
Rakst á þessa uppskrift á Netinu hjá henni Cassie. Tók eftir henni einfaldlega bara vegna þess hversu falleg myndin af drykknum er. Tilvalið að bera fram í glerkönnu ef ástæða þykir til að hressa upp á matarborðið.
Uppskrift
1 bolli jarðaber
1 bolli gúrka
2 lime
nokkur myntublöð
ísmolar
vatn
Aðferð
Jarðaber, gúrka og lime skorið niður og sett á stóra könnu ásamt myntublöðum, vatni og ísmolum. Látið standa inni í ísskáp í a.m.k. hálftíma svo bragðið komi fram.
Verði ykkur að góðu.