tíma
„Fyrir tveimur mánuðum fór ég að stunda Zumba tvisvar í viku. Danssporin eru villt og tóna vöðvana svakalega, sérstaklega fótleggina og magavöðvana og svo fer hjartað að slá hraðar og brennslan fer í gang. Ég hef losað mig við tæp 5 kíló á þessum tveimur mánuðum og ég er að ná markmiðinu mínu.“ —Morgan Howe, Rochester, NY
14. Ekki borða á kvöldin![mother-fridge-diving-400x400]()
„Þegar ég hef verið að grenna mig eftir barnsburð þá hef ég sett það sem reglu að borða ekki eftir kl hálfsjö á kvöldin á virkum dögum. Um helgar hef ég leyft mér það að fá mér eitthvað nasl með sjónvarpinu. Það hefur tekið mig um 2 mánuði að fá líkamann minn í svipað horf og fyrir barnsburð.“ —Deborah Gilboa, Pittsburgh, PA
Svona áttu að þvo þér um hárið! – Myndband

Sú einfalda athöfn að þvo sér um hárið er eitthvað sem að ætti að vera auðvelt fyrir okkur eftir öll þessi ár, en þú gætir verið að gera það á rangan hátt.
Maria Del Russo segir okkur hér frá nokkrum atriðum sem við gætum verið að gera rangt og hvað við eigum að gera til að hárþvotturinn verði betri.
1. Bleyttu hárið vel með vatna áður en þú byrjar að setja sjampó í það. Passaðu síðan að hreinsa það allt vel úr til að koma í veg fyrir að sjampó safnist upp í hárinu.
2. Forðastu að setja hárið allt í einn haug efst á hausnum til að koma í veg fyrir flækjur og hnúta.
3. Farðu varlegum höndum um hárið og notaðu fingurgómana, ekki neglurnar til að nudda hársvörðinn.
4. Það er engin þörf á að þvo, hreinsa og endurtaka í hvert sinn sem þú þværð þér um hárið, nema hárið á þér sé mjög skítugt.
5. Þvoðu þér sjaldnar um hárið, tvisvar í viku er nóg þar sem að olíurnar í hársverðinum eru góðar fyrir háríð.
6. Konur með krullað, þykkt eða þurrt hár ættu að þvo það með hárnæringu frekar en sjampói þar sem að mörg sjampó innihalda sterk efni eins og til dæmis súlfat sem dregur rakann úr hárinu.
Hvað á að drekka mikið af vatni á dag?

Heimasíðan Betri næring er glæsileg ný síða þar sem hægt er að lesa sannleikann um næringu og heilsu og eru það þau Kristján Már Gunnarsson og Ragna S. Óskarsdóttir sem halda síðunni úti.
Þau birtu á dögunum þessa flottu grein um vatnsdrykkju og fengum við leyfi til að birta hana hér.
————————-
Um það bil 60% mannslíkamans er vatn.
Við erum stöðugt að losa vatn úr líkamanum, aðallega í gegnum þvag og svita.
Líkaminn býr hins vegar ekki yfir neinum búnaði til að geyma vatn á lager og því þurfum við stöðugt að bæta okkur upp það sem við töpum.
Það sem sérfræðingarnir segja
Það eru ýmsar skoðanir á hversu mikið og oft við eigum að drekka.
Heilbrigðisyfirvöld mæla yfirleitt með 8 glösum af vatni á dag, eða ca 2 lítrum.
Hins vegar eru aðrir “heilsugúrúar” sem halda því fram að við römbum á mörkum ofþornunar og að við þurfum því stöðugt að vera að sötra vatn yfir daginn… jafnvel þó við finnum ekki fyrir þorsta.
Eins og með annað, þá fer þetta aðallega eftir einstaklingnum og það eru fjölmargir þættir (bæði innri og ytri) sem á endanum stjórna því hversu mikið vatn við þurfum.
Mig langar að kíkja á nokkrar rannsóknir á vatnsneyslu og niðurstöður þeirra um hvernig vatnsdrykkja hefur áhrif á líkama og heila, og útskýra síðan hvernig við getum á auðveldan hátt fundið út hvað við þurfum mikið vatn.
Getur meira vatn aukið orku og bætt heilastarfsemi?
