Quantcast
Channel: Heilsan – Hun.is
Viewing all 1210 articles
Browse latest View live

Grunnurinn að góðri heilsu er jákvætt hugarfar og heilbrigt líferni

$
0
0
helga b fors1

Nýtt ár er gengið í garð og margir farnir að huga að því að koma heilsunni í lag. Rykinu er dustað af íþróttaskónum og innkaupakörfurnar fylltar af ávöxtum og grænmeti. En þó að mataræði og hreyfing hafi gríðarleg áhrif á heilsufar okkar gleymist oft mikilvægasti þátturinn, hugurinn. Hugurinn er ekki síður mikilvægur þáttur til að koma heilsunni í gott horf en hreyfing og mataræði.

„Þú ert það sem þú borðar“, hafa eflaust margir heyrt, en færri kannast sennilega við „þú ert það sem þú hugsar“. Tenging hugar og líkama er enn mörgum ókunnug og einnig hvernig hugurinn hefur áhrif á heilsuna. Allt of margir hugsa aðeins um líkamann þegar kemur að heilsufari og vinna því með það sem snertir líkamann þegar heilsan brestur. Hver kannast ekki við að leita sér lækninga einungis með lyfjum þegar kemur að streitu einkennum eins og vöðvaspennu, höfuðverk, hækkuðum blóðþrýstingi og jafnvel exemi, magavandmálum og síendurteknum pestum, svo dæmi séu nefnd? Fæstum dettur í hug að með því að vinna með hugann geti þeir stórdregið úr einkennum og jafnvel náð fullum bata. Það er því ásetningur minn með þessari grein að útskýra hvernig hugur og líkami tengjast og hvernig við getum, með því að vinna með hvoru tveggja, unnið gegn sjúkdómum og bætt heilsuna.

  • Prófaðu að loka augunum og hugsaðu um eitthvað sem veldur þér áhyggjum. Haltu í hugsunina og taktu eftir því hvernig tilfinningar þínar breytast. Ef þú heldur lengi í hugsunina finnur þú eflaust fyrir því hvernig líkaminn bregst við. Hugsunin kemur af stað framleiðslu á ákveðnum efnum sem tengjast tilfinningum þínum, svonefndum „neuropeptides“.Þessi efni berast síðan með blóðinu og tengjast umfrymi frumanna þar sem þau hafa áhrif á starfsemi þeirra. Sumir finna fyrir hnút í maganum, ógleði, spennu í öxlum og jafnvel auknum hjartslætti. Allt eru þetta viðbrögð líkamans við hugsuninni um áhyggjurnar. Þau áhrif sem þú upplifir eru þó smávægileg miðað við það sem er að gerast innra með þér. Streituhormónin bæla ekki einungis niður ónæmiskerfið, þau hafa líka áhrif á efnaskipti líkamans, heilastarfsemina; niðurbrot á vöðvum á sér stað, kólesteról- og insúlínframleiðsla eykst og hættan á að fá margar tegundir sjúkdóma eykst um leið. Samkvæmt World Health Organization, WHO, tengjast 75% allra sjúkdóma streitu á einn að annan hátt, sem þýðir að flesta sjúkdóma megi tengja andlegri vanlíðan.
  • Til að upplifa hið gagnstæða skaltu loka aftur augunum og í þetta skipti hugsa um eitthvað sem vekur með þér gleði. Ein leið er að minnast hamingjustunda sem eru þér kærar. Því meira sem þú manst af smáatriðum, því meiri áhrif hefur það á tilfinningarnar, og þar með á framleiðslu á „neuropeptides“, efnunum sem minnst var á áður. Yfirleitt tekur það ekki meira en nokkrar sekúndur að finna hvernig tilfinningarnar breytast en því lengur sem þú heldur í minninguna og því skýrari sem hún er, því sterkari verða tilfinningarnar. Á sama hátt og streitan eða neikvæðar hugsanir hafa áhrif á líkamsstarfsemina hafa jákvæðar hugsanir það líka, en á annan hátt. Í stað þess að framleiða streituhormón fer líkaminn að framleiða hamingjuhormón sem byggja upp ónæmiskerfið, líkamsstyrk og hafa almennt jákvæð áhrif á líkamann og heilsuna.

Niðurstaða:

Grunnurinn að góðri heilsu er jákvætt hugarfar og heilbrigt líferni. Þú getur því ekki aðeins einblínt á annaðhvort líkamann eða hugann til að bæta heilsuna. Að rækta líkamann án þess að rækta hugann er hálfunnið starf og skilar litlum árangri. Fyrir utan að hafa áhrif á alla líkamsstarfsemina hefur hugurinn líka áhrif á hvað við erum tilbúin að leggja á okkur til að bæta heilsu og hreysti. Drifkrafturinn sem kemur okkur af stað inn í heilbrigt lífsmunstur er algjörlega hugarfarinu háð sem gerir hugrækt mikilvægasta þáttinn í bættri heilsu og betri líðan.

Höfundur: Helga Marin Bergsteinsdóttir.

Helga Marin er heilsu og íþróttafræðingur,sem búsett er í Dubai er komin hingað til lands í stuttan tíma til að vera með fyrirlestra og námskeið. Síðustu þrjú skipti sem Helga var á landinu hélt hún yfir 90 fyrirlestra og námskeið með metaðsókn.  Helga rekur sitt eigið fyrirtæki, Health, Mind and Body í Dubai og hefur unnið sér þar sess sem þekktur heilsufræðingur fyrir þær óhefðbundnu leiðir sem hún fer.  Helga hefur útbúið fjölda námskeiða sem fyrirbyggja og veita lausnir gegn sjúkdómum, sjálfseflingarnámskeið, streitu-lausnir og aðhaldsnámskeið.


10 ástæður til að forðast sykur – Er leiðandi orsök offitu

$
0
0
8170978021_771e03892d_o

Heimasíðan Betri næring er glæsileg síða þar sem hægt er að lesa sannleikann um næringu og heilsu og eru það þau Kristján Már Gunnarsson og Ragna S. Óskarsdóttir sem halda síðunni úti.

Þau birtu á dögunum þessa flottu grein um sykur og fengum við leyfi til að birta hana hér:

—————————-

 

Viðbættur sykur er versta næringarefnið í nútíma mataræði.

Hann getur haft skaðleg áhrif á efnaskipti og stuðlað að alls kyns sjúkdómum.

Hér eru 10 ástæður til að forðast viðbættan sykur eins og heitan eldinn.

1. Viðbættur sykur inniheldur engin nauðsynleg næringarefni og er slæmur fyrir tennurnar

Þú hefur líklega heyrt þetta milljón sinnum … en góð vísa er aldrei of oft kveðin.

Viðbættur sykur inniheldur gommu af hitaeiningum, en engin nauðsynleg næringarefni.

Af þessum sökum er stundum talað um sykur sem “tómar” hitaeiningar.

Það er ekkert prótín, engin fita, engin vítamín eða steinefni í sykri … bara hitaeiningar.

Þegar fólk fær 10-20% hitaeininga (eða meira) úr sykri, getur það orðiðstórvandamál og stuðlað að næringarskorti.

Sykur er líka mjög slæmur fyrir tennurnar því hann er auðmelt orka fyrir slæmu bakteríurnar í munninum (1).

Niðurstaða: Sykur inniheldur mikið af hitaeiningum, án nauðsynlegra næringarefna. Hann veldur einnig tannskemmdum með því að fóðra skaðlegar bakteríur í munni.

2. Viðbættur sykur inniheldur mikinn frúktósa sem yfirfyllir lifrina

glas fullt af sykurmolumTil að skilja hvað er svona slæmt við sykur þarftu að vita úr hverju hann er.

Áður en sykur fer í blóðrásina úr meltingarvegi skiptist hann í tvær einfaldar sykrur… glúkósa og frúktósa.

    • Glúkósa er að finna í öllum lifandi frumum. Ef við fáum hann ekki úr fæðu þá framleiðir líkaminn hann.

 

  • Frúktósi er öðruvísi. Líkamar okkar framleiða hann ekki í neinu magni og við höfum enga lífeðlisfræðilega þörf fyrir hann.

Málið með frúktósa er að lifrin er eina líffærið sem getur brotið hann niður í einhverju magni.

Þetta er ekki vandamál ef við borðum lítið af frúktósa (eins og úr ávöxtum) eða ef við erum nýbúin á erfiðri æfingu. Í þannig tilfellum er frúktósanum breytt í glýkógen og geymdur í lifur þar til við þurfum hann (3).

Hins vegar, ef lifrin er full af glýkógeni (miklu algengara), þá veldur mikið magn frúktósa því að lifrin yfirfyllist og neyðist til að breyta frúktósa í fitu (4).

Þegar ítrekað er borðað mikið magn sykurs getur þetta ferli leitt til fitulifrar ogalls kyns alvarlegra vandamála (5).

Hafðu í huga að þetta gildir ekki um ávexti. Það er nánast ómögulegt að borða of mikið af frúktósa með því að borða ávexti.

Það er einnig mikill munur á milli einstaklinga hér. Fólk sem er heilbrigt og hreyfir sig þolir meiri sykur en fólk sem hreyfir sig lítið og borðar kolvetna- og hitaeiningaríkan mat.

Niðurstaða: Hjá þeim sem hreyfa sig lítið og borða hefðbundið vestrænt mataræði breytir lifrin frúktósa úr sykri í fitu í lifrinni.

3. Að yfirfylla lifrina með frúktósa getur valdið fitulifur

ruslmaturÞegar frúktósi breytist í fitu í lifur er fitan flutt úr lifrinni sem VLDL kólesteról.

Hins vegar kemst ekki öll fitan út, hluti af henni festist í lifrinni.

Þetta getur leitt til fitulifrar, sem er vaxandi vandamál á Vesturlöndum og tengist efnaskiptasjúkdómum (6).

Rannsóknir sýna að einstaklingar með fitulifur neyta allt að 2-3 sinnum meiri frúktósa en meðalmanneskjan (78).

Niðurstaða: Umfram frúktósa er breytt í fitu sem getur ílengst í lifrinni og valdið fitulifur.

4. Sykur getur valdið insúlínónæmi sem er undanfari efnaskiptavillu og sykursýki

læknir með puttann niðurInsúlín er mjög mikilvægt hormón í líkamanum.

Það hleypir glúkósa (blóðsykri) inn í frumurnar úr blóðrásinni og segir frumum að brenna glúkósa í stað fitu.

Að vera með of mikinn glúkósa í blóði veldur eitrunaráhrifum og er ein af ástæðum fylgikvilla sykursýki, eins og blindu.

Ein af afleiðingum þeirra efnaskiptatruflana sem nútímamataræði veldur er að insúlín hættir að starfa eins og það á að gera. Frumurnar verða ónæmar fyrir því.

Þetta er einnig þekkt sem insúlínónæmi og er talið vera leiðandi orsök margra sjúkdóma … þar á meðal efnaskiptavillu, offitu, hjarta- og æðasjúkdóma og sykursýki af gerð 2 (9).

Margar rannsóknir sýna að sykurneysla tengist insúlínónæmi, sérstaklega þegar hans er neytt í miklu magni (1011).

Niðurstaða: Þegar fólk borðar mikið af sykri getur það valdið insúlínónæmi sem síðan stuðlar að mörgum sjúkdómum.

5. Insúlínónæmi getur þróast í sykursýki 2

sykursjúkur að sprauta sigÞegar frumurnar okkar þróa ónæmi fyrir insúlíni býr briskirtillinn til enn meira af því.

Þetta er mikilvægt því langvarandi hækkun blóðsykurs getur valdið alvarlegum skaða.

Að lokum eftir því sem insúlínónæmið verður smám saman verra getur brisið ekki haldið í við að framleiða nóg insúlín til að halda blóðsykursmagninu niðri.

Á þessum tímapunkti er blóðsykurinn orðinn mjög hár og einstaklingurinn greinist með sykursýki 2.

Í ljósi þess að sykur veldur insúlínónæmi kemur ekki á óvart að fólk sem drekkur sykraða drykki er í allt að 83% meiri hættu á að fá sykursýki 2 (1213).

Niðurstaða: Vegna skaðsemi sykurs á virkni insúlíns er hann leiðandi orsök sykursýki 2.

6. Sykur getur valdið krabbameini

muffin Krabbamein er ein af helstu orsökum dauða í heiminum og einkennist af stjórnlausum frumuvexti.

Insúlín er eitt af helstu hormónunum sem stjórna þessari tegund frumuvaxtar.

Af þessum sökum telja margir vísindamenn að stöðugt hækkað insúlín (afleiðing sykurneyslu) geti stuðlað að krabbameini (14).

Að auki eru efnaskiptavandamál í tengslum við neyslu sykurs þekktir drifkraftar bólgna, en þær eru önnur möguleg orsök krabbameins (15).

Margar rannsóknir sýna að fólk sem borðar mikið af sykri er í miklu meiri hættu á að fá krabbamein (161718).

Niðurstaða: Það er til töluvert af vísbendingum fyrir því að sykur, vegna skaðlegra áhrifa hans á efnaskipti, geti stuðlað að krabbameini.

7. Vegna áhrifa sykurs á hormón og heila hefur hann einstaka getu til að ýta undir fitusöfnun

strákur með ísEkki eru allir hitaeiningar eins.

Mismunandi matvæli geta haft mismunandi áhrif á heila og þau hormón sem stjórna fæðuinntöku (19).

Rannsóknir sýna að frúktósi hefur ekki sams konar áhrif á mettun og glúkósi.

