
Hvað er HIIT
HIIT (High Intensity Interval Training) er æfingakerfi þar sem fólk framkvæmir æfingarnar hratt og með mikilli ákefð. Þetta æfingakerfi er frábært fyrir alla sem vilja brenna fitu og koma sér í gott form. Margar útfærslur eru til af HIIT æfingum og má nefna að æfingakerfi eins og Tabata og Crossfit byggjast í grunnin á HIIT.
Af hverju ég elska HIIT
Ég hef lengi verið í ræktinni og lyft lóðum og labbað á hlaupabrettum en eins og hjá flestum stelpum þarna úti þá skilaði það mér ekki miklu. Þegar ég fór að einblína að hröðum lotum sem að samanstóðu af 30-40 sek. sprettum og 10-20 sek. pásum á milli þá fóru hlutirnir fyrst að gerast. Ég notaði fyrst HIIT í brennslu æfingum minum en er núna byrjuð að nota það líka þegar ég er að lyfta lóðum. Hvernig? Ég geri t.d. hnébeygjur í 20 sek. og fer strax í sumo jump squats í 20 sek. síðan tekur við 10 sek hvíld og ég endurtek þetta 4-5 sinnum. Ég finn mikið fyrir í lærunum og rassinum og líður vel eftir æfingar.
Nokkrar gagnlegar staðreyndir um HIIT æfingarkerfið:
Eftirbruni eykst til muna (Resting metabolic rate)
Lækkar insulin næmni (þú kemst upp með að borða meira nammi því líkaminn nýtir sykurinn betur)
Aukið blóðflæði og súrefnisflæði í vöðvana.
Næst þegar þið farið í brennslu, prófið þetta í staðinn fyrir að skokka eða labba á hlaupabrettinu:
0-5 mín Upphitun
5-10 mín Smám saman auka álagið, auka hraðan eða hækka hallann
10-10:30sec Full ákefð
10:30-11:30 Lægri ákefð
11:30 -14:30 Endurtaka 10-11:30 tvisvar
14:30-20 Smám saman auka álagið
20-20:45 Full ákefð
20:45-21:45 Lægri ákefð
21:45-25:15 Endurtaka 20-21:45 tvisvar
25:15-30 Smám saman auka álagið
30-31 Full ákefð
31-32 Lægri ákefð
32-36 Endurtaka 30-32 tvisvar
36-40 Smám saman auka álagið
40-45 Kæla sig niður
Sylvía er nýr penni hjá okkur, hún er í þrusuformi, er einkaþjálfari og lifir heilbrigðum lífsstíl. Sylvía mun koma með kennslumyndbönd þar sem hún kennir okkur góðar æfingar, heilsuráð og fleira. Þú getur séð Facebook síðu Sylvíu hér.