
Algengasta tegund hárloss er afleiðing ættgengs ofnæmis fyrir karlkynshormóni á vissum svæðum í hársverðinum. Frá fornu fari hefur verið litið á skalla sem merki um elli, hrumleika og getuleysi. Sköllóttir karlmenn voru álitnir meinlausir og ekki keppinautar um hylli kvenna. Vegna vanþekkingar voru þeir dæmdir úr leik í svefnherberginu og á vígvellinum. Hin síðari ár […]