Margir halda því fram að ef við drekkum ekki nóg yfir daginn, þá verðum við orkuminni og heilastarfsemi okkar sé ekki upp á sitt besta.
Það er til eitthvað af rannsóknum sem styðja þetta.
Ein rannsókn á konum sýndi að 1,36% vökvatap í kjölfar æfingar hafði áhrif á bæði skap og einbeitingu, auk þess sem tíðni höfuðverkja jókst (1).
Það eru aðrar rannsóknir sem sýna að lítilvæg ofþornun (1 – 3% af líkamsþyngd) sem kemur til annaðhvort í kjölfar æfinga eða hita geti haft neikvæð áhrif á heilastarfsemi (2, 3, 4).
Þú verður samt að hafa í huga að 1% af líkamsþyngd er ágætlega mikið. Þetta gerist helst ef þú svitnar mjög mikið, eins og til dæmis á æfingu eða í miklum hita.
Mild ofþornun getur líka haft neikvæð áhrif á líkamlega frammistöðu og leitt til minna úthalds (5, 6, 7).
Niðurstaða: Væg ofþornun af völdum æfinga eða hita getur haft væg neikvæð áhrif á heilastarfsemi og líkamlega getu.
Getur mikil vatnsdrykkja hjálpað þér að léttast?
Það er oft fullyrt að vatnsdrykkja hafi áhrif á líkamsþyngd… að meira vatn geti aukið brennslu og dregið úr matarlyst.
Samkvæmt tveimur rannsóknum getur drykkja á 1/2 lítra af vatni aukið brennslu um 24-30%, tímabundið (8).
Efsta línan hér fyrir neðan sýnir hvernig 1/2 lítri af vatni jók brennsluna. Þú getur séð hvernig áhrifin dvína á 90 mínútna tímabili (9).
Rannsakendur áætla að 2ja lítra vatnsdrykkja á dag geti aukið brennslu um ca 96hitaeiningar á dag.
Líklega er best að drekka kalt vatn í þessum tilgangi, því eftir því sem vatnið er kaldara fer meiri orka í að hita það upp í líkamshita.
Að drekka vatn hálftíma fyrir máltíðir getur líka dregið úr því magni sem við borðum, sérstaklega á þetta við hjá eldri einstaklingum (10, 11).
Ein rannsókn sýndi að þeir sem voru í megrun og drukku 1/2 lítra af vatni fyrir mat, misstu 44% meiri þyngd á 12 vikum en þeir sem ekki drukku vatnið (12).
Í það heila virðist hæfileg vatnsdrykkja (sérstaklega fyrir máltíðir) hafa markverð áhrif á þyngdartap, sérstaklega þegar hún fer saman við hollt mataræði.
Niðurstaða: Að drekka vatn getur valdið vægri, tímabundinni brennsluaukningu og að drekka vatn ca hálftíma fyrir mat getur valdið því að við borðum færri hitaeiningar.
Getum við komið í veg fyrir heilsufarsvandamál með því að drekka meira vatn?
Það eru nokkur heilsufarsvandamál sem aukin vatnsdrykkja getur haft góð áhrif á:
- Bólur og rakastig húðar: Það er mikið um frásagnir á netinu þar sem sagt er að vatn styrki rakastig húðar og dragi úr bólum, en ég fann engar rannsóknir sem studdu þetta.
Niðurstaða: Að drekka meira vatn getur hjálpað til við sum heilsufarsvandamál, eins og harðlífi og nýrnasteina.
Teljast aðrir drykkir með?
Hreint vatn er ekki eini vökvinn sem hefur áhrif á líkamann, aðrir drykkir og fæðutegundir skipta líka máli.
Ein mýtan er sú að drykkir sem innihalda koffín (eins og kaffi eða te) teljist ekki með þar sem koffín sé vatnslosandi.
Rannsóknir sýna hins vegar að þetta sé ekki rétt, því vatnslosandi eiginleiki þessara drykkja er tiltölulega lítill (22).
Flest fæða er einnig stútfull af vatni. Kjöt, fiskur, egg og ávextir og flest grænmeti innihalda einnig töluvert magn vatns.
Ef þú drekkur kaffi eða te og borðar vatnsmikinn mat, þá er alveg eins möguleiki að þetta sé nægilegt til að viðhalda rakastigi líkamans, svo lengi sem þú svitnar ekki mikið.
