Quantcast
Channel: Heilsan – Hun.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1210

Gulur, rauður, grænn – Uppskriftir

$
0
0
raudur-drykkur-

Þessir drykkir ættu að hressa þig við ef orkan er í lágmarki. Ég valdi þrjá af mínum uppáhalds og deili þeim hér með ykkur en svo er um að gera að láta hugmyndaflugið ráða og nota það sem til er í ísskápnum hverju sinni.

Núna er hægt að fá hveitigras í duftformi og það nota ég alltaf í græna drykkinn minn. Enda er það stútfullt af næringarefnum, vítamínum, steinefnum, blaðgrænu og ensímum. Sömuleiðis losar það okkur við uppsöfnuð eiturefni í frumum líkamans, sérstaklega fitufrumum. Þessi vitneskja kemur frá Dr. Ann Wigmore stofnanda Hippocrates Health Institute í Boston en hún innleyddi neyslu safa úr hveitigrasi sem hún hafði tröllatrú á.

Verði ykkur að góðu.

graenn-drykkur-

Einn grænn

Lúka af lífrænu spínati t.d. frá Lambhaga
¼ gúrka
1-2 perur
2 cm engiferrót
nokkur myntulauf
1 msk hveitigras
1 skúbb hreint prótein t.d. frá Now
Hrísmjólk
Klakar

 

raudur-drykkur-

Einn rauður

Lúka af frosnum hindberjum eða jarðarberjum
1 banani
2 cm engiferrót
1 skúbb hreint prótein t.d. frá Now
Hrísmjólk
Klakar
Kakónibbur

 

 

gulur-drykkur-
Einn gulur

1 mangó
1 banani
2 cm engiferrót
1 skúbb hreint prótein t.d. frá Now
Hrísmjólk
Klakar

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 1210