Í einni rannsókn drukku menn annaðhvort frúktósa-sykraðan drykk eða glúkósa-sykraðan drykk.

Niðurstöðurnar voru að þeir sem höfðu drukkið frúktósadrykkinn sýndu miklu minni virkni í mettunarstöðvum heilans og voru miklu svengri (20).

Það hefur líka verið gerð rannsókn sem sýndi að frúktósi lækkaði ekki svengdarhormónið ghrelin nándar nærri eins mikið og glúkósi (21).

Vegna þess að hitaeiningar úr sykri valda ekki eins mikilli mettunartilfinningu þýðir það að við borðum fleiri hitaeiningar.

Niðurstaða: Frúktósi veldur hvorki mettun í heila né lækkar svengdarhormónið ghrelin nærri eins mikið og glúkósi.

8. Þar sem sykur veldur losun mikils dópamíns í heila er hann mjög ávanabindandi

Sykur getur verið ávanabindandi fyrir marga.

Eins og ávanabindandi lyf þá veldur sykur losun dópamíns í verðlaunastöðvum heilans (22).

kona að sniffa kleinuhringi

Vandamálið með sykur og ýmsan ruslmat er að þeir geta valdið mikilli losun dópamíns… miklu meira en en þegar við borðuðum náttúrulegan, óunnin mat (23).

Af þessari ástæðu getur fólk sem er næmt fyrir fíkn orðið mjög háð sykri og öðru ruslfæði (24).

“Allt er gott í hófi” skilaboðin geta því verið slæm hugmynd fyrir fólk sem er háðruslfæði … því það eina sem virkar á fíkn er algjört bindindi.

Niðurstaða: Þar sem sykur veldur mikilli losun dópamíns í heila, getur hann valdið fíkn hjá mörgum.

9. Sykur er leiðandi orsök offitu hjá bæði börnum og fullorðnum

offeitur maður á vigtÁhrif sykurs á hormóna og heila er ávísun á offituvanda.

Hann leiðir til minni mettunar … og getur gert fólk háð sér þannig að það missir stjórn á neyslunni.

Ekki kemur á óvart að þeir sem neyta mest af sykri eru líka lang líklegastir til að verða of þungir eða feitir. Þetta á við um alla aldurshópa.

Í mörgum rannsóknum hafa verið könnuð tengsl milli sykurneyslu og offitu og komið í ljós að þar á milli eru sterk tölfræðileg tengsl (25).

Tengslin eru sérstaklega sterk hjá börnum, þar sem hver dagskammtur af sykruðum drykkjum tengist 60% meiri líkum á offitu (26).

Eitt það besta sem þú getur gert ef þú þarft að léttast er að skera verulega niður sykurneyslu.

Niðurstaða: Vegna áhrifa sykurs á hormón og heila eykur hann verulega hættu á offitu.

10. Það er ekki fitan … það er SYKUR sem hækkar kólesteról og veldur hjartasjúkdómum

sykurmolarÍ marga áratugi hafa menn kennt mettaðri fitu um hjartasjúkdóma … sem er helsta orsök dauðsfalla í heiminum.

Hins vegar sýna nýjar rannsóknir að mettuð fita er skaðlaus (2728).

Vísbendingar hlaðast upp sem sýna að sykur, EKKI mettuð fita, getur verið einn af helstu orsökum hjartasjúkdóma vegna skaðsemi frúktósa á efnaskipti (29).

Rannsóknir sýna að mikið magn af frúktósa getur hækkað þríglýseríð, litlu, þéttu LDL agnirnar og oxað LDL (mjög, mjög slæmt), hækkað blóðsykur og insúlínmagn og aukið kviðfitu … á eins stuttum tíma og 10 vikum (30).

Þetta eru allt mjög sterkir áhættuþættir hjartasjúkdóma.

Ekki kemur á óvart að margar faraldsfræðilegar rannsóknir sýna sterk tölfræðileg tengsl milli sykurneyslu og hættu á hjartasjúkdómum (313233).

Að lokum

Fyrir þá sem ekki þola hann er viðbættur sykur ótrúlega skaðlegur.

Tómar hitaeiningar eru bara toppurinn á ísjakanum.

Þessi grein birtist upphaflega á AuthorityNutrition.com.

P.S. Ekki gleyma að læka okkur á Facebook!

Ástæður til þess að bæta mataræðið

$
0
0
heilsan matur

Það eru fjölmargar ástæður fyrir því að vilja taka til í mataræðinu og taka á heilsunni. Góð næring þýðir ekki að þú þurfir að neita þér um neitt; mikilvægara er að halda góðri heilsu. Flest okkar þyldu breytingar á þessum þáttum. Hér eru nokkrar góðar ástæður fyrir að taka sig taki:

 

  • Heilsan til langtíma litið batnar. Af hverju að bíða þangað til heilsufarsbrestir koma í ljós? Við erum það sem við borðum, þannig að slæmir matarsiðir skila sér bara í slæmri heilsu, lítilli orku og þreyttri húð. Taktu lítil skref í átt að bættri heilsu til langframa.
  • Ef mataræðið samanstendur helst af sykri og ruslfæði, er hætt við að orkan sé í lágmarki. Vel samsettar máltíðir og hollt snarl heldur þér gangandi lengur og þú þarft ekki að teygja þig í smákökurnar. Passaðu að innbyrða helstu næringarþætti og reyndu að halda fæðunni „hreinni“ – eins lítið unninni og hægt er.
  • Áður en stofnað er til fjölskyldu er mikilvægt að konur undirbúi sig vel. Meðganga er þrautinni þyngri og betra að vera með líkama sem er í stakk búinn til að næra bæði sjálfan sig og barnið. Vertu viss um að fá öll næringarefni og um leið geturðu verið að auka líkurnar á getnaði.
  • Ef þú ert of þung/þungur vegna lélegs mataræðis er nauðsynlegt að taka á því. Skoðaðu vel hvað þú ert að innbyrða og hvað má betur fara. Treystirðu á tilbúinn mat af því þú ert of upptekin/n í annað? Taktu þér tíma um helgar, eldaðu í stórum skömmtum og frystu í hæfilegu magni til að eiga í vikunni.
  • Það getur verið gott (og stundum nauðsynlegt!) að fara í allsherjar yfirferð hjá lækni. Láta mæla blóðþrýsting, blóðsykur, blóðfitu (kólesteról), vítamíngildin og fleira. Fá stöðuna svart á hvítu – svona eins og þegar maður fer með bílinn í skoðun!
  • Lélegt mataræði skilar sér í slæmri húð. Það vill oft gleymast að húðin er stærsta líffærið og hún sýnir ástandið vel. Drekktu nóg af vatni – það er lífsins elexír! Hreinsar, skolar, verndar, heldur líkamanum rökum og einfaldlega heldur lífinu  í okkur. Tillaga að áramótaheiti: að drekka meira vatn.
  • Slæmir matarsiðir munu hafa verri áhrif á þig eftir því sem þú eldist. Bara á milli tvítugs og þrítugs hægist töluvert á efnaskiptunum og því er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því strax. Ekki ætla að taka á málunum „seinna“ – það er alltaf gott að vinna sér í haginn því maður býr að góðri heilsu alla tíð.

DIY: Hvítunarefni fyrir tennurnar

$
0
0
1da1e13670c33d2f1da75765db2dbfb5

1da1e13670c33d2f1da75765db2dbfb5

 

Sá eftirfarandi húsráð á pinterest og ef að það virkar jafnvel og myndin sýnir þá sakar ekki að prófa.
Settu smá af tannkremi í bolla, ásamt 1 teskeið af matarsóda, 1 teskeið af vetnisperóxíð og 1/2 tsk af vatni.
Blandaðu vel saman og burstaðu svo tennurnar varlega með blöndunni í 2 mínútur.
Endurtaktu 1 í viku þar til að þú hefur náð þeim árangri sem þú vilt. Þegar honum er náð skaltu viðhalda árangrinum með því að bursta tennurnar með blöndunni 1 í mánuði eða 1 annanhvorn mánuð.

Athugið þó að regluleg tannburstun og heimsókn til tannlæknis er besta ráðið til að halda heilbrigðum og fallegum tönnum.

 

3 einfaldar leiðir til að losna við sykurlöngun

$
0
0
nammi candy

Heimasíðan Betri næring er glæsileg síða þar sem hægt er að lesa sannleikann um næringu og heilsu og eru það þau Kristján Már Gunnarsson og Ragna S. Óskarsdóttir sem halda síðunni úti.

Þau birtu á dögunum þessa flottu grein um sykurlöngun og fengum við leyfi til að birta hana hér:

———————

Við höfum tilhneigingu til að fá sterka löngun í ruslmat.

Persónulega tel ég að það sé ein helsta ástæða þess hvað það er erfitt að halda sig við hollt mataræði.

Löngunin er knúin áfram af þörf heilans fyrir “verðlaun” – ekki þörf líkamans fyrir mat.

Hér er einföld, þriggja skrefa áætlun til að drepa sykurþörfina.

Þú getur valið eina af þeim. Ef ein virkar ekki, getur þú farið í næstu … eða allar þrjár.

1. Ef þú ert svangur, borðaðu þá

Grilluð steikÞað er mikilvægt að skilja að löngun í sætindi og hungur er ekki alltaf sami hluturinn.

“Löngunin” er ekki líkaminn að kalla á orku, heldur er það heilinn sem kallar á eitthvað sem losar mikið af dópamíni íverðlaunastöðvum heilans.

Hins vegar, ef þú fyllist löngun og ert svangur í þokkabót, þá verður þörfin fyrir ruslmatinn svo miklu, miklu verri.

Sætindalöngun ásamt hungri er gríðarlega öflug tilfinning sem viljastyrkurinn einn saman á erfitt með að stjórna.

Ef þú fyllist löngun og þú ert yfir höfuð svangur, þá skaltu strax byrja að undirbúa máltíð og fá þér hollt að borða.

Að borða náttúrulegan mat er kannski ekkert sérlega freistandi þegar þig langar óstjórnlega mikið í stóran ís eða franskar, en fáðu þér hann samt.

2. Farðu í heita sturtu

maður í sturtuÞað sem mér persónulega finnst árangursríkasta leiðin til að losna við viðstöðulausa sætindalöngun er að fara í heita sturtu.

Vatnið verður að vera heitt … ekki svo heitt að þú brennir þig en nógu heitt til að vera á mörkum þess að vera óþægilegt.

Láttu vatnið streyma yfir bak og herðar og hita þig upp. Vertu að minnsta kosti 5-10 mínútur í sturtunni.

Þegar þú stígur út, er líklegt að þú sért dálítið “dasaður”, svipað og að hafa setið í gufubaði í langan tíma.

Á þessum tímapunkti er sætindalöngunin líklegast farin.

3. Farðu í göngutúr, fjarlægðu sjálfan þig

strigaskórAnnað sem hægt er að gera er að fara út og ganga rösklega.

Ef þú ert hlaupari, þá er jafnvel enn betra að hlaupa.

Þetta þjónar tvíþættum tilgangi. Fyrst af öllu ertu að fjarlægja þig frá matnum sem þig langar svo í.

Í öðru lagi mun æfingin losa endorfín, “vellíðunar” efni í heilanum, sem hjálpar til við að ýta þörfinni fyrir ruslmatinn í burtu.

Ef þú getur ekki farið út, gerðu þá nokkur þreytandi sett af armbeygjum, hnébeygjum, eða öðrum þyngdaræfingum.

Annað sem virkar

Ég er nokkuð viss um að þessi 3 skref virka í flestum tilvikum til að drepa sykurþörfina.

En auðvitað er best ef hægt er að koma í veg fyrir að þessi löngun láti yfir höfuð á sér kræla.

Til að gera það, þarftu að henda öllum ruslmat úr húsinu. Ef þú geymir hann innan seilingar, ertu bara að bjóða upp á vandræði.

Að auki, ef þú borðar hollt og æfir nokkrum sinnum í viku þá eru allar líkur á að löngunin geri mun minna vart við sig.

stelpa með langanir

Hér eru nokkrar aðrar aðferðir sem geta virkað fyrir suma.

    • Fáðu þér vatnsglas.

 

    • Borðaðu ávöxt. Að fá sér ávöxt getur fullnægt sykurþörfinni fyrir suma. Bananar, epli, appelsínur virka vel.

 

    • Forðastu gervisykur. Ef þú heldur að gervisykur kveiki löngun hjá þér, þá gætir þú viljað forðast hann.

 

    • Borðaðu meira prótín. Prótín er mjög mettandi, gæti hjálpað til að halda hungri og sætindalöngun í skefjum.

 

    • Talaðu við vin. Hringdu / farðu og hittu einhvern sem skilur hvað þú ert að ganga í gegnum. Útskýrðu að þú sért að “farast” úr sætindalöngun og biddu um örlitla hvatningu.

 

    • Sofðu vel. Góður, endurnærandi svefn er mikilvægur fyrir almenna heilsu og getur hindrað sætindalöngun.

 

    • Forðastu umfram streitu.

 

    • Reyndu að forðast tiltekna starfsemi eða staði sem kveikja á löngun hjá þér, eins og að ganga framhjá bakaríinu.

 

    • Lestu listann þinn. Það getur verið mjög gagnlegt að hafa á sér lista yfir ástæðurnar fyrir því að þú vilt borða hollt, því það getur verið erfitt að muna slíkt þegar þú fyllist af sætindalöngun.

