
Hver man ekki eftir Royal „instant“ búðingunum? Þessum sem hrærðir voru saman við mjólk, settir í gös og kældir í ísskáp áður en bornir voru fram.
Þessi er ekkert ósvipaður fyrir utan innihaldið sem er bara hollt.
Fann þessa uppskrift á Netinu hjá henni, Glamorazzi, en bætti banana við hana og set örlítið meira af chiafræjum saman við.
Verði ykkur að góðu!
Uppskrift:
2 avocado
1 banani
1 msk chiafræ
3 msk kókosolía
1 tsk vanillusykur
1/3 bolli lífrænt kakó
½ bolli hunang
Aðferð:
Allt sett í blandara, hrært vel saman og kælt í ísskáp í ca. hálftíma. Borið fram með berjum og fyrir þá sem kjósa að hafa sinn extra djúsí, þeyttur rjómi á toppinn.