Niðurstaða: Aðrir vökvar sem þú drekkur leggja sitt af mörkum til viðhalds vökvajafnvægis líkamans, þar á meðal drykkir sem innihalda koffín eins og kaffi og te. Flest fæða inniheldur vatn.
Treystu þorstanum… það er ástæða fyrir honum
Að viðhalda réttu vökvastigi skiptir mjög miklu.
Þess vegna hefur náttúran séð okkur fyrir innra stýrikerfi til að stjórna því hvenær og hversu mikið við drekkum.
Þegar vökvamagn líkamans fer undir ákveðin mörk kemur þorstinn til sögunnar.
Þessu er stjórnað af ferli svipuðu því að anda…við þurfum ekkert að velta því sérstaklega fyrir okkur.
Fyrir flesta er líklega engin ástæða til að hafa áhyggjur af vatnsneyslu… þorstinn er mjög áreiðanleg tilfinning og honum hefur tekist að halda okkur mönnum á lífi í mjög mörg ár (23).
Það eru engin raunveruleg vísindi á bak við “8 glös á dag” regluna. Hún er algjörlega úr lausu lofti gripin (24).
Að því sögðu, þá eru sérstakar aðstæður sem geta kallað á aukna vatnsneyslu… það er, meiri vatnsneyslu en þorstinn framkallar.
Mikilvægastir eru líklega þeir tímar þegar við svitnum mjög mikið. Hér á meðal eru æfingar og heitt veður (sérstaklega í þurru andrúmslofti).
Ef þú svitnar mikið skaltu passa þig á að drekka vel. Íþróttamenn geta líka þurft á löngum, erfiðum æfingum að bæta við söltum samhliða vatni.
Vatnsþörf eykst líka þegar konur eru með börn á brjósti og einnig þegar við fáum uppköst eða niðurgang.
Eldra fólk getur þurft að fylgjast sérstaklega með vatnsneyslu sinni, því sumar rannsóknir sýna að þorstatilfinningin getur dofnað með aldrinum (25).
Niðurstaða: Flestir þurfa ekki að velta vatnsneyslu fyrir sér, því þorstatilfinningin er mjög skilvirk. Hins vegar kalla sérstakar aðstæður á aukna vatnsneyslu.
Hversu mikið vatn er best?
Þegar öllu er á botninn hvolft, þá getur enginn sagt þér hversu mikið vatn þú þarft. Eins og með flesta hluti fer þetta eftir einstaklingnum.
Prófaðu þig áfram… sumir fúnkera betur með meira vatni en venjulega, á meðan aðrir finna bara fyrir þeim óþægindum að þurfa að fara oftar á klósettið.
Að því sögðu, er ég ekki viss um að sá litli ágóði sem fylgir því að halda líkamanum nákvæmlega rétt vökvastilltum sé svo mikill að hann bæti upp fyrir óþægindin sem fylgja því að vera stöðugt að hafa áhyggjur af að drekka nóg. Lífið er nógu flókið!
Ef þú vilt hafa hlutina einfalda (alltaf góð hugmynd) þá henta þessar leiðbeiningar í 90% tilvika.
1. Ef þú ert þyrstur, drekktu.
2. Þegar þú ert hættur að vera þyrstur, hættu þá að drekka.
3. Þegar þú svitnar mikið, drekktu nóg til að bæta upp fyrir vökvatapið.
4. Fleira var það ekki.
Þessi grein birtist upphaflega á AuthorityNutrition.com.
P.S. Ekki gleyma að læka okkur á Facebook!
5 hrukkubanar fyrir unga jafnt sem aldna

Það fylgir aldrinum að fá eina og eina hrukku. Sumir fá nokkrar örfínar broshrukkur á meðan aðrir eru ekki eins heppnir. Það er hægt að gera ýmislegt til að aðstoða húðina að sporna gegn hrukkum þó svo að auðvitað komum við aldrei í veg fyrir eðlilega öldrun húðarinnar. Við getum þó hægt á henni með þessum ráðum.