 

  • Ekki svelta þig. Reyndu að koma í veg fyrir að verða of svangur milli mála.

Að lokum

kona með kökuEf þú getur borðað ruslmat af og til án þess að tapa þér og án þess að eyðileggja þann árangur sem þú hefur náð, þá er um að gera að fá sér stundum.

Þetta þýðir að þú ert einn af þeim heppnu sem getur notið þessara hluta í hófi.

En ef þú ert eins og ég og getur ekki stjórnað þér í kringum svona mat, þá ættir þú að forðast hann eins og heitan eldinn.

Að gefa eftir þörfinni æsir bara upp fíknina.

Ef þér tekst að standast löngunina, þá dofnar hún með tímanum og hverfur á endanum.

Ég persónulega hef ekki snert sykur eða glúten í marga mánuði og ég fæ aldreilöngun í þennan mat lengur.

Þessi grein birtist upphaflega á AuthorityNutrition.com.

P.S. Ekki gleyma að læka okkur á Facebook!

DIY: Náttúrulegur andlitsskrúbbur fyrir veturinn

$
0
0
mqdefault

Andlitsmaski úr kókosolíu, sykri (granulated sugar), jojobaolíu og hráu hunangi (raw honey) er algjörlega málið í vetur til að losna við þurra húð. Einum bolla af kókósolíu blandað saman við einn bolla af sykri. Olían á að vera við stofuhita svo að sé auðveldara að blanda hana.
Einni matskeið af jojobaolíu bætt við og síðan einni matskeið af hunanginu.
Blandan er sett í krukku (sultukrukkur eru upplagðar) og geymd á köldum stað.

Verum jákvæð! – Lífið verður svo miklu betra

$
0
0
5025956725_f21c585f9e_z

Nú er komið nýtt ár og allir stefna að því að gera sig og nýja árið, með einhverju móti, aðeins betra en árið 2013. Ég hef heyrt það útundan mér að seinasta ár hafi verið mörgum erfitt, fólk hafi verið að ganga í gegnum erfiða hluti eins og að missa einhvern nákominn, misst vinnur, verið blankt og svo mætti endalaust telja.

Það er auðvelt að detta í neikvæða gírinn þegar maður upplifir marga erfiða og neikvæða hluti, en það skiptir svo ótrúlega miklu máli, að þrátt fyrir að lífið sé stundum erfitt verður maður að halda áfram að vera til. Það að hugsa alltaf: „Það á ekki af mér að ganga“ er ekki vænlegt til þess að komast yfir hlutina. Sjálf hef ég alltaf haft það sem reglu að reyna að dvelja sem minnst í fortíðinni og leiðindunum. Það er auðvitað miserfitt en ég hugsa alltaf: „Ætla ég að hafa töglin og haldirnar í þessu lífi mínu eða ætla ég að vera undir og leyfa þessu lífi bara að líða meðan ég horfi á og bíð eftir að lífið fari að vera eins og ég vil hafa það?“ Svo set ég undir mig hausinn og held áfram.

Jákvæðni kemur manni langleiðina og um leið og þú ferð að breyta neikvæðu hugsunum í jákvæðar er eins og þungi fargi sé af manni létt.

Ég var að skoða síðuna hjá Dale Carnegie og rakst á þessa punkta sem mér finnast æðislegir og langaði að deila þeim með ykkur.

 

6 leiðir til að viðhalda jákvæðu viðhorfi: 

  1. Vertu innan um jákvætt fólk.  Viðhorf er smitandi, jákvæð jafnt sem neikvæð. Umhverfið hefur mótandi áhrif og fólkið í lífi okkar eru helstu áhrifavaldar okkar. Veljum vini okkar því af kostgæfni.
  2. Lestu eða hlustaðu á jákvæðar bækur/skilaboð: Í stað þess að sökkva sér í neikvæðar fréttir er skynsamlegt að gefa sér nokkrar mínútur daglega til að lesa bækur með jákvæðum skilaboðum.
  3. Orðaðu hlutina jákvætt:  Temdu þér að nota jákvæð orð í stað neikvæðra. Í stað þess að segja “ég verð að” skaltu segja “ég vel að” …kannaðu hve miklu þessi litla breyting skilar sér í líðan þinni.
  4. Trúðu á það sem þú gerir: Það er auðveldara að viðhalda jákvæðu viðhorfi ef þú trúir á það sem þú gerir – í vinnu og í einkalífi.
  5. Ekki leyfa öðrum að draga úr þér: Stöku sinnum fær maður neikvæðar athugasemdir frá öðru fólki… það er ómögulegt að láta það koma sér úr jafnvægi.
  6. Byrjaðu núna og endurtaktu daglega: Jákvæðni er eiginleiki sem þarf að æfa og viðhalda.

Sjáðu fleiri hugmyndir á á www.dale.is

 

Græn svæði við íbúabyggð hafa mjög jákvæð áhrif á þunglyndi og kvíða

$
0
0
treé

Breskt rannsóknarteymi hefur komist að þeirri niðurstöðu að það hefur jákvæðari langtímaáhrif á geðheilsu fólks og að búa í úthverfum þar sem græn svæði eru en margt annað.  Stórir og góðir almenningsgarðar skipta miklu máli í þessu samhengi.  Einn höfundanna Mathew White frá evrópsku umhverfis- og heilsustofuninni við Exeter háskóla í Bretlandi útskýrði þetta þannig að fólk sem byggi í grænni úthverfum sýndi færri einkenni þunglyndi og kvíða.  Fólk í dag gerir ýmislegt til að öðlast hamingju eins og að sækjast eftir stöðuhækkun, launahækkun og giftir sig en vandinn er að innan 6 mánaða tímabils er það komið aftur á sama stað í geðheilsu og fyrir atburðinn.  Þetta bendir til þess að þrátt fyrir stöðuhækku, launahækkun og giftingu er sú hamingja sem því fylgir ekki sjálfbær og endist skammt eða aðeins um 6 mánuði.

Rannsóknarteymið fann út að innan hóps Lottóvinningshafa sem höfðu unnið meira en 500.000 pund stóðu jákvæðu áhrifin aðeins í 6 mánuði, þá voru þeir komnir í sama farið og áður.  Dr. White segir að rannsóknarteymið hafi viljað sjá hvort það að lifa við græn svæði í úthverfi hefði lengri jákvæð áhrif á geðheilsu fólks eða hvort þau áhrif væru einnig skammvinn og stæðu aðeins í 6 mánuði.  Til þess að rannsaka þetta notaðist teymið við gögn frá British Houshold Panel Survey sem hófst árið 1991 og er framkvæmd af Essex háskóla.  Sú rannsókn byggir á miklum fjölda spurning frá 40.000 heimilum og er gott úrtak fyrir breskt samfélag.  Sú rannsókn byggir einnig á spurningum um heilsu sem notaðar eru til greiningar á þunglyndi og kvíðaröskun.

Gögnin leiddu í ljós að eftir 3 ár var geðheilsan betri hjá þeim sem bjuggu nálægt grænum svæðum í úthverfum.  Rannsóknarteymið fór þá í viðameiri rannsókn til þess að afla meiri gagna og skoðaði hjúskaparstöðu á mismunandi svæðum ásamt skilnuðum og almennri ánægju fólks.  Niðurstöður benda til þess að fólk á grænum svæðum sé almennt minna stressaðra og þegar fólk er minna stressað tekur það yfirvegaðri ákvarðanir og samskipti þess eru almennt betri.  Mögulega er þetta því grunnurinn sem hjálpar upp á jafnvægi í lífinu og til að taka yfirvegaðar og betri ákvarðanir og samskipti og samræður fólks á milli verða betri og þroskaðri.

Eftir því sem fleiri niðurstöður koma nú fram um þessi mál og benda allar niðurstöður til þess að græn svæði hafi jákvæð áhrif á geðheils,u segir Dr. White að nú sé meiri áhugi á því að taka þetta inn í stefnumótun stjórnsýslunnar.  Vandinn sé hins vegar sá hver á að borga, því umhverfisstofnanir segja að heilbrigðisgeirinn eigi að leggja eitthvað til þar sem þetta hefur áhrif á heilsu almennings.  Fólk er þannig áhugasamt um þetta en það sem raunverulega þarf segir Dr. White er að fá fram almennilega stefnumótun þar sem ákveðið er hvaðan peningarnir koma og hvert þeir fara.  Umfram allt þarf að styðja við uppbyggingu grænna svæða við og í kringum íbúabyggð.

Sjá hér meira um Umhverfisfréttir


6 leiðir til að vera hamingjusamur einhleypingur

$
0
0
Life's enjoyment

Hver kannast ekki við pressuna á að finna sér maka? Mörg fjölskylduboðin virðast snúast um það hjá hverjum maður er að sofa eða ekki sofa, af hverju maður hefur nú ENN ekki fundið sér álitlegan lífsförunaut og mögulegar úrlausnir á þessum „vanda“ („En hefurðu prófað svona internetstefnumót? Hvað með að fara á boccianámskeið?“ Hvað með að troða þessu, Sigga frænka…?) Pressan virðist koma allstaðar frá og áhuginn á þessu málefni er hrikalega mikill. Má maður ekki bara single og kátur með það ástand?

Að vera í góðu sambandi er dásamlegt… en að vera hamingjusamur og einhleypur er líka dásamlegt!

 1. Notaðu frítímann í að betra sjálfa þig.

Þú ert engum bundin og tíminn er þinn. Þú getur notað hann til að sinna sjálfri þér, sinna áhugamálunum, finna ný áhugamál, sinna vinum og fjölskyldu af þeirri ást og alúð sem þau eiga skilið. Eitt af því góða við að vera einhleyp er akkúrat þetta – að nota tímann í sjálfa sig! Ef á ströndu þína skolar einhvers konar maki er sá hinn sami heppinn, því hann fær fínpússaða og sátta útgáfu af sjálfri þér!

2. Ekki vera öfundsjúk

Það getur verið erfitt að hemja öfundina þegar þú sérð alla vini þína og fjölskyldumeðlimi í ástríkum samböndum þegar þú ert ein. Manni getur liðið eins og einmaka, makalausu dýri um borð í Örkinni hans Nóa. Þú ert þó alls ekki ein! Ekki leyfa öfundsýkinni að ná tökum á þér – hún bætir líf þitt ekki á neinn hátt heldur rænir af þér tíma og tilfinningum og gerir lítið úr því góða sem þú átt í þínu lífi!

3. Frelsið er yndislegt…

Söng fræg sveit hér forðum. Langar þig í jógatíma kl 21 á mánudegi? Langar þig að skreppa á Esjuna í hádeginu á laugardegi? Langar þig að verja heilum degi í að sortera naglalökkin þín? Auðvitað er gaman að deila upplifun og reynslu með öðrum, en það er líka dásamlegt að gera NÁKVÆMLEGA það sem þú vilt og þegar þú vilt það.

4. Gerðu það sem þú vilt

Viltu prófa að vera rauðhærð/ljóshærð/dökkhærð? Snoða þig eða fara í hárlengingar? Viltu mála stofuna bleika eða veggfóðra með Spidermanblöðum? Leggja fyrir og borða gúrku í kvöldmat? Verandi einhleypur kallar ekki á þetta eðlilega tillit sem sýna þarf í sambandi.

5. Lærðu að meta lífið í núverandi mynd

Við eigum það til að gleyma að kunna að meta lífið eins og það er núna. Oft erum við að bíða eftir breytingum, bíða eftir stöðuhækkun, bíða eftir helginni, bíða eftir að missa 6 kíló… eins og að lífið og við sjálf verðum eitthvað ALLT öðruvísi um næstu helgi eða örlítið léttari. Lífið er núna, lærum að meta það.

6. Þolinmæði er dyggð

Það tekur tíma að finna einhvern, falla fyrir honum, rækta sambandið og gefa sér tíma til að koma nýjum aðila fyrir í lífinu. Vertu þolinmóð og mundu að grasið er ekki endilega grænna hinu megin. Það er grænna þar sem því er sinnt J

 

Bættu svefninn þinn á nýju ári – Sofnaðu hraðar

$
0
0
sleep svefn

Á heimasíðunni Betrisvefn.is er svefnblogg þar sem hægt er að lesa mjög fróðlegar greinar og góð ráð um svefn ásamt öðrum heilsumolum.

Þessi grein fjallar um hvernig þú getur sofnað hraðar á kvöldin og við fengum leyfi til að birta hana á Hún.is.

 

——————————

 

Ef þú gætir gert einn hlut til bæta minni, auka orku, minnka fitu og lifa lengur, myndir þú gera það? Góðu fréttirnar eru að til að ná þessu öllu þá þarft þú bara að sofa betur!

Svefn er ein af stoðum andlegrar og líkamlegrar heilsu ásamt hreyfingu og mataræði. Þrátt fyrir það höfum við tilhneigingu til að líta svefninn hornauga og frekar stæra okkur af því að sofa sem minnst. Hver hefur tíma til að sofa lengi í nútímasamfélagi?

