
Geggjað hollt og gott orkunammi frá henni Berglindi hjá Gulur, rauður, grænn og salt
Trylltar orkukúlur
1 bolli rúmlega af niðurskornum döðlum
1/2 bolli hunang
1 msk chia fæ
1 msk hörfræ eða hveitikím
hnífsoddur salt
1 1/2 bolli tröllahafrar
1 bolli (um 120 g) pistasíuhnetur
1 bolli þurrkuð trönuber (cranberries)
1/3 bolli hvítir súkkulaðidropar (má sleppa)
Aðferð
- Blandið saman döðlum, hunangi, chia fræjum, hörfræjum og salti í matvinnsluvél og látið á “pulse” þar til allt hefur blandast vel saman og er orðið mjúkt. Þið eigið að geta hrært í blöndunni, ef hún er of þykk bætið þá út í 1-2 msk af hunangi.
- Færið blönduna í stóra skál, bætið út í höfrum, hnetum, berjum og hvíta súkkulaðinu og blandið vel saman.
- Búið til kúlur úr blöndunni og látið á smjörpappír.
- Borðið og geymið afganginn, ef einhver er, í frysti. Þær þiðna fljótt.