Drekktu nóg af vatni
Vatn er ekki bara gott, það er líka nuðsynlegt. Þegar við eldumst á líkaminn erfiðara með að viðhalda rakanum. Þetta getur leitt til ofþornunar og ofþornun eykur líkur á djúpum hrukkum. Til að koma í veg fyrir þornun húðarinnar er ráðlagt að drekka 8 glös af vatni á dag.
Sofðu á bakinu
Þegar við liggjum á maganum með hausinn á kafi í koddanum verða til hrukkur sem slétta svo úr sér þegar við förum á fætur. Með aldrinum missir húðin þó teygjanleika sinn og þessar hrukkur geta orðið partur af útliti okkar.
Ekki pýra augun
Ef við pýrum augun oft og mikið þreytum við andlitsvöðvana og búum til dældir undir húðinni. Að lokum breytist dældin í djúpar hrukkur í kringum augun. Svo í stað þess að pýra augun, fáðu þér lesgleraugu.
Notaðu rakakrem
Við þurfum ekki dýru hrukkukremin til þess að gefa húðinni raka. Það er nóg að nota gott rakakrem fyrir þína húðtýpu. Eins og fram kom er raki lykilatriðið í baráttunni við hrukkurnar.
Forðastu útfjólubláageisla
Sólböð og ljósabekkir fara ekki vel með húðina. Í raun fara útfjólubláir geislar sólarinnar svo illa með húðina að læknar hafa varað við of mikilli notkun ljósabekkja og sólbaða. Ekki bara eiga þeir sem ofnota sólarljósið á hættu á húkrabbameini heldur eldist húðin mun hraðar því meira sem við leyfum útfjólubláum geislum að sleikja húðina.
Svo slepptu ljósabekkjunum og þegar þú ferð í sólbað, notaðu sólarvörn merkta UV protection.
7 leiðir til að léttast sjálfkrafa

Heimasíðan Betri næring er glæsileg ný síða þar sem hægt er að lesa sannleikann um næringu og heilsu og eru það þau Kristján Már Gunnarsson og Ragna S. Óskarsdóttir sem halda síðunni úti.
Þau birtu á dögunum þessa flottu grein um 7 leiðir til að léttast sjálfkrafa og fengum við leyfi til að birta hana hér:
—————-
“Borðaðu minna, hreyfðu þig meira.”
Þetta eru skilaboðin sem við fáum frá heilsusérfræðingum.
Þeir gera ráð fyrir að eina ástæðan fyrir að við léttumst sé hitaeiningar.
Þetta er einfaldlega rangt vegna þess að líkamsstarfsemi okkar er töluvert flóknari en svo.
Mismunandi matur hefur mismunandi áhrif, bæði á svengd og hormónastarfsemi. Því eru ekki allar hitaeiningar eins.
Sannleikurinn er sá… að það er ýmislegt sem þú getur gert til að léttast, án þess nokkurn tímann að telja hitaeiningar.
Hér eru 7 þekktar leiðir til að léttast “sjálfkrafa”.
1 . Skiptu korninu í morgunmatnum út fyrir egg
Að léttast getur verið jafn einfalt og að breyta morgunmatnum.
Tvær aðskildar rannsóknir sýndu fram á að egg í morgunmat (samanborið við beyglur) geta sjálfkrafa valdið því að þú léttist.
Í annarri rannsókninni voru 30 konur í yfirvigt látnar borða annað hvort beyglur eða egg í morgunmat (1).
Eggjahópurinn endaði á að borða ekki bara færri hitaeiningar í hádeginu, heldur líka restina af deginum og næstu 36 klukkustundir.
Eggin voru einfaldlega svo mettandi að konurnar borðuðu sjálfkrafa færri hitaeiningar í næstu máltíðum.
Í annarri rannsókn var 152 einstaklingum í yfirvigt skipt í hópa. Annar hópurinn borðaði egg, hinn beyglur… báðir hóparnir voru á hitaeiningaskertu mataræði (2).
Eftir 8 vikur hafði eggjahópurinn misst marktækt meiri þyngd en beygluhópurinn:
- 65% meira þyngdartap.
- 61% meiri lækkun BMI-stuðulsins.
- 34% meiri munur á mittismáli.
- 16% meiri lækkun á fituprósentu.
Það munaði ekki mjög miklu á þyndgdartapi, en þetta sýndi þó greinilega að einfaldur hlutur eins og að breyta einni máltíð getur haft áhrif.