Lausnin er hinsvegar sú að við þurfum ekki endilega að sofa lengur, við þurfum bara að nýta svefninn betur. Hér eru mikilvæg atriði til að forðast ef þú vilt sofna hratt:

  • Forðastu björt ljós klukkutíma fyrir svefn. Notaðu dimmer til að minnka birtuna og notaðu sólgleraugu um bjartar sumarnætur. Sjónvarp, snjallsímar og tölvur gefa frá sér mikla birtu og er mikilvægt að minnka birtustigið á kvöldin eða sleppa notkun. Þreytuhormónið melatónín stýrist af birtu og þarf aðeins 5 mínútna birtu til þess að stöðva myndun þess. Þú getur sett upp f.lux til að stýra sjálfvirkt birtustigi í tölvunni þinni byggt á sólarhringnum.
  • Kaffi, grænt te og súkkulaði getur valdið vandræðum með svefn þó svo það sé tekið löngu áður. Ekki er mælt með að neyta þeirra eftir hádegi.
  • Ekki stunda æfingar a.m.k tveimur klukkustundum fyrir svefn. Adrenalínið og hitinn í líkamanum hindrar eðlilega þreytu.
  • Ekki hafa óreglu í svefndagskránni: Vaknaðu á sama tíma á hverjum degi jafnt um helgar sem virka daga. Það hjálpar þér við að stilla líkamsklukkuna.
  • Ekki fá þér blund eftir klukkan þrjú á daginn. Blundur seinkar því að þreyta segi til sín á kvöldin.

Ef þú átt við langvarandi svefnvandamál að stríða og vilt sofna hraðar, auka orku og bæta minni er gott að athuga hjá þínum lækni hvort að svefnmeðferð sé viðeigandi. Þetta á sérstaklega við ef þú finnur einnig fyrir syfju og þreytu yfir daginn. Þú getur einnig athugað hvort meðferð henti þér með því að fara á heimasíðu okkar.

Betri svefn á Facebook.

„Ég hef verið mjög þreytt í mörg ár“ – Kristjana Marín segir okkur sína sögu

$
0
0
6d0e1e5168-1050x1052-o

Kristjana Marín Ásbjörnsdóttir var búin að vera slöpp í mörg ár og farið lækna á milli í leit að orsök þreytunnar og slensins. Hún skrifaði okkur sögu sína:

Ég hef verið mjög þreytt í mörg ár, alveg síðan ég var unglingur og man varla eftir mér öðruvísi. Ég var mjög grönn og fitnaði ekki þrátt fyrir að borða mikla óhollustu. Ég þurfti alltaf að plana dagana út frá því að leggja mig. Ég einfaldlega hélt bara að minn orkuþröskuldur væri minni en hjá öðrum og var bara vön því.

Átti erfitt með að halda sér vakandi

Árið 2006 fór ég til heimilislæknis vegna þess að þreytan var að aukast. Ég var bara endalaust þreytt og gat sofnað allsstaðar. Ég átti til dæmis erfitt með að halda mér vakandi við upplestur og tónleika í vinnunni. Ég var alveg búin á því eftir vinnudag og svaf mikið. Ég fór til læknis sem sendi mig í blóðprufu. Niðurstaðan úr þeirri prufu var það að allt var í fína lagi nema ég var aðeins of blóðlítil. Læknirinn sagði að ég væri með „vægt þunglyndi“ og ráðlagði mér því að fara í ræktina eða göngutúra.

Versnaði við veikindi móður

Árið 2009 var móðir mín lögð inn á gjörgæslu í lífshættu sem tók mikið á. Þá fór líðan mín að versna. Ég var farin að svitna óeðlilega mikið, vaknaði stundum í svitabaði á nóttunni en var ískalt. Þreyta og orkuleysi yfirtók allt. Ég var í fjarnámi og kvöldskóla með vinnu og var með rútínu samkvæmt því. Ég þurfti að leggja mig eftir vinnu svo ég færi ekki að sofna yfir bókunum og ég varð að sofa til hádegis á frídögum til að geta lært. Ég svaf í 2-3 tíma að meðaltali á daginn eftir vinnu en svo fór þetta að aukast og ég fór að sofa lengur og var ennþá þreytt þrátt fyrir það.

Það var farið að vera mjög erfitt að vakna. Aldrei hvarflaði að mér að það væri eitthvað að. Maður verður hálf dofinn og sinnuleysið verður í hámarki. Þegar ég lít til baka skil ég bara ekki hvernig ég gat þetta. Ég náði að klára skólann, vinna og hugsa um barnið mitt. Heimilið mætti reyndar afgangi og öll verk sem hefði þurft að gera. Ég varð mjög óskipulögð sem var ólíkt mér. En einhvernveginn tókst mér að halda þessu öllu gangandi með þrjósku.

Tók fýluköst útaf engu

Eftir því sem tíminn leið fór ég að fá oft hausverk og vöðvabólgu og ég var farin að vera oft pirruð og döpur. Ég var farin að taka „fýluköst“ útaf engu og ég var svolítið farin að loka mig af. Það voru þunglyndiseinkenni sem ég var að fá. Ég hafði alltaf svör fyrir því afhverju ég var með þessi einkenni. Til dæmis vegna þess að það væri svo mikið að gera í skólanum, ástarsorg og vera einstæð móðir. Þess vegna hef ég ekki talið neitt líkamlegt vera að. Það var farið að vera ómögulegt að tala við mig stundum. Það var erfitt að ráða við alla þessa tilfinningaflækju.

Gleymskan

Ég var líka orðin hræðilega gleymin. T.d. mundi ég ekki eitt skiptið númerið mitt á stimpilklukkunni í vinnunni sem ég var búin að vera með í 5 ár, ég var gleymin með nöfn á fólki sem ég hafði samt þekkt lengi og svo var skammtímaminnið alveg svakalega lélegt. Ég datt alveg út þegar ég var á leiðinni eitthvað og þegar ég ætlaði að gera eitthvað, mundi ekki hvað ég hafði gert daginn áður og gleymdi eitt skiptið eggjum sem voru að sjóða í pottinum.

Tók sér pásu frá náminu

Þegar ég útskrifaðist sem sjúkraliði jólin 2011 ákvað ég að taka smá pásu frá skólanum því að ég var farin að eiga svo erfitt með að einbeita mér og önnin var því sérstaklega erfið. Ég féll í stærðfræði því ég gleymdi öllu sem ég hafði lært þegar ég kom í prófið en náði síðan sjúkraprófinu. Síðan var ég farin að þyngjast þrátt fyrir að vera í ræktinni og blés út af bjúg. Ég byrjaði á Herbalife og ætlaði aldeilis að taka á því í ræktinni og fá meiri orku með hreyfingunni.

Alltaf var ég hrikalega þreytt eftir vinnu þrátt fyrir að drekka 10 kaffibolla því það var mitt „bensín“ svo ég gæti lifað af daginn. Þá dreif ég mig beint í ræktina að hamast. Þolið var farið að versna smátt og smátt og ég fór að fá svimaköst. Ég var svo þrjósk að ég drakk meira kaffi eftir ræktina til að reyna að halda mér vakandi. Ég skildi svo ekkert í því af hverju ég náði ekkert að léttast. Ef ég fór ekki í ræktina í viku fann ég mig þyngjast.

Fékk ofsakvíðakast í litun og plokkun

Þá gerðist það einn miðvikudaginn í mars 2012 þegar ég var búin að vinna 8-16 og fara í ræktina að ég ákvað að fara í lit og plokk um kvöldið svo ég náði ekki að leggja mig þann dag. Ég veit ekki hvað ég hafði drukkið marga kaffibolla. Ég var að berjast á móti þreytunni og leið eitthvað furðulega. Snyrtifræðingurinn setur lit á augun þannig að ég varð að hafa augun lokuð. Þá fékk ég rosalega innilokunarkennd sem jókst smátt og smátt þar til ég gat ekki meira og hún varð að taka litinn af mér strax því ég var farin að svitna gríðalega og fannst eins og ég væri bara að deyja, allt varð svo fjarlægt og hjartað pumpaði rosalega hratt.

Ég vissi ekki að ég var að fá ofsakvíðakast. Eftir að ég kem heim fæ ég annað kast og næsta dag í vinnunni og var ítrekað að fá kast yfir helgina. Ég hélt ég væri að missa vitið. Ég komst svo að því sjálf þegar ég fór að googla að þetta væri ofsakvíðakast og reyndi að fara eftir því sem var sagt að gera til að koma í veg fyrir köstin. Svo las ég það að ofsakvíðakast getur komið í kjölfar skjaldkirtilssjúkdóma. Þá sá ég það að öll einkennin pössuðu við mig.

Var búin á því á sál og líkama

Ég fór til læknis strax eftir helgi. Þar brotnaði ég niður. Ég var gjörsamlega búin á sál og líkama. Hann gat séð að ég væri með ofsakvíða og ég fékk kvíðastillandi. Ég spurði hvort hann gæti athugað skjaldkirtilinn og ég fór í blóðprufu og var greind með vanvirkan skjaldkirtil. Einnig var ég járnlítil. Ég fór á Levaxin, 50 míkrógrömm 4 daga vikunnar og 100 míkrógrömm 3 daga vikunnar og lífið mitt snarbreyttist smátt og smátt en það tók um 7 mánuði fyrir mig að vinna upp orku. Ég mundi ekki að það væri hægt að vera svona vakandi og var búin að gleyma því hvernig líðan manns ætti að vera. Elska töflurnar mínar sem hafa gefið mér lífið aftur! Ég fór aftur í ræktina og fór að léttast og er næstum komin í sömu þyngd og ég var áður, enda hrundi bjúgurinn af líka.

Skjaldkirtillinn er staðsettur framan á hálsinum og skiptist í tvo hluta sitt hvorum megin við barkann. Hann gefur frá sér hormónið þýroxín sem stjórnar meðal annars efnaskiptum líkamans en losun þýroxíns er aftur stjórnað af hormóni sem kemur frá heiladingli. Skjaldkirtillinn getur tekið upp á því að framleiða og losa út í blóðið of mikið eða of lítið af þýroxíni og er þá talað um ofstarfsemi eða vanstarfsemi kirtilsins. Truflanir á starfsemi skjaldkirtils er tiltölulega auðvelt að greina með vissu með hormónamælingum í blóði.

Skjaldkirtillinn er staðsettur framan á hálsinum og skiptist í tvo hluta sitt hvorum megin við barkann. Hann gefur frá sér hormónið þýroxín sem stjórnar meðal annars efnaskiptum líkamans en losun þýroxíns er aftur stjórnað af hormóni sem kemur frá heiladingli. Skjaldkirtillinn getur tekið upp á því að framleiða og losa út í blóðið of mikið eða of lítið af þýroxíni og er þá talað um ofstarfsemi eða vanstarfsemi kirtilsins. Truflanir á starfsemi skjaldkirtils er tiltölulega auðvelt að greina með vissu með hormónamælingum í blóði. (skjaldkirtill.com)

 

Hringdi í lækninn emjandi af sársauka

Ég hef ekki fengið ofsakvíðakast síðan, en ég fékk eitt slæmt kvíðakast rétt eftir áramótin 2012-2013. Það kom snöggt einn morguninn þegar ég var að fara í vinnu og það tók svo á að ég svaf mestmegnis í 2 daga á eftir. Ég fékk stundum slæma verki í fæturnar og það komu slæm tímabil hjá mér sem ég þurfti að leggja mig og var alveg orkulaus. Það er eins og líkaminn hafi þurft að gjalda fyrir það þegar ég gerði mikið. Þá gat ég sofið út í eitt og varð að safna orku aftur. Það gat tekið nokkra daga að fá orkuna á ný. Einnig fékk ég ennþá stundum þunglyndiseinkenni. Alltaf komu samt mælingarnar vel út. Ég hringdi eitt skiptið í heimilislæknirinn þegar ég var emjandi af sársauka í fótunum og hann sagði mér að taka 2 töflur af D -vítamíni með Omega 3 á hverjum degi.

Ég komst svo að því að ef ég borðaði eitthvað sem innihélt soja krassaði ég og var í nokkra daga að jafna mig (öll einkenni vanvirkan skjaldkirtils komu fram). En undanfarið var þreytan að yfirtaka allt og orkuleysið. Ég var sérstaklega slæm þegar ég vaknaði snemma þannig að alla vinnudaga var ég að berjast á móti þessu. Ég kláraði alla orkuna í vinnunni og lá svo bara fyrir eftir daginn alveg búin á því. Vöðvabólga, depurð, aukin þreyta og minnisleysi versnaði mikið. Haustið 2013 var ég að berjast við að vera í skóla að klára stúdentinn (fjarnám og kvöldskóla) og vinnu en það fór öll mín orka í það og svo svaf ég.

Fór til þriggja mismunandi lækna

Ég fann fyrir mikilli vanlíðan. Ég fór til þriggja mismunandi lækna sem sendu mig í blóðprufur en aldrei spurði neinn hvernig mér liði né skráði niður einkennin. Þegar niðurstöður kom var svarið alltaf það að skjaldkirtillinn væri alveg eðlilegur samkvæmt mælingu. Ég sagði í október þegar ég fékk þessa niðurstöðu að það gæti bara ekki verið því ég væri með öll einkennin. Það var ekki hlustað á það. Mig fór að gruna að ég væri með vefjagigt því einkennin eru mjög svipuð. Ég fór einnig í margar rannsóknir vegna tíðra þvagláta. Niðurstaðan var sú að ég væri með ofvirka þvagblöðru en læknirinn tengdi það ekki við skjaldkirtilinn. Ég komst svo að því fyrir stuttu að það er eitt af einkennum vanvirknis.

Laugardaginn fyrir jólin 2013 ákvað ég að prófa að taka 100 míkrógrömm af Levaxin í staðinn fyrir 50 míkrógrömm því ég var orðin alveg orkulaus. Svo hugsaði ég bara að taka þetta í mínar eigin hendur vegna þess að ég fann mikinn mun á mér og ákvað því að halda áfram að taka 100 míkrógrömm á hverjum degi. Mér fór að líða mikið betur. En samt var ég ennþá með einkenni eins og beinverki, særindi í hálsi, orkuleysi, vanlíðan, depurð, síþreytu, erfitt að vakna og fleira.

Ég var undirmeðhöndluð

Í janúar 2014 fékk ég tíma hjá lækni sem mér var bent á. Ég sagði honum frá líðan minni og hann gat séð það strax á mér að ég væri undirmeðhöndluð. Sem sagt að skjaldkirtillinn væri ennþá vanvirkur. Hann sá að ég var með bjúg undir augum, hár og húð þurrt, kaldar hendur, þreytuleg og augnabrúnir þunnar. Hann spurði mig nokkrar spurningar um líðan mína og það passaði allt saman. Ég er með þurrk undir fótum og á olnbogum, kláða í húð, orkulaus ennþá og með síþreytu, gleymin, utan við mig, viðkvæm, með vöðvabólgu, hárlos, hjarta pumpar hratt og hart, oft með kvef, beinverki og hitatilfinningu, særindi í hálsi og almenn vanlíðan.

Hann sagði mér að auka skammtinn enn meira. Hann sagði mér að taka 125 míkrógrömm á dag í viku og hækka síðan í 150 míkrógrömm á dag auk þess voru hellingur af vítamínum sem hann mælti með að ég tæki. Ég er enn með bullandi einkenni vanvirkan skjaldkirtils. Var sjálf ekki að gera mér alveg grein fyrir því fyrr en við töluðum um það. Vegna þess að ég var farin að versna mikið aftur og fór á stærri skammt fann ég svo mikinn mun að hafa farið að geta gert meira og var glaðari. Þá er svo erfitt að finna það hjá sjálfri manni að einkennin eru ekki alveg farin þegar manni er farið að líða betur. Það er eins og það gleymist hvernig heilbrigð líðan er.

Þetta er ekki leti

Eftir að ég fór á skjaldkirtilslyf er ég alveg með löngunina í að gera fullt en það er líkaminn sjálfur sem stoppar mig af, þreyta og slen sem gerir erfitt fyrir. Það virkar eins og leti en það er ekki leti. Þetta er líkaminn sem er búinn á því. Það getur tekið smá tíma fyrir lyfin að virka og að byggja upp líkamann. Þessi sjúkdómur er með sömu einkenni og vefjagigt en munurinn er sá að það eru alltaf til staðar verkir við þreifingu í vefjagigt og verður að vera til staðar í a.m.k. 11 af eftirfarandi 18 kvikupunktum (sjá vefjagigt.is)

Ég veit til þess að það eru mjög margir með vanvirkan skjaldkirtil sem eru undirmeðhöndlaðir vegna þess að það mælist eðlilegt í blóðprufu en einkennin eru samt til staðar. Það er forvitnilegt að vita hvort það séu margir sem eru ómeðhöndlaðir vegna þess að blóðprufur koma eðlilega út en eru samt með vanvirkan skjaldkirtil samkvæmt einkennum. Í sjúkraliðanáminu lærði ég það að við eigum alltaf að hlusta á líkamann og gott heilbrigðisfólk er fólk sem hlustar á líðan sjúklings og meta það án þess að horfa stíft á niðurstöðu úr blóðprufum vegna þess að viðmiðið um „eðlilegt“ ástand á skjaldkirtlinum er mjög stórt. Þessi einkenni eru margskonar vegna þess að skortur á skjaldkirtilshormóni hefur áhrif á flest líffæri. Það virðist vera saklaust en það getur verið alvarlegt ef ekki er meðhöndlað til lengri tíma og getur verið orsakavaldur af mörgum alvarlegum sjúkdómum, t.d. sykursýki, hjartasjúkdóm, sjálfofnæmisjúkdómum, krabbamein og alzheimer.

Einkenni:

Einkennin

Einkennin byrja oftast væg og aukast með tímanum þannig að það gera sér ekki allir grein fyrir því. Þau eru til dæmis: þróttleysi, síþreyta, erfitt að vakna, þreyta þrátt fyrir að hafa sofið, svefnleysi, verkir í vöðvum og liðum, vöðvakrampi, vöðvabólga, stirðleiki og þreyta í liðamótum, sinadráttur, óþol gagnvart kulda, höfuðverkur og tíðatruflanir. Húðin er oft þurr, föl og hrjúf, þurrkublettir, bólur, neglur þunnar og brothættar, hárið þunnt, hárlos og þurrkur í augum, augngröftur, fjörfiskur, sjóntruflanir (sjá í móðu), munnþurrkur, þunglyndi, kvíði, depurð, vanlíðan, viðkvæmni, skapsveiflur og pirringur, sinnuleysi, máttleysi, minnisleysi, tregða í hugsun, athyglisbrestur, þyngdaraukning, konur verða ófrjóar, hæg melting, hægðatregða, ofvirkur ristill, ofvirk þvagblaðra, skert kynlöngun, fótaóeirð, fótapirringur, hæsi og djúp rödd, þvoglumæli, orð koma vitlaust út, kvef, minnkuð matarlyst og skjálfti. Viðkvæmari fyrir veikindum og sýkingum og ótalmörg fleiri einkenni geta verið.
Síðar koma alvarlegri einkenni eins og bjúgur, bólgumyndun, blóðleysi, heyrnarskerðing, þykk tunga, hjartastækkun og hægur púls, lágur blóðþrýstingur, svimi, andnauð, blóðsykursfall, hraður og harður hjartsláttur og lækkaður líkamshiti.

- Kristjana Marín Ásbjörnsdóttir, sjúkraliði

Frábærar upplýsingar á Skjaldkirtill.com

 

 

Sunna Rannveig berst til síðasta blóðdropa – Myndband

$
0
0
barfd

Hér má sjá mjög flotta heimildamynd um íslensku MMA og Mjölnis bardagakonuna Sunnu Rannveigu Davíðsdóttir. Glæsileg stelpa á ferðinni og mikið hörkutól.

Er slæm hugmynd að sleppa ruslfæði alveg?

$
0
0
4031151193_fd7a83ab84_z

Heimasíðan Betri næring er glæsileg ný síða þar sem hægt er að lesa sannleikann um næringu og heilsu og eru það þau Kristján Már Gunnarsson og Ragna S. Óskarsdóttir sem halda síðunni úti.

Þau birtu á dögunum þessa flottu grein um ruslfæði og fengum við leyfi til að birta hana hér.

———————–

Ruslmatur er ávanabindandi.

Þetta er staðreynd … neysla þess kveikir á sömu svæðum í heilanum og neysla fíkniefna (1).

Hjá mörgum er matarfíkn raunverulegt og grafalvarlegt vandamál (2).

Efnaferlar í heilanum verða fyrir áhrifum og fólk missir stjórn á hugsunum sínum og hegðun.

Fólk endar á því að borða allt of mikið og getur einfaldlega ekki hætt, sama hversu mikið það reynir að beyta viljastyrknum.

Fíkn í ruslfæði og vímuefni er í grundvallaratriðum sú sama

Ég er fyrrverandi fíkill og hef farið í margar meðferðir, fangaklefa oftar en ég get talið, hef verið lagður inn á geðdeild og farið margar ferðir á slysó vegna of stórra skammta.

Ég er líka fyrrverandi reykingamaður og hef því mikla reynslu af fíkn (edrú síðan 4. janúar 2007).

Nokkrum árum eftir að ég varð edrú fór ég að þróa með mér matarfíkn.

Ég var orðinn mjög áhugasamur um næringu og heilsu, en ég átti mjög erfitt með að halda mig við það sem ég vissi að væri hollt.

Einn daginn áttaði ég mig á því að þráhyggjan og hugsanirnar voru nákvæmlega þær sömu og þegar ég var að misnota eiturlyf.

Munurinn var enginn, efnin bara önnur og félagslegu afleiðingarnar ekki jafn slæmar.

Löngunin í ruslfæði er nákvæmlega sú sama og löngunin í fíkniefni. Nákvæmlega sú sama.

Síðan þetta gerðist hef ég rætt við nokkra af vinum mínum sem eru líka fyrrverandi fíklar. Þeir eru sammála því að löngunin í ruslfæði er nákvæmlega eins og löngunin í fíkniefni.

Jafnvel þó margir viti ekki einu sinni að matarfíkn sé til, þá er ég sannfærður um að hún er risastórt samfélagslegt vandamál í dag og ein af helstu ástæðum þess að það er nánast ómögulegt fyrir suma að halda sig við hollt mataræði.

Á meðan ég man… þú þarft EKKI að eiga í vanda með reykingar, lyf eða áfengi til að ánetjast ruslfæði.

Ef þú heldur að þetta geti átt við þig, þá skaltu spyrja sjálfan þig þessara 5 spurninga:

    1. Langar þig oft í sætindi eða þvíumlíkt, þó þú sért saddur?

 

    1. Færðu samviskubit eftir að hafa borðað suman mat, en færð þér samt fljótlega meira af honum?

 

    1. Býrðu til afsakanir í huganum til að réttlæta fyrir þér af hverju þú ættir að fá þér suman mat?

 

    1. Hefur þú árangurslaust reynt að setja þér reglur (eins og svindlmáltíðir / daga) sem ekki hafa gengið upp?

 

  1. Hefur þér mistekist að stjórna hversu mikið þú borðar af sumum matartegundum, þótt þú vitir að þær séu að valda þér líkamlegum skaða (þ.m.t. þyngdaraukningu)?

Þetta eru allt dæmigerð einkenni matarfíknar.

Ef spurningarnar eiga við þig, þá átt þú við alvarlegt vandamál að stríða og ættir að byrja að gera eitthvað í málinu, annars mun það bara versna og á endanum eyðileggja heilsu þína.

Lögmál fíknar

Á þeim árum sem ég barðist við fíknina, lærði ég ýmislegt.

kona að kremja franskar

Mikilvægasta lexían er kölluð lögmál fíknar:

“Að gefa óvirkum fíkli skammt af efninu sem hann var háður mun kveikja aftur á fíkninni af fullum krafti.”

Fyrrverandi reykingamaður sem fær sér smók af sígarettu mun þegar í stað verða háður aftur og gæti daginn eftir verið farinn að reykja aftur pakka á dag.

Alkóhólisti sem fær sér sopa af bjór verður fyrir bakslagi … með öllum þeim hræðilegu afleiðingum sem því fylgja. Einn sopi getur eyðilagt líf alkóhólista.

Ég er persónulega sannfærður um að fíkn í ruslfæði er ekkert öðruvísi. Einn biti, eitt “svindl” – það þarf ekki meira.

Matarfíkill sem hefur staðið sig vel í langan tíma og ákveður að láta undan lönguninni “bara einu sinni” mun falla og byrja að borða ruslfæði oftar.

Þeir sem eiga sér sögu um að sveiflast til í þyngd munu þekkja þetta vel.

Hvað með hófsemi?

Margir sérfræðingar í næringu eru andvígir “öfgafullri” nálgun eins og að útiloka alveg ruslmat úr fæðunni.

Þeir ráðleggja fólki að sleppa ekki þessu fæði, heldur borða það sjaldan og í litlu magni (“allt í hófi” mantran).

Þó þessi aðferð geti verið raunhæf fyrir suma, þá er hún algjörlega vonlaus fyrir matarfíkla.

Þegar um er að ræða fíkn, þá er hófsemi dæmd til að mistakast. Í hvert einasta skipti. Það er ekkert sem styður það að matarfíkn sé öðruvísi en önnur fíkn.

Að segja matarfíkli að borða ruslmat í hófi er eins fáránlegt og að segja alkóhólista að drekka bjór í hófi.

Það einfaldlega virkar ekki, punktur.

Við “þurfum” ekki að borða ruslmat

Við þurfum öll að borða eitthvað … annars deyjum við úr hungri. Það segir sig sjálft.

Það er mjög mikilvægt að gera sér grein fyrir að það hafa ekki öll matvæli þessi áhrif.

Flestir matarfíklar gúffa ekki í sig káli og eggjum, þeir eru að troða sig út á unnu ruslfæði sem inniheldur mikinn sykur, hveiti og önnur mikið unnin efni.

Það er engin lífeðlisfræðileg þörf fyrir ruslmat í mataræðinu. Þetta rusl varð ekki til fyrr en mjög nýlega í þróunarsögunni og gen okkar hafa ekki breyst frá því fyrir þann tíma.

Matarfíklar geta borðað flest náttúruleg, óunnin matvæli án vandkvæða. En þeir þurfa að forðast matvæli sem valda fíkn og ofáti.

Fólki sem tekst þetta missir oft töluverða þyngd án þess að reyna á sig. Það gerðist hjá mér og öllum öðrum matarfíklum ég þekki.

Algjört bindindi er það eina sem virkar gegn fíkn

Hvert er þá svarið fyrir matarfíkla?

Lausnin er sú sama og þegar um er að ræða aðra fíkn … að forðast ávanabindandi efnin. Alltaf.

Ekkert ruslfæði á afmælum, ekkert ruslfæði á jólunum. Ekkert. Aldrei. Ekki einn biti.

Fyrir fíkla, þá er það ALLT eða EKKERT.

Annaðhvort forðastu ruslmat alveg, eða þú borðar hann stöðugt. Það er ekkert þarna á milli. Einn biti mun valda falli og eyðileggja allt.