Annar frábær ávinningur þess að borða egg er að þau eru meðal hollustu matvæla í heiminum. Nýjar rannsóknir sýna að þau hækka hvorki slæmt kólesteról né valda hjartasjúkdómum eins og áður var talið (3, 4, 5, 6).
Ef þér finnst að þú hafir ekki tíma til að elda hollan morgunmat skaltu hugsa þig um. Undirbúningur morgunmats með nokkrum eggjum og grænmeti þarf ekki að taka lengri tíma en 5-10 mínútur.
Stilltu vekjaraklukkuna þína bara nokkrum mínútum fyrr… þá er vandamálið leyst.
Niðurstaða: Rannsóknir sýna að egg í morgunmat geta ýtt undir að þú borðir sjálfkrafa færri hitaeiningar en ef þú hefðir fengið þér beyglur í morgunmat.
2. Að nota minni diska veldur því að þér finnst þú borða meira
Heilinn er flókið fyrirbæri.
Hann virðist oft vinna á dularfullan hátt… og stjórn hans á neysluhegðun er ótrúlega flókin.
Það er heilinn sem á endanum ákvarðar hvort við borðum eða borðum ekki.
Það er athyglisvert að þú getur “platað” heilann og látið hann trúa að þú borðir meira en þú gerir.
Þetta er með því að nota minni diska.
Því stærri sem diskarnir eða skálarnar eru, því minna telur heilinn að þú hafir borðað. Með því að nota minni diska platar þú heilann til að verða saddan með færri hitaeiningum.
Þetta er furðulegt… en sálfræðingar hafa kannað þetta og þetta virðist virka ágætlega (7, 8).
Niðurstaða: Það er hægt að “plata” heilann til að trúa því að þú hafir borðað meira ef þú minnkar diskana.
3 . Að borða meira prótein getur dregið úr matarlyst, aukið fitubrennslu og hjálpað þér til að fá meiri vöðva
Af einhverri furðulegri ástæðu hefur prótín fengið á sig slæmt orðspor.
Margir halda að það “losi” kalk úr beinum og valdi nýrnasjúkdómum.
Hins vegar er það algjört bull sem hefur aldrei verið stutt af vísindum.
Það er til fjöldi rannsókna sem sýna að prótín getur aukið fitubrennslu og dregið úr hungri sem leiðir svo sjálfkrafa til þyngdartaps.
Í raun sýna rannsóknir að prótín styður frekar við brennslu en nokkuð annað næringarefni (9, 10).
Ein af ástæðunum fyrir því er sú að líkaminn notar fleiri hitaeiningar til að melta og nýta prótein en fitur og kolvetni.
Prótín er líka mettandi og dregur því úr svengd (11).
Í einni rannsókn kom í ljós að þegar prótínneysla var aukin í 30% af heildarhitaeiningum, þá minnkaði hitaeininganeysla sjálfkrafa um 441 hitaeiningu á dag (12).
Margar rannsóknir sýna að aukin prótínneysla leiðir sjálfkrafa til þyngdartaps, jafnvel þó fólk borði þar til það er mett (13, 14, 15, 16).
Prótín getur einnig ýtt undir að þú verðir vöðvastæltari, sérstaklega ef þú lyftir líka lóðum. Vöðvavefur er virkur í efnaskiptum, en það þýðir að hann brennirhitaeiningum, líka í hvíld (17, 18, 19).
Besta leiðin til að borða meira prótín er að borða meiri dýrafurðir eins og kjöt, fisk og egg… helst í hverri máltíð.
Niðurstaða: Aukið prótín í matnum getur hraðað brennslu og dregið úr hungri. Það getur einnig aukið vöðvamassa og hjálpað þér til að brenna fleiri hitaeiningum allan sólarhringinn.
4. Að borða orkulítil og trefjamikil matvæli veldur því að þú verður saddari af færri hitaeiningum
Önnur leið til að verða mettur af færri hitaeiningum er að borða matvæli sem hafa lítið orkuinnihald.
Þetta eru matartegundir sem innihalda mikið vatn, eins og grænmeti og ávextir.
Rannsóknir sýna ítrekað að þeir sem borða orkusnauðan mat léttast meira en þeir sem borða mjög orkuríkan mat (20, 21, 22).