Bindindi er það eina sem virkar gegn fíkn. Punktur.

Þetta er ekki eins erfitt og þú heldur

Þú gætir haldið að algjört bindindi sé ákaflega erfitt, en það er það reyndar ekki.

Það sem ER erfitt er að reyna að hafa stjórn á sterkri lífefnafræðilegri þörf (fíkn) með viljastyrkinn einan að vopni. Fyrir þann sem er með alvöru fíkn, þá er það einfaldlega ómögulegt.

Á hinn bóginn, þegar þú hefur tekið þá ákvörðun að borða aldrei þetta rusl framar, þá verður raunverulega miklu auðveldara að halda sig við hollt mataræði. Í alvöru.

Þegar þú býður sjálfum þér ekki einu sinni upp á möguleikann á “svindli”, þá er engin þörf fyrir þig að byrja að réttlæta neitt í höfðinu á þér … svo fíknin gerir jafnvel aldrei vart við sig.

Ef þú hefur gengið í gegnum margar misheppnaðar tilraunir til að borða í “hófi” þá ættir þú kannski að velta fyrir þér að sleppa þessum mat … alveg.

Það gæti bjargað lífi þínu.

Þessi grein birtist upphaflega á AuthorityNutrition.com.

P.S. Ekki gleyma að læka okkur á Facebook!

Hjálpar til við meltinguna og hreinsar kerfið

$
0
0
LemonWater-start

Ég er lítt hrifin af auknum vinsældum hreinsunarkúra og það að fasta til að hreinsa líkamann. Sérstaklega þegar vinsælar leikkonur eins og Gwyneth Paltrow, eru farnar að mæla með þriggja daga, 300 kaloríu afeitrunarkúrum og leggja svo til að maður sé í hlýjum sokkum á meðan af því að manni verði oft kalt.

Þessir kúrar eru þó ekki alslæmir því margir þeirra leggja til að maður drekki sítrónuvatn sem eftir því sem ég best get séð er meinhollt. Ég kýs hinsvegar að fara aðra leið heldur en vinkona mín hún Gwyneth sem lætur sér nægja að drekka eingöngu sítrónuvatn í morgunmat. Ég drekk nefnilega sítrónuvatn og borða morgunmat.

Sítrónuvatn er sagt hjálpa til við meltinguna og lina meltingartruflanir eins og brjóstsviða og uppþemdu. Aðrir kostir eru  þeir að sítrónuvatn hreinsar kerfið, er þvagörvandi, eflir ónæmiskerfið og gefur ferskan andadrátt.

Það er mælt með að maður kreisti í kringum hálfa sítrónu út í heitt vatn en mér finnst betra að drekka vatnið ískalt.

 

 

Er C-vítamín gott gegn kvefi?

$
0
0
OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Heimasíðan Betri næring er glæsileg ný síða þar sem hægt er að lesa sannleikann um næringu og heilsu og eru það þau Kristján Már Gunnarsson og Ragna S. Óskarsdóttir sem halda síðunni úti.

Þau birtu á dögunum þessa flottu grein um C-vítamín og kvef og fengum við leyfi til að birta hana hér.

—————-

Ég fékk fremur viðbjóðslegt kvef í síðustu viku .

Nefrennsli, særindi í hálsi, hitavella og hósti. Þú þekkir þetta.

Ekkert fréttnæmt í því, en kvef er algengasti smitsjúkdómurinn í mönnum og meðalmanneskja kvefast nokkrum sinnum á ári.

En ég fór að velta fyrir mér gömlu goðsögninni um að háskammtar af C vítamíni gætu komið í veg fyrir kvef.

Er C vítamín gott gegn kvefi? Staðreynd eða skáldskapur

Þessi kenning breiddist út í kringum 1970 þegar Nobelsverðlaunahafinn Linus Pauling gaf út bók um forvarnir gegn kvefi með stórum skömmtum af C-vítamíni.

Hann notaðaði sjálfur allt að 18.000 mg á hverjum degi (RDS er 75 mg fyrir konur og 90 mg fyrir karla).

Á þeim tíma voru ekki til neinar áreiðanlegar rannsóknir á því hvort þetta væri rétt.

Síðan þá hefur þetta verið rannsakað mikið.

C vítamín og ónæmiskerfið

C vítamín er andoxunarefni og nauðsynlegt til að framleiða kollagen í húð. Kollagen er algengasta prótínið í spendýrum og heldur húð okkar og ýmsum vefjum sterkum en sveigjanlegum.

Skortur veldur skyrbjúg, sem er í raun ekki vandamál í dag þar sem flestir fá nægt C vítamín úr fæðu.

Hins vegar er minna þekkt að C vítamín er einnig mjög mikið í ónæmisfrumum og er nýtt hratt þegar sýking er í gangi (1).

Hefur það einhver áhrif á kvef?

Á undanförnum áratugum hefur verið rannsakað í mörgum samanburðarrannsóknum hvort vítamínið hefur einhver raunveruleg áhrif á kvef.

Niðurstöðurnar hafa verið nokkuð vonbrigði.

Safngreining þar sem farið var yfir 29 rannsóknir þar sem þátttakendur voru samtals 11.306 kom í ljós að 200 mg eða meira á dag af C vítamíni dró ekki úr tíðni kvefs (2).

Hins vegar var tilhneigingin sú að C vítamín dró úr alvarleika og tímalengd kvefs.

Að lokum

Í grundvallaratriðum færðu jafn oft kvef ef þú tekur C-vítamín eins og þú gerðir áður, en kvefið getur orðið örlítið vægara og gengið hraðar yfir.

Auðvitað er annar hugsanlegur ávinningur af C vítamíni inntöku, en það er mikið af faraldsfræðilegum gögnum sem benda til að fullnægjandi magn af C vítamíni úr fæðu minnki hættuna á hjarta- og æðasjúkdómum og krabbameini (3).

Líklega er það algjör óþarfi að taka C-vítamín sem fæðubótarefni, en það borgar sig að borða nóg af mat úr plönturíkinu, sem er yfirleitt nokkuð ríkur af C vítamíni.

Þessi grein birtist upphaflega á AuthorityNutrition.com.

P.S. Ekki gleyma að læka okkur á Facebook!


Gengur illa að léttast? –Þú byrjar að léttast á fyrsta degi með Shape

$
0
0
shape

Shape hefur sett saman matarpakka sérstaklega ætlaðan konum sem langar að létta sig. Maturinn er fullkomlega samsettur af næringarríkum mat og er bara 1500 kaloríur sem þýðir að þú munt byrja að léttast strax frá fyrsta degi.

 

Orkan betri og meltingin léttari

Shape hefur reiknað út hárrétta samsetningu af trefjaríkum kolvetnum, próteinum og hollri fitu sem gefa þér samtals 1500 kaloríur á dag. Þú þarft bara að borða matinn á réttum tímum og munt strax byrja að finna muninn. Meltingin verður léttari, orkan verður betri og þú munt léttast.

Þar sem við nútímakonur erum flestar í vinnu eða skóla og höfum alltof fáa klukkutíma í sólarhringnum og með Shape losnar þú við það vesen sem fylgir því að elda sérstaklega heilsumat fyrir þig sjálfa. Sumar konur eru í því að elda eitt fyrir börnin og annað fyrir sig en með Shape er þetta bara tilbúið, maturinn er alltaf ferskur og hafður til samdægurs.

Mæla með 5 dögum

Þú byrjar á að borða hádegisverð, síðan er það millibiti á milli 15:00 og 16:00, þá kvöldverður og síðan kvöldnasl sem þú getur átt eftir kvöldverðinn. Í pokanum er einnig að finna morgunverð fyrir daginn eftir og einnig ferskpressaðan grænmetissafa sem þú drekkur sem millimál milli morgun og hádegisverðar. Shape mælir með 5 dögum til þess að upplifa Shape mataræðið eins og það á að vera.

Maturinn og á hvaða tímum þú ert að borða hann skiptir öllu máli ef þú vilt vera að léttast. Með því að vera að borða á u.þ.b. 3 tíma fresti allan daginn ertu að auka orkuna og ýta undir þyngdartap.

50 ólíkar uppskriftir af hafragraut

Það sem er þó öðruvísi er að Shape er með 50 ólíkar uppskriftir og útgáfur af grautnum sem munu koma þér skemmtilega á óvart. Einnig er alltaf eitthvað út á grautinn eins og muesli, skyrblöndu, ávexti, hnetur, fræ og fleira sem gerir hann bæði hollari og mun fjölbreyttari að borða.

Í þessum pakka er millimáltíð alltaf í drykkjarformi. Þú getur verið að fá ferskan grænmetissafa eða próteinríkt Boozt. Áherslan hérna er á ferska drykki sem gefa þér góða orku og fullt af vítamínum og steinefnum.

Ef þig langar að fræðast meira um þennan frábæra pakka þá geturðu lesið ítarlega lýsingu á síðu Shape. 

Það besta við þetta allt saman er hvað þetta er á hagstæðu verði eða einungis 3.690 krónur á dag.

 

Þunglyndi þarf ekki að vera tabú –„Ég endaði í andlegu gjaldþroti“

$
0
0
sad_and_lonely_by_schelly

Vala Sigríður er klassísk menntuð söngkona í tónsmíðanámi í LHÍ. Hún heldur úti bloggi og skrifaði þessa færslu nú á dögunum þar sem hún tjáir sig um veikindi sín. Flott færsla hjá þessari stúlku:

Ég heiti Vala og ég er þunglynd.
Þunglyndi er ennþá tabú í þjóðfélaginu og mjög misskilinn sjúkdómur.
Oft ruglað við aumingjaskap eða leti.
Mig langar að stuðla að viðhorfsbreytingu hvað þetta varðar og hef ég í þessu skyni ákveðið að segja frá minni baráttu við þennan sjúkdóm.

Ég tel að það gæti gert mikið fyrir þjóðfélagið að stuðla að meiri úrlausnum fyrir fólk sem glímir við þennan sjúkdóm, því ef við erum öll upp á okkar besta þá hlýtur það að fæða af sér orkumeiri starfskrafta með meiri lífskraft og innblástur.

Hjálpumst að til að gera hvort annað að bestu útgáfu okkar sjálfs.
Elskum okkur sjálf, elskum hvort annað. Eflum hvort annað, styrkjum og hvetjum.

Við erum öll eins, og við þurfum öll sömu hlutina.
Ef við erum duglegri að veita okkur sjálfum og hvoru öðru þessa hluti þá eru möguleikarnir endalausir!!

Hefur lengi glímt við þunglyndi

Ég komst að því nýverið að ég hef verið að glíma við alvarlegt þunglyndi allt mitt líf. Síðan ég var unglingur nánar tiltekið. Reyndar vissi ég að ég væri þunglynd þegar ég var orðin tvítug og hef barist við þetta síðan þá, en ég fékk ekki að sjá á hversu alvarlegu stigi það væri fyrr en nýverið.

Þegar ég komst að þessu upplifði ég blendnar tilfinningar. Ég upplifði mikla sorg yfir því að ég væri virkilega á svona slæmum stað og að glíma við svona alvarleg veikindi. En ég fann líka til mikillar vonar vegna þess að þá loksins sá ég fram á það að ég gæti unnið bug á þessum djöfli, og loksins LOKSINS orðið sú manneskja sem ég veit að býr innra með mér. Sú manneskja sem mig hefur alltaf langað til að vera, en aldrei komist nema hálfa leið í að gera að raunveruleika.

Er að kynnast fjölskyldunni á nýjan hátt

Síðustu mánuði hef ég barist við þennan sjúkdóm af allri minni orku. Ég fór lengra niður en ég hef nokkru sinni farið, en núna er ég að komast á stað sem ég hef aldrei verið á áður. Ég hef unnið mig út úr vandamálum sem hafa dregið mig niður allt mitt líf og ég hef öðlast meiri skilning á lífinu, lífskraft, þakklæti, ánægju, og umfram allt sálarró. Ég er að verða þess aðnjótandi að kynnast fjölskyldu minni og vinum á nýjan hátt, nánari og afslappaðri. Mér líður gífurlega vel með þeim, og ég er að læra að elska. Virkilega elska, þannig að ég finni það innra með mér, hita og hamingju. Ég er að læra að taka á móti ást frá þeim sem í kring um mig eru, sem ég lengi vel ýtti frá mér eftir mesta megni – þó þess aðnjótandi að sjá þessa hegðun og útskýra fyrir fólki af hverju ég gerði þetta. Ég á marga góða og yndislega að og nú er ég loksins að fá tækifæri til að virkilega taka á móti þessari ást og njóta hennar – og gefa ást á móti af öllu hjarta. Hún styrkir mig, og ég er EILÍFLEGA þakklát öllum sem hafa staðið með mér í gegn um árin. Án ykkar hefði ég ekki komist hingað.

Fylgdu litlu röddinni innra með þér

Eitt af því sem ég er að tileinka mér er að hlusta á innsæið mitt, því ég trúi því að geri maður það rati maður á þann stað sem manni er ætlað að vera. Áreynslulaust. Upp að vissu marki, auðvitað þarf maður stundum að leggja eitthvað á sig! En ég trúi því að fari maður að fylgja þessari litlu rödd þá komi til manns hlutir sem mann óraði ekki fyrir. Hlutir sem leiða mann á þá braut sem fyrir manni sé ætluð. Braut velgengni, hamingju og þakklætis.

Eftirfarandi er lýsing á ástandinu sem ég upplifði sem þunglyndissjúklingur. Ég vona að með því að deila þessu fái ég tækifæri til að vekja fólk til umhugsunar varðandi þennan alvarlega og þó afar algenga sjúkdóm.

Með því að ræða hlutina opinskátt tel ég að hægt sé að vinna að því markmiði að útrýma fordómum og sýna fólki með sjúkdóminn skilning, umburðarlyndi og kærleika. Við eigum öll okkar kosti og galla en öll eigum við það skilið að vera elskuð. Það er ekkert flóknara!

Ég vil taka það fram að eftirfarandi orð eru ekki skoðanir mínar, heldur sjúkdómurinn að tala í gegn um mig. Hugsanirnar komu fram þegar ég var langt niðri, yfirtóku mig og gerðu mér ókleift að takast á við þær eða bæja þeim frá.

„Kannski á ég þetta skilið af því pabbi minn er aumingi“

Ég var orðin það langt leidd að ég var í alvöru farin að hugsa: „Kannski á ég ekkert að vera að ætlast til þess að ég megi fá hjálp við að vinna mig út úr þessari óhamingju.“ „Kannski á ég þetta skilið af því pabbi minn er aumingi og það er okkur sjálfum að kenna fyrir að vera svona miklir aumingjar í þessari fjölskyldu að við lifum í volæði. Að það sé ekki vandamál ríka fólksins þó að pabbi minn hafi komið þannig fram við mig að ég fékk mörg áföll í æsku sem urðu smám saman til þess að áföllin urðu fleiri í lífi mínu sem gerðu það að verkum að ég var algjörlega ófær um að lifa eðlilegu lífi, sjá fyrir mér og öðlast þá hamingju og ná þeim markmiðum sem mig dreymdi um að ná.“

„Kannski er eðlilegt að ég sé verri en fólkið sem á peninga“

„Kannski er bara eðlilegt að það sé misjöfnuður í samfélaginu og mér var útdeilt það hlutverk að vera aumingi af því ég fæddist í þannig fjölskyldu. Þá eigi ég bara að taka þessu hlutverki og ekki ætlast til þess að ég fái nokkra hjálp við það að koma mér út úr því hlutverki, að ég sé verri en fólkið sem á peninga og lifir fallegu og eðlilegu lífi og skortir ekkert, og getur vaknað á morgnana og unnið fyrir peningunum. Sem hefur þann lífskraft vegna þess að enginn hefur barið hann niður í þeim, til þess að eltast við draumana sína, þá orku innra með sér til að sjá fyrir sér eitthvað sem þau geta unnið úr höndum og geta gert það. Geta stofnað þetta fyrirtæki t.d, og komið því í gang og stjórnað því. Eignast alla peningana sem því fylgir.“

„Verið svona duglegt fólk sem á skilið að sitja á öllum auðæfunum sem þau eiga, af því þau voru svo dugleg að vinna fyrir þeim. Að það sé ekki þeim að kenna að þau hafi alist upp í fjölskyldum þar sem þau fengu stuðning, þar sem fólkið í kring um þau voru líka svona duglegt fólk svo þau ólust upp með það fyrir augunum allan daginn að ef þú vilt gera eitthvað þá geturðu gert það, þau eru með það fyrir augunum á sér allan daginn að ef þú hefur trú á sjálfum þér og ætlar þér eitthvað og ert tilbúinn að vinna fyrir því, þá er það hægt.“

„50% orkunnar minnar fór í að rífa mig niður“

En ekki eins og ég sem ólst upp með það fyrir augunum að lífið væri erfitt og ómögulegt og sama hvað ég reyndi þá yrði ekkert úr mér. Ég trúði því ekki alveg svo ég reyndi smá. En ég reyndi bara 50% af því hin 50% orkunnar fóru í að rífa mig niður, svo ég var alltaf ógeðslega þreytt og veik og hafði oft ekki tök á því að gefa mig 100% í neitt.

Ég gaf mig 100% af því ég er dugleg og metnaðarfull, en þegar ég var búin að gefa mig 100% í eitthvað verkefni (sem ég gerði alltaf), þá þurfti ég langan tíma til að jafna mig sem þýddi að ég gaf 0% í einhvern annan þátt í lífi mínu, t.d. vini og fjölskyldu (sem þýddi minna af félagslegum tengslum og meira þunglyndi), í að vinna mér inn pening (keyrði mig út í skólanum og gat ekki verið í vinnu líka- eða ég var í vinnu og féll í skólanum), að halda hreinu í kring um mig og hugsa um mig að öðru leiti, t.d. elda (sem þýddi drasl sem þýddi niðurrif og enn meira þunglyndi.)

„Ég er aumingi, ég get ekki unnið með skólanum“

„En þetta er allt bara mitt vandamál, þetta er ekki neitt sem ríka fólkið á að spá í. Hvernig ég geti lifað af með 55 þúsund á mánuði. Ég meina, ég á það skilið er það ekki? Ég er aumingi. Ég get ekki unnið með skólanum, ég er 30 ára og er enn í námi. Tónlistarnámi meira að segja. Er það ekki bara mér að kenna líka að ég valdi tónlistarnám? Ég vissi að það væri óstöðugur bransi. Er það ekki bara fólkið sem er ótrúlega duglegt og getur verið í fullri vinnu og samið tónlist sem getur gert eitthvað í tónlist? Er ég ekki bara algjör hálfviti að hafa farið út í þetta, vitandi að ég sé svona mikill aumingi, að ég geti aldrei orðið þessi duglega sem meikar það. Á ekki bara fólk sem getur ekki meikað það að fara í eitthvað hagnýtt nám og vinna vinnu þar sem það gerir eitthvað fyrir samfélagið? Þarf nokkuð svona marga tónlistarmenn? Er ekki nóg að hafa bara þessa allra bestu, til að hafa nokkra geisladiska?“

„Ég er með sjúkdóm sem heitir þunglyndi“

En málið er að ég er ekki aumingi. Pabbi minn er það ekki heldur. Við erum bæði ótrúlega duglegt fólk. Hann var að díla við allskonar þegar ég var að alast upp og hann gerði sitt besta og ég er með sjúkdóm sem heitir þunglyndi. Ég veit ekki hvort ég fékk þennan sjúkdóm í gegnum blóðið frá pabba mínum eða hvort það var vegna þeirra aðstæðna sem ég ólst upp í. Kannski er það blanda af þessu hvoru tveggja. Líklega.

Hreif alla með sér í ævintýraheima og hló mikið

En ég hafði alla burði til að ná langt þegar ég var lítil. Ég var orkumikil, jákvæð, vinsæl og hugmyndarík, og hafði stjórnunarhæfileika. Ég stjórnaði fullorðna fólkinu og börnunum. Ég hreif alla með mér inn í ævintýraheima sem ég bjó til. Ég hló mikið, lék mér, ég söng og dansaði og ég var alltaf að teikna. Ég var hæfileikarík, teiknaði mjög vel og var músíkölsk. Ég var klár og fljót að læra að lesa. Foreldrar mínir hvöttu mig áfram og hjálpuðu mér með heimanámið svo það varð hluti af daglegu lífi að vinna heimavinnuna. Þegar ég varð eldri fékk ég hátt á prófum og stóð mig mjög vel í náminu. Sem unglingur var ég hávaxin og grönn og falleg.

Ég hafði í raun alla burði til að ná langt í lífinu. En ég fékk þennan sjúkdóm sem unglingur og vegna þess að það var aldrei gripið inn og blaðinu snúið við, þá grasseraði hann endalaust.

Tók próf um þunglyndi og áttaði sig á veikindunum

Ég sá í raun aldrei hversu rosalega veik ég var fyrr en loksins fyrir nokkrum mánuðum síðan þegar ég fór í þunglyndispróf. Þá sá ég að þetta er rosalegur sjúkdómur sem ég hef dragnast með í gegn um árin og hann dregið úr mér allan þrótt. Ég ákvað líka að ég myndi ekki slaka á fyrr en ég væri búin að reyna öll ráð sem mér dytti í hug til að vinna bug á þessum sjúkdómi. Ég er svo ÓTRÚLEGA heppin að eiga móður sem styður mig í einu og öllu, og hefur hún verið mér ómetanleg hjálp í þessari baráttu þar sem hún var tilbúin að styrkja mig fjárhagslega til að takast á við þetta. Það er mikill peningur sem fer í þetta.

Síðustu mánuði hef ég verið óvinnufær vegna þessara veikinda, samt dragnaðist ég í gegn um skólann, með miklum herkjum, vegna þess að starfsmenn skólans sýndu mér skilning og vegna þess að móðir mín gat stutt mig fjárhagslega. Annars hefði ég þurft að fresta náminu og lifa á bótum. Það var ekkert annað sem ég gat gert þessa mánuði nema vinna mig út úr erfiðleikunum. Það var vinnan mín.

En fyrsta skrefið er að átta sig á vandamálinu. Vegna þess að ég áttaði mig ekki á hversu stórt vandamál ég var að glíma við og vegna þess að samfélagið segir okkur að þunglyndi sé aumingjaskapur og aumingjaskapur sé eitthvað til að skammast sín yfir, að við eigum að geta gert allt sem við viljum ef við erum nógu ákveðin, og vegna þess að ég er ótrúlega ákveðin manneskja, þá einhvernveginn drattaðist ég í gegn um lífið, haldandi að ég væri alveg eðlileg eins og allir hinir, að ég eigi að geta lifað lífinu eins og þeir og gert það sem þeir gera. Og alltaf þegar það tókst ekki þá reif ég mig niður fyrir aumingjaskapinn. Þetta er eilífur vítahringur.

Ég endaði í andlegu gjaldþroti. Ég fékk taugaáfall.

Ákveðnin bjargaði lífi hennar

Þetta spinnur endalaust upp á sig. En ég hef ýmsa kosti sem hafa bjargað lífi mínu, t.d. það hvað ég er ákveðin. Ég neitaði að gefast upp. Ef ég hefði ekki þennan eiginleika hefði ég kannski ákveðið að taka eigið líf einhvern tíman á lífsleiðinni. Þá væri ég ekki hér til að segja þessa sögu.

Hversu margir hafa ekki mömmu til að styðja sig andlega og fjárhagslega? Hversu margir búa ekki við þá blessun að hafa fengið ómetanlegan stuðning í barnæsku sem þau búa við alla ævi vegna þess að það skapaði ákveðni sem drífur þau áfram?

Hversu margir gefast upp?

Hversu margir telja það vera þeim að kenna að þeir lentu hér, eða að minnsta kosti að þau eigi það skilið og engin leið sé til að grafa sig upp úr því?

Það er örugglega erfiðasta verkefni sem nokkur þarf að glíma við, að vinna sig út úr svona áföllum. Að rifja upp hluti sem er svo sárt að hugsa um að maður verður veikur við það. Við getum ekki tekist á við þessa hluti nema við fáum gífurlegan stuðning frá einhverjum, hvort sem það eru manns nánustu eða einhver utanaðkomandi t.d. sálfræðingur. Það er ekki fyrr en þá sem við getum loksins fundið fyrir þeim frið og þeirri ró sem felst í því að trúa því innilega að maður sé öruggur, algjörlega öruggur.

Það á ekki að lifa lífinu í ótta

Það er ekkert líf að lifa í ótta alla daga. Ég óska þess ekki neinni sál. Og ég skil vel að fólk sjái sér ekkert annað fært en að taka eigið líf vegna þess að það ræður ekki við að takast á við þetta hjálparlaust.

Mér finnst alveg hræðilegt hvernig samfélagið hefur þróast, og þessar viðteknu venjur og hugmyndir um duglegt fólk og aumingja. Við erum öll bara fólk. Mannlegar verur. Lífverur. Í alvöru, við erum ÖLL EINS. Við lifum ólíkum lífum, við fáum ólík tækifæri, það er eini munurinn. Við erum öll frábær, við erum öll hæfileikarík og dugleg, ef við fáum tækifæri til að sjá það og trúa því, og tækifæri til að blómstra.

Eigum við sem erum í þeirri stöðu að þurfa að vinna okkur út úr erfiðleikum í alvöru skilið að lifa verra lífi? Er það bara allt í lagi að við fremjum sjálfsmorð? Lifum í eymd?

„Ég gerði ekkert rangt“

Sú hjálp sem nú er til staðar er aðeins til fyrir tilstilli mikilla barrátta í gegnum söguna. Verkalýðsfélög, ódýr læknisþjónusta, og bætur. Það er ekki sjálfsagt og sífellt er verið að reyna að gera lítið úr þessu og draga þetta til baka. Einkavæða allt. Tala um skatta á neikvæðan máta.

Hvað þýðir misjöfnuður? Fyrir fólk sem situr á sínum háa hesti með sínar gullhrúgur þá er það bara jákvætt er það ekki? En hafið þið hugsað út í hvað þetta þýðir fyrir fólk með geðræn vandamál? Er það í alvörunni í lagi að fólk þjáist allt sitt líf?

Ég gerði ekkert rangt. Ég fæddist og ég lifði. Og ég er einhvern vegin og eitthvað gerðist. Og ég kom út sem taugahrúga. Ég valdi það ekki. Ég kann ekki að stjórna því.

Ef þessi þróun heldur áfram þá þýðir það bara enn fremur að fólk eins og ég hefur engin tól til að takast á við sína erfiðleika, og við fremjum sjálfsmorð eða lifum í eymd allt okkar líf. Eða eitthvað ennþá verra, eins og þegar fólk leiðist út í glæpi og eiturlyf. Þá er fólk beinlínis farið að vinna samfélaginu mein.