Ein rannsókn sýndi að konur sem borðuðu súpu (lítil orka) misstu 50% meiri þyngd en konur sem átu orkumikið snarl (23).
Grænmeti inniheldur líka mikið af leysanlegum trefjum, en sumar rannsóknir hafa sýnt fram á þær valda þyngdartapi (24, 25, 26).
Annar kostur við leysanlegar trefjar er að bakteríur í meltingarveginum brjóta þær niður og framleiða fitusýru sem kallast butyrate, en það lítur út fyrir að hún hafi töluverð áhrif gegn offitu… í það minnsta hjá rottum (27).
Að sameina dýraafurðir (prótínríkar) með miklu af plöntum (orkusnauðar) er lykill að velgengni.
Niðurstaða: Að velja orkusnauð matvæli (eins og grænmeti og ávexti) hjálpar þér til að vera saddur af færri hitaeiningum.
5. Að skera niður kolvetni getur valdið því að þú léttist hratt þó þú borðir þar til þú ert mettur
Sennilega er besta leiðin til að byrja að léttast án þess að telja hitaeiningar eða stjórna skammtastærðum að draga úr neyslu kolvetna.
Rannsóknir sýna ítrekað að þeir sem minnka kolvetni fara sjálfkrafa að borða færri hitaeiningar og léttast án meiriháttar átaks (28, 29).
Í einni rannsókn var 53 ofþungum konum raðað handahófskennt í lágkolvetnahóp eða hitaeiningaskertan lágfitu hóp. Rannsóknin stóð yfir í 6 mánuði (30):
Konur í lágkolvetna hópnum misstu tvisvar sinnum meiri þyngd (8,5 kg) en lágfituhópurinn (3,9 kg) þó þær fengju að borða þar til þær urðu mettar. Ekki gleyma að hjá lágfituhópurinn var að skerða hitaeiningar.
Besta leiðin til að skera niður kolvetni er að draga úr eða útrýma helstu kolvetnagjöfum úr mataræðinu eins og sykri, sælgæti, gosdrykkjum, auk sterkjuríkra matvæla eins og brauði, pasta, kartöflum o.fl.
Að koma kolvetnaneyslu niður í 100-150 grömm af kolvetnum á dag getur verið gagnlegt. Ef þú vilt léttast hratt, þá skaltu fara undir 50 grömm á dag, en það getur skilað miklum árangri.
Annar mikill ávinningur af því að draga úr kolvetnum er sá … að það lækkarinsúlínmagn í blóði, sem veldur því að nýrun byrja að losa sig við umfram sölt og vökva úr líkamanum og veldur því að verulega dregur úr bjúg (31, 32).
Niðurstaða: Að skera niður kolvetnaneyslu getur dregið úr matarlyst og valdið þyngdartapi án þess að telja hitaeiningar eða stjórna skammtastærðum. Það leiðir einnig til þess að líkaminn losar sig við umframvökva.
6. Góður svefn og minni streita geta hámarkað virkni lykilhormóna
Tvö atriði sem oft eru hunsuð þegar rætt er um heilsu (og þyngd) eru svefn og streita.
Bæði atriðin eru ótrúlega mikilvæg fyrir líkamann og hormón hans.
Ónógur svefn er einn af sterkustu áhættuþáttum offitu… lítill svefn eykur hættuna um 89% hjá börnum og 55% hjá fullorðnum (33).
Slæmur svefn getur aukið svengd og valdið lífefnafræðilegri tilhneigingu til þyngdaraukningar með því að trufla svengdarhormón eins og ghrelín og leptín (34, 35).
Of mikil streita getur aukið hormónið kortisól, sem er þekkt fyrir að auka bæði kviðfitu og hættu á langvarandi lífsstílsjúkdómum (36, 37, 38).
Af þessum ástæðum er mjög mikilvægt að gefa sér tíma fyrir gæðasvefn og að forðast óþarfa streitu.
Niðurstaða: Lélegur svefn og mikil streita geta klúðrað mikilvægum efnaskiptum hormóna eins og ghrelíns, leptíns og kortisóls. Að ná stjórn á þessum hormónum ætti að draga úr matarlyst og óeðlilegri þörf fyrir mat.