Þunglyndi er ekki aumingjaskapur

Af hverju ekki frekar að reyna að efla þessar og fleiri lausnir fyrir fólk, gera hlutina þannig að það verði aðeins auðveldara að vinna sig út úr erfiðleikunum því ég get alveg sagt ykkur af eigin raun að það er ÓGEÐSLEGA erfitt að takast á við svona hluti. Það er margra ára vinna, og tekur á andlega og líkamlega.

Hversu mikið betra fyrir samfélagið væri það, ef þessu fólki væri veittur sá stuðningur sem þau þurfa til að hjúkra sér aftur til heilsu og styrks. Til að finna hvar hæfileikar þeirra liggja og efla þannig efnahaginn? Í stað þess að þau séu „byrði á samfélaginu” vegna „aumingjaskapar síns”.

Ég er kannski draumóramanneskja en ég held að þetta sé hægt.

Ég ætla að enda á tilvitnun úr einu ástsælasta barnaleikriti okkar Íslendinga, sem við notum gjarnan til að kenna börnunum okkar fallegar og réttar hugsanir (sem við erum miður dugleg að tileinka okkur sjálf!!)

“Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir.”

Ást og friður til ykkar allra <3

P.s. Ef þið viljið deila greininni á facebook til þess að stuðla að viðhorfsbreytingu varðandi sjúkdóminn eða þið teljið hana geta hjálpað einhverjum er það guðvelkomið <3

  • author_icon_34063

Er nóg að hjálpa bara börnunum?

$
0
0
Stressed-Mom

Það var í mars – apríl 2009 að það barst í tal á leikskóla dætra minna að eldri stelpan væri að sýna nokkur merki um ADHD og var rætt við okkur foreldrana um að setja hana í gegnum greiningu. Við vorum að sjálfsögðu mjög ánægð með að þetta kæmi upp í leikskólanum því að ferlið er yfirleitt fljótlegra þar en vorum jafnframt mjög áhyggjufull.

Margt gekk á afturfótunum

Ferlið var sett af stað og hefði ekki mátt vera mikið seinna því að hún átti að byrja í 1. bekk um haustið. Eins og margar mömmur gera þá lagðist ég yfir netið og bækur og las alveg heilan helling af allskonar upplýsingum. Hún kláraði að fá „frumgreiningu“ á leikskólanum og tók þá við biðin eftir lokagreiningu. Hún byrjaði í 1. bekk og var mjög margt sem gekk á afturfótunum hjá henni og voru margir árekstrar bæði við nemendur og starfsfólk. Við byrjuðum vinnuna við lokagreininguna og tók hún nokkra mánuði af viðtölum og svörun á allskonar spurningalistum.

Prófuðu lyf fyrir dótturina og hún öðlaðist nýtt líf

Í febrúar 2010 kom loksins niðurstaðan hennar og hún sýndi afgerandi niðurstöðu um ADHD og þar sem að allt var búið að ganga á afturfótunum hjá henni þrátt fyrir að við værum búin að prufa margt eins og t.d. að breyta mataræðinu hjá henni þá ákváðum við að prufa lyf………. Núna hugsa margir sennilega OMG hvernig gátu þau…….. En jú jú við tókum þessa ákvörðun og fengum að heyra bæði jákvæð komment og neikvæð komment í okkar garð. Það er einmitt alveg ótrúlegt hvað fólk leyfir sér að skipta sér af og dæma mann á punktinum.
Í febrúar 2010 fékk dóttir okkar nýtt líf. Hún byrjaði að blómstra félagslega og námslega en ég er samt ekki að segja að hún hafi eignast 25 vini og fengið 10 í öllu en henni fór að líða mikið betur og það sýndi sig á margan hátt. Hún sagði við mig á 3-4 degi lyfjanna að henni liði eitthvað skringilega í hausnum sínum (ég byrjaði strax að hugsa „Æ nei“) og ég spyr hvernig þá? Hún segir mér að henni finnist hausinn sinn svo rólegur. Þetta þótti mér gott að heyra og fannst þetta einmitt merki um það að við hefðum tekið rétta ákvörðun fyrir hana og ég meina hana því að þetta er mjög einstaklingsbundið hvað hentar hverju barni fyrir sig.

Fór að gruna að hún væri sjálf með ADHD

Yngri stelpan okkar fékk líka frumgreiningu í leikskóla og lokagreiningu í 1. bekk og núna er hún í 2. bekk og það hefur gengið mjög vel hjá henni án þess að hún fái lyf við sínu ADHD.
En í öllu þessu ferli okkar undanfarin 5 ár þá fór mig að gruna að ég sjálf væri með ADHD en ég setti mig alltaf á hilluna aðeins lengur til að fókusa á það sem að stelpurnar mínar þurftu frá mér en síðan komst ég að því að ég get ekki veitt þeim eðlilegar heimilisaðstæður ef mín heilsa (geðheilsa) er ekki í fyrsta sæti. Þannig að ég fékk mína frumgreiningu haustið 2013 og komst að því að ég er með ADHD. Mikið áfall, en samt ekki því ég hafði grun um þetta í nokkur ár.

Ég ákvað að núna skildi ég taka mig á og fá mína lokagreiningu þannig að ég gæti nú hugsanlega farið að líða betur og þar af leiðandi veitt dætrum mínum og eiginmanni skemmtilegri konu á heimilið. Ég fór á stúfana og hringdi í nokkra geðlækna en fékk sömu skilaboðin frá riturunum „hann er hættur að taka við nýjum sjúklingum“. Ég er núna á biðlista hjá ADHD teyminu á Geðdeild Landsspítalans og er mér sagt að það sé um það bil 1-2 ár í bið.

Vonar að möguleikar fullorðinna verði auknir

Ég sé mest eftir því að hafa ekki drifið mig strax í greiningu þegar að mig fór að gruna þetta því að þá voru ennþá geðlæknar sem voru ekki hræddir við að sinna okkur.

En aftur á móti er mín von sú að eitthvað verði gert til að auka möguleikana okkar (fullorðna fóksins) að auka okkar lífsgæði og fjölskyldu okkar því að þetta hefur svo mikil keðjuverkandi áhrif að geta ekki 100 % sinnt börnum, maka, vinnu, skóla, heimili, ættingjum og vinum þó það væri ekki nema kannski 70% þá held ég að við myndum vera alsæl með það.

Kveðja,
mamman sem vill standa sig betur.

Hvað eiga Oprah Winfrey, Bill Gate og Edda Björgvins sameiginlegt?

$
0
0
goals

Hver er markþjálfinn þinn?

Oprah Winfrey, Tiger Woods, Bill Gates, Andre Agassi og Edda Björgvins hafa nýtt sér aðstoð markþjálfa – af hverju ekki þú?
Það þarf ekkert að vera að til þess að fólk nýti sér markþjálfa – það er fremur merki um að þú sért að gera góða hluti og viljir gera enn betur, bæði í einkalífi og starfi.
Þegar þú tekur þá ákvörðun að setja þig í fyrsta sæti, fjárfestir í sjálfum/sjálfri þér og velur að starfa með markþjálfa þá er mikilvægt að velja markþjálfa sem hefur lokið viðurkenndu námi í markþjálfun.
Markþjálfar eru ekki ráðgjafar eða sálfræðingar – þeir hjálpa þér hins vegar að finna þín eigin svör og þína persónulegu leið til að verða þitt allra besta.  Markþjálfi aðstoðar þig við að skilgreina fagleg og persónuleg markmið, gera þau framkvæmanleg og að ná þeim á árangursríkan hátt.  Góður markþjálfi veitir þér einnig stuðning og hvatningu til að ná þeim árangri sem þú stefnir að, hver svo sem hann er.
Markþjálfun er ekki ný af nálinni.  Markþjálfun ruddi sér til rúms víða erlendis á áttunda áratug síðustu aldar og var Félag markþjálfunar á Íslandi stofnað árið 2006 og má finna meira um það á www.markthjalfun.is
ICF (alþjóðleg samtök markþjálfa) gerði rannsókn og kannaði meðal þeirra sem hafa nýtt sér markþjálfun hverjar væru helstu ástæður fyrir því að fólk ætti að fá sér markþjálfa og voru niðurstöðurnar eftirfarandi:
•       80% þeirra sem hafa nýtt sér markþjálfun segjast hafa meira sjálfstraust
•       72% segjast hafa bætt samskiptahæfni sína
•       70% segjast hafa bætt eigin frammistöðu í vinnu
•       67% segjast upplifa meira jafnvægi vinnu og einkalífs
•       57% segjast hafa bætt eigin tímastjórnun

 
Ef þú hins vegar telur þig ekki hafa þörf fyrir að skerpa sýn þína á hvert þú stefnir, bæta tímastjórnun eða skipulag, einfalda líf þitt og upplifir að öll svið lífs þíns og starfs eru í fullkomnu jafnvægi og hefur enga þörf fyrir að ná betri árangri eða bæta persónulegan vöxt og þróun þá skaltu ekkert vera að hugsa um að fá þér markþjálfa.

markth
Markþjálfunardagurinn 30. Janúar.
Fimmtudaginn 30. janúar 2014 er Markþjálfunardagurinn haldinn í annað sinn.
Þar verður fluttur fjöldi stuttra og skemmtilegra erinda um árangur af markþjálfun og hvernig hún nýtist þeim sem vilja;
•       ná auknum árangri í íþróttum
•       gera breytingar hjá sér, í einkalífi eða starfi
•       verða betri stjórnendur
•       bæta heilsuna
•       bæta samskipti og samvinnu
•       verjast andlegu ofbeldi
•       o.fl. o.fl. –
Það eru mörg erindi í boði sem hægt er að velja um og á milli og kostar miðinn fyrir allan daginn aðeins 5.900 kr.  Er hægt að nálgast miða hér

dagskráin3

Íslenskar heilsuvörur úr hafinu

$
0
0
kalk

Hafkalk ehf. er fjökskyldufyrirtæki á Bíldudal sem framleiðir íslenskar heilsuvörur úr hafinu. Fyrirtækið var stofnað árið 2000 en hóf rekstur í núverandi mynd í janúar 2009. Aðaleigandi þess og stofnandi er Jörundur Garðarsson sem hefur áralanga reynslu úr matvælaiðnaði og gæðastjórnun.

Vottunarstofan Tún staðfesti á árinu 2012 að Hafkalk ehf. uppfyllti reglur um framleiðslu náttúruvara. Með vottun Túns er staðfest að Hafkalk noti einungis viðurkennd hráefni við framleiðslu á hinum vottuðu vörum, að aðferðir við úrvinnslu og blöndun samræmist reglum um framleiðslu náttúruvara.
Langanes

Hvað eru kalkþörungar?
Kalkþörungurinn er sjávarjurt sem er náttúrulega rík af ýmsum steinefnum. Þar ber helst að nefna kalk og magnesíum, auk 72 annarra stein- og snefilefna s.s sink, járn, joð og selen.

Kalkþörungarnir sem notaðir eru í Hafkalk eru teknir af sjávarbotni utan við Langanes í Arnarfirði. Fjörðurinn er einn sá stærsti á landinu en aðeins búa um 200 manns við fjörðinn. Kalkþörungarnir eru vottuð náttúruafurð og jafnframt eru þeir vottaðir til lífrænnar framleiðslu.

kalk

Fæðubótaefni Hafkalks ehf.

Haf-Ró inniheldur náttúrulegt magnesíum extrakt unnið úr sjó og Hafkalk sem unnið er úr kalkþörungum úr Arnarfirði. Það inniheldur einnig B6 og C vítamín sem styðja við virkni efnanna.

Mikið magn virkra efna er í hverju hylki af Haf-Ró. Magnesíum og Hafkalk vinna saman og jafnframt tekur magnesíum þátt í að koma jafnvægi á kalkbúskap líkamans.

hafro

Hafkraftur inniheldur sjávarmagnesíum og Sink-L-Aspartate sem er auðmelt og kraftmikið sink, bundið amínósýrunni L-Aspartate. Hafkraftur inniheldur einnig öflugan skammt af virku B6 vítamíni sem virkar án umbreytingar í lifur auk C vítamíns sem styður við virkni efnanna. Innihaldsefni Hafkrafts vinna öll saman að því að stuðla að jafnvægi í orkubúskap líkamans.

Magnesíum er líkamanum nauðsynlegt til að viðhalda jafnvægi í vöðva- og taugakerfinu. Magnesíumskortur getur lýst sér í þreytu og streitu en leiðrétting á þeim skorti getur því gefið slakandi áhrif, samhliða aukinni orku. Magnesíum er lífsnauðsynlegt steinefni sem líkaminn getur ekki geymt og því mikilvægt að viðhalda með réttu mataræði daglega eða með neyslu fæðubótarefna.

Hafkraftur

 

Önnur fæðubótarefni Hafkalks ehf.  eru Hafkrill og Hafkalk.

Hafkalk ehf. notar einungis innihaldsefni af hæsta gæðaflokki fyrir allar framleiðsluvörur sínar og jafnframt eru þær án erfðabreyttra innihaldsefna, lausar við fylliefni, kekkjavarnarefni og önnur óæskileg íblöndunarefni.

Hér er um einstök íslensk fæðubótarefni að ræða, unnin og framleidd hér heima án allra aukaefna.  Við á Hún.is hvetjum konur (og karla) til að prófa þessi frábæru fæðubótarefni.

Heimasíða

 

Viewing all 1210 articles
Browse latest View live