7. Að skipta þeim fitum sem þú notar til matreiðslu út fyrir kókosolíu ætti að auka brennslu og draga úr matarlyst
Kókosolía hefur nokkra einstaka eiginleika sem geta dregið úr matarlyst og aukið fitubrennslu.
Kókosolía er hlaðin miðlungslöngum fitusýrum (MCT).
Þessar fitusýrur brotna niður á annan hátt en önnur fita … þær fara beint til lifrarinnar þar sem þær eru annað hvort nýttar sem orka eða þeim er breytt í ketóna.
Tvær litlar rannsóknir sýna að þessar miðlungslöngu fitusýrur geta valdið því að fólk borðar færri hitaeiningar, ein rannsóknin sýndi lækkun um 256 hitaeiningará dag (39, 40).
Þessi fita virðist einnig auka orkunotkun, ein rannsókn sýndi aukningu allt að 5% aukningu í brennslu (41, 42, 43).
Að neyta 30 ml af kókosolíu getur valdið verulegri lækkun á BMI og mittismáli, en mittismál er góður mælikvarði á fitu í kviðarholi (44, 45).
Ég er alls ekki að leggja til að þú gúffir í þig miklu magni af kókosolíu, en að skipta þeirri fitu sem þú notar til matreiðslu út fyrir kókosolíu gæti haft áhrif (46, 47).
8. Eitthvað fleira?
Með nokkrum einföldum breytingum á mataræði, sem auka hormónavirkni, draga úr hungri og auka brennslu, er hægt að léttast umtalsvert án þess að telja hitaeiningar.
Settu endilega inn athugasemd ef þú vilt bæta við listann!
Þessi grein birtist upphaflega á AuthorityNutrition.com.
P.S. Ekki gleyma að læka okkur á Facebook!
Detox bað sem róar og hreinsar

Bað sem hreinsar óæskileg efni úr líkamanum og húðinni, er það til? Ég var ekki svo viss en ákvað að láta reyna á það eftir allt saltið, sykurinn og gómsæta jólamatinn sem ég og landinn höfum legið í yfir hátíðirnar.
Með bjúgaða putta og sokkin augu leitaði ég í frumskóg pinterest að skyndilausn sem gæti losað mig undan kvölum þess ofalda. Loks kom ég auga á eitthvað nógu einfalt fyrir mig, bað sem á að losa okkur við bjúg, róa taugarnar og skola út óæskilegum efnum líkamans.
Ég rúllaði inn í eldhús, barðist við að koma fingrunum sem voru orðnir þrefaldir af stærð ofan í saltstaukinn og reyndi að finna olíur í lyfjaskápnum sem er hægara sagt en gert þegar augun eru sokkin inn í útblásnar sykraðar kinnarnar.
Loksins hafði ég fundið allt sem ég þurfti og nú var ekki seinna. Ég lét renna í bað, helti detoxblöndunni út í, náði mér í bók og kom mér vel fyrir í heitu baðvatninu. Og viti menn, baðið stóð sko ekki á sér og 30 mínútum seinna gat ég náð hringunum af fingrunum, ég sá út um glyrnurnar og ég var ekki lengur að drukkna í undirhöku og allt á meðan ég las Lygina hennar Yrsu minnar.
Ég var svo ánægð með útkomuna að ég varð að deila henni með ykkur og vona að þetta slakandi detox bað hjálpi ykkur eins mikið og það hjálpaði mér.
Detox bað
1/4 bolli sjávarsalt eða Himalayan salt
1/4 bolli epsom salt
1/4 bolli matarsódi
1/3 bolli Eplaedik
10 dropar af uppáhalds ilmkjarnaolíunni (ég notaði Lavender olíu)
Blandið saltinu saman við matarsódan og hellið sjóðandi vatni saman við. Leyfið þurrefnunum að leysast upp í vatninu.
Látið renna í heitt bað og hellið eplaedikinu út í vatnið. Bætið saltmixtúrunni út í baðið og hellið að lokum olíunni út í. Það má líka gera þetta enn meira kosý og skella rósablöðum út í vatnið.
Njótið þess svo að liggja þarna í 30 mínútur eða lengur, kveikið þess vegna á kertum og gluggið í bók eða tímarit.
Þetta er sko sannarlega detox að mínu skapi